Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 4
Kampavínið var orðið brúnt á lit og frekar ólystugt en tengingin við Spán gerði stundina einstaka.
Sjö ára vann hún kampavínsflösku á Spáni
Nýbýlavegi 12, Kóp.,
s. 554 4433.
Dró fram verðlaunin
ÞEGAR HÚN GIFTIST SPÁNVERJA
Athöfnin fór fram á íslensku, spænsku og ensku.
Laufey Árnadóttir og Juan Ramon Peris voru gift í Laufási.
Verð frá 2.600
Sloppar og
skyrtur
Anna og útlitið verður
með fatastíls- og
litgreiningarnámskeið.
Uppl. hjá Ceres.
egar Laufey Ámadóttir var
sjö ára fór hún með for-
eldrum sínum í ferðalag til
Costa del Sol á Spáni. Þar
vann hún danskeppni á einum
barnum og hlaut spánska Cava-
kampavínsflösku að launum. A
þeim tíma fannst henni ekki mikið
til þessara verðlauna koma og
fékk kókglas í sárabætur. Þótt
Laufey færi eiginlega í fýlu ákvað
hún samt að fela foreldrum sínum
að geyma flöskuna uns hún gengi í
hjónaband. Þá ætlaði hún að skála
í kampavíninu.
Þessa sögu rifjaði fjölskylda
Laufeyjar upp þegar rykug flask-
an var dregin fram í brúðkaups-
veisiu Laufeyjar í fyrra, átján ár-
um eftir Spánarferðina. Það sem
meira er, brúðguminn Juan
Ramon Peris er Spánverji og
Laufey búsett í Madríd á Spáni.
„Það var eiginlega fyrir tilviljun
að ég fluttist til Spánar strax að
loknu stúdentsprófi", segir Laufey.
„Ég var au pair og kynntist eig-
inmanninum þar en hann er faðir
stúlkunnar sem ég var að passa.
Foreldrar hennar voni löngu
skildir.
Laufey er búin að vera í sex ár á
Spáni og líkar vel. Hún útskrifast
sem viðskiptafræðingur nú í vor og
hyggur á framhaldsnám í sömu
fræðum í Madríd þar sem hún býr.
En hvernig bar Juan upp bón-
orðið?
„Það vildi þannig til að Juan og
besti vinur hans voru búnir að
ákveða að biðja kvennanna í lífi
sínu og þegar besti vinur hans
tjáði okkur að hann væri búinn að
biðja konunnar sagðist Juan ekki
geta beðið lengm- og bar upp bón-
orðið á staðnum.“
Laufey segir að honum hafi
fundist að þar sem ættingjar
hennar væru víðsfjarri alla jafna
ætti brúðkaupið að fara fram á ís-
landi og athöfnin að vera alveg
eins og hún vildi.
„Við vorum gift i Laufási og það
var sr. Pétur Þórarinsson sem gaf
okkur saman. Mig langaði til að
athöfnin væri hefðbundin en ég
vildi líka að báðir menningarheim-
ar nytu sín og því höfðum við báða
þjóðfánana og athöfnin fór fram á
íslensku, spönsku og ensku.“
Laufey segir að um 20 Spán-
verjar hafi komið með þeim í brúð-
kaupið og allir hafi þeir tekið með
sér spánskt léttvín til að hægt
væri að veita það í veislunni.
„Þetta var okkur ógleymanleg
stund og hápunkturinn var auðvit-
að þegar fjölskyldan dró fram
kampavínsflöskuna góðu. Vínið
vai- auðvitað orðið ódrekkandi
enda á aldrei að geyma kampavín.
Það var bnínt og frekar ólystugt.
En þessi tenging við Spán gerði
stundina einstaka.“
Spánverjarnir fóru síðan með
brúðhjónunum um landið og síðan
fóru hjónin í sína brúðkaupsferð.
En koma þau oft til íslands?
„Við komum að minnsta kosti
áríega heim til að hitta fjölskyldu
og vini.“
Satín náttföt með
bómull að innan.
4 D MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999