Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BÖRN OG UNGLINGAR
Ellefu sentímetrar
til Danmerkur
Vigfús Dan sló tvö met og stefnir enn hærra
Tilþrifin skorti ekki þegar Horn-
firðingurinn Vigfús Dan Sig-
urðsson lét til sín taka í kúluvarpinu
og árangurinn var í samræmi við
það - hann keppti í tveimur aldurs-
flokkum og í fyrsta kasti hvors
flokks setti hann íslandsmet. „Mér
gekk vel í fyrsta kastinu, sem var
langt og flott og allt gekk upp, var
afslappaður í hringnum en svo
klikkaði eitthvað - það eru svo mikil
læti í manni,“ sagði Vigfús Dan eftir
fyrsta kastið í sveinaflokki þegar
hann bætti eigið met. „Það getur
verið erfitt að halda einbeitingunni
eftir gott fyi’sta kast og ég þarf
meiri reynslu í því.“
Faðir hans, Sigurður Pálsson,
hefur þjálfað soninn og hafa þeir
kastað kúlunni inni í netagerð á
Hornafirði en nú hafa Þráinn Haf-
steinsson og fleiri komið meira að
þjálfuninni. „Pabbi hefur þjálfað
mig frá því ég var tólf ára, sem hef-
ur verið mjög gott en hann er ekki
eins góður í tækninni og Þráinn og
karlarnir. Eg kem líka í bæinn á
sumrin og reyndar oft yfir veturinn
og finn að ég er að bæta mig,“ sagði
Yigfús Dan og setur stefnuna á
Ólympíuleika æskunnar í Dan-
mörku í sumar en til þess þarf hann
VIGFÚS DAN Sigurðsson.
að ná lágmörkum, verður að kasta
15,40 metra með 5,5 kílóa kúlu.
Kúluvarparinn knái keppti, sem
fyrr segir, einnig í drengjaflokki
þar sem kúlan er 5,5 kíló og í fyrsta
kasti þar munaði 11 sentimetrum að
hann næði lágmörkunum fyrir Dan-
merkurferðina. „Það er nægur tími
til stefnu,“ sagði Vigfús, sem á mót-
inu um helgina setti Islandsmet í
83. og 84. sinn en í dag á hann 19
met - þar af öll unglingamet í kúlu-
varpi, kringlukasti og sleggjukasti.
A pall í
öllum
greinum
INGI Þórisson frá FH
gerði það gott á mótinu
um helgina þegar hann
sigraði í fjórum af þeim
fimm greinum, sem hann
keppti í - vann gull í
grindarhlaupi, langstökki
og þrístökki án atrennu
og í langstökki með at-
rennu en fékk silfur í 60
metra spretti. Hvað gerð-
ist. þar? „Hinir verða að fá
líka,“ sagði Ingi léttur í
bragði en sagði þó að
hann héldi mest uppá
grindarhlaupið, en hann
hefur æft frjálsar íþróttir
í sex ár. „Þetta byrjaði
þegar vinirnir drógu mig
á æfingu hjá FH fyrir sex
árum og þar er ég enn, reyndar
var ekki erfitt að draga mig í
frjálsar og ég hef aldrei æft aðr-
ar íþróttir - var reyndar í dansi
þegar ég var polli - en frjálsar
eru skemmtilegastar," sagði
Ingi. „Það er líka gaman að
keppa á svona fjölmennum mót-
um og hitta alla. Ég keppi á
svona sjö til átta mótum á ári fyr-
ir utan minni mót,“ bætti Ingi við
en hann er sextán ára. En hvað
skyldi hann ætla að vera lengi
að? „Það kemur bara í ljós, ég
verð alitént fram að tvítugu og
eitthvað fram eftir.“
INGI Sturla Þórisson úr FH, fyrir
miðju, Jónas Hlynur Hallgrímsson,
til vinstri, fékk silfur og Elías Bergur
Sigurbjörnsson fékk brons.
Þá er fjör
Vestmannaeyjar áttu þijá full-
trúa á unglingameistaramótinu
en einn sat eftir veðurtepptur.
„Við komum alltaf á mótin uppi á
landi þegar við getum,“ sagði
Katrín Elíasdóttir, sem hafði orð
fyrir Eyjaliðinu, enda elst og
eina stúlkan. Hún segir að þó að
margir yngri krakkar æfi í Eyj-
um séu þau eldri ekki mörg.
„Það er ekki mikili áhugi á
fijálsum í Eyjum og gæti verið
að mikill handbolta- og fótboltaá-
hugi hefði þar áhrif. Við erum fá
FRÁ Vestmannaeyjum komu Trausti Hjaltason,
Katrín Elíasdóttir og Ámi Óli Ólafsson.
Þarf meira
til en óveður
VEÐURGUÐIRNIR reyndu hvað þeir gátu til að hafa áhrif á
unglingameistaramót íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára í
Reykjavík um helgina og vissulega náðu þeir að höggva skarð
í raðir íþróttafólksins en þeir náðu samt ekki að hindra að
þeir sem sluppu í gegn skemmtu sér konunglega enda 250
unglingar víða að á landinu komnir til að sýna sig, sjá aðra og
reyna sitt besta. Lítið var um met, nema hvað Vigfús Dan Sig-
urðsson frá Hornafirði bætti við tveimur íslandsmetum í kúlu-
varpi en mesta afrekið vann Ágústa Tryggvadóttir frá Sel-
fossi, sem vann 6 gull og tvö silfur í þeim átta greinum er hún
tók þátt í en Hafnfirðingurinn Ingi Þórisson hirti fjögur gull og
eitt silfur í fimm greinum.
Rúmlega 250 keppendur frá 18
félögum víða af landinu voru
skráðir til leiks en margir þurftu
að sitja sárir eftir heima - ekki
bara af Vestfjörðum, Norðurlandi
og Austurfjörðum - heldur áttu
Selfyssingar í basli með að komast
í bæinn á sunnudeginum. Fyrir
vikið vantaði marga keppendur en
mótið varð engu að síðar að halda.
A laugardeginum voru hlaupa-
greinar og stökk í knöppum húsa-
kosti Baldurshaga. Margir bættu
eigin árangur, meðal annars vann
Kristín Þórhallsdóttir úr Borgar-
nesi, sem er á yngra ári í flokki
meyja, í 60 metra spretti á 7:99
sekúndum - átta sekúndum meira
en Silja Úlfarsdóttir hljóp á í
flokki stúlkna, sem eru tveimur ár-
um eldri svo að Kristín ætlar ef-
laust að láta að sér kveða í fram-
tíðinni.
Mikil örtröð var við stangar-
stökkið á sunnudeginum enda
greinin ný og Vala Flosadóttir og
Þórey Edda Elísdóttir þegar bún-
ar að skapa góðar fyrirmyndir.
Þrátt fyrir að fá félög hafi mögu-
leika á að æfa stangarstökk bættu
margar stúlkur árangur sinn en
allar virtust þær skemmta sér hið
besta. I hástökkinu sveif Einar
Karl Hjaltason allra hæst, 2,10
metra, en fékk verðuga keppni frá
æfingafélaga sínum, Ólafi Símoni
Ólafssyni, sem fór yfir 2,05 metra
og hej'ur ekki gert betur áður. Ör-
var Ólafsson blandaði sér líka í
baráttuna og stökk 1,95 metra á
milli þess, sem hann lét til sín taka
í stangarstökkinu.
Forsvarsmenn frjálsíþrótta á
landinu telja að ná þurfi til fleiri
unglinga á landsbyggðinni, auka
þurfí breiddina og gefa fleirum
tækifæri til að vera með á móti
eins og haldið var um helgina -
ekki síst til að efla tengslin og
leyfa unglingum, sem æfa frjálsar
íþróttir á landinu að kynnast. Sam-
keppnin við aðrar íþróttagreinar
sé mikil enda þui-fi þær margar
litla umgjörð. Frjálsíþróttamenn
örvænta þó ekki og geta bent á að
metin eru enn að falla og íþróttin
hafi fengið mikla og jákvæða um-
fjöllun undanfarið.
Morgunbladið/Stefán Stefánsson
KRISTÍN Þórhallsdóttir frá Borgarnesi, til hægri á myndinni,
stóð sig vel í 60 metra spretti og munaði átta sekúndum að
hún næði Silju Úlfarsdóttur úr FH. Silja, til hægri á myndinni,
keppir í stúlknaflokki en Kristín er þremur árum yngri og kepp-
ir í meyjaflokki.
sem æfum af krafti, alltaf sami
kjarninn, enda aðstaðan ekki
mjög góð,“ bætti Katrín við, en
sjálf hefur hún lagt áherslu á
stökk og köst. „Ég hef æft nokk-
uð lengi, var reyndar svolítið í
fútboltanum áður, og það er
mjög gaman á þessum mótum en
við höldum tvisvar mót í Eyjum á
sumrin og þá er Ijör.“
Aleinn að vestan
„Ég reyni að gera mitt besta og
að halda uppi merki Vestfjarða,"
sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson
frá Þingeyri, sem keppti undir
merkjum HVÍ en hann var eini
keppandinn frá Vestfjörðum því
aðrir keppendur sátu veðurteppt-
ir heima. Sigurður Rúnar, sem er
í grunnskólanum á Þingeyri, hef-
ur æft fijálsar íþróttir í fjögur ár
en keppir mest bara utanhúss á
sumrin. „Við erum þrír strákar
og tvær stelpur, sem æfum fijáls-
ar og á sumrin fáum við þjálfara
en íþróttakennarinn sinnir okkur
FÁNABERI Vestfjarða var
Sigurður Rúnar Ragnarsson
frá Þingeyri.
á veturna. Það hefði verið betra
ef þau hefði komist um helgina
því það er frekar erfitt að vera
hér einn, hita upp einn og geta
ekki ráðfært sig mikið við aðra,“
bætti Sigurður Rúnar við en ekki
var að sjá að það háði honum mik-
ið.
Frjálsar
eru
„flottar“
SÁ sem hafði augum allra
mest hjá sér á unglingameist-
aramótinu var eflaust Egill
Eiðsson, sem stýrir þjálfun 15
til 22ja ára úrvalshóps Frjálsí-
þróttasambandsins auk þess
að þjálfa Breiðablik. Þó að
Egill hafi á mótinu sinnt sínu
félagi hafði hann augun hjá
sér enda flestir ef ekki allir úr
hinum 125 manna hópi hans
að gera sitt allra besta allt í
kringum hann.
,ARuginn á frjálsum íþrótt-
um hefur verið að aukast und-
anfarin ár og er núna „flott"
íþrótt enda hafa Jón Arnar
Magnússon, Vala Flosadóttir
og Guðrún Arnardóttir lagt
sitt af mörkum til þess,“ sagði
Egill, sem sjálfur var liðtækur
landsliðsmaður. „Við settum á
laggirnar úrvalshóp 15 til 22ja
ára fyrst fyrir sex árum að
frumkvæði Þráins Hafsteins-
sonar sem stýrði verkefninu
sjálfur fyrstu þrjú árin, meðal
annars til að veita félögunum
aðhald og aðstoð því það verð-
ur alltaf að vera eitthvað í
gangi og unglingamir verða
að hafa eitthvað sem er
spennandi fyrii’ stafni og þá
skiptir félagsskapurinn líka
máli. I dag eigum við fimm
Norðurlandameistara, sem
flestir hafa verið í hópnum frá
1993 svo að einhverju hefur
þessi vinna í gegnum árin skil-
að. Við erum líka í samkeppni
við aðrar íþróttagreinar, til
dæmis frá kvennafótboltan-
um, því áður var við lítið ann-
að að vera en frjálsar á sumr-
in.“
Egill hefur séð um hópinn í
tvö ár og því ekki úr vegi að
spyrja hvernig líki. „Þetta
hefur verið mikil vinna, sem
kostað hefur mikla skipulagn-
ingu en jafnframt hefur það
líka verið mjög gaman - mest
gefur að sjá hvað þau hafa líka
gaman af.“