Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
sparnaður
og umhverfis-
vernd
Stendur
með þér í
orkusparnaði
Réttar-
óvissa
HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ hefur
lagt til við dómsmálaráðuneyt-
ið, að skipuð verði nefnd eða
starfshópur til undirbúnings
löggjöf um fasteignakaup.
Sandra Baldvinsdóttir lögfræð-
ingur segir mjög skorta löggjöf
á þessu sviði. / 10 ►
Mikil
fjölbreytni
ÞAÐ er margt að sjá, þegar
gengið er um sýningarhallir í
Frankfurt, segir Sigurður
Grétar Guðmundsson í þættin-
um Lagnafréttir. Röraframleið-
endur leggja mikið á sig til
þess að skapa sitt eigið kerfi og
fjölbreytnin er mikil. / 28 ►
Prentsmiðja Morgunblaðsins
■
Priðjudagur 11. maí 1999
Blað C
Ú T T E K T
Nýjar íbúð-
ir í Mos-
fellsbæ
TALSVERT hefur verið
byggt í Mosfellsbæ að
undanfömu, en íbúum í
bænum hefur fjölgað verulega
og þeir em nú um 5.500.1
fyrra var fólksfiölgun í bæn-
um tæp 5%, sem er rnjög hátt
hlutfall.
Við Hjallahlíð 19-25 í vest-
urhluta bæjarins er bygginga-
fyrirtækið Tré hf. að reisa tíu
íbúðir. Þær standa tvær og
tvær saman með stigahúsi á
milli, nema í fimmta húsinu,
sem stendur sér. fbúðirnar
em allar jafn stórar eða 117
ferm. Hönnuður er Helgi
Hjálmarsson arkitekt.
„Þetta svæði er að mörgu
leyti hentugt til íbúðabygg-
inga,“ segir Jón Bjargmunds-
son, framkvæmdastjóri Trés
hf. „Svæðið stendur ekki hátt
og er að mestu sléttlendi. Út-
sýni er gott og þá einkum til
norðurs."
fbúðimar em til sölu hjá
fasteignasölunni Gimli. „Vegna
aukinna lánamöguleika fara
þeir, sem em að kaupa í fyrsta
eða annað sinn, í stærri íbúðir
en áður og margir byija þá
með því að fara í 4ra herb.
íbúð,“ segir Ólafúr Blöndal,
sölusljóri hjá Gimli.
í síðustu viku auglýsti
Mosfellsbær 45 nýjar lóðir í
Höfðahverfi, en umsóknar-
frestur um þær er til 17. maí
nk. IVQög mikil eftirspum
hefur verið eftir lóðum í bæn-
um. / 18-19 ►
íbúðaverð í Reykja
vík allt að 66%
hærra en í Eyjum
VERULEGUR verðmunur er á fer-
metraverði í íbúðum í fjölbýli á höf-
uðborgarsvæðinu annars vegar og á
hinum ýmsu þéttbýlisstöðum út á
landsbyggðinni hins vegar, eins og
fram kemur á meðfylgjandi teikn-
ingu, sem sýnir meðalverð á fer-
metra í íbúðum, sem skiptu um eig-
endur á þessum stöðum á síðasta
ári.
Þannig var meðalverð á fermetra
77.706 kr. í Reykjavík eða rúmlega
66% hærra en í Vestmannaeyjum,
en þar var það aðeins 46.691 kr.
Byggt er á útreikningum Fast-
eignamats ríkisins, sem leggur til
grundvallar valið úrtak kaupsamn-
inga, er berast fasteignamatinu.
Ávallt eni til umfjöllunar steinhús
reist 1940 eða síðar. Fermetrar-
stærðir eru séreignarfermetrar,
þannig eru sameignarfermetrar
ekki taldir með í fjölbýli.
Hér er miðað við meðalverð íbúða
í fjölbýlishúsum, af hvaða stærð
sem er. Á höfuðborgarsvæðinu er
verðið hæst á Seltjarnamesi. Ibúðir
þar hafa ávallt verið eftirsóttar og
þegar við bætist, að nær ekkert er
eftir af lóðum í bænum, má gera ráð
fyrir, að lítið sem ekkert framboð
verði af nýju íbúðum á Nesinu í
framtíðinni. íbúðaverð þar á því
vafalaust eftir að haldast hátt.
Athygli vekur gott verð á íbúðum
í fjölbýli í Mosfellsbæ, þó að það sé
eitthvað lægra en í Reykjavík. Mos-
fellsbær hefur fram að þessu verið
jaðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu,
en það viðhorf er nú mikið að breyt-
ast eftir því sem byggðin þenst út.
Síðustu mánuði hefur íbúðaverð
farið ört hækkandi á höfuðborgar-
svæðinu. Það má rekja til þeirrar
miklu umframeftirspumar, sem ein-
kennt hefur íbúðamarkaðinn og sem
hlýtur að hafa sín áhrif til hækkunar.
Því kann vel að vera, að munurinn á
íbúðaverði milli höfuðborgarsvæðis-
ins og landsbyggðarinnar aukist enn.
Húsnæðisverð í fjölbýli í helstu
þéttbýlisstöðum landsins
Meðal staðgreiðsluverð á hvern fermetra
81.518 (71)
SELT JARNARNES
REYKJAVÍK
KÓPAVOGUR
HAFNARFJÖRÐUR
MOSFELLSBÆR
AKUREYRI
ÍSAFJÖRÐUR
REYKJANESBÆR
SELFOSS
BORGARBYGGÐ
AKRANES
VESTMANNAEYJAR
Fjöldi
Kr. íbúða
GARÐABÆR |
78.048 (63)
[ 77.706 (2.864)
76.401 (570)
74.067 (444)
—
—^
__ 71.544 (44)
69.278 (165)
66.272 (19)
61.619 (209)
58.722 (33)
57.764 (15)
52.636 (81)
46.691 (35)
HALTU RÉTT Á SPILUNUM
l.a’hkaón cignankattinn nii'd lii^narskattsfrjálsinn brtjmn
Það skiptir öllu máli hvernig þú spilar úr því sem þú átt.
Með fjárfestingu í Eignarskattsfrjálsum bréfum Búnaðarbankans
lækkar þú eignarskattstofn þinn og tryggir þér trausta og góða
ávöxtun. Síðastliðin 2 ár var ársávöxtun Eignarskattsfrjálsra bréfa
10,3%, sem er hæsta ávöxtun sambærilegra sjóða.*
Eignarskattsfrjáls bréf eru sannkallað tromp á hendi.
• Eignarskattsfrjáls og örugg fjárfesting. /V
1 Eingöngu fjárfest í ríkistryggðum verðbréfum. Á
• Enginn binditími. •
• Hæsta ávöxtun sambærilegra sjóða! iL
>
5256060«
Á T
BÚNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
•Ávöxtun m.v. 1. febrúar 1999. Sambærilegir sjóðir: Öndvegisbréf, Einingabréf 2 og Sjóður 5.