Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 30
GRAFÍSKA smiðjan iw
HEPPIN BRUÐHJON
TIL ÍTALÍU!
Brúðkaupsleikur Morgunblaðsins
Heppln brúðhjón geta unnið tveggja vikna ferð til Rimini á Ítalíu með
Samvinnuferðum-Landsýn.
Rimini er áhugaverður staður fyrir alla, sóldýrkendur, listunnendur sem
sælkera. Strandlengjan er þakin gylltum sandi og við hana eru margar
verslanir. Litlir rómantískir veitingastaðir setja svip sinn á kvöldlífið í
Rimini og ekki spillir glaðværð og gestrisni heimamanna.
Innifalið í ferðavinningnum er flug og gisting í tvær vikur í stúdíóíbúð á
Villa de Pini sem stendur skammt frá Riministröndinni.
Hvað á að hljóma í kirkjunni?
Kirkjutónlist,
KLASSÍK, DÆGURLÖG EÐA DJASS?
Tónlistin er tungumál tilfinninganna.
Brúðarmarsinn einn og sér kallar
fram gæsahúð hjá flestum og
gleðitár hjá æði mörgum.
Lengst af voru einungis
sungnir sálmar eða leikin
klassísk verk við kirkjulegar
athafnir en í seinni tíð hefur
það færst í vöxt að fólk kjósi nýrri
lagasmíðar í bland. Af og til berast
sögur af heldur „óheppilegu" laga-
vali brúðhjóna og baráttu presta
við að sannfæra hjónakomin um
að þó svo lagið „Please release me,
let me go“ sé vissulega geysigott
lag þá sé það varla viðeigandi í
brúðkaupi.
En hvaða lög vill fólk heyra á
þessari hátíðarstundu? Og getur
maður beðið um hvaða lag sem
er?
„Fólk gerir það,“ segir Gunnar
Gunnarsson, organisti í Laugar-
neskirkju, er við berum þetta
undir hann. „Hitt er annað mál að
í mörgum kirkjum er bara orgel
og sum lög henta því hljóðfæri
engan veginn. Svo eiga hjónin oft
„sitt“ lag sem þau vilja gjaman
láta hljóma í kirkjunni og þá em
sjaldnast til neinar nótur,“ segir
hann og af svip hans má ráða að
þetta er ekki óalgeng uppákoma.
Gleyma oft að velja
sér organista
Hvað gera bændur þá?
„Pað er mjög misjafnt hvað
organistar em til í að gera,“ svar-
ar hann, „en yfirleitt sest maður
bara niður og reynir að pikka upp
lagið af diski eða spólu. Og það er
allt í lagi ef maður fær góðan tíma
til þess. Hins vegar virðast marg-
ir halda að organistinn fylgi með
„í pakkanum“. Brúðhjónin velja
sér kirkju, velja sér prest en
gleyma að velja sér organista,"
segir hann og lyftir brúnum.
„Þetta leiðir til þess að stundum
er organistinn kallaður út með
sólarhrings íyrirvara og svo á
hann að uppfylla allar séróskir
brúðhjónanna. „ En Gunnar gerir
meira en að leika á kirkjuorgel,
hann fylgir brúðhjónunum oft alla
leið og spilar í veislunni líka. „Já,
ég lærði orgelspilamennsku en
hef alltaf verið að dunda við djass-
inn meðfram," viðurkennir hann,
„þess vegna á maður líka auðveld-
ara með að spila þau lög sem fólk
vill hafa í brúðkaupum í dag.“
Tónlist sem fólk ber
tilfinningar til
Magnús Kjartansson hljómlistar-
maður tekur undir þetta með
Gunnari. „Eg held að ástæðan
fyrir því að margir organistar era
á móti popplögum í kirkjum sé
einfaldlega kunnáttu- og þekking-
arleysi þeirra á þeirri tónlist sem
unga fólkið hefur átt sínar góðu
stundir með,“ segir hann. „Málið
er að almenningur finnur sig ekki
í þessari gömlu kirkjutónlist. Og
á mestu gleðistundu lífs síns er
eðlilegt að fólk vilji hafa tónlist
sem það skilur tilfinninguna í ...
og ber einhverjar tilfinningar til,“
segir Magnús og leggur áherslu á
hvert orð.
Bítlalög í brúðkaupum
úti um allan heim
„Hins vegar er álagið á organist-
um oft geysilega mikið. Fólk
kemur með lag á diski en engar
nótur og finnst það bara sjálfsagt
að organistinn skrifi upp lagið og
spili síðan rokk, eins og ekkert
sé,“ segir hann og hlær. „Þeir
organistar sem hafa einhvem
bakgrunn í rokki eða djassi geta
þetta kannski - en þeir era ekki á
hverju strái. Til allrar hamingju
fer þeim fjölgandi sem benda
brúðhjónunum einfaldlega á að fá
poppara eins og mig til að koma
og spila í kirkjunni þá tónlist sem
við kunnum," upplýsir hann.
„Víða í hinum vestræna heimi fer
nú fram heilmikil endurmenntun
hjá kirkjutónlistarfólki. Menn era
að laga sig að nýjum aðstæðum
og breyttum kröfum. Það er ekki
bara á Islandi sem fólk á ljúfar
minningar tengdar Presley, Bítl-
unum og Blur,“ segir hann og
brosir.
En finnst honum í lagi að það
Brúðhjón, œttingar og vinir!
Öll pör, sem staðfest hafa giftingardag á þessu ári, geta tekið þátt í leiknum,
en til að auka líkurnar á vinningi geta œttingjar og vinir einnig fyllt út seðilinn
og sent til Morgunblaðsins fyrir 28. maí nk. Síðan verður áregið úr innsendum
seðlum og heppin brúðhjón hreppa ferðina.
Tertuskreytingar
Lítið á!
www.isholf.is/elfad
Sími 565 1351
__ ðc-__________________________________________________________________________________ __Ste.
Nafn brúðar___________________________________________________________________________
Nafn brúðguma ________________________________________________________________________
Heimilisfang brúðhjóna _______________________________________________________________
Póstnúmer___________________________________________ Símanúmer________________________
Hvar og hvenær er brúðkaupið?---------------------------------------------------------
Utanáskriftin en Morgunblaðið — HEPPIN BRÚÐHJÓN — Kringlunni 1,103 Reykjavfk
1
Sérmerkt
brúðarglös
Höfum einnig sérmerkta
tertuhnífa, hringapúða
og gestabækur.
Hringið og fáið sendan
bækling.
PÖNTUNARSÍMI
virka daga kl 16-19
557 1960
30 D MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999