Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 21
;;
I
■
: <
•: i
Landakoti, einn þeirra presta sem
annast það, segir að venjulega sé
um að ræða þrjá til fjóra fræðslu-
fundi, þar sem fjallað er um eðli
hjónabands. „Ég ræði meðal ann-
ars um órjúfanieika hjónabandsins.
Jesús helgaði þetta band kærleik-
ans, sem Guð valdi, og það er eitt af
sakramentunum sjö í kaþólskum
sið. Ég vek athygli hjónaefna á því
að ástin sem þau uppgötva sín á
milli er gjöf frá Guði og kærleiki
Guðs er þess valdandi að við erum
til. Hjón þurfa að treysta því að
hjónaband þeirra sé í góðum hönd-
um Guðs. Þau þurfa að vera tilbúin
að elska maka sinn og vera fórnfús.
Ég kynni þeim umfjöllun Biblíunn-
ar um hjónaband, sem hefst strax á
fyrstu síðum hennar, í 1. Mósebók.
Boðskapur Bibh'unnar er boðskap-
ur um kærleika og ást og því er
hjónaband, ásamt fjölskyldunni,
einn mikilvægasti homsteinn í trú-
arlífi fólks.“
Hjónaband er órjúfanlegt
Sr. Jakob talar af mikilli sann-
færingu og heldur áfram: „Hjóna-
band er miklu meira en það sem við
skynjum. Það er skóli kærleikans
til að nálgast leyndardóminn um
kærleika Guðs.“ Hann segh- það
viðhorf kirkjunnar að hjónaband sé
óijúfanlegt og þeir sem einu sinni
hafi gengið í hjónaband séu bundnfr
maka sínum til æviloka.
Börnin eru kaþólsk
Kynlíf utan hjónabands sam-
ræmist ekki kristilegu líferni og
segist sr. Jakob brýna það fyrir
sóknarbörnum sínum. Hann seg-
ir hjónavígsluna ekki ýkja frá-
brugðna vígslu í lúterskum sið.
„Einna helsti munurinn er ð þeg-
ar tveir kaþólskir ganga í hjóna-
band fer fram helgun brauðs og
víns og hjónin ganga til altaris
ásamt kaþólskum kirkjugestum.
Kaþólskir mega ganga í hjóna-
band með fólki í öðrum trúfélög-
um, en böm hjónanna verða kaþ-
ólsk. Kaþólska foreldrið ber
ábyrgð á trúarlegu uppeldi barna
sinna og hitt foreldrið þarf að
samþykkja og virða þessa skyldu
maka síns.“
Kaþólsk hjónavígsla er, að sögn
sr. Jakobs, hugsuð sem almenn
kirkjuleg athöfn. „Kirkjan er opin
og allir eru velkomnir þótt þeim
hafi ekki verið boðið til brúðkaups.
Víða tíðkast það, en hér er sjald-
gæft að aðrir en boðsgestir séu
viðstaddir brúðkaup. Hugmyndin
er sú að allir geti komið í kirkjuna
og beðið fyrir brúðhjónunum, þótt
þeir þekki þau ekki.“
Prestar koma í kaffi
Prestar fylgja brúðhjónum eft-
ir og segir sr. Jakob að þeir
heimsæki hjón reglulega, banki
upp á og ræði málin yfir kaffi-
bolla. „Við reynum að vera vinir
þeirra og þátttakendur í lífi
þeirra í blíðu og stríðu. Jafn-
framt hjálpum við þeim gegnum
erfiðleika ef þeir koma upp. Við
höfum þó hvorki menntun né
reynslu til að taka á alvarlegum
veraldlegum vandamálum, en ef
þau koma upp bendum við hjón-
um á að leita til fagfólks, til dæm-
is sálfræðinga eða hjónaráðgjafa.
Ef hjón eru að hugleiða skilnað
er hlutverk okkar að leita að sátt-
um og lausnum á vandamálum
þeirra, enda eru þau og verða
ávallt hjón gagnvart Guði þótt
þau ákveði að búa ekki lengur
saman. Viðhorf kaþólsku kirkj-
unnar er skýrt: Þú gengur aðeins
einu sinni í hjónaband, það sem
Guð hefur sameinað má maður
eigi sundur skilja.“
Múslimar
Mohamad Jósef Daglas er flug-
maður frá Jórdaníu. Hann hefur
búið hér í 10 ár og segir trúará-
huga sinn hafa aukist verulega á
síðustu árum. „Múslimar hér eru
nú um 300, en ekki allir skráðir í
trúarsöfnuð okkar.“
Að sögn Mohamads skipa fjöl-
skyldur brúðhjóna veigamikinn
sess og taka þátt í ölllum ákvörð-
unum. „Kóraninn segir að okkur
beri að virða þá sem eldri eru.
Hafi maður hug á að kvænast fer
faðir hans, frændi eða annar innan
fjölskyldunnar á fund foreldra
stúlkunnar og biður um hönd
hennar. Lítist henni og fjölskyldu
hennar vel á ráðahaginn trúlofast
parið fljótlega.“
Pörin sjaldan ein
Kóraninn bannar samkynhneigð
og múslimar mega ekki stunda
kynlíf íyrir hjónaband. Mohamad
segir langflesta virða það. „Pör
eru sjaldan ein fyrir brúðkaupið,
en hittast með fjölskyldum sínum
og undirbúa brúðkaupið, m.a. með
því að gera brúðarsamning. Þar
lýsa brúðhjónin því yfir að þau
vilji ganga í hjónaband og til-
greind er fjárhæð sem sem mað-
urinn gefur konu sinni. Gjöfin hef-
ur táknrænt gildi og þarf ekki að
vera há. í samningnum er einnig
tilgreind fjárhæð sem manni ber
að greiða konu sinni fari hann
fram á skilnað. Engin greiðsla er
innt af hendi ef konan vill skilnað.
Þar sem flestar múslimskar konur
eru heimavinnandi skiptir máli að
þeim sé tryggður eins konar líf-
eyrir ef eiginmaður skilur við þær.
Heimanmundur er einnig til-
greindur í samningnum, sem síðan
er undirritaður heima hjá foreldr-
um annars brúðhjónanna.“
Mohamad segir að hjónin klæði
sig í betri fót fyrir undirritun
samningsins og oft séu nánustu
ættingjar viðstaddir. Tveir vottar
eru ávallt kallaðir til, til að stað-
festa undirskrift hjónanna, og
einnig imam, sem er trúarleiðtogi.
„Brúðkaupsveislan fer ekki endi-
lega fram sama dag, en föstudagur
er helgidagur hjá múslimum og
því eru brúðkaupsveislur oftast
haldnar á fimmtudagskvöldum. Þá
klæðir brúðgumi sig í jakkafót og
brúður í hvítan síðan brúðarkjól.
Hefð er fyrir brúðargjöfum og eru
peningagjafir algengar.
Æskilegt er talið að hjón komi
sér upp eigin heimili og aðstoða
foreldrar þau yfirleitt við að finna
hentugt húsnæði. Sé það ekki
hægt búa þau venjulega heima hjá
foreldrum brúðguma."
Fjölkvæni leyfilegt
Mohamad segir algengast að
fólk giftist um tvítugt, en dæmi
séu um yngri brúðhjón, sem jafn-
vel eru vart komin af barnsaldri.
Spurður um fjölkvæni segir hann
það heimilt samkvæmt Kóranin-
um, en það sé þó ávallt háð sam-
þykki eiginkonu. „Fjölkvæni er
ekki algengt, en kona getur til
dæmis heimilað manni sínum að
kvænast annarri konu ef hún er
sjúklingur eða getur ekki alið
honum börn. Barneignir skipta
okkur miklu máli.“
Munur á stöðu karla og kvenna
kristallast einnig í því að múslim-
skir karlmenn mega kvænast
kristnum konum og gyðingum, en
múslimskar konur mega eingöngu
kvænast múslimum. Börn fylgja
trú fóður síns og ber hann ábyrgð
á trúarlegu uppeldi þeirra ef móð-
ir er annarrar trúar. Hjónabandið
og fjölskyldan eru, að sögn Mo-
hamads, hornsteinn samfélagsins.
„Algengast er að karlinn sé fyrir-
vinna og konan beri ábyrgð á
heimili og uppeldi barna. Kóran-
inn kveður á um að hjón skuli
hjálpast að í gegnum lífið og um-
gangast hvort annað af virðingu.
Þeim ber að leysa ágreining á frið-
sælan hátt og vera þess minnug að
veraldlegir hlutir veita ekki ham-
ingju. Friðsælt fjölskyldulíf er
réttur hverrar fjölskyldu og lögð
er rík áhersla á það, enda endur-
speglast það úti í samfélaginu.“
MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999 D 21