Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUND ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 B 3 Enn bætir Örn Arnarson sundmet frænda sinna, nú í 50 metra skriðsundi Örn var öryggið uppmálað TVEIR sigrar Arnar Arnarsonar í baksundi, íslandsmet hans í 50 m skriðsundi auk þriðja sætis í þeirri grein og tvö íslandsmet Láru Hrundar Bjargardóttur voru hápunktur þátttöku tíu ís- lenskra sundmanna á alþjóðlegu sundmóti í Lúxemborg um helgina. Enn einu sinni undirstrikaði Örn styrk sinn í baksunds- greinum og þurfti ekki að ógna íslandsmetum sínum til þess að vinna greinar sínar, 100 og 200 metra baksund af öryggi. Lára Hrund sýndi að hún er í mikill framför undir handleiðsiu Brians Marshalls hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar, varð í þriðja sæti í tveimur greinum og hársbreidd frá þriðja sæti í 400 metra fjór- sundi. Þá varð Ómar Snævar Friðriksson annar í tveimur grein- um, þótt Ijóst megi vera af framgöngu hans að hann á töluvert inni enn og hefði að ósekju getað synt betur. ívar Benediktsson skrífar frá Lúxemborg Þessir sundmenn voru þeir einu sem komust á verðlaunapall af íslensku sundmönunum, en nokkrir þeirra komust einnig í úrslit og sýndu að þeir eru í framfór. Meðal þeirra er Elín Sigurðardóttir sem hafnaði í 6. sæti í 100 metra flugsundi á 1.07,17, eftir að hafa náð öðrum besta tíma ferilsins í undanrásum, 1.05,61. Auk hennar komst Ómar Snævar í úrslit í 200 m Töskurnar gefnar MEÐAL þeirra gjafa sem sundmennirnir í þreinur efstu sætunum fengu auk peningaverölauna voru íliróttatöskur. Örn vann tvær töskur og gaf þær báð- ar sonum formanns Sundfé- lags Hafnarfjarðar, Hrafn- kels Marinóssonar, þeim Konráði og Kolbeini. Önnur taskan sem Lára Hrund Bjargardóttir vann sér inn var hins vegar gefin Brian Marshali, þjálfara SH, en hann ætlar ekki að haida henni lengi, heldur gefa föð- ur sínum hana við fyrsta tækifæri. Miklu betra heima ÞEIR sundmenn úr íslenska hópnum sem ekki voru að synda hverju sinni hvöttu fé- laga sína óspart til dáða með söng og hvatningarópum af ýmsu tagi. Auk þessa reyndu piltar úr hópnum að fá alla keppendur á síðari degi tii að taka þátt í sam- eiginlegri upphitun. Sú til- raun fór i' vaskinn, en menn létu það ekki slá sig út af laginu við hvatninguna þeg- ar að að keppninni kom. Hins vegar þótti ýmsum úr íslenska hópnum dauft yfir öðrum sundmönnum sem fyigdust með, ólíkt því sem er heima á sundmótum þar sem liöin leggja metnað i að livelja félaga sína. „Það er injög lítil stemmning hérna, þetta er miklu betra heima,“ sagði einn úr íslenska liðinu, vonsvikinn með stemmning- skriðsundi, varð áttundi á 1.59,77 og synti vegalengdina í fyrsta skipti undir tveimur mínútum í 50 metra laug. Davíð Freyr Þórunnarson var £ úrslitum í 100 m skriðsundi og 100 m flugsundi, en hafnaði í 8. sæti í báðum greinum. Davíð er hins veg- ar nýkominn á fulla ferð á ný í sundinu eftir að hafa látið námið hafa forgang um tíma. Ungar sund- konur, Kolbrún Hrafnkelsdóttir og Sunna Björg Helgadóttir, fengu góða keppnisreynslu, stóðu undir vonum og komust í úrslit í nokkrum greinum í unglingaflokki. Flestra augu beindust hins vegar að Erni Arnarsyni, enda var hann einn þeirra sundmanna sem skipu- leggjendur mótsins buðu til þess og notuðu sem tromp til þess að kynna mótið og lokka að áhorfendur. Óhætt er að segja að það hafi tekist og Örn hafi ekki valdið vonbrigðum þrátt fyrir að hann næði ekki að bæta Islandsmetin í baksundunum. Hann keppti einnig í 50 og 100 metra skriðsundi, bætti íslands- metið í styttra sundinu, 23,84 sek., og náð næstbesta árangri íslend- ings í síðasttöldu greininni og sýndi að margra mati að hann á mikla möguleika í skriðsundi hafi hann tök á að einbeita sér frekar að þeirri tegund sunds. Þá reyndi hann fyrir sér í 200 metra flugsundi í fyrsta sinn í 50 metra laug og náði athyglisverðum árangri, 2.10,71 mín., og var aðeins rúmlega sek- úndu frá Islandsmeti Arnars Freys Ólafssonar. Sem kóngui- í ríki sínu gekk Örn til leiks í 100 m baksundi og meðal andstæðinga hans var Thomas Rupprath, Þýskalandi, Evrópu- meistari í 50 metra baksundi í 25 metra laug. Örn tók forystu strax óg lét hana aldrei af hendi. Synti fyrstu 50 metrana á 28,34 sekúnd- um og samtals á 57,34. Þetta er annar besti árangur hans, en fs- landsmetið er 56,94. Þar með synti hann í annað sinn undir fyn-verandi meti Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, 57,75 sem stóð ekki nema í 11 ár. Rupprath og landi hans Mitja Za- strov voru í humátt á eftir en náðu aldrei að ógna Erni, Rupprath á 58,6 og Zastrov á 58,22. Ekki leið nema innan við klukku- stund þar til Örn var kominn í eld- línuna á ný, í þetta sinn í 100 metra skriðsundi. Örn varð snemma íjórði í sundinu og hélt því til loka, tím- inn, 51,81, aðeins 19 hundraðshlut- um frá íslandsmeti Magnúsar Más Ólafssonar. Örn virtist taka lífinu með nokk- urri ró í 200 metra baksundinu, og lét Úkraínumanninn, Vladislav Ga- ydmaka um að hafa forystuna fyrstu 150 metrana, en Örn lét hann aldrei hafa þægilega forystu. Fyrstu 50 metrana fór hann á 29,53 ÖRN Arnarson varð sigurvegari í 100 og 200 m baksundi og setti íslandsmet í 50 m skriðsundi. sek., eftir 100 metra var tíminn 1.01,61 og þegar hann lét til skarar skríða á 150 metnim var tíminn 1.33,22. Við síðasta snúninginn sigldi Örn fram úr Úkraínumanin- um sem gerði tilraunir til að bæta í seglin en hafði ekki erindi sem erf- iði. Örn synti af festu og öryggi í mark og fékk tímann 2.04,34 mín. Gaydamaka varð annar á 2.04,87 og Þjóðverjinn Mitja Zastrov hafnaði í þriðja sæti á 2.09,37. Mótinu lauk Örn síðan á því að verða í þriðja sæti í 50 metra baksundi á íslandsmeti, 23,84, var 2 hundraðshlutum úr sekúndu frá fyn-a meti. Örn hafði ekki synt þessa grein í 50 metra laug frá því á Smáþjóðaleikunum 1997, og reynd- ist þá synda þessa metra á 24,95 sek. Lára Hrund var einnig á mikill siglingu, varð í þriðja sæti í 200_ m skriðsundi og 200 m fjórsundi. Að- ur hefur verið tíundaður árangur hennai- í 400 metra skriðsundi, en á öðrum keppnisdegi komst hún í úr- slit í 200 metra fjórsundi og var staðráðin í að ná verðlaunum þar eftir 4. sæti í lengra íjórsundinu daginn áður. Bryjunin var þó ekki góð því eftir fyrstu 50 metrana á flugsundi var hún í 5. sæti á tíman- um 31,48 sek. Þá færði hún sig upp í þriðja sætið þegar kom að baksundinu, tíminn eftir 100 metra 1.09,10. Þessu sæti hélt hún til loka, andstæðingarnir tveir sem á undan voru reyndust of sterkir að þessu sinni, tíminn 2.23,62 mín., millitím- inn eftir 150 metra, 1.51,22. ís- landsmetið á Ragnheiður Runólfs- dóttir, 2.22,65, sett á Ólympíuleik- unum í Seoul. Það stóð óhaggað að þessu sinni. Áður en Lára sló 12 ára gamalt met Bryndísar Ólafsdóttur í 200 metra skriðsundi synti hún í undan- rásum 50 metra skriðsundsins, bætti sinn fyrri árangur um 5 hundraðshluta úr sekúndu, synti á 28,3 sek., en komst ekki í úrslit. Þegar að úrslitum 200 metra skrið- sundsins kom var ekkert annað sem kom til gi'eina en slá íslands- metið og það tókst heldur betur, tíminn, 2.05,49, en gamla metið var 2.06,23 mín. Fyrstu 50 metrana fór Lára á 29,60, eftir 100 metra var tíminn 1.01,43, að loknum 150 metr- um var tíminn 1.33,50. Langþráðui' áfangi var £ höfn. Örn var hausnum lægri ÖRN Arnarson sundmaður er 192 cm á hæð en eigi að síður virkaði hann stuttur við verðlaunaafiiendinguna fyrir 100 metrá baksundið þar sem hann stóð á efsta palli. Astæðan var sú að Þjóðverjinn Mitja Zastrov sem varð í öðru sæti er vel yfir tvo metra hæð og gnæfði yfir Örn á verðlauna- pallinum, þrátt fyrir að Örn stæði hærra. Félagar Arnar í ferðinni kölluðu hann Ödda litla á eftir, nokkuð sem pilt- ur á alls ekki að venjast. Lára Hrund í ÓL-hópinn LÁRA Hrund Bjargardóttir komst inn £ Ólympiuhóp Sundsambands Islands þegar hún synti 200 m skriðsund á 2.05,49 m£n., en lágmarkið inn í hópinn í þessari grein er 2.07,19. Þetta þýðir hins vegar ekki að Lára hafi náð lágmarki fyrir Ólympíuleik- ana í Sydney, lágmörk fyrir leikana hafa enn ekki verið gefin út af SSÍ. Þessi liópur gefur hins vegar ákveðnar vísbendingar um það hvaða sundmenn eiga mesta mögu- leika á að ná væntanlegum lágmörkum haldi þeir áfram sama striki. Auk Láru eru í hópnum Eyd)s Konráðsdótt- ir, Kolbrún Yr Kristjánsdótt- ir og Örn Arnarson. Lára var einnig nærri lágmarki hópsins í 200 m fjórsundi. Fjórir á EM LÁRA Hrund var einnig fjórði sundmaðurinn sem náði lágmarki til þátttöku í Evrópumeistaramótinu £ 50 metra laug sem fram fer í Ist- anbúl í sumar. Lára náði lág- markinu £ metsundi sínu í 200 m skriðsundi. Ásamt Lám hafa Elín Sigurðardóttir, Kol- brún Yr Krisljánsdóttir og Öm tryggt sér keppnisrétt á EM. nilar pizzur ð aðeins Skiptir þá engu hversu stór pizzan er, hvort áleggstegundirnar eru I eða 10, hvort þú sækir uppáhalds pizzuna þína eða snæðir hana einfaldlega í góðu yfirlæti hjá okkur. ...fín sending Hlíðarsmára 8 - Kópavogi Austurströnd 8 ~ Sekjamamesi ÍftfiBOO Kynntu þér hin frábæru heimsendingartilboð okkar! Beinn sími á Austurströnd: 561 0070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.