Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Ekki nóg að vera betri Við byrjuðum vel en urðum kærulausar og leikurinn jafn- aðist enda er ekki nóg að vera betri þvi liðin eru Stefán áþekk og það skiptir Stefánsson öllu hvort kemur til leiks með meiri vilja til að vinna,“ sagði Ragnheiður Stephensen, sem skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna í gærkvöldi þegar Stjarnan vann Val 18:17 í hörku- leik í Garðabænum. Leikurinn var sá fyrsti í undanúrslitum. „Við ætl- uðum að vinna þennan leik og ekki að brenna okkur á því eins og karl- amir að vita af oddaleik á heima- velli en það var erfitt að ná upp einbeitingu eftir langt hlé í deild- inni.“ Greinilegt var að langt hlé í deildinni sat í leikmönnum, sem voru seinir í gang. Vörn Garðbæ- inga var þó öflug til að byrja með enda komust Valsstúlkur lítt áleið- is í sóknarleiknum en er á leið náðu þær líka að stilla strengina í vöminni þegar Gerður Beta Jó- hannsdóttir stökk út úr vörninni til að trufla sóknarleik Stjömu- stúlkna. Það gekk vel og með seiglu tókst gestunum að ná yfir- höndinni, 10:11, fimm sekúndum fyrir leikhlé. Atgangurinn var mun meiri í síðari hálfleik. Ragnheiður fékk opið skotleyfi og saxaði niður for- skot Vals ásamt Ingu Fríðu Tryggvadóttur á meðan Valsstúlk- ur fóru heldur illa að ráði sínu í sókninni. Jafnt var á öllum tölum, spennan jókst og leikmenn gerðu mörg mistök en Garðbæingar voru alltaf markinu á undan. Á þeim tíma kom Sóley Halldórsdóttir inn á í mark Stjörnunnar til að verja vítakast og Valsmenn voru heldur óhressir þegar Stjörnustúlkur fengu dæmt vítakast hjá innri dómara þrátt fyrir að útidómari dæmdi ruðning á Stjörnuna en í slíkum tilfellum er útidómari rétt- hærri. Hvort lið fékk fjölmörg færi til að ná góðri forystu en tauga- spennan tók sinn toll. Valsstúlkur ná þó að jafna, 17:17, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en Ragnheiður kom Stjörnunni yfir með vítakasti þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Næsta sókn Vals stóð yfir í mínútu en stúlk- urnar komust lítið áleiðis gegn grimmri vörn Stjörnunnar og lauk sókninni með því að Ljana Sadzon varði þegar 39 sekúndur voru til leiksloka. En hinum megin var dæmd lína á leikmann Stjörnunnar þegar 22 sekúndur voru eftir svo að Valsstúlkur fengu annan mögu- leika á að jafna en náðu ekki að koma að skoti því Stjörnustúlkur gáfu engin grið. Ragnheiður og Inga Fríða voru bestar hjá Stjörnunni en hjá Val voru Gerður Beta, Sonja Jónsdótt- ir og Alla Gokorian ágætar. SOKNARNYTING Fyrsti lejkur í 4-liða úrslitum kvenna íÁsgarði 12. april 1999 Stjarnan Mörk Sóknir % Valur Mörk Sóknir % 10 8 18 26 23 49 38 F.ll 11 35 S.h 6 37 Alls 17 26 42 23 26 49 35 5 Langskot 8 3 Gegnumbrot 1 1 Hraðaupphlaup 5 0 Horn 2 4 Lína 0 5 Víti 1 Guðjón yfir 200 marka múrinn GUÐJÓN Ámason, hinn Morgunblaðið/Golli LÁRUS Long, hefur leikið mjög vel með FH-ingum í úrslitakeppninni, er hér búinn að stundurtæta vörn Fram í gærkvöldi og skorar eitt af þremur mörkum sínum. leikreyndi fyrirliði FH, sem tók við Islandsmeist- arabikamum síðast á Sel- fossi 1992, varð þriðji leik- maðurinn til að rjúfa 200 marka múrinn í úrslita- keppninni í handknattleik. Það gerði hann er hann jafnaði 17:17 fyrir FH gegn Fram í gærkvöldi með gegnbumbroti, með mann á bakinu. Guðjón skoraði fimm mörk í gærkvöldi og hefur alls skorað 200 mörk í úrslitakeppninni. Bjarki Sigurðsson hefur skorað flest möi-k - 236 og þá kem- ur Valdimar Grímsson næstur á blaði með 214 mörk. Guðjón á þvi mögu- leika á að komast upp fyrir Valdimar. Mikil gleði í herbúðum FH-inga eftir sigurinn á Fram í Safamýrinni „Gömlu karlarnir að komast á skrið“ KRISTJÁN Arason, þjálfari FH- inga, sagði að sterkur varnar- leikur hefði fleytt liðinu yfir erfiðasta hjallann í leikjunum við Fram. „Við komust með naumindum í úrslitakeppnina en að undanförnu hefur leikur liðsins farið síbatnandi, ekki síst varnarleikurinn sem hefur verið fyrirtak." Aðspurður hvort koma hans í vörn liðsins hefði ekki breytt miklu um gengi þess Gisli sagði Kristján að von- Þorsteinsson an(j; hefði hann já- s ar kvæð áhrif á liðið. „Það er hins vegar langt í frá að gömlu karlanir í liðinu hafi haldið því á floti í úrslitakeppninni. I liðinu eru margir efnilegir leikmenn auk gamalla refa og þessi blanda virðist hafa gefið góða raun.“ Réðu ekki við varnar- leik FH-inga Hvað telur þú að hatI faríð úr- skeiðis hjá Fram í undanúrslita- leikjunum gegn ykkur? „Ég vil ekki segja að hlutirnir hafi farið úrskeiðis hjá Fram. Þriðji leikurinn var jafn, en á úrslita- stundu réðu þeir ekki við varnarleik okkar. Að sama skapi var baráttan til staðar hjá okkur og hún fleytti okkur langt.“ Kristján vildi ekkert segja til um framhaldið gegn Aftureldingu. „Ég hef ekkert velt þessum leikjum fyrir mér. Aðalatriðið er að bæta leik FH-liðsins fyrir átökin sem framundan eru. Ég hef trú á mínum mönnum og ekki sakar að „gömlu karlamir“ í liðinu eru að komast á skrið,“ sagði Kristján. Stórveldið rís upp á afturfæturnar „Ég tel að við höfum komist í úrslit á gríðarlegum sigurvilja, ekki síst á síðustu mínútum leiksins," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH-inga. Hann sagði liðið léki sífellt betur og allt tal um fallandi stórveldi væri ekki á rökum reist. „Þegar verst gekk í deildinni var maður að heyra sögur um að FH-veldið væri komið að fótum fram. En nú hefur stór- veldið risið upp á afturfætumar og slegið frá sér. Mér líst vel á að mæta Aftureldingu í úrslitum. Eig- um við ekki að segja að þar mætist tvö sterkustu lið landsins." „FH-hjartað sló hratt undir lok leiksins og fleytti okkur áfram. Nokkrir okkar ætla að hætta í vor og vilja skila af sér góðu búi,“ sagði Gunnar Beinteinsson, FH-ingur. Gunnar sagði að vörnin hefði verið aðal liðsins, þá hefði leikreynslan haft sitt að segja. „Fjórir leikmenn liðsins era komn- ir með yfir 2.000 deildarleiki og slíkt telur á ögur- stundu,“ sagði Gunnar Bein- teinsson. Allir þessir miklu keppnis- menn vita vel hvernig er að taka þátt í úr- slitarimmu um íslandsmeistara- titilinn. Þeir voru allir með FH-lið- inu sem fagnaði sigri í fyrstu úr- slitakeppninni - fóru til Selfoss til að leggja Selfyss- inga að velli, 3:1. Hálfdán Þórðar- son lék einnig með FH þá. Eins og nú var Kristján Arason þjálfari og Guðjón Ámason var fyrirliði. Þessir miklu stríðsmenn mæta tveimur samherjum sínum frá 1992 nú í úr- slitabaráttunni - Bergsveini Berg- sveinssyni, markverði og Sigurðu Sveinssyni, hornamanna hjá Aftur- eldingu. Þannig vörðu þeir (Innan sviga knötturinn aftur til mótherja). LAUGARDAGUR: Magnús Árnason, FH, 9/2 (2); 2(1) eftir langskot, 2 úr hraðaupphlaupi, 2 úr homi, 1(1) eftir gegnumbrot, 2 vítaköst. Sebastian Alexandcrsson, Fram, 14 (4); 10(4) eftir langskot, 1 úr horni, 1 úr hraðaupphlaupi, 2 víti. Þór Björnsson, Fram; Gerði eina tilraun til að verja vítakast en tókst ekki. MÁNUDAGUR: Sebastían Alexandersson, Fram, 12' 1 (6); 3(1) langskot, 3(2) eftir gegnumbrot, 1(1) úr hraðaupphlaupi, 1(1) úr horni, 3(1) af línu, 1 vítakast. Magnús Árnason, FH, 16/1 (6); 6(2) langskot, 4(4) gegnumbrot, 3 eftir hraðaupphlaup, 2 úr horn, 1 vítakast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (13.04.1999)
https://timarit.is/issue/131612

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (13.04.1999)

Aðgerðir: