Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 32
Þó rauðar rósir séu vissulega
tákn rómantíkur og hugguleg-
heita þá duga þær skammt, einar
og sér, í að viðhalda ástinni og
færa hjón nær hvort öðru. En
hvað er hægt að gera? Heilan
helling ef þið eruð tilbúin að
sleppa aðeins fram af ykkur
beislinu, hætta að vera ofur
„skynsöm" svolitla stund og láta
það eftir ykkur að bregða aðeins
á leik.
Þú getur
• Bókað ykkur á dansnámskeið.
M ræður hvort þú segir maka
þínum frá því fyrirfram eða
býrð til skemmtÚegan leik úr
Rómantík í hjónabandinu
því. Nærð í hann í vinnuna og
ferð einfaldlega með hann
beint í tangó-tímann.
• Drifíð makann út í bíl
einn góðviðrisdag og
ekið með hann að hús-
inu sem þú fæddist
(hvort heldur sem það var nú
í heimahúsi eða á fæðingar-
stofnun). Síðan ekur þú sem
leið liggur „í gegnum líf þitt“;
stoppar við þau hús sem þú
hefur búið í, röltir um ná-
grennið með makanum og rifj-
ar upp helstu minning-
amar; t.d. ég hélt alltaf
að Guð ætti heima í þessu
húsi, þama jörðuðum við
fuglinn sem flaug á stofu-
gluggann hjá okkur og kon-
an sem bjó í þessu húsi
gaf mér alltaf appelsínu
þegar ég fór út í búð fyrir
hana. Þannig veitirðu
maka þínum enn meiri hlut-
deild í lífi þínu. Daginn eftir
getið þið síðan „ekið í gegnum
ævisögu hans“.
• Bókað ykkur á indverskt mat-
reiðslunámskeið saman.
• Keypt borðtennisborð og sett
það upp í bflskúmum. Síðan
getið þið slökkt á sjónvarpinu
á miðvikudagskvöldum og
sveiflað spöðunum um leið og
þið spjallið saman.
• Boðið makanum í einhvern
leiktækjasal og skorað á hann
í keppni í einhverjum leik þar.
• Bakað tvær kökur og síðan
skreytið þið sitthvora kökuna
með bundið fyrir augun.
...að jóðu hjónabandi
Nú er stóra stundin runnin upp og þau
eru á leiðút í lífið, nýgift og ástfangin.
Gagnkvæm virðing og tillitssemi er einn
af hornsteinum hjónabandsins ásamt
hollu mataræði og heilbrigðu líferni.
- við öll tœkitœri
• Beðið maka þinn um að setjast
niður og skrifa nokkur orð um
þá þrjá atburði í hjónabandi
ykkar sem honum era kærast-
ir. Síðan gerir þú slíkt hið
sama. Það á eftir að ylja ykkur
um hjartarætur að lesa þetta
og svo verða þessar litlu sögur
ómetanlegar fyrir bömin ykk-
ar í framtíðinni.
• Keypt stjömufræðikort, hellt
síðan upp á könnuna eitthvert
stjömubjart kvöldið og boðið
makanum út í garð. Þar getið
þið setið, sötrað heitt kaffi og
reynt að finna Venus, Júpiter
og Mars.
• Farið með makann í „óvissu-
ferð“ niður í Alþingishús. Þar
getið þið tyllt ykkur á bekkina
á pöllunum og fylgst með ein-
hverjum eldheitum umræðum.
Síðan kfldð þið á kaffihús á eft-
ir og skiptist á skoðunum um
málið.
• Sett miða með krúttlegri orð-
sendingu undir rúðuþurrkuna
á bflnum hans/hennar á bfla-
stæðinu fyrir utan vinnustað
hans/hennar.
• Skreytt bflinn hans/hennar,
þar sem hann stendur fyrir ut-
an vinnustað hans/hennar, með
blöðram, sleikibrjóstsykri, litl-
um hjörtum, kortum og bókum
um ástina og hamingjuna.
Þetta er allt í senn; krúttlegt,
út í hött, ofboðslega fyndið og
með öllu ógleymanlegt.
• Vaknað um miðja nótt og út-
búið morgunverð úti í garði.
Síðan vekur þú maka þinn rétt
áður en sólin kemur upp og
saman horfið þið á sólarapp-
rásina og borðið nýbakað
brauð með osti.
• Leigt tvenna hjólaskauta og
boðið honum út að skauta.
Sennilega munuð þið samt
gera meira af því að hlæja en
skauta.
• Sett bömin í pössun og útbúið
skemmtflegan ratleik. Fyrstu
vísbendinguna fær makinn þeg-
ar hann kemur heim og les mið-
ann á ísskápshurðinni. Þar er
honum uppálagt að fara út í
sjoppu þar sem hann fær aðra
vísbendingu. Þriðja vísbending-
in er uppi í tré í garðinum hjá
tengdó o.s.frv. o.s.frv. Loka-
punkturinn getur verið hvar
sem er; um borð í Herjólfi þar
sem þið siglið til Eyja eða á ein-
hverju hóteli í öðra bæjarfélagi,
uppi á Esjunni þar sem þú bíð-
ur með köflóttan dúk, rauðvíns-
flösku og nesti, í tjaldi á tjald-
stæði í nágrenninu, í Elliðaár-
dalnum þar sem þú ert búin að
„dekka upp“ borð með damask-
dúk og kristalsglösum o.s.frv.
• Útbúið japanskt matarboð fyr-
ir tvo þar sem þið sitjið á gólf-
inu í silkisloppum og borðið
japanskan mat.
• Notið hugmyndaflugið!
32 D MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999