Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ GOLF OLAZABAL klæðist græna jakkanum meö hjálp Bandaríkjamannssns Mark O'Meara, sem sigraði í fyrra. Reuters José Maria Olazabal frá Spáni yfirstígur mikla erfiðleika og sigrar öðru sinni í Augusta SPÁNVERJINN José Maria Ol- azabal sigraði öðru sinni á ár- legu boðsmóti Augusta National-golfklúbbsins, öðru nafni Masters eða Meistara- keppnin, sem lauk á sunnu- dagskvöld. Þetta var tilfinninga- þrungin stund fyrir Olazabal, sem var f rá keppni í eitt og hálft ár vegna dularfulls meins í fótum og hafði um tíma gefið allar vonir sínar um frækna sigra upp á bátinn. Olazabal hafði tekist að vinna sig- ur í Augusta árið 1994, áður en hann veiktist, lék þá af mikilli festu á ^¦¦i síðari níu holunum og Edwin R. endurheimti þannig Rögnvaldsson forystuna sem hann skrifar hafði náð fyrr í mótinu. Sömu sögu er að segja af framgöngu hans um liðna helgi. Olazabal byrjaði mjög illa og var orð- inn afar svartsýnn - sagði m.a. kylfu- sveini sínum að hann væri þegar bú- inn að missa af lestinni. En innst inni hefur hann líklega ekki trúað sjálfum sér og fundið baráttuþrekið, sem hef- ur fleytt honum yfir ýmsar hindranir. Hægt og rólegá sneri Olazabal blað- inu við og sýndi auk þess fádæma ör- yggi á lokasprettinum. „Það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi sigra hérna aftur," sagði hann. Dýrkaður á meðal Baska Olazabal, sem er 33 ára, fæddist í Fuenterrabia í Baskahéraði Spánar. Hann lærði réttu handtökin í golfí- þróttinni er hann var sex ára og stundaði hana grimmt. Hann var afar sigursæll sem áhugamaður og í ljósi þess hvarflaði ekki annað að honum en að gerast atvinnukylfingur. Hann býr enn með foreldrum sínum við golfvóll nokkurn í San Sebastian, þar sem faðir hans var vallarstjóri í mörg ár. Olazabal hefur skipað sér á meðal fremstu kylfinga heims, kom fyrst fram á sjónarsviðið sem „lærlingur" Seve Ballesteros í Ryder-keppninni, og er ein helsta íþróttahetja Baska- héraðsins. Olazabal tók að kenna til í fæti sumarið 1995 og ýmsir sérfræðingar brutu heilann yfir meini hans. Var honum í fyrstu tjáð að um krabba- mein væri að ræða og gekkst hann undir skurðaðgerðir í Ijósi þess. 01- azabal hrakaði og í tvo mánuði árið .1996 gat hann ekki gengið og skreið um húsakynni sín. Hann fylgdist með Meistaramótinu það árið í sjónvarpi, og óskaði þess eins að hann fengi að Jeika aftur í Augusta - en aldrei datt honum í hug að þremur árum síðar myndi hann ganga upp brattann fyrir framan átjándu flöt undir lófataki og hylli áhorfenda, sem væntanlegur sigurvegari. Ymsar aðrar sjúkdómsgreiningar fylgdu í kjölfar hinnar tilgangslausu skurðaðgerðar. Liðagigt var ein þeirra, en síðla árs 1996 gekkst 01- azabal undir meðferð hjá þýskum sérfræðingi, Hans-Wilhelm Muller- Wohlfert, sem stuðlaði að nokkrum bata Spánverjans með bakmeðferð. Olazabal hóf keppni á ný snemma árs 1997 og sigraði í þriðju tilraun, í heimalandi sínu. Brast í grát Því skal engan undra þó Olazabal hafi brostið í grát á fundi með frétta- mönnum á sunnudagskvöld. Hann ann golfíþróttinni af lífi og sál og hélt um tíma að hann gæti aldrei stundað hana aftur - jafnvel ekki gengið óstuddur um aldur og ævi. „Það er mjög erfítt fyrir mig að segja ykkur hvernig mér líður núna. Ég er afar stoltur af sjálfum mér. Þetta er nokkuð sem ég hafði ekki einu sinni leitt hugann að," sagði Olazabal. Þegar líkamleg líðan hans var sem verst, kaus Olazabal að vera einsam- all og forðaðist vini sína og ættingja. „Það var sama hvað þau reyndu að segja til að hressa mig við. Það ætti enginn að þurfa að ganga í gegnum." Meistarinn nýbakaði sagði einnig að án Muller-Wohlferts væri hann ekki í þessari stöðu. „Ef hann hefði ekki hjálpað mér, væri ég ekki hér. Hann á stóran þátt í þessum sigri." Olazabal hafði eins höggs forskot fyrir síðasta keppnisdag og átti að hefja leik klukkan þrjú að staðartíma ásamt Ástralanum Greg Norman. 01- Löng leið að baki azabal var svo spenntur að hann var mættur tveimur og hálfri klukku- stund fyrir upphaf lokahringsins og fínpússaði púttin og vipphöggin. Þeg- ar klukkan sló tvö, hugðist Spánverj- inn fá sér eitthvert léttmeti að borða, en það var honum um megn. „Ég gat ekki kyngt matnum," sagði hann. „Ekki einu sinni vatni." Ófarir Normans Norman var einu höggi á eftir 01- azabal þegar hér var komið sögu og flestir áhorfenda voru á bandi hans. Hann varð þó enn og aftur fyrir því óláni að missa naumlega af græna jakkanum. Arið 1986 fékk hann skolla á lokaholunni og varð annar á eftir Jack Nicklaus, sem þá var orð- inn 46 ára og lék síðari níu holurnar á 30 höggum; árið eftir tapaði hann í bráðabana fyrir Larry Mize, sem vippaði beint í holu af um þrjátíu metra færi; fyrir þremur árum kastaði hann sex högga forskoti á glæ er hann lék síðasta hringinn á 77 höggum og tapaði þannig fyrir Nick Faldo - og nú lét hann undan á síð- ustu fimm holunum og lauk leik þremur höggum á eftir Olazabal. Norman sagði að það eina sem hefði breyst væri afstaða hans til úr- slitanna, sem aldrei virðast vera hon- um í hag. Á meðan hann jafnaði sig eftir axlaruppskurðinn, gerði hann sér grein fyrir að hann hefði vanrækt fjölskyldu sína á stöðugum keppnis- ferðalögum auk þess að gera sér grein fyrir hvernig lífi hann vildi lifa í raun. Hann var loks í rónni, fjarri öllu því annríki og álagi sem fylgir því að vera á meðal fremstu kylfinga heims. „Ég óska þess að ég hefði hugsað þannig fyrir tuttugu árum," sagði Norman. „Núna hef ég nýja lífssýn. Hún hefur reynst mér vel í hinu dag- lega lífi - fyrst svo er á hún án efa eft- ir að koma mér til góða í keppni." Það mun framtíðin leiða í ljós. Vendipunkturinn Um tíma virtist sem stund Normans væri loks að renna upp. Hann náði glæsilegum erni á 13. braut með góðu pútti af um sjö metra færi - tók þannig eins höggs forystu. „Þegar boltinn hvarf ofan í holuna, var engu líkara en að fagnaðaróp áhorfenda væru hærri en venjulega," sagði Norman. Adam var þó ekki lengi í paradís, því eftir að hafa sótt boltann í holuna og stungið honum í vasann, horfði hann á Olazabal ná fugli með frábæru pútti niður hall- ann. Þetta reyndist vera vendipunkt- urinn í baráttu þeirra. „Um leið og Norman púttaði vissi ég að boltinn myndi fara í," sagði 01- azabal. „Ég naut fagnaðarlátanna, en hugsaði með mér þegar ég bjó mig undir að pútta, að ég þyrfti nauðsyn- lega að setja það í. Eg hafði engan áhuga á að lenda undir í þessari bar- áttu." Norman benti á Olazabal þeg- ar bolti þess síðarnefnda fór ofan í. Olazabal gerði slíkt hið sama. „Ég leit til hans og við skildum bersýni- lega hvor annan," sagði Spánverjinn. „Þetta var okkar háttur á að segja: „Þetta voru frábær pútt, maður!",, Norman og Olazabal eru góðir vinir. Til marks um það má nefna að meðan I Reuters VINIRNIR José Maria Olazabal, til vinstri, og Greg Norman faðm- ast á átjándu flöt, þegar sá fyrrnefndi hafði tryggt sér sigur á Meistaramótinu. Norman hefur áður verið í þessari stöðu, svo oft að keppinautarnir eru farnir að kenna í brjósti um hann. I á meðferð Olazabals stóð, sló Norm- an á þráðinn til hans og sendi honum bréf. ,Atvikið á þrettándu brautinni er táknrænt um samband okkar," sagði Olazabal. Nokkru síðar gerði Norman hræðileg mistök þegar hann sló í sandgryfju hægra megin 15. flatar af um níutíu metra færi. I kjölfarið fékk hann annan skolla sinn í röð og féll niður í þriðja sætið þegar Davis Love hinn þriðji vippaði glæsilega í holu fyrir fugli á 16. braut. Olazabal lagði síðan grunninn að sigri sínum með frábæru upphafs- höggi á þeirri sextándu, sem hafnaði rúman metra frá holunni. Spánverj- anum brást ekki bogalistin af stuttu færi frekar en fyrri daginn, þó þetta hefði verið eitt erfiðasta pútt hans þann daginn - niður haÚann með miklu broti frá vinstri til hægri. „Eg veit ekki hvernig í ósköpunum ég setti það niður," sagði hann. Duval gerði sig líklegan til afreka David Duval, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir og þótti manna sigurstranglegastur fyr- ir mótið, virtist á góðri leið með að stela senunni á sunnudag. Eftir að hafa náð fugli á 2. og 7. braut auk arnar á þeirri áttundu, var hann kominn á meðal efstu manna á sex höggum undir pari. Var ekki laust við að öðrum stæði stuggur af Duval, sem þykir gersamlega óttalaus þegar til kastanna kemur. Hann lenti síðan í hremmingum á elleftu braut, sló í tjörn og lék holuna á sex höggum. Eftir það var hann brokkgengur og lauk leik í sjötta til tíunda sæti á þremur höggum undir pari. I I f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.