Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 B 3
KNATTSPYRNA
M
iH ■ i W ■ |S| O Sf ~
.. ‘ - ) gg ] -ffiL v. I
Tveir
nýir í
stjórn
TVEIR nýir menn voru kosnir í
stjórn Knattspyrnusambands ís-
lands á ársþingi þess um helgina.
Þeir Elías Hergeirsson og Stefán
Gunnlaugsson gáfu ekki kost á
sér til endurkjörs og í þeirra stað
voru kjörnir Eggert Steingríms-
son og Björn Friðþjófsson. Tekur
Eggert við störfum gjaldkera, en
Elías hafði sinnt því starfi í
áraraðir.
I stjórn KSI eru nú, efsta röð
frá vinstri: Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri, Jakob Skúla-
son, Einar Friðþjófsson, Þórar-
inn Dúi Gunnarsson, Guðmundur
Ingvason. Miðröð: Jón Gunn-
laugsson, Rafn Hjaltalín, Gunn-
laugur Hreinsson, Björn Frið-
þjófsson, Ástráður Gunnarsson
og Lúðvík S. Georgsson.
Fremstra röð: Eggert Stein-
grímsson, Halldór B. Jónsson,
varaformaður, Eggert Magnús-
son, formaður, Anna Vignir og
Ágúst Ingi Jónsson. Fjarverandi
var Jóhann Ólafsson.
Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands íslands, um rekstur sambandsins
Gætum þurft að skera niður
Þótt hagnaður hafí orðið af rekstri Knatt-
spyrnusambands íslands (KSÍ) á síðasta
ári eru ýmsar blikur á lofti og líklegt að
samningar um sjónvarpsrétt af landsleikj-
um taki breytingum í náinni framtíð.
Björn Ingi Hrafnsson ræddi við Eggert
Magnússon, formann KSI, en 53. ársþing
sambandsins fór fram um helgina.
53. ÁRSÞING Knattspyrnusam-
bandsins var haldið um helgina á
Hótel Loftleiðum og lauk á sunnu-
dag. Að venju lágu fyrir þinginu
fjöldi mála, lagabreytingatillögur,
kosningar og umræður um stöðu
knattspyrnunnar í landinu.
Fjárhagur sambandsins var rétt-
um megin við strikið á síðasta ári, þó
ekki fyrr en tekið hafði verið tillit til
fjármunatekna. Benti Eggert fund-
armönnum á þessa staðreynd í máli
sínu og sagði að lítið mætti út af
bregða í rekstri sambandsins.
Eggert minnti á að Knattspyrnu-
samband íslands og þýska sjón-
varpsfyrirtækið UFA hefðu gert
nýjan 4 ára samning um sjónvarps-
réttindi seinni hluta árs 1997. Þessi
samningur sé KSÍ hagstæður og
tryggi sambandinu fastar og örugg-
ar tekjur á þessu fjögurra ára tíma-
bili.
„Undanfarin ár hafa þessir sjón-
varpssamningar verið að skila milli
25-30% af tekjum sambandsins á
hverju ári þannig að augljóst er að
starfsemi KSI er mjög háð því að vel
takist til í þessum samningum,"
sagði Eggert.
Undirbúa þarf næsta
samning
Hann sagði ljóst að KSI myndi
strax á þessu ári hefjast handa við
undirbúning næsta samnings, því
slíkar viðræður tækju venjulega
langan tíma og væru afar viðkvæm-
ar.
„Ég tel ýmsar blikur á lofti í
þessu sambandi á næstu árum.
Staðreyndin í sjónvarpsréttarmál-
um er sú að 80-85% af tekjum vegna
sölu sjónvarpsréttar í Evrópu koma
frá fimm löndum, Þýskalandi,
Frakklandi, Spáni, Italíu og
Englandi. Þetta er mjög athyglis-
verð staðreynd í ljósi þess að 51 þjóð
á aðild að Knattspyrnusambandi
Evrópu, UEFA. Ekki síður er
merkilegt að tekjur af fótboltanum á
heimsvísu verða úm 90% til í Evr-
ópu.“
Eggert benti á að umræðan færi
vaxandi meðal stærri þjóða að und-
ankeppni vegna Evrópukeppni og
heimsmeistarakeppni landsliða
verði skipt niður eftir styrkleika og
lakari þjóðirnar spili fyrst um rétt
til að fá að taka þátt í riðlum sem
veita rétt til úrslitakeppni HM og
EM.
„Þessi hætta er til staðar og kem-
ur ekki síst frá stóru ríku félögunum
í þessum fimm löndum, sem vilja
fækka leikjum hjá viðkomandi
landsliði til að þurfa ekki að lána
sína dýru leikmenn í of marga leiki.
Þessi umræða er í gangi og ég er
hræddur við hana, okkur smærri
þjóðunum tekst að standa á móti
þessu enn um stund en spurningin
er hversu lengi,“ sagði hann.
Mikið í húfi
Nýr samningur um sölu á sjón-
varpsrétti tæki gildi eftir þrjú ár og
Eggert telur alls ekki sjálfgefið að
þá náist jafn góður samningur og
gerður var 1997. „Það er mikið í
húfi, alls um 25% af tekjum sam-
bandsins árlega. Ég tel því nauðsyn-
legt fyrir Knattspyrnusambandið að
huga að því á næstu árum að leggja
árlega fyrir í sérstakan sjóð, sem
nemi allt að 25 milljónum króna í
árslok 2001, vegna óvissu um tekjur
vegna sjónvarpsréttar í framtíðinni.
Ef síðan kæmi í ljós að KSI næði
aftur hagstæðum sjónvarpssamn-
ingi yrði þessi sjóður notaður í eitt-
hvert sameiginlegt átak innan
knattspyrnuhreyfingarinnar og yrði
það þá ákvörðun þeirra sem verða
við stjórnvölinn á þeim tímapunkti,“
sagði Eggert ennfremur.
Formaðurinn telur rétt að staldra
aðeins við fjármálin og horfa til
næstu framtíðar. „Ég tel að tekju-
rammi KSI sé að vissu leyti sprung-
inn, ég sé ekki að tekjur aukist neitt
að ráði næstu fjögur ár. Eina sem
hugsanlega gæti bæst við þar eru
auknar tekjur vegna heimalands-
leikja á Laugardalsvelli, þ.e. betri
árangur skili sér í fleiri áhorfendum
og þar með auknum tekjum. En
þetta eru vonarpeningar og gengið
er fallvalt í þessum efnum eins og
við þekkjum. Nú erum við í þeirri
stöðu að tekjur og gjöld 1998 og
samkvæmt áætlun 1999 eru nánast í
jafnvægi. Þetta þýðir að fjárhagur
sambandsins þolir engin skakkaföll,
því þá væri KSI komið í verulegt
tap.“
Verkefnin of mörg
En telur hann þá líklegt að skorið
verði niður í rekstri sambandsins?
„Þetta þýðir einfaldlega að verk-
efnin eru orðin of mörg fyrir tekjur
sambandsins að standa undir. Það
er ekkert leyndarmál að við sem
stöndum í þessari daglegu fjármála-
baráttu í KSÍ var vandi á höndum
þegar áætlun 1999 var gerð. Við
okkur blasti hreinlega að þurfa að
skera niður hið nýja landslið, þ.e.
þátttöku U-18 kvenna í Evrópu-
keppni sem kostar KSI væntanlega
rúmlega 4 milljónir. Málið var komið
of langt og það blasti við okkur að
eiga á hættu að fá verulega sekt frá
UEFA ef við hefðum dregið okkur
út úr keppni. En ég sé fyrir mér að
strax á þessu ári stöndum við
frammi fyrir erfiðum ákvörðunum
um hugsanlegan niðurskurð á verk-
efnum ef ekki koma til auknax tekj-
ur á heimalandsleikjum. Ábyrgð
okkar sem fylgjumst með fjárreið-
um KSÍ er að meta þessa stöðu kalt
og skynsamlega og láta ekki vonar-
peninga og órökstudda gagnrýni
hindra okkur í réttum ákvörðunum
sem varða framtíðarrekstur KSÍ.“
Íþróttapólitík
Athygli vakti á dögunum er Egg-
ert skrifaði grein til stuðnings Al-
berti Eymundssyni, stjórnarmanni í
KSÍ, sem var í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins á Austurlandi.
„Jú, ég lýsti yfir stuðningi við Al-
bert og fékk fyrir vikið á mig mikla
skammargrein í blaði á Austurlandi.
í framhaldi af því fór ég að hugsa
þessi mál aðeins betur og þá ekki
síst í íþróttapólitískum tilgangi. Ég
hef haldið því fram oft áður, bæði í
ræðu og riti, að íþróttahreyfingin á
Islandi njóti allt of lítils stuðnings
frá ríki og sveitarfélögum í starfi
sínu.
Sem dæmi nefni ég að sá stuðn-
ingur sem KSI fær beint frá hinu
opinbera er um 1% af umsvifum
sambandsins. Þetta er auðvitað frá-
leitt miðað við knattspyrnusambönd
í nágrannalöndum okkar, þar sem
um mun meiri stuðning er að ræða
frá hinu opinbera. Mér finnst furðu-
legt að stjórnmálamenn á Islandi
skuli ekki hafa gert sér grein fyrir
því hvað knattspyrnufélögin, já og
reyndar íþróttahreyfingin í heild,
eru með mikið barna- og æskulýðs-
starf í gangi og láti ekki meira fjár-
magn af hendi rakna til þessara
mála.
Ég er stoltur yfir því að hafa stutt
Albert Eymundsson í prófkjöri og
vonast til að hann komist á þing. Á
sama hátt er ég tilbúinn að lýsa yftr
stuðningi við hvern þann sem vill
komast á þing og hefur heilbrigðar
skoðanir almennt og sér í lagi skynj-
ar starfsemi og þarfir íþróttahreyf-
ingarinnar.
Ég er nefnilega á þeirri skoðun að
íþróttahreyfingin verði nú að sýna af
sér mun meiri pólitíska hörku, sem
um leið er hafin yfir flokka. Við
þurfum með skipulögðum hætti að
aðstoða það fólk að komast á þing
sem skynjar starfsemi og þarfir
íþróttahreyfingarinnar. Ég fagna
því þarfa átaki sem margir þrýsti-
hópar hafa náð fram í þjóðfélaginu
með markvissum vinnubrögðum. Nú
síðast t.d. áhugafólk um byggingu
tónleikahúss og nýtt fjármagn í ís-
lenska kvikmyndagerð. Ef við ætl-
um að fylgjast með verðum við að
taka þátt í þessum leik af fullri
hörku og beita þeim meðulum sem
þarf, annars verður aldrei hlustað á
okkur af alvöru. Okkar rödd og okk-
ar skoðanir þurfa að hljóma
margi-adda í sölum Alþingis. Við
verðum að koma okkar skoðunum
beint inn í ákvörðunartökuna um
skiptingu fjármagnsins."
Vonir og
væntingar
hafa ræst
EGGERT Magnússon, for-
maður KSÍ, riljaði upp í setn-
ingarræðu ársþings KSÍ
nokkuð af því sem hann hefði
sagt um A-landslið karla á
síðasta þingi á Akureyri.
Hann sagðist þá hafa sagt
að undanfarin ár hefðum
við átt á brattann að sækja
í A-liði karla. Árangurinn
hefði einfaldlega ekki verið
nógu góður. Svo hafi hann
rætt um brottvikningu þjálf-
ara og ráðningu Guðjóns
Þórðarsonar og sagt síðan
orðrétt: „Nú þarf að snúa
þessari neikvæðu ímynd við
og nota tímann vel til að
skapa frið og ró í kringum
landsliðið og byrja nýtt
keppnistímabil á rólegum
nótum. Tíminn er nú runninn
upp að snúa döprum árangri
landsliðsins hægt og bítandi
við og um leið auka áhuga
almennings á liðinu. Þær
kröfur gerum við á næsta
ári. Við getum betur, það er
ekki spurning."
Eggert sagðist rilja þetta
upp nú, ári seinna, því vonir
hans og væntingar á síðasta
ársþingi varðandi A-landslið
karla hafi ræst.
„Árangurinn í nýhafinni
Evrópukeppni hefur verið
framar öllum vonum og að
mörgu leyti ævintýri líkastur.
Jafnteflið við heimsmeist-
ara Frakka á fullskipuðum
Laugardalsvelli með tveimur
lánsstúkum sem sköpuðu ein-
staka umgjörð um þennan
leik er nokkuð sem enginn
gleymir sem upplifði þvflíka
stemmningu, þvflík upplifun,
þvflíkur árangur," sagði
Eggert.