Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 12
SKÍÐI / HM I NORRÆNUM GREINUM PO$r0tsstMnl^í wmmmmtammmmmmmmmm skugga Myllyla FOLK ■ GUSTAF Bjarnason skoraði 3 mörk fyrir Willstatt, sem tapaði 26:20 á heimavelli fyrir Erlangen í suðurhluta 2. deOdar þýska hand- knattleiksins. Þetta þóttu nokkuð óvænt úrslit þar sem Erlangen er í hópi neðstu liða en Willstatt er í efsta sæti. Erlangen byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5:0 og 10:3. í hálfleik var staðan 14:10, gestunum í vil. ■ ÞRÁTT fyrii' tapið heldur Will- statt efsta sætinu því aðalkeppinaut- urinn, Bayer Dormagen, náði ein- ungis jafnteíli við Friesenheim, 19:19. ■ DAÐI Hafþórsson var með 3 mörk fyrir Dormagen í leiknum og Róbert Sighvatsson og Héðinn Gils- son skoruðu eitt mark hvor. Leik- menn Dormagen fóru illa að ráði sínu því 6 mínútum fyrir leikslök voru þeir með 3 marka forystu, 19:16. ■ DORMAGEN er í öðru sæti með 43 stig, en Willstatt er með 44 stig, en bæði hafa liðin leikið 26 leiki. Leutershausen er í 3. sæti með 39 stig. ■ ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans hjá Hameln eru enn taplausir í efsta sæti norðurhluta 2. deildar þýska handknattleiksins, hafa 51 stig að loknum 26 leikjum. Nordrhon er í öðru sæti með 50 stig úr 26 leikjum. Bæði liðin unnu um helgina. ■ GUNNAR Andrésson skoraði 10/2 í sjöunda tapleik Amicitia Ziirich í úrslitakeppni svissneska handknatt- leiksins um helgina, lokatölur 23:19 en andstæðingurinn var lið End- ingen. Gunnar hefur verið að leika vel og er í þriðja sæti yfir marka- hæstu menn deildarinnar, hefur skor- að 51/10 mark í leikjunum átta. Lið Gunnars er í neðsta sæti með 2 stig. ■ JULÍUS Jónasson og samherjar hans eru hins vegar í efsta sæti með 15 stig úr 8 leikjum. Um helgina gerði St. Otmar jafntefli við Suhr, 25:25. Á sama tíma tapaði aðalkeppi- nauturinn, meistaralið Pfadi Winterthur, fyrir Kadetten, 24:23. ■ MILOMIR Mijatovic þjálfari Bad Schwartau, liðs Sigurðar Bjarna- sonar, var á laugardaginn látinn taka poka sinn eftir að hafa stýrt lið- inu í hálft fjórða ár. Ástæðan fyrir brottrekstrinum er slakur árangur liðsins og steininn tók úr eftir tap fyrir Eisenach á heimavelli, 29:26, sl. miðvikudag. Alexandra Meissnitzer frá Aust- urríki, nýkrýndur heimsmeist- ari í stórsvigi og bruni, sigraði í stórsvigi heimsbikarsins í Áre í Svíþjóð í gærkvöldi. Þar með er hún nánast örugg með heimsbikar- titilinn í stórsvigi og fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur hennar í heildarstigakeppninni. Meissnitzer var með besta brautartímann í báðum umferðum stórsvigsins. Landa hennar, Anita Wachter, varð önnur rúmri hálfri sekúndu á eftir og Andrine Flemmen frá Noregi þriðja. Þetta voru stúlkurnar sem voru á verð- launapallinum í stórsviginu á HM í Vail fyiT í þessum mánuði, nema þá var Flemme í öðru sæti og Wachter í þriðja. Þetta var 10. sig- ur Meissnitzer í heimsbikarnum og sá fjórði í stórsvigi í vetur. „Það er mjög ei-fitt að sigra Anitu [Wachter] og því varð ég að gefa allt í botn,“ sagði Meissnitzer. „Mér gekk vel og ég vissi að ég var á góðri ferð í síðari umferðinni, en sigurinn er aldrei í höfn fyrr en komið er í gegnum markið. Ég er svolítið þreytt, en það eru allir hin- ir keppendurnir líka eftir HM í Bandaríkjunum. Mai'kmiðið er auðvitað að sigra í stigakeppninni," sagði sigurvegarinn. Hún hefur nú 620 stig þegar tvö stórsvigsmót eru eftir. Wachter kemur næst með 436 stig og er sú eina sem getur tölfræðilega náð henni að stigum, en 100 stig eru gefin fyrir fyrsta sætið. En það er óraunhæft að hugsa sér að Wachter nái henni því til þess þarf hún að vinna bæði mótin sem eftir eni og Meissnitzer að fara út úr. Meissnitzer hefur 1.430 stig í samanlagðri stigakeppni, en Hilde Gerg frá Þýskalandi er önnur með 980 stig og Martina Ertl þriðja með 944 stig. Nú eru aðeins tvö stórsvig eftir og eitt brun og því mikilvægt fyrir Meissnitzer að ná góðum árangri í þeim því hún keppir ekki í svigi, en það gera hin- ar tvær sem á eftir henni koma í stigakeppninni. ■ Úrslit / B11 FINNINN Mika Myllyla vann í gær önnur gullverðlaun sín í jafn mörgum greinum á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem nú stendur yfir í Ramsau í Austurríki. Myllyla varð heims- meistari í fyrstu grein mótsins, 30 km göngu á föstudag, og í gær bætti hann öðrum heimsmeistaratitli við er hann sigraði í 10 km göngu. Gulldrengurinn, Björn Dæhlie frá Noregi, varð þriðji í 30 km göngunni á föstudag en náði aðeins fimmta sæti í gær. Gangan fór fram við frekar erf- iðar aðstæður í Ramsau í gær enda strekkingsvindur og snjó- koma. Myllyla lét slæmar aðstæður ekki hafa áhrif á sig og var 15 sek- úndum á undan heimamanninum Alois Stadlober, sem varð annar. Norðmaðurinn Oddbjorn Hjelmes- et varð þriðji. „I gær var ég hálfslappur og átti erfitt með að ná mér upp eftir sig- urinn í 30 km göngunni á fóstudag. Ég vaknaði hins vegar mjög hress í morgun og var ánægður þegar ég sá að úti var snjókoma," sagði Myllyla, sem varð Olympíumeistari í 30 km göngu á leikunum í Nagano í fyrra. „Ég er ánægður að það voru þrír dagar á milli gi'eina og fékk því tíma til að jafna mig. Ég átti erfitt með svefn eftir að hafa unnið á föstudag. Ég bjóst við að 10 km yrðu lélegasta gangan hjá mér hér í Ramsau. Ég átti ekki von á því að geta unnið Dæhlie, enda hann ávallt verið bestur í stuttu göngunni," sagði Finninn sem er 29 ára. Dæhlie og félagar hans í norska landsliðinu áttu í erfiðleikum með skíðaáburðinn og það setti mark sitt á frammistöðu þeiira. Dæhlie var 26,4 sekúndum á eftir sigur- vegaranum. Ái-angur Austurríkis- mannsins Aiois Stadlober kom mest á óvart. Þessi 36 ára gamli göngumaður hefur aldrei náð á verðlaunapall á stórmóti áður og aldrei unnið heimsbikarmót. Hann hefur tekið þátt í níu heimsmeist- aramótum og fimm Olympíuleik- um. Martinsen bjargaði heiðri Norðmanna Bente Martinsen bjargaði heiðri Norðmanna á HM í gær með því að verða heimsmeistari í 5 km göngu kvenna. Hún var þar með fyrst norskra kvenna til að næla sér í gull á HM í átta ár, eða síðan Trude Dybendahl sigraði í 5 km göngu á HM í Val di Fiemme á Italíu 1991. Olga Danilova frá Rússlandi, Ólympíumeistari í 15 km göngu, varð önnur og var á 13 sekúndna lakari tíma en Martinsen. Tékk- neska stúlkan Katerina Neu- mannova varð þriðja. „Eftir fyrstu Reuters MIKA Myllyla vann önnur gullverðlaun sín á heimsmeistaramótinu í göngu í Ramsau í Austurríki í gær er hann sigraði í 10 km göngu. tvo kílómetrana var . ég ekki að ganga eins og ég á að geta. En síð- an náði ég að skipta um gír og átti mjög góðan endasprett,“ sagði Martinsen. Engen Vik Norðmaðurinn Bjarte Engen Vik varð heimsmeistari í norrænni tvík- eppni, þ.e.a.s. í samanlögðum ár- angri í stökki og göngu. Hann hefur haft mikla yfirburði í þessari grein og var m.a. Ólympíumeistari í Nagano fyrir ári síðan. Hann er heimsbikarmeistari frá síðasta ári og það bendir allt til þess að hann verji titil í ár. „Ég er ekkert á leiðinni að hætta,“ sagði Engen Vik, sem er frá Bardufoss sem er rétt norðan við Þrándheim. „Það getur stund- um verið erfitt að vera bestur. Ekki gleyma því að ég er orðinn 27 ára, en þetta er það sem ég hef alltaf þráð og ég hef áhuga á að halda áfram á sigurbraut." HeimsbikarlHillinn í stórsvigi frátekinn Þjóðverjar í sjöunda himni ÞJÓÐVERJAR eru í sjöunda himni yfir skíðastökkvurun- uin ungu, Martin Schmitt og Sven Hannawald. Scmitt sem er aðeins tvítugur að aldri sigraði á heimsbikar- móti í Bischofshofen um helgina og vann þar með samanlagt í heimsbikarmót- inu. Sven Hannawald varð annar, aðeins 1,7 stigum á eftir Scmitt, sem er í raun aðeins 1 metri. Þetta er í fyrsta skipti í níu ár sem Þjóðverji sigrar samanlagt í keppni af stórum palli, eða siðan þáverandi Austur- Þjóðverji Jens Weissflog stóð í sömu sporum. Austur- Þjóðveijar áttu marga snjalla stökkvara á sínum tíma og voru Þjóðverjar orðnir langeygir eftir að sjá landa sinn á efsta verðlauna- palli á ný. A hjóli fram af stökkpalli Bæjarinn Toni Rossberger sigraði í sérkennilegu veðmáli um helgina. Hann veðjaði við grínistann Harald Schniidt að hann gæti farið á rallycross mótorlyóli sínu upp brekkuna að skíðastökkpalliiium í Garmisch-Partenkirchen, það- an áfram upp pallinu í efstu stöðu, snúið við, keyrt á fullu niður og stokkið fram af pall- inum. Harald Schmidt tók veðmálinu, Rossberger gerði sér lítið fyrir keyrði upp og fullkomnaði veðmálið þegar hann flaug tignarlega á mót- orhjóli sínu litla 83 inetra fram af pallinum við geysileg- an lognuð fjölmargra áhorf- enda í Garmisch-Par- tenkirchen. Þetta mun vera heimsmet í mótorhjólastökki. Dæhlie í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.