Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
±
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HORFT yfir Astjörn og til Hafnarfjarðar. Gatnagerð í fyrsta áfanga Ásahverfis stendur nú sem hæst, en gert er ráð fyrir, að byggingaframkvæmd-
ir geti hafizt þar í lok júlí eða byijun ágúst. Verið er að vinna að deiliskipulagi fyrir næsta áfanga Ásahverfís. í þeim áfanga er gert ráð fyrir um
það bil 420 íbúðum aðallega í einbýli og parhúsum en eitthvað í ljölbýlishúsum. Áformað er að úthluta þar ldðum fyrir um 140 íbúðir á ári.
Hafnarfjörður
Mikil umframeflirspurn
eflir lóðum í Áslandi
MUN fleiri sóttu um lóðir en fengið
gátu í fyrsta áfanga Ásahverfís í
Hafnarfirði, en lóðaúthlutun á þessu
svæði var afgreidd í bæjarráði
Hafnarfjarðar í síðustu viku. Út-
hlutað var lóðum fyrir 40 einbýlis-
hús, en umsóknir um þær voru 72.
Einnig var úthlutað 20 lóðum fyrir
parhús og raðhús, en umsækjendur
voru 27.
Svanur Bjarnason, verkfræðing-
ur hjá Hafnarfjarðarbæ, skýrði svo
frá, að gatnagerð á þessu svæði
stæði nú sem hæst og gengi sam-
kvæmt áætlun, en byggingafram-
kvæmdir ættu að geta hafízt í lok
júlí eða byrjun ágúst. Verið væri að
vinna að deiliskipulagi fyrir næsta
áfanga í Áslandi, sem nær jfir 24
hektara og í þeim áfanga verða um
það bil 420 íbúðir aðallega í einbýli
og parhúsum en eitthvað í fjölbýlis-
húsum.
Gert væri ráð fyrir, að úthluta
þar lóðum fyrir um 140 íbúðir á ári,
þannig að lóðaúthlutunin færi fram
á þremur árum. Það svæði er ofar
og norðar í hlíð Ásfjalls og er stefnt
að því, að það verði tilbúið í lok júlí
og fyrsta lóðaúthlutun þar fari fram
í haust. Byggingarframkvæmdir
ættu þá að geta hafízt næsta sumar.
Margir bíða eftir Ióð
„Við reiknum með mikilli eftir-
spurn,“ sagði Svanur. „Þeir eru
greinilega margir, sem bíða eftir því
að fá lóð á þessu nýja svæði, en það
er jafnvel enn betra en það svæði,
sem úthlutað var í fyrsta áfanga. Á
stórum hluta svæðisins verður út-
sýni yfir Hafnarfjörð og allt höfuð-
borgarsvæðið en einnig til fjalla-
hringsins í suðri.“
Svanur kvað skýringuna á þess-
ari miklu eftirspurn eftir lóðum í
Áslandi felast að nokkru í því, að
þarna er um mjög gott byggingar-
land að ræða. „Það er t. d. yfirleitt
mjög grunnt ofan á fast eins og sagt
er á byggingamáli," sagði hann. „Að
hluta er skýringin líka sú, að nú er
lítið til af öðrum byggingarlóðum
hér í Firðinum.
Umhverfi byggingarsvæðisins við
Ástjöm er líka frá náttúrunnar
hálfu bæði sérstætt og fallegt. Ás-
tjöm er náttúruperla, sem gefur
landslaginu mikla sérstöðu, en hún
er ásamt umhverfi sínu friðaður
fólkvangur. Landslagið er að öðm
leyti fjölbreytt, allt frá hrauni í lág-
lendi við Ásvelli til aflíðandi og
brattra hlíða í Ásfjalli með miklu út-
sýni.
Uppbygging á félagslegri þjón-
ustu á þessu svæði er þegar hafin,
en nú stendur yfir jarðvinna fyrir
stórt fjölnota íþróttahús, sem Hauk-
ar hyggjast reisa við íþróttasvæði
sitt á Ásvöllum."
Fasteignasölur
í blaðinu
í dag
Ás bls.
Ásbyrgi bis.
Berg ws.
Bifröst bis.
Borgir ws.
Eignaborg ws.
Eignamiðlun -ws.
Eignanaust ws.
Eignaval bis.
Fasteignasala lögm. Rvík us.
Fasteignamarkaðurinn bis.
Fasteignamiðlun ws.
Fasteignamiðstöðin bis.
Fasteignasala íslands bis.
Fjárfesting bts.
Fold bis.
Frón bis.
Gimli bis.
Hátún bis.
HÓII bls.
Hóll Hafnarfirði bis.
Hraunhamar bis.
Húsakaup bis.
Húsvangur ws.
HÖfðÍ bls.
Kjörbýli bis.
Kjöreign bis.
Lundur bis.
Lögmenn Suðurlandi ws.
Miðborg «s.
Séreign bis.
Skeifan bis.
Stakfell bis.
Valhús bis.
10
14
17
4
7
31
15
28
6
27
11
29
26
21
24
5
21
20
29
30
25
13
9
14
3
24
22
12
31
23
31
8
27
27
Valhöll
bis. 16-17
Þingholt bis. 19
Mikill áhugi hér á
fasteignum á Spáni
SUMARHÚS á Spáni af ýmsum stærðum og gerðum eru til sölu hjá
Borgum. Verð á tveggja til þriggja svefnherbergja húsum er frá um
3,5 milljónum króna.
SÆVARGARÐAR 15 eru til sölu hjá Lundi. Þetta er glæsilegt hús með
útsýnisturni og er ásett verð 22,5 millj. kr.
Glæsileg húseign
á Seltjarnarnesi
FASTEIGNASALAN Borgir býður
nú til sölu í samstarfi við fasteigna-
sölu á Spáni ýmsar gerðir af fbúð-
um, raðhúsum og einbýlishúsum af
öllum stærðum í Torrevieja, sem er
nálægt Alicante á Spáni. Fasteigna-
salan býður bæði nýbyggingar og
eins eldra húsnæði, allt eftir óskum
kaupenda.
Verðið er frá 2,5 milljónum króna
fyrir litlar stúdíóíbúðir en algengt
er að kaupendur hafi augastað á
tveggja til þriggja svefnherbergja
húsum og er verð á þeim frá um 3,5
milljónum króna. Kaupendum
standa til boða bankalán til tíu ára á
lágum vöxtum fyrir allt að 60%
kaupverðs.
Þetta kom fram í viðtali við Hall-
stein Sigurðsson hjá Borgum, en
hann er flestum hnútum kunnugur
að því er varðar fasteignamarkað-
inn á þessu svæði Spánar. Hall-
steinn hefur rætt við áhugasama
kaupendur undanfarið og segir
hann óhætt að fullyrða, að áhugi Is-
lendinga á að eignast eigið athvarf á
Spáni sé mikill.
Hagstætt veðurfar
og verðlag
„Veðurfar og verðlag er þar ákaf-
lega hagstætt," segir Hallsteinn.
,jLð auki skiptir það fólk miklu máli
að auðveldar samgöngur eru til
Spánar.“ Hallsteinn verður kaup-
endum til aðstoðar við alla samn-
ingagerð og allt til þess að húsnæð-
ið verður afhent og aðstoðar jafn-
framt við kaup á húsgögnum og
öðrum búnaði sé þess óskað.
Að sögn Hallsteins er mjög ódýrt
að eiga og reka húseign á þessum
stað og allt mannlíf hið þægilegasta
og engin ástæða til að víggirða
svæðið af öryggisástæðum. „Allt í
kringum Torrevieja eru fallegar
strandir og mikil bátamenning og
höfnin þama er mjög falleg. Onnur
afþreying er af öllum gerðum og má
þar t.d. nefna að golfvellir eru
þarna margir og góðir.
Torrevieja er mjög vinsælt hjá
Norðurlandabúum og Bretum sem
hafa keypt þar húsnæði sem dvalar-
stað bæði til skemmri eða lengri
tíma og ekki síður sem góða fjárfest>
ingu,“ sagði Hallsteinn að lokum.
TIL sölu hjá fasteignasölunni Lundi
er einbýlishúsið Sævargarðar 15 á
Seltjarnamesi. Þetta er 230 ferm.
hús með rúmgóðum bílskúr. Það er
steinsteypt, byggt 1976 og er nán-
ast á einni hæð, en útsýnisskáli er á
húsinu er á annarri hæð. Heitur
pottur er í garðinum, sem fyrir
nokkni fékk verðlaun fyrir fegurð.
„Þetta er glæsilegt hús og vel um
gengið,“ sagði Ellert Róbertsson
hjá Lundi. „Húsið er vel staðsett
innst í lokaðri götu og glæsilegt út-
sýni er til allra átta úr fyrrnefndum
útsýnisturni.
Húsið skiptist í forstofu, gesta-
snyrtingu og rúmgott hol, eldhús,
þvottahús, stofu, borðstofu og þrjú
til fjögur svefnherbergi. Arinn er í
stofu og baðherbergi með fallegum
innréttingum. Allar innréttingar
em vandaðar, svo og gólfefni. Ásett
verð er 22,5 millj. kr., en húsið gæti
losnað fljótlega."