Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.02.1999, Qupperneq 43
vel Jean Reno fær engu bjargað sem syrgjandi eiginmaður heittelskaðrar deyjandi eiginkonu sinnar, Ofsa fyndið. Bíórásin 2.3. Skólaskens - High School High (‘96) Undirverktakar hjá Zucker- bræðrum komast hvorki lönd né strönd í ærsla- mynd um ungan hugsjónamann í kennarastétt (Jon Lovitz) við skóla f sorahverfi. Tímasóun. Stöð 2, 27.2. Sviðssetning - Cosi (‘96) Fyrsta verkefni óreynds leikstjóra er sviðssetning Cosi Fan Tutte innan veggja geðsjúkrahúss. Leikhópur- inn lítill partur vandamálanna. Þráttfyrir þátttöku nokkurra kunnra ástralskra leikara og ágæta hug- mynd, koðnar myndin niður. Toni Collette, Ben Mendelsohn og Colin Friels. Stöð 2, 21.2. Young Frankenstein (‘74) Gamla Frankenstein-sögnin fær líflega og yfirleitt mein- fyndna andlitslyftingu í meðförum háðfuglsins Mels Brooks í hans bestu eftiröpun. Nýtur góðs af sprellikörlunum Gene Wilder, Marty Feldman og Kenneth Mars. Aukinheldur Madel- eine Kahn og Cloris Leachman. Sýn, 20.2. SPENNUMYNDIR Alræðisvald - Absolute Power (‘97) Clint Eastwood leikstýrir og leikur roskinn innbrotsþjóf sem óvart verður vitni að morði, ekki bætir úr skák að dráþarinn er sjálfur Bandaríkjafor- seti. Þjófurinn því í vondum mál- um. Ótrúverðug atburðarás og per- sónusambönd bjarga engu heldur. Upphafið er flott. Gene Hackman og Ed Harris. Stöð 2, 20.2. Björgunin - The Rescue (‘88) Rambóar á fermingaraldri bjarga feðrum sínum úr stríðsfangabúðum. Afleit þvæla. Stöð 2, 19.2. Dauður - Gotcha (‘85) Ungur Bandaríkjamaður (Anthony Edwards) leitar ásta og ævintýra í París og finnur hvorttveggja í fagurri, dular- fullri kvenpersónu (Lindu Fior- entino). Blanda spennu og gam- ansemi reynist (nokkuð óvænt) besta afþreying. Stöð 2, 22.2. Forced Vengeance (‘82) B-karatemyndastjarnan Chuck Norris fettir sig og brettir í dáðlausri rútínu- mynd sem voru hans ær og kýr. Að þessu sinni sem öryggisvörður í spilavíti í Austurlöndum fjær. Sýn, 22.2. Hálendingurinn - The Highlander (‘86) Fyrsta og illskásta í mynda- flokki þar sem franska gervikempan Christopher Lambert leikur ódauðlega, göfuga sál sem berst í gegnum tíma og rúm við hinn illa (Clancý Brown, sem er mun brattari). Sean Conn- ery er gestaleikari í dellunni. Kraft- mikil leikstjórn en einhæf og hug- myndasnauð. Sýn, 27.2. Heaven’s Prisoners (‘96) Alec Baldwin fer fyrir fríð- um leikhóp í mynd um löggu sem hefur drukkið sig úr starfi, gerst beitusölumaður og dregst útí vond glæpamál er hann verður vitni að slysi. Það vindur uppá sig. Langdregin en fangar vel ókyrrðina í lævísu and- rúmslofti Louisiana, þar sem tón- list Georges Fenton leikur stórt hlutverk. Fín, dökk stemmnings- mynd frá Phil Joanou. Mary Stuart Masterson, Kelly Lynch, Eric Ro- berts. Bíórásin 17.2. í eldinum - Backdraft (‘91) Ábúðarmikil, heimskuleg átakamynd um slökkviliðs- menn, ástir þeirra og hetjudáðir. Það eina sem stendur uppúr eru magnaðar eldbrellur. Kurt Russell, Glenn Scott, William Baldwin og Jennifer Jason Leigh, öll frekar slöpp, einkum tvö þau síðastnefndu í ömurlegu ástaratriði (uppá brunabíl í útkalli, ef minnið bregst ekki). RÚV, 19.2. Lifepod {‘93) Ron Silver reynir að bregða sér í fötin meistara “ Hitchcocks og leikstýrir út- geimsútgáfu af Lifeboat, þeirri fá- séðu perlu (þar sem karlinn laum- ar sér inní myndina í dagblaðsaug- lýsingu). Maltin segir útkomuna í ágætu meðallagi. Forvitnileg. Sýn, 28.2. Minnisleysi - Amnesia (‘97) Slangur af afdönkuðum | leikurum (Saily Kirkland, Ally Sheedy, Martha Kell- er, John Savage) er það óvenju- legasta við þessa nýju sjónvarps- mynd um mislukkuð fjársvik, minnisleysi og framhjáhald. VMG segir myndina rétt þolanlega. Sýn, 19.2. Night Falis on Manhattan (‘97) Ein af mörgum myndum leikstjórans Sidneys Lumet um spillingu innan lögregl- unnar á Manhattan. Andy Garcia góður sem ungur saksóknari sem reynir að komast til botns í morð- máli þar sem lögreglan kemur við sögu. Kynnist samtryggingu, spill- ingu og gruggugum aðferðum þar sem síst skyldi. Bíórásin, 17.2. Rússíbaninn - Rollercoaster (‘77) Stórslysamynd í slakari kantinum. Richard Wid- mark og George Segal leika gæslumann og alríkislög- regluþjón á hælum fjárkúgara (Timothy Bottoms) sem notar skemmtigarða við iðju sína. Fínn leikhópur hefur úr litlu að moða. Stöð 2, 19.2. True Crime (‘97) Alicia Silverstone leikur táningsstúlku sem fer að hnýsast í morðmál og lendir á slóð fjöldamorðingja. VMG segir þetta bærilega afþreyingu. Kevin Dillon. Bíórásin 3. 3. BARNA- OQ FJÖLSKYLDUMYNDIR Batman og Robin (‘97) Fjórði kafli báiksins er hor- tittur og George Clooney mélkisulegur leðurblöku- maður. Arnold Schwarzenegger úti að aka sem Hr. Frost og litla, sæta Alicia Silverstone gerir illt verra. Uma Thurman stendur ein uppúr lífvana mynd. Stöð 2, 26.2. HROLLVEKJUR Jason fer til heljar - Jason Goes to Hell (‘93) Farið hefur fé betra. Ní- undi, útjaskaður lokakafli í óvenju ómerkilegri og subbulegri unglingahrollvekjuröð. Sýn, 26.2. 12:01 (‘91) Maltin segir í rösku meðal- lagi þennan sjónvarpshroll um mann sem gerir sér einn grein fyrir að tíminn stendur í stað. Tilbrigði við Groundhog Day? Jonathan Silverman, Helen Slater. Sýn, 25.2. DANS- OQ SÖNQVAMYNDIR The Band Wagon (‘53) Sígild mynd, enda stórdansararnir Fred Astaire og Cyd Charisse í aðalhlutverkunum, undir stjórn Vincente Minelli. Astaire leikur fallna Hollywood-stjörnu sem reyn- ir fyrir sér á Broadway og árangur- inn lætur ekki á sér standa. Maltin gefur hæstu einkunn. Meistara- verk. TNT, 19.2. Ég elska þig víst - Everyone Says I Love You (‘96) Woody Allen sýnir á sér nýja hlið, ásamt leikhópn- um sínum, Natasha Lyonne, Lukas Haas, Edward Norton, Alan Alda, Julia Roberts, Goldie Hawn, Drew Barrymore; öll syngja þau og dansa einsog þau hafi aldrei gert annað. Standa sig vel á dansgólfinu en inntakið kunnuglegt úr þessari áttinni - vandamál ástarinnar. Stöð 2. Sæbjörn Valdimarsson 43

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.