Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 C 19 * Lóðir fyrir einbýlishús og parhús í Höfðahverfi UPPDRÁTTUR af Höfðahverfi í vesturhluta Mosfellsbæjar. Ljósu reitirnir sýna þau svæði, þar sem nýjar lóðir eru nú til úthlutunar. Þar af eru fjórtán einbýlishúsalóðir við Hrafnshöfða, en af þeim verða tólf lóðir byggingarhæfar 1. júní nk. og tvær 1. nóvember á þessu ári. Samkvæmt skipulagi eru fjórar þessara lóða fyr- ir minni einbýlishús. Við Súluhöfða eru til úthlutunar 23 einbýlishúsalóðir og 8 parhúsalóðir og verða þessar lóðir byggingarhæfar í maí á næsta ári. Umsóknarfrestur um þessar lóðir er til 17. maf nk. Jafnframt hefm- afhendingartími nýrra íbúða einnig verið að styttast miðað við það sem eitt sinn var, sem kemur einnig fram í hagstæðara verði, þar sem fjármagnskostnaður verður minni. Þessu valda aukin af- köst í byggingariðnaðinum, sem er fyrst og fremst að þakka betri byggingartækni og tækjabúnaði. Um leið eru húsin orðin vandaðri, en það má þakka strangari bygg- ingarreglugerð.“ Lóðaskortur leiðir til hækkandi verðs Ibúðirnar eni til sölu hjá fast- eignasölunni Gimli, en ásett verð er 10,7 millj. kr. á íbúðirnar á efri hæð en 10,5 millj. kr. á íbúðirnar á neðri hæð. „Lóðaskortur hefur orðið til þess að hækka verð á nýjum íbúð- um yfirleitt,“ segir Ólafur Blöndal, sölustjóri hjá Gimli. „Nú er svo komið, að nýjar íbúðir hafa aftur náð verði notaðra íbúða, sem er að sjálfsögðu eðlileg þróun. Það er ekki langt síðan nýjar íbúðir voru sýnu lægri en notaðar íbúðir. Ástæðan var sú, að á sam- dráttarárunum kepptust bygging- araðilarnir við að hagræða til að geta selt. Þessi hagræðing náðist ekki hvað sízt fram með magninn- kaupum, en það gefur auga leið, að það er hagkvæmara að kaupa kannski tuttugu eldhúsinnréttingar í heila blokk en eina staka eld- húsinnréttingu í íbúð. En verð á nýjum íbúðum var orðið óeðlilega lágt, þegar það komst lægst.“ „Vegna aukinna lánamöguleika fara þeir, sem eru að kaupa í fyrsta eða annað sinn, í stærri íbúðir en áður og margir byrja þá með því að fara í 4ra herb. íbúð.“ segir Ölafur ennfremur. „Þetta er ekki ósjaldan fólk, sem er að koma úr námi og er komið með fjölskyldu. En það er í góðu starfi og með góðar tekjur. Lánamarkaðurinn hefur lagazt mikið, ef litið er til þarfa þessa fólks. Þar má nefna bæði fasteigna- lán banka og lánastofnanna. Ef tek- ið er sem dæmi íbúðirnar við Hjallahlíð, þá er veðhæfni þeirra fullbúinna um 9,8 millj. kr. Af því getur fólk fengið 7,4 millj. kr. í hús- bréfum og mismuninn í fasteigna- lánum. Hér er miðað við 70% hús- bréfalán." „Fólk leitar þvl gjarnan í stærri eignir en áður, þegar það er að kaupa í fyrsta sinn,“ segir Ólafur Blöndal að lokum. „Byggingaraðilar hafa líka verið að átta sig á því, að það borgar sig ekki að byggja eins mikið af 2ja til 3ja herb. íbúðum og áður, því að þær seljast síðast. Ann- að sem er áberandi er, að nú af- hendast íbúðir í blokkum gjarnan fullbúnar en síður í sérbýli. Astæð- an er sú, að í dýrari eignum vill fólk fá að ráða sér meira sjálft.“ Ásókn í lóðir í Mosfells- bæ hefur verið mikil á undanförnum árum og nýjar lóðir þar í bæ vekja því ávallt athygli. Magnús Sigurðsson fjallar hér um fyrirhug- aða lóðaúthlutun í Höfðahverfi í viðtali 7 við Asbjörn Þorvarðar- son byggingarfulltrúa. MOSFELLSBÆR auglýsti í síðustu viku til úthlutunar lóðir í Höfða- hverfi í vesturhluta bæjarins. Þar af eru fjórtán einbýlishúsalóðir við Hrafnshöfða, en af þeim verða tólf lóðir byggingarhæfar 1. júní nk. og tvær 1. nóvember á þessu ári. Við Súluhöfða eru til úthlutunar 23 ein- býlishúsalóðir og 8 parhúsalóðir og verða þessar lóðir byggingarhæfar í maí á næsta ári. Umsóknarfrestur um þessar lóðir er til 17. maí nk., en alls eru þetta 45 lóðir. „Það hefur verið gífurleg eftir- spum eftir lóðum í Mosfellsbæ og mikill þrýstingur á okkur að úthluta sem mestu, en þær lóðir, sem við höfðum til úthlutunar á síðasta ári, fengu fæm en vildu,“ segir Ásbjöm Þorvarðarson, byggingafulltrúi bæj- arins. „Það er markmiðið, að árleg íbúafjölgun í Mosfellsbæ verði ekki yfir 3%, en reynslan hefur sýnt, að þau sveitafélög, sem hafa verið með mjög öra fólksfjölgun, hafa gjarnan lent í fjárhagserfiðleikum.“ Lóðaúthlutun fari fram á vorin Á næstunni verða auglýstar til út- hlutunar iðnaðar- og þjónustulóðir við Völuteig í austurhluta bæjarins, í grennd við nýja Álafosshlutann. Síð- an verður úthlutað verzlunar- og þjónustulóðum við Háholt, milli gamla og nýja Vesturlandsvegarins og lóðum á iðnaðarsvæði við Flugu- mýri. Loks verður úthlutað verzlun- ar- og þjónustulóðum við Lækjahlíð, sem er í beinum tengslum við Hlíða- hverfi en við hliðina á grunnskóla, sem þar á að rísa og leiksskóla, sem þegar er byrjað að byggja. Asbjörn telur það mikilvægt að út- hluta lóðum með góðum fyrirvara, áður en þær era byggingarhæfar. „Fólk þarf að gera fjárhagsáætlanir fram í tímann,“ segir hann. „Margir eiga eign fyrir, sem þarf að selja. Sumir eru að stækka við sig en aðrir eru að fara í minna og það getur ver- ið erfitt að fá hönnuði og iðnaðar- menn. Það er því nauðsynlegt, að fólk hafi góðan tíma, er það sækir um lóð, en það tekur gjarnan um eitt ár að undirbúa húsbyggingu. Það ætti að vera markmiðið að hafa lóðir byggingarhæfar að vori, þannig að fólk geti notað veturinn til undirbúnings, en notað sumarið til framkvæmda, en það er auðvitað hentugasti tíminn. Það er t. d. ekki heppilegt að úthluta lóðum í desem- ber, því að þá sér fólk sig gjarnan knúið til að byrja á byggingarfram- kvæmdum strax, en framkvæmdir að vetrarlagi geta verið erfiðleikum bundnar vegna veðurfars og bygg- ingarkostnaður verður meiri af þeim sökum.“ Ásbjöm Þorvarðarson vék að lok- um að fyrirhuguðum byggingafram- kvæmdum byggingafyi'irtækisins Ulfarsfells í landi jarðarinnar Blika- staðir og sagði: „Það hefur verið lögð inn beiðni til Mosfellsbæjar um upp- byggingu á íbúðarbyggð á jörðinni og það mál er nú til meðferðar hjá bæj- aryfírvöldum. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi bæjarins, sem nær til ársins 2012, er ekki gert ráð fyrir, að Blikstaðalandið verði tekið undir íbúðarbyggð fyrr en eftir þann tíma. Til þess að hægt sé að byrja á byggingaframkvæmdum þar, þarf því að endurskoða og breyta aðal- skipulagi bæjarins og sú vinna er nú í gangi. Eins þarf að vinna að og fá ^ samþykkt deiliskipulag áður en þessar framkvæmdir hefjast." 533 3444 Suðurlandsbraut 54, blau husin Geir Þorsteinsson sölustjóri Erla Waage skjalavinnsla Knstinn Erlendsson sölumaður Þórður H. Svemsson hdi. löggiltur fasteignasali Opið virka daga frá kl. 9-18, þjónustusími 896 8090 og 863 1717. Bræðraborgarstígur - vesturbær. Fallegt 185 fm timburhús sem er kjallari, hæð og ris. Húsið er eitt af s.k. skipstjórahúsum, byggt 1898 og á sér merkilega sögu. Húsinu er vel við haldið og mikið endurnýjað. s.s. lagn- ir, rafm. o.fl. Nánari uppl. á skrifstofu Þingholts. Verð 17,3 millj. 4044 einbýli Garðsstaðir - á einni hæð. Vorum að fá í einkasölu ca 150 fm einbýli ásamt 30 fm bílskúr. Afhent tilb. til innr., til- búið utan. Lóð grófjöfnuð. Frábært útivistar- svæði og golfvöllur. 14,3 millj. 4030 V Miðbærinn - einbýli. 105 fm miklð endurnýjaö jámklætt timburhús á steyptum grunni, kj„ hæð og ris. Húsið stendur í porti norðan Vesturgötu. Nýtt raf- magn og frárennsli, nýl. járn og þak. Stór sólpallur. Útigeymsla og einkabílastæði. Áhv. ca 5,8 millj. Verð 10,9 millj. 3381 Reykjavegur - Mos. Faiiegt 285 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Arinn í stofu. 40 fm garðskáli. Fallegur garður. Verð 17,0 millj. 4025 IMPI&B Háaleitisbraut - 5 herb. Falleg 116 fm íbúð á 3. hæð. 4 svefnherb. Parket og filsar. Allt nýl. á baði. Frábær aðstaða fyrir börnin. Áhv. 4,9 millj. Verð 9,9 millj. 4037 Laugarnesvegur - Ris. snyrti- leg 62 fm risíbúð. Tvö herb og tvær stofur. Áhv. 3,6 millj. Verð 6,4 millj. 4031 Tryggvagata. Faiieg 93 fm ibúð á 2. hæð. Parket og flísar. Sérsmíðaðar eikar- innréttingar. Verönd út frá hjónaherbergi. Verð 7,5 millj. 1914 flÍIQIHKSIEGEB Hraunbær - laus. góö 63 fm ibúð á 3. hæð í nýl. viðgerðu fjölb. Sérinng. af svölum. Áhv. 3,4 millj. Verð 6,3 millj. 4006 Klapparstígur - m. bíla- geymslu. Stórglæsileg 95 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Tvö stór svefnherbergi með miklu skápaplássi. Glæsilegt eldhús. Stofa með útsýni. Svalir út I garðinn. Sérbilastæði í lokaðri bllageymslu. Toppeign. Verð 11,2 millj. 3397 Þórufell. Mjög góð ca 80 fm íbúð á 2. hæð (mjög snyrtilegu fjölb. 2 herb. og stofa. Suðvestursvalir með fallegu útsýni. Húsið stendur fremst í Fellunum. Verð 7,3 millj. 4039 2ja herb. Ásbraut - Kóp. Snotur ca 37 fm íb. á 3. hæð í fjölb. Áhv. 1,8 millj. Verð 4,1 millj. 4053 Fálkagata - vesturbær. Falleg ca 60 fm fbúð á 1. hæð I góðu þríbýli. Til- valin fyrir háskólafólkið. Verö 6 millj. 3402 Krummahólar - m. bílskýli. 50 fm íbúð á jarðhæð. Herbergi, stofa, eld- hús og baðherb. Stæði f bílgeymslu. Verð 5,3 millj. 4029 Laufvangur - Hfj. Falleg íbúð á 1. hæð. íbúðin er ca 70 fm og herbergi stór. Verð 6,850 þús. 3390 atvinnuhúsnæði Reykjavíkurvegur. 228 tm at- vinnuhúsnæði á 2. hæð. Húsnæðið er opið rými í dag og býður upp á ýmsa möguleika. Verð 13,9 millj. Smiðjuvegur. 175,4 fm á jarðhæð. Einar innkeyrsludyr í tvö bil. Tilvalið fyrir all- an léttan iðnað. Eigninni fylgir 5 ára leigu- samningur. Verð 8,8 millj. 3389

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.