Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 28
28 C ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ iL ö EIGNA J^NAUST Þóraninn Jónsson hdl. Löes. fasíeisna- oa skipasali Sími: 55 18000 • Fax: 55 11160 VilastÍH 13 • 101 Reykjavfk Sólarorka og þvagskál fyrir konur Lagnafréttir Sólfangarar verða æ algengari á þökum húsa í Evrópu, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Með þeim er hægt að hita vatn og framleiða rafmagn. HVAÐ er nauðsyn? Hvað eru þarfahlutir? Þetta sækir óneitanlega á hugann þegar geng- ið er daglangt um sýningarhallir í Frankfurt. Sá sem hefur í fjölda ára eða áratuga snittað og skrúfað saman rör, saknar ekki tilfinnan- lega að sjá ekki þau rör og tengi á sýningunni, en við skulum engan veginn gera lítið úr þeirri tækni, hún hefur komið að góðu gagni og kemur enn. En það hefur lengi verið til margs konar annar tengimáti röra, eirrör hafa oftast verið lóðuð 4 saman, stálrör log- eða rafsoðin og með bílaöldinni fóru menn að nota örmjó rör og þá komu til sögunnar þéttihringurinn og róin, sem enn eru mikið notuð við vatnslagnir. Þrýstitengin, þar er Mann- esmann-kerfið þekktast, hafa náð mikilli útbreiðslu frá því sú tækni v kom fram íýrir þrjátíu árum. Það er athyglisvert hve mikið framleiðendur röra leggja á sig til að skapa kerfi, sitt eigið kerfi, fjöl- breytnin er orðin mikil, jafnvel of mikil. Reuhau í Þýskalandi þrykkir ekki, þar er plaströrið þanið, stungið upp á nippil og messing- hólkur dreginn inn yfir nippilinn, örugg og góð tenging. Wirsbo er með stórmerka nýj- ung sem líkist mjög aðferð Rehau, en í stað málmhrings er notaður plasthringur úr sama efni og rörið. Þar er það hringurinn sem er þan- inn, en hann leitar aftur til upp- hafs síns og herðir plaströrið að nipplinum. Þarfaþing? Á opinberum stöðum, eins og lagnasýningu, er mikil þörf á sal- ernum, enda vel fyrir þeim séð. Karla megin eru bæði salernis- skálar og þvagskálar, en fram að þessu hafa þvagskálar ekki sést á SÓLFANGARAR verða æ algengari á þökum húsa í Þýskalandi. REHAU-tengi, töngin tilbúin að renna messinghringnum á sinn stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.