Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 E 3 /-----------------------------------------------------> Ifiörf í boði hjá Eimskip Lögmaður Óskað er eftir lögmanni í starf deildarstjóra í trygginga- og tjónadeild. Eimskip starfar i alþjóðlegu umhverfi og rekur nú 22 starfsstöðvar í 11 löndum. Hjá Eimskip og dótturfyrirtækjum innanlands og erlendis starfa um 1.200 manns. Mikil áhersla er lögð á frœðslu og símenntun starfs- manna. Öflugt gœðastarf á sér stað innan fyrirtœkisins þar sem hver og einn er virkj- aður til þátttöku. Við leitum að drífandi einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við spennandi verk- efni í fyrirtæki sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika. Umsóknir sendist tO starfsmannastjóra Eim- skips, Hjördísar Ásberg, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík fyrir 1. júní nk. Starfssvið • Dagleg verkstjórn. • Umsjón tryggingamála. • Yfirumsjón með hluthafaskrá. • Vinna við fyrirbyggjandi aðgerðir í tjónamálum. • Ýmis lögfræðileg sérverkefni. Viðskiptafræðingur Óskað er eftir viðskiptafræðingum til starfa í sérfræðistörf í hagdeildir. Starfssvið • Gerð uppgjöra og áætlana ásamt fjölbreyttum hagdeúdarverkefnum. Hæfniskröfur • Viðskiptafræðimenntun af fjármála- eða endurskoðunarsviði. • Góð tölvukunnátta (Excel, Power Point). • Sjálfstæð vinnubrögð. • Frumkvæði. • Reynsla af bókhaldi og/eða reikningshaldi æskileg. • Færni í mannlegum samskiptum. Hæfniskröfur • Lögmannsréttindi. • Sjálfstæð vinnubrögð. • Skipulagshæfni. • Góð enskukunnátta. • Reynsla í almennri tölvunotkun. • Færni í mannlegum samskiptum. V, EIMSKIP Slmi 525 7373 • Fax 525 7379 • Netfang: info@eimskip.is • Heimasíða: www.eimskip.is Bmskip leggur áherslu á að auka hiut kvenna (ábyrgðarstöðum hjá félaginu og stuðla þar með að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Samvinnuháskólinn á Bifröst er fagháskóli á sviði rekstrar, viðskipta og stjórnunar. Háskólinn útskrifar rekstarfrœðinga að loknu tveggja ára námi og B.S.-rekstrarfrœðinga að loknu þriggja ára námi. íþessum 140 manna háskóla erfyrst og fremst kennt með verkefnum og hópstarfi, lögð er sérstök áhersla á raunhœf verkefni, alþjóðleg viðfangsefni og notkun upplýsingatæknL Til viðbótar við hefðbundna kennslu rekur Samvinnuháskólinn sérstaka Jjarnámsdeild. Háskólinn er staðsettur ífögru umhverfi íNorðurárdal íBorgarfirði, um 100 km. frá Reykjavík. FJARMALASTJORI Samvinnuháskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða fjármálastjóra. Starfssvið Yfirumsjón og stjórnun fjármála og fasteigna háskólans. Miðað er við að starf fjármálastjóra sé hlutastarf (50%) og að hann sinni jafnframt kennslu og rannsóknum við háskólann. Menntunar og hæfniskröfur Meistaragráða í fjármálastjórnun, stjórnun, starfsmannastjórnun eða öðrum greinum á fræðasviði háskólans. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og/eða þekkingu á tölvuvæddum upplýsingakerfum. UPPLÝSINGAFRÆÐI/ BÓKASAFNSFRÆÐI Samvinnuháskólinn á Bifröst óskar eftir samstarfi við upplýsingafræðing um rekstur Upplýsingamiðstöðvar háskólans. Starfshlutfall er samkomulag. Starfssvið Uppbygging og skipulagning á Upplýsingamiðstöð Samvinnuháskólans. Stjórnun innkaupa prentaðs efnis og gagna á fræðasviði skólans. Aðstoð við nemendur og kennara varðandi upplýsingaleit. Menntunar og hæfniskröfur Háskólamenntun í upplýsingafræði/bókasafnsfræði. Mjög góð þekking og/eða reynsla á sviði upplýsingamála, sérstaklega varðandi rafræn gögn og tölvuvædda upplýsingaleit. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita rektor Samvinnuháskólans í síma 435 5000 eða Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf. í síma 533 1800. Umsóknum um ofangreind störf skal skila til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst, Bifröst, 311 Borgarnes eða Ráðgarðs fyrir 4.júní n.k. merktar: Samvinnuháskólinn á Bifröst" og viðeigandi starfi Frá Háskóla íslands Læknadeild Laust er til umsóknar starf dósents í eitur- efina- og réttarefnafræði (human toxico- logy). Starfið tengist sérfræðingsstarfi við Rannsóknarstofu í lyfjafræði. Ráðið verður í starfið til 5 ára frá haustmánuð- um 1999. Umsóknarfrestur er til 25. júní 1999. Umsóknum og umsóknargögnum skal skila í þríriti til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu,101 Reykjavík. Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), yfirlit um námsferil og störf, (curriculum vitae) og eftir atvikum vott- orð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum birtum og óbirtum sem umsækjandi óskar að tekin verði til mats. Ef höfundar eru fleiri en umsækjandi, skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rann- sóknum sem lýst er í ritverkum. Ef um mikinn fjölda ritverka er að ræða skal innsending tak- markast við 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. Gera skal gera grein fyrir því hverjar rannsókn- arniðurstöður umsækjandi telur markverðastar svo og þeim rannsókum sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið og þá aðstöðu sem til þarf. Um- sagnir um kennslu og stjórnunarstörf skulu fylgja eftir því sem við á. Um meðferð umsókna gilda ákvæði 12. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla íslands og reglna nr. 366/1997 um veitingu starfa háskólakenn- ara. Öllum umsóknum verður svarað og um- sækjendum síðan greint frá ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um það hefur verið tekin. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags og rað- ast starf dósents í launaramma c% Nánari upplýsingar gefa Jóhann Ágúst Sig- urðsson, forseti læknadeildar. í síma 525 4880 og Magnús Jóhannsson, prófessor í lyfjafræði, í síma 525 4397. http://www.starf.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.