Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 + MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Vorum reiðir og sárir „ VIÐ vorum ákveðnir í að bæta mistökin í síðasta leik og ég tel okkur hafa gert það," sagði Bjarki Sigurðsson, leikmaður Aft- ureldingar, sem átti mjög góðaii leik gegn Haukum og skoraði 11 mörk. „Varnarleikurinn var mjðg góður, Bergsveinn fór á kostuni þar fyrir aftan auk þess sem við skiiuðum sóknarleikn- um nærri því vandræðalaust. Þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á frammistöðu Maxfms Trúfans, sem stóð sig frábær- lega í stöðu leikstjdrnanda." Bjarki sagði menn hafa að vonum verið óánægðir með hvern- ig þeir töpuðu niður unninni stöðu í öðrum leiknum. „Við vorum staðráðnir í að láta það ekki endurtaka sig að þessu sinni, við vorum virkilega reiðir og sárir úti í sjáifa okkur eftir annan leikinn." Við vorum slegnir út af laginu Við komum kannski ekM illa stemmdir til leiks, heldur vorum við kannski illa slegnir út af laginu snemma leiks og náðum okkur vart á strik eftir það," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, eftir ósig- urinn á Aftureldingu. „Við vorum að gera nokkuð af tæknilegum mistök- um auk þess sem Bergsveinn Berg- sveinsson, í marki Aftureldingar, varði vel fyrstu skot okkar á sama tíma og markmaður okkar varði ekk- ert. Þannig hleyptum við Aftureld- ingarmönnum of langt fram úr okk- ur og áttum í vandræðum það sem eftir lifði leiks." Guðmundur sagði að sínir menn hefðu komið ákveðnir til síðari hálf- leiks, gert þrjú fyrstu mörkin og komið forskoti Aftureldingar niður í fimm mörk. „Þá hefði verið mögu- leiki, en þá voru þrír leikmenn okk- ar reknir af leikvelli á tæplega hálfrar mínútu kafla og þar með má segja að síðasti vonarneisti okkar hafi slokknað. Von okkar í þessu einvígi við Aft- ureldingu var sú að vinna tvo fyrstu leikina og vissulega vantaði okkur ekki mikið upp á að það tækist, en svona fór. Ég vil hins vegar bara þakka Aftureldingu fyrir leikina, og óska þeim góðs gengis. Þeir eru með besta liðið og unnu sfðasta leik- inn við okkur afar verðskuldað, þeir léku einfaldlega mjög vel og við réð- um ekkert við þá," sagði Guðmund- ur Karlsson. ÞAÐ ríkti geysileg stemmning í íþróttahúsinu að Varmá á meðal stuðningsmanna Aftureldingar á sunnud Bjarki bætir metið með hverjum leik BJARKI Sigurðsson, fyrir- liði Aftureldingar, bætir markamet sitt í úrslita- keppninni með hverjum leik - hann hefur nú skor- að 236 mörk í úrslita- keppni, en gamla metið átti Valdimar Grímsson, 214 mörk. Bjarki skoraði 119 mörk fyrir Víking 1992-1995, síðan hefur hann skorað 117 fyrir Aft- ureldingu - 33 1996, 42 1997 og í keppninni nú hef- ur hann skorað 42 mörk. Bjarki lék með Ðrammen í Noregi keppnistímabilið 1997-1998. Bjarki hefur skorað mest 48 mörk i úrslitakeppni, 1994, þannig að hann mun bæta persónulegt met sitt í markaskorun. Mest ellefu mörk BJARKI skoraði ellefu mörk gegn Haukum á sunnudagskvöld, áður hafði hann skorað 11 mörk gegn þeim í fyrstu viður- eigninni. Þetta er mesta markaskor leikmanns hjá Aftureldingu í úrslita- keppni. Bjarki og Gunnar Andrésson höfðu skorað mest fyrir - Bjarki 9 mörk gegn Fram 1997 og Gunn- ar 9/2 mörk gegn Val 1998. Þess má geta að Bjarki skoraði þrisvar eliefu mörk í leik fyrir Vfking - gegn Fram 1992, gegn Haukum 1994 og gegn KA 1995. Verðskulduð afm« HANDKNATTLEIKSMENN Aftureldingar tryggðu sér sæti í úrslit- um 1. deildar karla með verðskulduðum og öruggum sigri, 30:22, á Haukum í þriðja og síðasta leik liðanna í 4-liða úrslitum að Varmá á sunnudaginn. Þennan dag voru rétt 90 ár liðin frá stofnun félagsins. Leikurinn var síðasti hluti afmælisdagskrár fé- lagsins og því vel við hæfi að leikmenn handknattleiksliðsins gæfu félaginu þessa verðugu gjöf sem í sigrinum fólst. Eftir að hafa farið illa að ráði sínu í öðrum leik félaganna á föstudag voru leikmenn Aftureld- ¦¦¦¦ ingar staðráðnir í að lv^r láta hendur standa skriflT530" fram fc ermum 'x oddaleiknum og láta ófarir fóstudagsins ekki endurtaka sig. Þeir mættu vel einbeittir til leiks, léku leiftrandi sóknarleik, vörnin var feikisterk og að baki henni fremsti markvörður landsins nú um stundir, Bergsveinn Berg- sveinsson. Hann fór bókstaflega hamförum og varði hvorki fleiri né færri en 28 skot. Haukar léku framliggjandi varnarleik, sem hafði gengið vel í öðrum leiknum. Nú brá hins veg- ar svo við að leikmenn Aftureld- ingar voru mjög hreyfanlegir í sókninni og létu varnarleik gest- anna ekki koma sér í opna skjöldu. Sóknarleikur Haukanna BERGSVEINN Bergsveinsson átti stórleik í marki Aftureldingar, varði 28 skot og í leikslok var dóttir hans, Katrín Erla, var ekki sein á sér að fagna föður sínum. brotnaði hvað eftir annað á sterkri 6-0 vörn Aftureldingar með Alexei Trúfan í broddi fylk- ingar, fremstan meðal jafningja. Segja má að Afturelding hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Hún náði snemma öruggri forystu, 7:2, 10:4, og 13:5 stóð á markatöfl- unni eftir 22 mínútna leik. En minnugir þess að lík staða var uppi í öðrum leiknum voru ekki allir vissir, ekkert var í hendi. Stuðn- ingsmenn Aftureldingar, sem fjöl- menntu í húsið, studdu menn sína miskunnarlaust og hið sama má segja um stuðningsmenn Hauka sem vonuðu að sama ævintýrið myndi eiga sér stað og réttum tveimur sólarhringum áður. Þegar gengið var til búningsherbergja í leikhléi, var munurinn átta mörk, 16:8, „afmælisbarninu" í vil. Haukar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og héldu í vonina um að geta saumað að „sveitapiltunum". Sú von lifði ekki lengi því á hálfri mínútu snemma í hálfleiknum misstu Hafnfirðingar þrjá menn út af í kælingu og Afturelding nýtti sér það til þess að ná sjö marka forystu á ný og eftir það var ljóst að úrslitin voru ráðin. Heimamenn héldu einbeitingu sinni til leiksloka, vörnin feikisterk sem áð- ur og sóknarleikurinn gekk sem vel smurð vél með „handknattleiks- goð" Mosfellinga, Bjarka Sigurðs- son, fremstan í flokki. Er hann gerði 11. mark sitt og 25. mark liðsins úr hraðaupphlaupi þegar 5 mínútur voru eftir ætlaði allt hreinlega um koll að keyra á meðal áhorfenda sem greinilega voru þar með vissir um að nú væri björninn loksins unninn. Loksins tókst leikmönnum Aft- ureldingar að sýna í úrslitakeppn- GLAÐBEITIR leikmenn Aftureldingar, Bjarki ásamt dyggasta stuðningsmanni sínum, Ein; ast því hann fagn inni hvers þeir eru megnugir. Vörnin var eins og hún best getur orðið, en hún hefur verið brokkgeng síðasta kastið. Áður er getið um Þannig vörður þeir (Innan sviga, knötturinn aftur til mótherja). Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, 28/1; 14(5) langskot, 8(7) eftir gegnumbrot, 1(1) úr hraðaupphlaupi, 1(0) úr horni, 3(2) af línu, 1(1) úr vítaksti. Á sniii ndu r Einarsson, UMFA; Gerði tilraun til að verja eitt vítakast, en tókst ekki. Magnús Sigmundsson, Haukum, 9; 1(1) langskot, 3(2) úr hraðaupphlaupi, 3(1) úr horni, 2(2) af línu. .Icinas Stefánsson, Haukum, 3; 2(1) langskot, 1 eftir gegnumbrot. X T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.