Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 B 9 BÖRN OG UNGLINGAR Morgunblaðið/Stefán Stefánsson ÖRTRÖÐ var í stangarstökki kvenna enda greinin ný og spennandi. Galdurinn við gull í stangarstökki „MÉR finnst nyög gaman á mótinu, það er gaman að hitta alla, allir eru góðir vinir og maður heilsar næstum öllum,“ sagði Anna Margrét Ólafsdóttir frá Akureyri en það er ekki þar með sagt að hún hafi haft allan hugann við félagsskapinn því hún stökk allra liæst af stúlkum / stangarstökki, lengst í þrístökki og var fljótust í grindahlaupinu en hún er á fyrra árinu í flokki sínum. Þó er aðeins rúmt ár síðan Anna Margrét, sem er 16 ára, hóf að æfa frjálsar íþróttir því áður lagði hún fimleika fyrir sig og hefur reyndar ekki alveg sagt skilið við þann lilut því hún þjálfar ennþá á þeim vígstöðvum. „Mér finnst. gaman að geta verið í hvoru tveggja og fiinleikarnir hafa komið sér mjög vel og hjálpað mér mikið í dag. Mér finnst skemmtilegast í grindahlaupi ,og stangarstökki en aðstaðan mætti vera betri á Akureyri fyrir stangarstökk og ég verð eflaust að fara eitthvað ef ég ætla mér lengra í stönginni.“ En hver er galdurinn að vinna stangarstökk ef hún getur ekki æft það að ráði? „Ja, ég kem bara og geri mitt besta,“ sagði Anna Margrét og brosti. ANNA Margrét Ólafsdóttir frá Akureyri sigraði í sínum flokki stangarstökksins en hún hefur stokkið yfir 3 metra á þeim vettvangi. Eltum rollur og stökkvum yfir skurði Lengst að komnir keppenda voru unglingar frá Norðurhéraði, sem eru sameinaðir hreppar Jök- uldals, Hlíðahrepps og Tungu- hrepps. Það voru Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, Berglind Ósk Gutt- ormsdóttir, Elsa Guðný Björgvins- dóttir, Eiríkur Þoití Einarsson og Agúst Snær Hjartarson, sem öll eru í kringum fimmtán ára aldur. Þau voru sum að fara í sína fyrstu keppnisferð og skemmtu sér hið besta enda ekki á hverjum degi sem þau hitta íyrir 2S0 unglinga á líku reki. „Því fleiri, því skemmtilegra," sögðu Margrét Dögg, Berglind Ósk og Elsa Guðný einum rómi. Flest eru þau í Brúarásskóla og í fyrra fengu þau íþróttahús en það hefur ekki dregið úr íþróttaáhuganum. „Við erum í þrístökki, langstökki og hástökki en ekki í stangarstökki því það getum við ekki æft, íþróttahúsið reis á síðasta ári en þá vantaði mestallt í það. Það er auðvitað mik- ill munur því áður gátum við bara æft úti við eða í litlum sal og þetta þýðir að við munum æfa enn meira því áhuginn er til staðar - við erum bara að byrja. Við höfum mest æft okkur á sumrin, sérstaklega fyrir sumarhátíðina en ef við vitum um keppni í grenndinni förum við að æfa fyrir það.“ Ekki stóð á svari hjá þessum hressu stúlkum þegar þær voru spurðar hverju þær vildu þakka ágætis árangur þrátt fyrir að lítið hafí verið um aðstöðu í sveitinni: „Það er mjög gaman í frjálsum, við erum vanar að elta rollur og stökkva yfir skurði, það getum við og er eflaust ágætis undirstaða og góð æfing,“ var hressilegt svar þeirra og á eftir fylgdi hvellur hlát- ur. NORÐURHÉRAD átti skemmtilega fulltrúa á mótinu um helgina. í efri röð eru Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, Berglind Ósk Gutt- ormsdóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir en fyrir framan sifja Eiríkur Þorri Einarsson og Ágúst Snær Hjartarson. Ágústa með flest gull MÉR hefur gengið svona allt í lagi,“ sagði Ágústa Tryggva- dóttir úr HSK og dró heldur úr af- reki sínu því hún sigraði í sex af þeim átta greinum sem hún keppti í - í tveimur fékk hún silfur. Hún fékk silfur í langstökki með atrennu og kúluvai-pi en hampaði gulli í há- stökki, langstökki og þrístökki án at- rennu, þrístökki með atrennu, grind- arhlaupi og stangarstökki en þar sveif hún yfir 2,50 metra, sem er besti árangur hennar. „Ég er ánægð með það því ég hef ekki æft stangar- stökk að ráði, það er ekki aðstaða á Selfossi þar sem ég bý en ég hef komist að á Hvolsvelli og á Laugar- vatni,“ sagði Ágústa, sem er 15 ára. „Ég æfði fimm til sex sinnum í viku en minna núna því það er mikið af mótum og því meira um hvfld á milli. Ég byrjaði í frjálsum fyrir um fjór- um árum og það er mjög gaman - eins að koma á svona mót. Reyndar vil ég helst vera í öllu og hef gaman af sjöþrautinni,“ bætti Ágústa við. ÁGÚSTA Tryggvadóttir gerði það gott á Unglingameistara- mótinu um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.