Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 FIMLEIKAR MORGUNBLAÐIÐ Gerpla hefur orðið bikarmeistari síðan Rúnar Alexandersson gekk í raðir félagsins líÍrvltei!§S BIKARMÓT Fimleikasambands íslands í frjálsum æfingum fór fram í Laugardalshöll á laugar- dag í umsjón Fimleikadeildar Keflavíkur. Um liðakeppni var að ræða og flest sterkasta fimleikafólk landsins mætt til keppni. Lengi vel leit þó út fyrir talsverð affoll, þvi meiðsli og flensa herj- uðu á marga keppendur, einkum frá ^^1 Gerplu og Kefiavík. Björn Ingi Varð því úr að nokkr- Hrafnsson ir keppendur þeirra skrifar töldust því gestir á mótinu. Keppnin í karlaflokki var lengst af jöfn og spennandi og reyndist lið Ármanns sterkara en margir höfðu gert ráð fyrir í upphafí. Reynsla Gerpludrengja vó þó þungt á met- unum undir lokin og þeir tryggðu sér sigur í bikarkeppninni fjórða ár- ið í röð, fengu alls 186,725 stig. Rúnar varð stigahæstur karla á mótinu, hlaut alls 52,9 stig, og hefur Gerpla unnið bikai-mótið öll árin fjögur síðan hann flutti til landsins og gekk í raðir félagsins. Aðrir í bikarmeistaraliðinu voru þeir Dýri Kristjánsson, Viktor Kristmanns- son, Jón T. Sæmundsson og Axel Ó. Þórhannesson. Þjálfari liðsins er Heimir Jón Gunnarsson. Ármenningar fengu alls 177,025 stig og gáfu aðeins eftir undir lokin eftir frækilega framgöngu. Þar fór fremstur í flokki Þórir Arnar Garð- arsson, en hann hlaut alls 45,5 stig. Með honum í liðinu voru tvíbura- bræðurnir Björn og Birgir Björns- synir og yngri bróðir þeirra, Amar, sem þó keppti aðeins í einni grein á mótinu. Að auki var Jóhannes Níels Sigurðsson í liðinu, en þjálfarar voru þeir Björn Magnús Tómasson og Jan Cerven. Fimleikafélagið Björk hafði nokkra yfírburði í kvennaflokki og engin var betri en Islandsmeistar- inn Elva Rut Jónsdóttir. Elva Rut hlaut alls 34,55 stig, fékk 8,75 fyrir stökk, 8,5 fyrir tvíslá, 8,8 fyrir slá og 8,5 fyrir gólfæfingar. Þetta var áttundi bikarsigur Bjarkar í röð og liðið hafði nokkuð örugga forystu strax eftir fyrstu grein. Alls hlaut liðið 95,222 stig í keppninni, Grótta af Seltjarnarnesi varð í öðru sæti og Armenningar í því þriðja. Bikarmeistarar í Björk eru, auk Elvu Rutar, þær Tanja B.. Jónsdótt- ir, Tinna Þórðardóttir og Eva Þrastardóttir. Lengi vel leit raunar ekki út fyrir að Eva gæti tekið þátt vegna meiðsla, en hún beit á jaxlinn, keppti á tvíslá, slá og í gólfæfíngum og innbyrti mikilvæg stig liði sínu til handa. Systumai- Ema og Jóhanna Sig- mundsdætur vora sterkar í liði Gróttu en auk þeirra vora í liðinu þær Kristín Einarsdóttir, Harpa Braeður og systur ALGENGT er að heilu fjölskyldurnar sam- einist um áhuga á íþróttum og fimleikar eru þar ekki undanskildir. í karlaliði Ármanns eru þrennir bræður, tvíburarnir Birgir og Bjöm og yngri bróðir þeirra Arnar, Björns- synir. I kvennaliði Gróttu eru sterkar systurnar Jóhanna og Ema Sigmundsdætur og í liði Bjarkar keppti Eva Þrastardóttir. Hún er yngri systir Nínu Bjargar, sem varð marg- faldur Islandsmeistari fyrir nokkrum árum. Hlíf Bárðardóttir og Sigríður Harð- ardóttir. Grótta hlaut alls 90,037 stig. Þær Erna og Jóhanna kepptu undir merkjum Armanns þar til í fyrra að þær skipti yfir í fimleika- deild Gróttu. Fyrir vikið er Gróttu- liðið sterkara og Ármannsliðið að sama skapi veikara. I Armannslið- inu, sem hlaut alls 85,498 stig, kepptu þær Bergþóra Einarsóttir, Hrefna Þ. Hákonardóttir, Ásdís Morgunblaðið/Kristinn RÚNAR Alexandersson, íslandsmeistari í fimleikum, varð stigahæstur einstaklinga á laugardag, en lið hans, Gerpla, tryggði sér þá bikarmeistaratitilinn. Guðmundsdóttir, Sif Pálsdóttir og Vala Védís Guðmundsdóttir. Gerpla og Fimleikadeild Kefla- víkur náðu ekki að manna full lið á mótinu vegna veikinda og meiðsla. Tvær stúlkur frá hvoru liði kepptu þó sem gestir í því skyni að afla sér stiga. Þetta voru þær Lilja Er- lendsdóttir og Inga Rós Gunnars- dóttir úr Gerplu og Freyja Sigurð- ardóttir og Ásta S. Tryggvadóttir frá Keflavík. mmm. Morgunblaðið/Kristinn ÍSLANDSMEISTARINN Elva Rut Jónsdóttir hafði nokkra yfirburði á bikarmótinu í frjálsum æfingum á laugardag. Elva Rut og félagar í Fimleikafélaginu Björk urðu bikarmeistarar kvenna áttunda árið í röð. Elva Rut sést hér í gólfæfingum. Rúnar fer víða þessar vikurnar RUNAR Alexandersson, íslandsmeistari í fimleik- um, varð stigahæstur í einstaklingskeppninni á bikarmótinu, hiaut 52,9 í heildareinkunn. Hann fékk 8,6 fyrir stökk, 9,8 fyrir æfingar á boga- hesti, 8,55 fyrir hringi, 8,4 fyrir gólf, 8,9 fyrir æfingar á tvíslá og 8,65 á svifrá. Rúnar kvaðst þokka- lega sáttur við frammi- stöðu sína á mótinu. „Þetta var ágætt, því það hefur verið mikið að gera hjá mér að undanförnu og mörg mót framundan. Þess vegna var mikilvægt að komast klakklaust í gegnum þetta og vinna bikarinn fyrir Gerplu, því Ármenningar komu mér nokkuð á óvart - voru sterkari en ég átti von á.“ Rúnar mun taka þátt í sterku móti í Los Angeles á laugardag, boðsmóti sem kennt er við Peter Vidmar. Þar mun félagi hans úr Gerplu, Dýri Kristjánsson, einnig taka þátt. Helgina eftir, eða 5. og 6. mars nk., tekur Rúnar síðan þátt í London Open, hann keppir svo á Is- landsmótinu í fimleikum 19.-21. mars og næstu helgi á eftir á sterku fim- leikamóti í Þýskalandi. „Ég stefni vissulega á góðan árangur á öllum þessum mótum,“ sagði Rúnar eftir verðlaunaaf- hendinguna í Laugardals- höll á laugardag. „Ég hef náð að byggja mig vel upp að undanförnu og mun svo sannarlega gera mitt besta,“ sagði Rúnar. Guðjón dæmdi GUÐJÓN Guðmundsson, sem vann margoft til íslands- og bikarmeistaratitla í fimleik um, er nú tckinn til við að dæma í greininni fyrir hönd Ái-manns. Dómarar auk hans á mót- inu voru þeir Ye Yiiijan, Björn Magnús Tómasson og Guðmundur Þór Brynjólfs- son. Björk bikar- meistarí kvenna áttunda w ■ $c w and i roð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.