Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík áfram á sigurbraut EKKI tókst Skagamönnum frekar en öðrum að stöðva sigur- göngu Keflvíkinga í úrvalsdeildinni þegar iiðin mættust í Kefla- vík á sunnudagskvöldið. Keflvíkingar sigruðu með 17 stiga mun, 110:93, eftir aldeilis frábæran fyrri hálfleik þar sem liðið setti ellefu 3ja stiga körfur. Þá náðu Keflvíkingar 20 stiga for- skoti sem þeir þó misstu niður eftir vægast sagt afar slaka byrjun í upphafi síðari hálfleiks þegar Skagamenn náðu að minnka muninn niður í eitt stig. En þá tóku heimamenn við sér aftur, tryggðu sér öruggan sigur með góðum endaspretti. í hálfleik var staðan 58:42. Skagamenn misstu þjálfara sinn og leikmann Alexander Ermolinkij út af í fyrri hálfleik þegar hann fór úr liði á fingri. Hann gat ekki leikið meira með og munaði um minna. Keflvíldngar hófu leikinn með hálfgerðri flugeldasýningu því þeir byrjuðu á að setja sex 3ja stiga ■■■■■■ körfur og áttu Skaga- Björn menn í mestu vand- Biöndal ræðum með langskytt- skrifar ur Keflvíkinga. Kefl- víkingar léku sérlega vel í fyrri hálfleik og allt virtist ætla að stefna í stórsigur þeirra þegar þeir voru búnir að setja ellefu 3ja stiga körfur og munurinn var orð- inn 20 stig 54:34. En í upphafl síðari hálfleiks misstu Keflvíkingar alger- lega áttir á meðan Skagamenn skoruðu grimmt og áður er varði' var munurinn allt í einu orðinn 1 stig, 66:65. Þá hrukku heimamenn aftur í gang, þeir settu 10 stig í röð gegn einu og eftirleikurinn var að- eins spurning um handavinnu. „Við áttum í hinu mesta basli með langskytturnar hjá þeim og eins og lið Keflavíkur lék í fyrri hálfleik er það illviðráðanlegt. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn hjá okkur sem hefði mátt vera mun betri,“ sagði Alexander Ermol- inskij, þjálfari og leikmaður Skaga- manna, sem bjóst við að verða tilbú- inn í slaginn aftur eftir viku hvíld. Lið Keflavíkur var jafnt í þessum leik en að örðum ólöstuðum var Damond Johnson enn eina ferðina besti maður liðsins. Hjá Skaga- mönnum voru þeir Kurt Lee, Dagur Þórisson og Bjarni Magnússon bestir. Harka í Hagaskóla Það var æsispennandi leikur sem áhorfendum var boðið uppá í Hagaskóla á sunnudagskvöld þegar KR marði Njarðvík 60:59. Leikurinn var leikur hinna sterku vama eins og stiga- skorið gefur til kynna en einnig má kenna slakri hittni á báða bóga um. KR-ingar höfðu frumkvæðið framan af og náðu 10 stiga forskoti um miðjan fyrri hálf- leik og mest var forskotið 13 stig 34:21. Aður en flautað var til leik- hlés höfðu Njarðvíkingar náð að rétta sinn hlut lítillega og KR var yfir 38:28. í síðari hálfleik kvað við annan tón í leiknum og er líklegt að leik- menn Njarðvíkur hafl fengið hressi- legan yfirlestur frá Friðriki Rún- arssyni þjálfara inni í klefa. Að minnsta kosti mættu Njarðvíkingar mjög ákveðnir til leiks og komust brátt inní hann. Þeir skoruðu 7 stig gegn tveimur KR-inga og munurinn var 5 stig, þá 3 stig og loks var jafnt um miðjan síðari hálfleik 46:46. Það sem eftir lifði leiks skiptust liðin á að leiða oAg engin leið var að sjá hvorum megin sigurinn myndi lenda. Segja má að úrslit leiksins hafi ráðist á vítalínunni. Þegar 39 sek- úndur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 57:57 og Marel Guð- laugsson hitti úr öðru vítaskota sinna. I næstu sókn var dæmt sókn- arbrot á Friðrik Ragnarsson og Keith Vassel hitti úr seinna víta- skoti sínu og kom KR yfír 58:57. KR náði boltanum aftur eftir að skot Njarðvíkinga geigaði. Keith Vassel náði frákasti eftir að Oskar Krist- jánsson brenndi af báðum vítaskot- um sínum, fékk vítaskot og hitti úr báðum þeirra og kom KR þremur stigum yfir 60:57. í síðustu sókn Njarðvíkinga var brotið á Teiti Ör- lygssyni sem hitti úr báðum víta- skotum sínum en lengi-a komust Njarðvíkingar ekki og KR marði sigur 60:59. I liði KR voru Keith Vassel og Ei- ríkur Önundarson atkvæðamiklir. Einnig kom Sigurður Jónsson sterkur inn eftir að hafa átt í þrálát- um meiðslum. í liði Njarðvíkur var Teitur Ör- lygsson góður en Brenton Birming- ham og Friðrik Ragnarsson vora einnig drjúgir. Enn sigrar Skallagrímur Leikur Þórs og Skallagríms á Akureyri sl. sunnudagskvöld einkenndist af hrikalegri spennu, mistökum, villuvand- Stefán Þúr ræðum og miklum Sæmundsson rispum einstaklinga. skrífar Það voru Þórsarar sem urðu fyrir barðinu á villuvandræðunum og töpuðu enn einum leiknum en Borgnesingar fóru alla leið á einstaklingsframtaki Erics Fransons og sigruðu með einu stigi eftir æsispennandi lokamínútur. Úrslitin 81:82, gestun- um í vil, og sigurganga Skallagríms heldur því áfram. Liðið hefur nú náð Þór að stigum, bæði liðin hafa 8 stig en Þór á leik til góða. Þórsarar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik en hittnin var frekar slök hjá báðum liðum. Konráð var drjúgur fyrir heimamenn, eins og hann hefur oftlega verið framan af leik í vetur, en Eric Franson var yf- irburðamaður hjá gestunum. Þórs- arar höfðu yfir í leikhléi, 39:33. Þeir náðu síðan 8-10 stiga forskoti í byrj- un seinni hálfleiks en þá fór heldur betur að hitna í kolunum og spenn- an að magnast. Erie Franson fékk sína 3. villu eftir tveggja mínútna leik og síðan þá fjórðu fyrir að mót- mæla og virtist nú illt í efni hjá Skallagrími. En Eric var látinn spila áfram og það herbragð heppn- aðist. Nýi Bandaríkjamaðurinn hjá Þór, Brian Reese, fékk hins vegar sína 4. villu þegar 15:49 mín. voru eftir og staðan 51:48. Hann var hvíldur næstu sex mínútumar og þá tók Davíð Guðlaugsson sig til og blómstraði, bæði í vörninni á móti Franson og í sókninni. Leikurinn var nú í járnum en Þórsarar urðu fyrir áfalli þegar Konráð varð að fara út af með 5 villur þegar 10 mín. voru eftir, Da- víð fór sömu leið þegar 5,19 mín. voru eftir og Reese mínútu síðar, en örlagavillur þeirra beggja voru mjög umdeildar. Þarna var staðan 77:77, 4 mínútur eftir og Þórsarar búnir að missa þrjá bestu menn sína af velli. Franson lét hins vegar engan bilbug á sér finna, hélt Skallagrími á floti, auk þess sem Kristinn Friðriksson tók góða rispu. Þórsarar gáfust þó ekki upp. Staðan var 79:81 þegar 1 mín. var eftir og þá fískaði Hafsteinn Lúð- víksson loks 5. villuna á Franson, skoraði úr tveimur vítaskotum og jafnaði leikinn. Kristinn brenndi síðan af, Hafsteinn missti boltann, Kristinn skaut enn, hitti ekki, en Hlynur Bæringsson náði frákast- inu og fiskaði villu þegar 5,3 sek- úndur lifðu af leiknum. Hann tryggði Skallagrími sigur með því að skora úr seinna vítaskotinu; úr- slitin 81:82 og Borgnesingar fögn- uðu ógurlega. Heljarmennið Eric Franson gerði 36 stig og Kristinn 22 fyrir Skalla- grím. Brian Reese skoraði 21 fyrir Þór, Davíð 17 og Konráð 16. Þessa menn mátti Þór ekki við að missa af velli. Reese er leikinn og útsjónar- samur en hitti ekki nógu vel. Davíð Jens sýndi nú loks hvað hann getur en þrátt fyrir ágæt tilþrif á köflum þurfa Þórsarar að bíða um sinn eftir sigii. KFÍ sótti sigur í Hólminn KFÍ sigi'aði Snæfell í Stykkis- hólmi, 77:69, á sunnudags- kvöldið í frekai' daufum leik. ísfirð- gmmi ingar höfðu undirtökin Rikharður í leiknum alveg frá Hrafnkelsson upphafi leiks. Þeir skrifar voru en Hólmar- amir á flestum svið- um, léku öflugri vöm, hittu betur og réðu hraðanum í leiknum. Leik- menn KFÍ hittu vel úr þriggja stiga skotunum gegn svæðisvörn Snæ- fells, sem lék hana nær allan leik- inn. Snæfell hefði þurft að reyna að brjóta upp leikinn með breytingum á vamarleiknum og keyra upp hrað- ann. KFÍ lék góða maður á mann vöm allan tímann og beitti svo svæðispressu öðm hvom með ágæt- um árangri. Sóknarleikur Snæfells var stirður og einnig voru gerð of mörg mistök, t.d. stigið útaf, slakar sendingar. KFÍ lék agaðan leik og er breidd- in í Uðinu ágæt þrátt fyrir að Ósvald Knudsen vantaði, en hann er frá vegna meiðsla. Það háir liði Snæ- fells hve breiddin hjá þeim er lítil, og sérstaklega í þessum leik, þar sem Bárður Eyþórsson var í leik- banni. En án hans getur liðið illilega verið. Hjá Snæfelli lék Mark Ramos einn sinn besta leik í vetur, ógnaði meira í sóknarleiknum en hann hef- ur gert áður. Athanasías Spyropou- los átti góðan dag í sókninni. Rob Wilson stóð sig vel í vöm en fann sig illa í sókninni en þar leyfðist ís- firðingum fullmikil harka gegn hon- um. Einnig átti hann erfitt með að beita sér að fullu í seinni hálfleik eftir að hann fékk dæmda á sig fjórðu villuna eftir 5 mínútur. Nýkrýndur íþróttamaður Snæfells 1998, Jón Þór Eyþórsson, fann sig alls ekki í leiknum og var ekki sú ógnun í sókninni sem Snæfell þurfti á að halda. í liði KFÍ stóð Baldur Jónasson sig einna best, hittnin hjá honum var mjög góð og einnig gekk honum vel í vörninni á móti Jóni Þór Ey- þórssyni. Ólafur Jón Ormsson átti einnig prýðisgóðan leik bæði í vörn og sókn. Mark Quasie stóð vel fyrir sínu. James Cason vora oft og tíð- um mislagðar hendur, misnotaði mörg auðveld færi undir körfunni, en barðist vel í vörn og var sterkur í fráköstunum. Hrafn Kristjánsson stjórnaði sóknarleik KFÍ með ágæt- um. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 TENNIS Reuters MARTINA Hingis vann sigur þriðja árið í röð á opna ástralska meistaramótinu. Þrefalt hjá Hingis JEVGENY Kafelnikov varð um helgina fyrsti Rússinn til að sigra á Opna ástralska meistaramótinu og Martina Hingis vann í kvennaflokki þriðja árið í röð. Þau fengu bæði rúmar 30 milljónir króna í sigurlaun. Rússinn mætti Svianum Thomasi Enqvist í úrslitum og vann 3:1 (4-6, 6-0, 6-3, 7-6) og Hingis sigraði frönsku stúlkuna Amelie Mauresmo örugglega, 2:0 (6-2, 6-3). Kafelnikov færðist upp í þriðja sæti á heimslistanum við sigurinn. „Nú hef ég sann- færst um að ég get unnið stór- mót aftur. Þessi sigur gefur mér mikið sjálfstraust. Það var orðið frekar leiðinlegt að heyra það stöðugt að ég hefði aðeins unnið á eitt stórmót," sagði Kafelnikov sem vann opna franska mótið fyrir þremur árum. „Eg held að sigurinn hafi verið verðskuld- aður.“ Rússinn sterki hefur oft verið kallaður „Stálmaðurinn“ vegna þess að hann keppir á fleiri mótum á ári en flestir keppinautanna á stóru mótun- um. Úrslitaleikur kvenna var sýning táninganna, Hingis sem er aðeins 18 ára og Mauresmo, sem er einu ári eldri. Mauresmo átti í raun aldrei möguleika því Hingis lék frábærlega og kom and- stæðingi sinum oft í opna skjöldu - lét hann hlaupa fram og til baka. „Eg hef meiri leikreynslu og ég nýtti mér hana í úrslitaleiknum," sagði Hingis sem vann einnig í tvíliðaleik þriðja árið í röð. Þrátt fyrir sigurinn náði Hingis ekki að komast í efsta sæti heimslistans þar sem Lindsay Davenport situr sem fastast. „Það hefði verið frá- bært að komast í efsta sætið, en það skiptir ekki öllu. Það kemur bara seinna. Það kem- ur dagur eftir þennan dag,“ sagði Hingis, sem var yngst til að komast í efsta sæti heims- listans eftir sigurinn á opna ástralska 1997, þá aðeins 16 ára. Hún vann einnig Wimbledonmótið og opna bandaríska sama ár. „Mér hef- ur alltaf gengið vel á þessu fyrsta stórmóti ársins. Ég vona að ég geti fylgt þessum sigri eftir í ár,“ sagði hún. Framlengt í Firðinum Grindvíkingar héldu fjórða sæt- inu í úrvalsdeildinni er liðið vann Hauka í Hafnarfirðinum í framlengdum leik, 100:95. Leikur- inn var lengstum jafn, liðin skiptust á um forystu og var hún aldrei mikil í fyrri hálfleiknum en eftir hlé náðu gestirnir undirtökunum og munur- unn var 16 stig um miðbik hálfleiks- ins, 62:78. Þegar hér var komið sögu tók Roy Hairston sig til og gerði 14 stig og Jón Amar Ingvarsson gerði þrjú stig, gerði ekki fleiri í leiknum, og staðan var orðin 79:82. Næsta karfa var Hauka og staðan 81:82 og skammt til leiksloka. Herbert Arn- arson gerði tvö stig fyrir gestina en Bragi Magnússon setti niður þriggja stiga skot og því varð að framlengja. Þar voru gestirnir sterkari. Roy Hairston fór mikinn í liði Hauka, gerði 51 stig og tók 12 frá- köst. Bragi átti einnig ágætan leik og var með 9 fráköst. Þrátt fyrir að Jón Arnar hafi aðeins gert þrjú stig átti hann 10 stoðsendingar. Hjá Grindvíkingum voru Her- bert, Warren Peebles, Pétur Guð- mundsson og Páll Axel Vilbergsson góðir. Sá síðastnefndi tók 14 fráköst og Pétur 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.