Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 8
Tilhugaiíf alla ævi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins. Kveikjum á fullt AF KERTUM Á HVERJU KVÖLDI Hjónin Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson lifa í hinum harða ______heimi fréttanna á daginn en______ á kvöldin tekur Amor völdin. egar fólk hugsar um fréttir dettur flestum í hug eitthvað hart og blákalt, eitthvað mis- kunnarlaust og allt að því ómanneskjulegt, hraði, spenna og streita. Og einhvem veginn ímyndar maður sér að fólkið sem vinnur við að afla og segja okkur fréttimar sé alltaf að flýta sér, njóti aldrei nútíðarinnar af því að sú tíð er orðin fortíð eftir örfáar mínútur og því eins gott að hlaupa á eftir framtíðinni í von um að verða fyrstur með nú- tíðina. Rómantíkin er í raun and- stæðan, friðsæl kennd en samt þmngin tilfinningum, nokkurs konar samnefnari fyrir ást, um- hyggju og aðdráttarafl, sem við höfum litla stjórn á og eigum því erfitt með að skýra með ein- hverjum skynsemisrökum. Við ákváðum að flétta þetta tvennt saman og forvitnast um hvort „fólkið í fréttunum" legði ein- hverja sérstaka rækt við þessa friðsæld sem flestir þrá, hvemig það hlúir að ástinni í öllum þess- um erli. Það lá því beint við að tala við hjónin og vinnufélagana Elínu Sveinsdóttur, útsending- arstjóra frétta, og Sigmund Erni Rúnarsson, aðstoðarfréttastjóra Stöðvar 2. Eyðum ekki orkunni í að versla „Jú, jú, við kunnum eitt og annað fyrir okkur í þeim efn- um,“ sagði Elín nánast hug- hreystandi er við bárum upp er- indið, „við myndum aldrei þríf- ast öðruvísi" bætti hún við og brosti. „Undanfarin ár höfum við haft það fyrir sið að fara í tvær borg- arferðir á ári tvö ein,“ upplýsti hún, „og það hefur reynst okkur ómetanlegt. Þar geram við ekk- ert annað en að fylla á orkuna og ástina, sofum til hádegis, vöfram um borgina, höldumst í hendur og borðum góðan mat,“ sagði hún. En haldið þið ekki í hinn þjóð- lega sið; að fara út með tómar töskur en troðfullar heim? „Nei,“ svaraði Elín og hló. „Það er algjört mottó hjá okkur að eyða ekki orkunni í að versla og satt best að segja þá hvarflar það ekki að okkur. Við einbeit- um okkur eingöngu að því að vera saman, horfast í augu og njóta þess að vera til. Það er svo nauðsynlegt að staldra við af og til og taka hvort utan um ann- að,“ sagði hún og lagði áherslu á hvert orð. „Staðreyndin er nefnilega sú að heimilið gengur ekkert nema hjónin séu ástfang- in. Astin er því algjört framskil- yrði eigi fjölskyldulífið að blómstra. Ef hún er fyrir hendi þá fylgir allt annað á eftir,“ full- yrti hún. Bónorð á Signubökkum En hvert fara þau tíl að fylla á ástina? „Ég er dálítið ítalskur í mér,“ svaraði^ Sigmundur Ernir, „og finnst Italía óskaplega töfrandi land. Hins vegar er London eig- inlega orðin „okkar borg“; and- inn í Lundúnum er svo þægileg- ur og áþekkur því sem gerist hér heima. Það er eitthvað heim- ilislegt og notalegt við þessa gömlu, virðulegu stórborg,“ bætti hann við. „Eina borgin sem mér er hreinlega í nöp við er New York; mér finnst hún köid, fráhrindandi og bókstaf- lega ómanneskjuleg.“ „En París er líka yndisleg," skaut Elín inn í. „Já, við eigum margar Ijúfar minningar þaðan,“ samþykkti Sigmundur. „Ella er frönsku- mælandi, hún bjó svo lengi í París áður en leiðir okkar lágu saman.“ En fyllist fréttastjórinn engri vanmetakennd þegar frúin byrj- ar að tjá sig á fullkominni frönsku? „Nei, nei“ svaraði hann og hló, „Ég er svo stór.“ Svo bætti hann við: „Ég bað hennar á Signu- bökkum, mér fannst annað ekki koma til greina.“ Og sagði hún strax já? „Já, hún gat ekki annað,“ svaraði hann, eins og það hlyti hver heilvita maður að sjá. Það þarf svo lítið til En þótt ,já-ið“ liggi fyrir er ekki nema hálfur sigur í höfn. Þá er búið að plægja og sá en sjálf garðræktin er eftir. Elín og Sig- mundur Emir eiga þrjú böm saman og fyrir á Sigmundur tvö, svo það er yfirleitt mikið fjör á heimilinu. „Þetta er engin logn- molla,“ sagði Elín og hló þegar fjölskylduhagina bar á góma. „En það er alltaf pláss fyrir smárómantík,“ bætti hún við. „Við eram mjög samstillt og heimakær; höfum litla þörf fyrir að fara út að skemmta okkur. Það er helst að við fóram út að borða og þá förum við venjulega bara tvö. Okkur finnst það lang- skemmtilegast," sagði hún hálfafsakandi. „Svo föram við mikið upp í sumarbústað og njótum þess að vera úti í náttúranni. Annars held ég að fólk leiti stundum langt yfir skammt að þessum rómantísku augnablikum. Það þarf svo h'tið til að breyta hvers- dagslegri athöfn í ljúfa stund, hlýja minningu. Það er til dæmis heilmikil rómantík úti í garði. I gær fóram við Simmi út í garð og rökuðum saman fólnuðum laufum og visnum greinum; und- irbjuggum garðinn fyrir sumarið og það var ofboðslega rómantísk stund,“ sagði hún með innlifun. „Venjuleg kvöldmáltíð breytíst í ástarfund tveggja einstaídinga um leið og þú kveikir á kerti og opnar eina rauðvínsflösku." 7\ð leggja rækt VIÐ RÓMANTÍKINA Það tekur flesta nokkur ár að gera sér grein fyrir því að fólk verður að leggja sig fram eigi hversdagsleikinn ekki að ná að kaffæra rómantíkina. Inger Anna Aikman ræddi við hjónin Sigmund Erni Rúnarsson og Elínu Sveinsdóttur og Magnús Kjartansson og Sigríði Kol- brúnu Oddsdóttur um hvernig þau við- halda rómantíkinni í hjónabandinu. Við vorum fæst komin með fullorðinstennur þegar við vissum allt um það hvernig Oskubuska smeygði sér í skó- inn og lifði hamingjusöm í höllinni allt til æviloka. Það vafðist reyndar dálítið fyrir okkur framan af hvað hug- takið „hamingjusöm" þýddi nákvæmlega og eiginlega var það ekki fyrr en Barbara Cartland kom inn í líf okkar sem línur tóku að skýrast. Hún sendi líka frá sér hvert „fræðslukverið" á fætur öðru og boðskapurinn var skýr; hamingja og rómantík fólust aðallega í því að drekka kampavín á hveijum degi og borða nokkur kíló af kavíar á hverju ári. Rauðar rósir komu líka við sögu og dálítið af demantshringum. Og víst fengum við rauðar rósir og kiknuðum jafnvel í hnjánum af og til. Hins vegar höfðum við minna heyrt talað um hús- bréfin sem hvíldu á höllinni, uppvaskið sem fylgdi öllum kavíarnum og alla sokkana sem skríða víst sjálfir undir rúm. Fréttamennskan vandmeðfarin Elín og Sigmundur Emir vinna saman í hinum harða heimi fréttanna. Er ekki hætt við að samskiptin á heimilinu fari að snúast um vinnuna? „Við reynum að hætta að tala um vinnuna þegar við komum að Höfðabakkabrúnni,“ svaraði Elín og hló, „en stundum tölum við líka ofboðslega hratt síðustu hundrað metrana,“ bætti hún við. „Við komum aldrei það seint heim að við gefum okkur ekki tíma til að kveikja á fullt af kert- um og spjalla saman dágóða stund,“ sagði Sigmundur Emir, „það er heilög stund í okkar hjónabandi. Við eram bæði mikl- ar tilfinningaverur og það er okkur lífsnauðsyn að stOla sam- an strengi okkar og njóta návist- ar hvort annars.“ En þvælast tilfinningarnar ekkert fyrir þegar fólk vinnur við fréttir? „Þvert á móti,“ svaraði hann að bragði. „Fréttamennska er mjög vandmeðfarin einmitt vegna þess að viðkvæmnin spil- ar þar svo stórt hlutverk," fúll- yrti hann. „Starfið krefst þess að maður myndi harðan hjúp um sjálfan sig og tilfinningarnar vega upp á móti þessu kalda fréttamati. Þetta hjálpar manni við að missa ekki sjónar á því að það era manneskjur af holdi og blóði á bak við hverja frétt. Ég er þeirrar skoðunar að það séu engir verri fréttamenn til en þeir sem hafa engar tilfinning- ar,“ upplýsti hann. Svo það eru kannski fleiri en áhorfendur heima í stofu sem gráta yfir fréttunum? „Já,“ svaraði hann, „ég hef oft þurft að segja slíkar hörmunga- fréttir að ég hef átt veralega bágt með sjálfan mig. Og hvert einasta banaslys sem maður verður að segja frá fyllir mann sorg. Það verður aldrei rútína," sagði Sigmundur. Sigmundur Emir hefur getið sér gott orð iyrir fleira en fréttamennskuna. Hann er Ijóð- skáld og hefur nú í seinni tíð snúið sér í auknum mæli að því að mála. Elín fær hins vegar út- rás fyrir sköpunarþrána í leirlist og bútasaumi. „Við eram búin að útbúa lítið hreiður úti í bílskúr,“ upplýsti Elín, „þar sem ég er með leirinn og saumavélina - en Simmi með trönumar sínar. Og þar getum við dundað okkur tímunum saman við flöktandi kertaljós og ljúfa tóna.“ En hvað ert þú að búa til? „Allt milli himins og jarðar; skálar og skúlptúra og svo hef ég búið til ótal kertastjaka - enda eru kerti mjög stór kostn- aðarliður í heimilisbókhaldinu,“ svaraði hún og hló. „Ég hef að- allega verið í að mála „fígúratí- vt“,“ sagði Sigmundur. „Hins vegar hef ég aldrei fundið betri fyrirmynd en Ellu. Ég hef mál- að hana á marga mismunandi vegu í gegnum tíðina og upp um alla veggi á heimilinu hanga hennar löngu og lostafullu legg- ir.“ Hefði viljað hitta hann fyrr Það fer ekkert á milh mála að Amor hefur hreiðrað um sig á heimili þessara hjóna og þau dekra við hann á alla kanta. „Það skiptir mestu máli að hjón gefi sér tíma hvort fyrir annað, láti það eftir sér að næra ástina, tala saman, skiptast á skoðun- um, hlæja og halda utan um hvort annað,“ fullyrða þau. „Við hittumst frekar seint,“ upplýsti Elín, „og voram búin að reyna margt.“ Er það kannski galdurinn? Þarf fólk að hafa öðlast ákveðinn þroska áður en það er fært um að elska af einlægni? „Æ, ég veit það ekki,“ svaraði hún, eftir andartaks umhugsun, „ég hefði alveg viljað hitta hann fyrr og eiga fleiri ár með hon- um.“ Það þarf enga skyggnigáfu til að sjá að Sigmundur Emir hefði þegið það líka. 8 D MORGUNBLAÐHD fimmtudagur 13. maí 1999

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.