Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 B 7 '■ Morgunblaðið/RAX mdagskvöldið og kér veifar Einar Gunnar Sigurðsson þeim. ælisgjöf rki Siguðsson, Magnús Már Þórðarson, Sigurður Sveinsson og fleiri Einari Scheving, fagna í leikslok. Einar hafði rika ástæðu til að gleðj- ignaði 30 ára afmæli sínum sl. fimmtudag. framgöngu Bergsveins í markinu sem brást ekki félögum sínum í vörninni. Sóknin líkt og vörnin var heilsteypt allan leikinn og endur- speglaði eins og annað í leik liðsins að þessu sinni; einbeitingu frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Auk Bjarka, sem fór á kostum, Bergsveins og Alexeis, sem áður er getið, léku Gaulkauskas Gintas og Einar Gunnar Sigurðsson vel í vörninni þar sem Bjarki sýndi líka á sér nýjar hliðar. Sigurður Sveins- son var traustur að vanda, jafnt í vörn sem sókn. Eftirtektarverðust var hins vegar framganga Maxíms Trúfan, sem tók að sér vandasamt hlutverk leikstjóra í stað Savu- kynas Gintaras. Maxím er aðeins tvítugur og hefur litla reynslu en skilaði hlutverki sínu með sóma. Það getur vart verið auðvelt verk fyrir reynslulítinn ungan mann að koma inn í lið Aftureldingar og stýra leik liðsins þegar jafn mikið er í húfi. Leikmönnum Hauka tókst ekki fylgja eftir stórgóðum síðari hálf- leik í öðrum leiknum. Þeir virtust ekki vera undir það búnir að Aftur- eldingu tækist að leika vörn sína af slíkum fítonskrafti. Eftir að hafa lent langt undir snemma leiks höfðu þeir hvorki kraft né vilja til þess að brjóta Aftureldingarmenn á bak aftur öði-u sinni. Lærðum mikið á tapleiknum „ÞAÐ má segja að við höfum tapað taktinum eftir deildarkeppn- ina, en við höfum vaxið á ný upp á síðkastið,“ sagði Skúli Gunn- steinsson, þjálfari UMFA. „Aðalvandinn hefur legið í varnarleikn- um, en að þessu sinni small allt saman og ég er að vona að við séum komnir á beinu brautina á nýjan leik. Fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni þar sem við náðum að leika al- mennilega vörn var í Hafnarfírði á fóstudaginn, en því miður var það bara í fyrri hálfleik. Nú náðum við hins vegar að halda okkar striki allt til loka og sökum þess var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir sjálfstraustið í liðinu, við erum bún- ir að finna það sem okkur hefur vantað. Nú er ég að vona að við höldum þessu striki allt til enda úr- slitakeppninnar." Skúli sagði að það hefði einnig sett strik í reikninginn hjá sér að nokkuð hefði verið um meiðsli, bæði Savu- kynas Gintai'as og Galkauskas Gint- as væi-u meiddir og sá fyrrnefndi hefði ekkert leikið með í þessum leik. „Það hafa verið smámeiðsli í fleiri leikmönnum eftir leikinn á föstudag- inn sem höfðu óneitanlega áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik.“ Skúli sagðist vera sérstaklega ánægður með framgöngu Maxíms Trúfans sem hefði leyst stöðu leik- stjómanda af stakri prýði. „Ég treysti honum mjög vel, en hingað til hefur hann ekki fengið mörg tæki- færi vegna þess hversu vel Gintaras hefur leikið. Ég var aldrei banginn við að stilla Maxím upp í byrjunarlið- inu, ég veit hvað strákurinn getm'.“ Var enginn ótti í þér í hálfleik um SÓKNARNÝTING Þriðji ieikur liðanna í undanúrslitum, leikinn í Mosfellsbæ 11. apríl 1999 Afturelding Haukar Mðrk Sóknir %Mötk Sóknir % 16 27 59 F.h 8 27 30 14 25 56 S.h 14 25 56 30 52 58 Alls 22 52 42 11 Langskot 5 3 Gegnumbrot 1 7 Hraðaupphlaup 4 2 Horn 3 5 Lína 3 2 Víti 6 Bjarki og Bergsveinn í úrslitarimmu BJARKI Sigurðsson er lykil- maður í liði Aftureldingar, sem leikur í aunað skipti til úrslita um Islandsmeistarat.it ilinn. Bjarki lék með Aftureldingu, sem tapaði fyrir KA 1:3 1997. Eftir það hélt hann tii Noregs og lék eitt tímabil með Drammen. Afturelding komst í 8-liða úrslit 1998, en tapaði þar fyrir Vat 2:0. Bjarki byrjadi að leika á ný með Aftureldingu í vetur og liðið er koinið í úr- slitakeppuina. Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður, tekur þátt í sinni fjórðu úrslitarinunu. Hann varð Islaudsmeistari ineð FH 1992, þegar FH-ingar unnu Selfyss- inga 3:1. Árið eftir lék hann með FH, sem tapaði fyrir Val 3:1. Bergsveinn lék með Aftur- eldingu, sem tapaði fyrir KA 1997, 3:1. að allt færi á sömu leið í síðari hálf- leik nú eins í öðrum leiknum, þegar staðan var ekkert ósvipuð íhálfleik? „AUs ekki. Það var allt annar bragur á mönnum í hálfleik að þessu sinni, ekki vottaði fyrir kæru- leysi, heldur voru allir einbeittir og staðráðnir í að halda áfram frá því sem frá var horfíð í þeim fyrri. Það var einfaldlega svo stutt um liðið frá þessum leik á fóstudaginn að hann var mönnum enn í fersku minni. Hins vegar var ég ekki í rónni fyrr en skammt vai' til leiksloka og ljóst að munurinn var orðinn of mikill til þess að Haukar gætu snúið leiknum sér í hag.“ Hvemig gekk að stilla menn inn á þennan leik eftir ófarirnar á fóstu- daginn? „Það gerði engin taugaveiklun vart við sig í hópnum, heldur héld- um við okkar striki í undirbúningn- um og fórum vel yfír föstudagsleik- inn. Þar sáum við að það væri auð- velt að bæta margt í okkar leik, bæði vörn og sókn. Einkum var sóknarleikurinn að bregðast okkur þá gegn 3-3 vöm Hauka. Eftir á að hyggja tel ég að við höfum lært mjög mikið af þessum tapleik í Hafnarfirði, bæði hvernig við ættum að bregðast við fram- liggjandi varnarleik og eins með hvaða hugarfarí við göngum til leiks. Þessi atriði hefðum við líklega ekki farið svo vel í gegnum ef ekki hefðu komið fram þessir gallar í leik okkai' á föstudaginn." Skúli sagði ennfremur að nú gæf- ist kærkomið frí frá kappleikjum næstu vikuna og yrði hún nýtt til þess að byggja upp andlegt þrek manna fyrir þá raun sem framund- an væri í úrslitaleikjunum. „Tími þrekæfinga er liðinn, nú tekur við andlegur undirbúningur auk þess sem farið verður yfír ýmis tæknileg atriði næstu daga um leið og menn fá stuttan tíma til að gróa sára sinna eftir átök undanfarinna vikna. Það er fyrst og fremst „heilsuvika“ framundan og ég ætla ekki að vera með refsivöndinn á lofti, í hæsta lagi mun ég banna mönnum að borða súkkulaði." Engin bjart- sýni með Gintaras SAVUKYNAS Gintaras, leikstjórnandi Afturelding- ar, meiddist á hné í öðrum leiknum við Hauka á föstu- dagskvöldið. Liðband f utan- verðu vinstra hnénu virðist vera tognað eða jafnvél slit- ið. Hann lék ekki með í þriðja leiknum á sunnudag- inn en var á leikskýrslu. Um tíma var talið að hann yrði ekki á skýrslu og hann kom ekki til upphitunar fyrir leikinn fyrr en stundarfjórð- ungur var í leik. Að sögn forráðamanna Afturelding- ar er ekki mikil bjartsýni ríkjandi í þeirra herbúðum um að Gintaras geti leikið af fullum krafti í úrslitaleikj- unum. Maxím fékk lítinn fyrirvara MAXÍM Trúfan hefur ekki fengið mörg tækifæri með Aftureldingu í vetur, enda ungur að árum auk þess sem hann hefur átt í keppni við Litháann Savukynas Gintaras um stöðu leik- stjórnanda, en Gintaras hef- ur leikið vel á leiktíðinni. Maxím fékk hins vegar sannkallaða eldskírn gegn Haukum á sunnudagskvöld- ið er hann var í byrjunarlið- inu í stað Litháans. „Skúli sagði mér nokkrum mínútum fyrir leik að ég ætti að byija,“ sagði Maxfm í leikslok. „Ég var auðvitað mjög stressaður en fyrirvar- inn var lítill og þegar mér tókst að skora strax í fyrstu sókn með fyrsta skoti var ákveðnu fargi létt af mér.“ Aldursmun- urinn hjálpaði Haukum ekki LÚÐVÍK Geirsson, formað- ur Hauka, afhenti Ingi- björgu Jóhannesdóttur, for- manni UMFA, stóran blóm- vönd fyrir leik liðanna að Varmá, en Afturelding átti 90 ára afmæli þennan dag. Um leið og Lúðvík afhenti blómin minnti hann á það að daginn eftir væru 68 ár liðin frá stofnun Hauka. Gerði hann sér um leið vonir um að aldursmunurinn yrði sjá- anlegur á leikvellinum, en varð ekki að ósk sinni. Morgunblaðið/RAX VARNARJAXLINN Alexei Trúfan fagnar syni sínum, Maxím, í leikslok en sonurinn tók að sér erfitt verk leikstjórnanda UMFA og skilaði því hlutverki með sóma þrátt fyrir litla reynslu.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (13.04.1999)
https://timarit.is/issue/131612

Tengja á þessa síðu: B 7
https://timarit.is/page/1932278

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (13.04.1999)

Aðgerðir: