Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 25
Hann leggur til létt veisluhöld í anda Miðjarðarhafsbúa.
Suðræn sveifla undir berum himni
Frjálsleg
BRÚÐKAUPSVEISLA
eir sem vilja hafa y&bragð
brúðkaupsveislunnar sinn-
ar frjálslegt geta ef til vill
fylgt hugmyndum Þorvald-
ar Borgars Haukssonar um
veisluföng.
„Það hefur færst í vöxt að brúð-
hjónin vilji hafa frjálslegan blæ á
veislunni, eiginlega að hætti Mið-
jarðarhafsbúa. Sum pör hafa jafn-
vel kosið að hafa veisluna undir
berum himni ef veður leyfir.
Lögð er áhersla á óformlega
dagskrá og létta tónlist. Það færi
vel á að hafa sem uppistöðu á
hlaðborðið ítölsk brauð eins og
mörg bakarí bjóða upp á. Dæmi
um brauð sem passa á slíkt borð
eru t.d. ólífubrauð, osta- og
sveppabrauð, kryddbrauð, hvít-
lauksbrauð og frönsk baguette-
brauð. Brauðið er skorið niður og
borið fram þannig að fólk geti tek-
ið sér góða bita, dýft þeim í olíu
eða edik og fengið sér meðlæti."
Meðlætið margskonar
Meðlætið segir Þorvaldur að
geti verið margskonar, bragð-
miklar niðurskornar kjötpylsur
eru frábærar með brauðinu, sól-
þurrkaðir tómatar og villisveppir,
þistilhjörtu, paprikur, ólífur og
hvítlauksrif í kryddlegi.
Hann bendir á að ostar séu
ómissandi á hlaðborðið og Þor-
valdur mælir með að þeir séu
skomir í bita. Hann mælir til
dæmis með fylltum brie-ostum,
feta osti, camembert og reyktum
osti.
Olíurnar á borðið geta verið
nokkrar. „Hvítlauksolía með sinn-
epi og aðrar bragðbættar olíur
passa vel með brauðunum svo og
ýmsar ediksósur.“ Að lokum segir
Þorvaldur að ýmsir heitir og kald-
ir smáréttir eigi heima á suðrænu
veisluborði, bæði fisk- og kjötrétt-
ir, allt eftir smekk og efnum.
„Með þessum veitingum er
drukkið gott rauðvín og auðvitað
óáfengt rauðvín haft á boðstólum
fyrir þá sem ekki vilja áfengi. A
eftir er síðan boðið upp á kaffi,
koníak og brúðartertu."
Dansað fram eftir
Þoraldur Borgar segir að í létt-
um veislum sé boðið upp á suð-
ræna tónlist og dansað frameftir
að hætti Miðjarðarhafsbúa.
„Svona veisla er auðvitað allt
öðruvísi en hefðbundnar veislur
og mismunandi eftir pörum hvaða
leið er farin.“
Veisla eins og hér er verið að
tala um þarf ekki að kosta háar
fjárhæðir og það getur oft skapast
góður andi í frjálslegum veislum
þar sem ekki er setið til borðs
heldur gengur fólk á milli og
spjallar.
Hér koma uppskriftir að tveim-
ur smáréttum sem Þorvaldur
mælir með á hlaðborðið.
Þorvaldur Borgar er bakara-
nemi á samningi hjá Jóa Fel.
Hann vann nýlega tii gullverð-
launa í Evrópukeppni hótel- og
matvælaskóla sem haldin var i
Portúgal. Auk þess vann Þor-
valdur árlega Komax-keppni
bakaranema fyrr á þessu ári.
Súrsætar rækjur
Rækjur
Tilbúin súrsæt sósa
________Deig fyrir rækjur:___
___________1 kg hveiti_______
________10 eggjarauður_______
___________1 / vatn__________
10 msk. olía
___________lyftiduft_________
5 tsk. sykur
10 eggjahvítur
Öllu blandað saman nema
eggjahvítunum. Þær eru þeyttar
sér og síöan blandað varlega
saman við í lokin. Rækjunum er
velt upp úr þessu deigi og þær
djúpsteiktar og bornar fram með
heitri súrsætri sósu.
Kaldar kjötbollur
í heitri sósu
4 kg nautahakk
500 g gráðostur sem búið er að
___________stappa____________
___________4 tsk salt________
olía til steikingar
Gráöostur, nautahakk og salt
hrært saman og mótaðar litlar
bollur sem síðan eru steiktar.
Bollurnar má gjarnan búa til fyr-
irfram og frysta.
SÓSAN:
4 paprikuostar (ekki smurostur)
___________2 tsk. sykur______
2-4 dósir sýrður rjómi
4 laukar
Rífiö ostinn niður í pott og saxiö
lauk út í. Blandið sýrða rjóman-
um og sykrinum saman viö. Hit-
ið að suðu. Berið fram meö kjöt-
bollunum.
BRUÐARGJAFIRNAR
FÁST í IKEA
Ef þú leitar að glæsilegu úrvali, gæðum og góðu verði þá
kaupir þú gjafirnar í IKEA! Þú getur einnig glatt brúðhjónin
með IKEA gjafakorti!
GJAFALISTI IKEA
Gjafalistinn er nýjung hjá IKEA. Tilvonandi brúðhjón koma og
láta okkur fá óskalistann sinn. Þegar þú kemur í IKEA gengur
þú að gjöfunum vísum, sparar ómældan tíma og fyrirhöfn og
tryggir um leið að brúðhjónin sitji ekki uppi með tugi eintaka
af sama hlutnum.
OPIÐ ALLA DAGA
10:00 -18:30 VIRKA DAGA
10:00 - 17:00 LAUGARDAGA
12:00-17:00 SUNNUDAGA
fyrir cilla inuiti
MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999 D 25