Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 14

Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 14
En þú mátt ALLS EKKI MINNAST Á ÞAÐ Fólk ljóstrar oft upp öllum leyndarmálum brúðhjóna við Krist- ján Hreinsson. Inger Anna Aikman spjallaði við Kristján sem setur saman ljóð og limrur um fólk sem hann þekkir ekki neitt. Á verði fyrir þig/ Austurstræti 12: 569 1010 Hótel Saga viö Hagatorg: 562 2277 Hafnarfjöröur: 565 1155 Keflavík: 421 3400 Akranes: 431 3386 Akureyri: 462 7200 Vestmannaeyjar: 4811271 ísafjöröur: 456 5390 Einnig umboösmenn um land allt. » • " * ,, * * *' wfiré ' 'L.-' í brúðkau Samvinnuferðir Landsýn Gjafabréf og gjafakort Samvinnuferða-Landsýnar eru frábær brúökaupsgjöf sem veitir hamingjuríka hveitibrauðsdaga og Ijúfar minningar. Krislján Hreinsson - skáldið í Skerjafirði sem hefur það að atvinnu að yrkja um bláókunnugt fólk. jr g vildi óska þess að ég kynni að yrkja,“ sagði vinur minn þar sem hann sat og starði út í loftið - með autt afmæliskort fyrir framan sig. „Mér dettur ekkert frumlegra í hug en „Til hamingju með dag- inn!“,“ bætti hann við. „Blessaður, hringdu í hann Kristján Hreins- son,“ sagði ég um leið og ég fór í kápuna, „hann getur örugglega hjálpað þér.“ Daginn eftir fór ég í afmælið og fylgdist með þessum vini mínum flytja ræðu í bundnu máli og salurinn veltist um af hlátri. En ræðan var ekki bara bráðsniðug heldur líka afar per- sónuleg, hlý og vel ort. Engu að síður vissi ég að höfundurinn kannaðist ekki einu sinni við yrk- isefni sitt, sjálft afmælisbarnið. Hundarækt og hjónabönd Kristján Hreinsson er titlaður skáld í símaskránni en hann gæti hinsvegar allt eins notað starfs- heitið „ein allsherjar hjálpar- hella“. „Já, einhvern veginn hefur þetta þróast þannig að fólk hringir í mig með ótrúlegustu úrlausnar- efni,“ viðurkennir hann, er við berum þennan nýstárlega titil undir hann. „Viðhald gamalla húsa, hjónaerjur og hundarækt hef ég lent í að ræða og gefa ráð varðandi þetta allt saman,“ bætir hann við. Hinsvegar eru flestir þeir sem hringja á höttunum eftir limrum og vísum sem hægt er að setja í afmælis- eða brúðkaup- skort.“ En er ekkert erfitt að yrkja ljóð um eitthvert fólk sem maður þekkir hvorki haus né sporð á? „Nei, alls ekki,“ svarar hann að bragði, „enda fæ ég oft að vita mun meira um fólkið en ég kæri mig um,“ bætir hann við og hlær. „Það er mjög algengt að fólk reki ævi viðkomandi og geri um leið ít- arlega grein fyrir öllum þeim glappaskotum sem yrkisefnið hef- ur gert um ævina, rifjar upp alls konar viðkvæm mál sem upp hafa komið en klykkir svo út með því að segja: „En þú mátt alls ekki ininn- ast á það“,“ segir hann og það leynir sér ekki að hann hefur lúm- skt gaman af öllum þessum litlu leyndarmálum sem menn trúa honum fyrir. Hárkolla tengdapabbans Nú er sumarvertíðin að hefjast hjá Kristjáni og fólk þegar farið að panta brúðkaupsljóð. „Venjulega hafa menn samband símleiðis og gefa mér einhverjar upplýsingar um brúðhjónin; t.d. hvar þau kynntust, að hann sé með ólækn- andi veiðidellu, hún saumi út og hann taki í nefið. Síðan smíða ég limrur út frá þessu,“ segir hann. En er fólk ekkert hrætt um að móðga einhvern með of miklu gríni? „Nei, alls ekki,“ svarar hann. „Stundum biður fólk mig um að setja ákveðna hluti inn í limrumar sem að mínu áliti er á skjön við allt sem kalla má velsæmi en kímni- gáfa fólks er svo mismunandi. Eg hef meira að segja verið beðinn um yrkja sérstaklega limrur um hárkollu fóður brúðarinnar," segir hann, „og mér skilst að hann hafi hlegið manna mest að herlegheit- unum.“ Afkastamikill með eindæmum Kristján Hreinsson er þjóð- þekktur fyrir limrur sínar en hann er líka rithöfundur, dagskrárgerð- armaður, leikritaskáld og söng- leikjahöfundur, svo eitthvað sé nefnt. „Já, ég er dálítið aíkasta- mikill,“ viðurkennir hann. „Eg var að klára Bursta broddgölt; söng- leik fyrir böm, sem verður gefinn út á geisladiski innan tíðar og einnig var ég að ljúka við að taka saman limmsafn; rúmlega 200 limrur af þeim vel á annað þúsund, sem ég hef sett saman á undan- fómum ámm. Jú, og svo kláraði ég um daginn sonnettusafn sem hefur að geyma 52 sonnettur. Eg ætla að vona að þetta komi allt út á næstunni. Svo er ég alltaf að setja saman leikrit og semja bæði smásögur sem skáldsögur, fyrir börn sem fullorðna. Jú, jú, maður finnur sér alltaf eitthvað til dund- urs. Og söngtextamir era alltaf fyrirferðarmiklir. Eg átti t.d. fimmtíu texta sem komu út á ís- lenskum diskum í fyrra. Og hver veit nema mér takist að gera bet- ur áður en langt um liður,“ segir hann allt að þvi ögrandi á svip. Tábrotin tangódrottning - En er áhugi á bundnu máli að aukast? „Já, það fer ekkert á milli mála,“ fullyrðir hann. „Fyrir fá- einum áram heyrði það til algjörra undantekninga ef fólk flutti ræðm- í bundnu máli en nú er orðið mjög algengt að fólk, í það minnsta skreyti ræður með rími. Það er komið í tísku, eins og sagt er. Enda er haganlega samin ræða krydduð með góðum kveðskap lík- lega besta eyrnakonfekt sem hugsast getur í brúðkaupsveislu,“ segir skáldið og párar eitthvað á blað sem hefur að geyma nokkra minnispunkta um væntanleg fórn- arlömb . . . brúðguminn hefur áhuga á fornbílum, brúðurin er flugfreyja, þau fóru að læra að dansa tangó en urðu að hætta þeg- ar hún tábrotnaði. Kristján Hreinsson er farinn að yrkja æviá- grip og hnýtir heillaóskir aftan við: Þið víst munuð hamingju hljóta og hvarvetna gæfunnar njóta því hjónaband er hið harðasta gler sem engum er ætlað að brjóta. Og núna þið fáið að fagna og fullkomna gleði að magna, er yfir fer húmið þið aetlið í rúmið, helst áður en gestimir þagna. Þið ástfangin eigið að vera, þið ýmislegt verðið að gera svo ástin hún megi á eilífðar vegi hér indæla ávexti bera. 14 D MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.