Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 9
„Hún er lottó-
vinningurinn minn“
Magnús Kjartansson og Sigríður Kol-
brún Oddsdóttir hafa verið gift í 27 ár
sem verður að teljast sæmilegt hjá
rokkara og flugfreyju.
Vfið höfum verið gift í 27
ár,“ upplýsir Magnús
Kjartansson hljómlistar-
maður rogginn á svip
þegar við minnumst á hjónaband
og rómantík við hann og bætir við
að það verði nú að teljast sæmi-
legt hjá rokkara og flugfreyju.
„Pað eru meira að segja dæmi um
að hjónabönd hafi brotnað milli
pípara og mjólkurfræðings," bæt-
ir hann við eins og til að undir-
strika enn frekar þetta afrek
þeirra hjóna. En í hverju liggur
galdurinn?
„Sennilega er það nú fyrst og
fremst vegna þess hvemig hún
er,“ viðurkennir hann. „Hún er
eini lottóvinningurinn sem ég hef
fengið um ævina og ég var sko
með margfaldan trompmiða. Eg
held að það beri öllum saman um
það,“ segir hann. „Maður hefur
oft heyrt því fleygt að þegar fjár-
hagur fólks fer í vitleysu þá byrji
hjónaböndin að bresta en ég held
að oft sé það bara fyrirsláttur.
Aðalatriðið er að hjón séu bara
sæmilega ástfangin," fullyrðir
hann. „Ef ástin er ekki fyrir hendi
þá fer fólk að nota alls konar
ástæður fyrir því af hverju hjóna-
bandið gengur ekki; vitlaust val á
ísskáp getur alveg orðið skilnað-
arsök þegar þannig stendur á.“
Þessa á ég!
Eiginkona Magnúsar er Sigríð-
ur Kolbrún Oddsdóttir, flugfreyja.
„Við emm búin að vera saman frá
því við voram sautján," upplýsir
Magnús. „Það var enginn fram-
haldsskóli á Suðumesjum nema í
Keflavík í þá daga svo krakkamir
úr nágrannasveitarfélögunum
urðu að koma í skólann okkar. Við
strákamir sátum og fylgdumst
með þegar þeir komu í skólann
„okkar“ í fyrsta sinn. Sirrý er úr
Njarðvíkunum og þegar hún kom
labbandi, benti ég á hana og sagði
við vini mína: „Þessa á ég!“ Og það
stóð,“ segir hann og brosir að end-
urminningunni.
- En hvernig var brúðkaupið?
„Við ákváðum á sunnudegi að
gifta okkur og á mánudegi voram
við mætt niður á sýslumannsskrif-
stofu í bættum hippabuxum og
gatslitnum sandölum," svarar
hann. „Eg man að fulltrúi sýslu-
manns bað um að fá að fara heim í
bað áður en hann gæfi okkur sam-
an og svo kom hann til baka með
eitthvert druslulegt, rykfallið
tuskublóm sem hann setti á dóm-
arastólinn sem var okkar „altari".
Við hlógum okkur náttúrlega
máttlaus að þessu. Seinna um dag-
inn fengum við svo ryksuguna frá
tengdó en þau fréttu ekki af þessu
fyrr en eftir á,“ bætir hann við.
Mamma mia
Konan, sem sagði ,já“ við
Magnús, er nýkomin úr flugi þeg-
ar við náum loks í hana í síma. „Eg
hugsa að það sé húmorinn sem við
höfum fyrir lífinu sem hefur fleytt
okkur yfir helstu hindranimar,"
segir Sigríður. „Við hlæjum geysi-
lega mikið saman.“
En hvað með rómantíkina?
„Jú, jú, hún er fyrir hendi en
það er samt helst þegar við förum
út fyrir landsteinana sem hún
nær að blómstra almennilega. Við
gerum líka talsvert af því að
skjótast í svona ferðir og þá gef-
um við okkur tíma til að tala sam-
an, hlæja og slaka á. Þessar
stundir eru alveg lífsnauðsynleg-
ar,“ bætir hún við. Magnús og
Sigríður eiga þrjú böm. „Þau era
svona meira eða minna uppkom-
in,“ upplýsir Sigríður, „tvö þeirra
eru farin að heiman en búa nán-
ast í næsta húsi, svo það er yfir-
leitt mildll erill á heimilinu," bæt-
ir hún við. Eftir andartaks um-
hugsun segir hún svo: „Annars er
það eiginlega mér að kenna eða
þakka, eftir því hvernig maður
lítur á það. Ég veit nefnilega fátt
skemmtilegra en að hóa í ætt-
ingja okkar, vini og vandamenn
og tína til mat eða opna eina
rauðvínsflösku. Maggi hefur æð-
islega gaman af því líka en ein-
stöku sinnum finnst honum ég
ganga aðeins of langt,“ viður-
kennir hún. „Ég er svona ítölsk
mamma í mér, líður best þegar ég
hef allt mitt fólk i kringum mig.“
Má alveg fara að
semja nýtt lag
En hvað gera þau hjónin þegar
húsið er ekki troðfullt af gestum?
„Fyrir fjóram áram tókum við
upp á því að fara saman á skíði,“
upplýsir hún, „og svo höfum við
farið í langar hestaferðir undan-
farin tvö ár. Það er ofboðslega
gaman. Svo við eigum það til að
drífa okkur og gera spennandi
hluti sem fá adrenalínkirtlana til
að virka,“ bætir hún við. „Og
brúðkaupsdaginn höldum við
alltaf hátíðlegan; förum tvö ein út
að borða og horfumst í augu.“
Hvernig er það með tónlistar-
manninn og lagasmiðinn, hefur
hann ekki samið lag til sinnar
heittelskuðu?
„Jú,“ svarar Sigríður nánast
feimnislega, „hann samdi til mín
lag fyrir mörgum áram og ég er
óskaplega hreykin af því.“ Síðan
hækkar hún róminn óeðlilega
mikið og segir, „en hann mætti
alveg fara að semja nýtt lag til
mín. Mér þætti voða vænt um
það.“ Okkur granar að bóndinn
og lagasmiðurinn Magnús Kjart-
ansson hafi móttekið þessi skila-
boð.
COSMOPOLITAN
Eg og Þú, Laugavegi, Libia, Mjódd, H.B. búðin, Hafnarfirði,
Brúðarkjólaleiga Katrínar, Mjódd, Tína, Mosfellsbæ,
Brúðarkjólaleiga Akureyrar, Hjá Maríu, Grundarfirði.
brúðhjónanna!
mest selda heimilisvélin í 50 ár!
5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu,
rauðu eða gráu
Fjöldi aukahluta
íslensk handbók með uppskriftum fylgir
Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir
Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón
fá glæsilega svuntu með ísaumuðum nöfnum
sínum og brúðkaupsdegi.
III-
Þú gefur ekki gagnlegri gjöf!
KitchenAid einkaumboð á íslandi
Einar Farestveit &Co.hf.
BORGARTÚN 28 - S: 562 2900 & 562 2901
MORGUNBLAÐK) fimmtudagur 13. maí 1999 D 9