Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 4

Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 4
26. mai - 8. júní SJÓNVARP .....6-23 I ÚTVARP.......30-43 Morgunblaðið á netinu www.nibl.is Ýmsar Stöðvar .30-43 Krossgátan .........46 Þrautin þyngri . . . .45 | íþróttir Beinar útsendingar í sjónvarpi .............11 Danslagakeppni í tilefni af Ári aldraðra Óskað eftir dægurperlum..........15 Með fiðrildi í maganum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva . . . .26-27 Morgunblaöið / Dagskrá Útgefandi Áivakur hf. Kringl- unni 1 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 5691100 Auglýsingar 5691111. Dagskrá: beinn sími: 5691259 Ben Lee er kærasti Claire Danes Þurftu að fela sig í gamalli kirkju Þegar Ben Lee var aöeins fjórtán ára gamall gaf hann út ásamt hljómsveit sinni Noise Addict smáskífuna I Wish I Was Him sem var eins og ósk um frama í rokkinu. Nú hefur Lee fengiö ósk sína Ben Lee hefur unnió hug og hjarta leikkon- unnarungu Claire Danes. 4* uppfyllta því nýjasta L..plata hans, Breathing Tornados, hefur fengiö Á.Mf* mikið lof gagnrýnenda í heimalandi hans, Ástralíu. Ekki er nóg með aö tónlist hans hafi fengið viðurkenningu heldur á hann fræga kærustu, enga aöra en leikkonuna ungu Claire Danes. Danes varö svo hrifin af fyrri _ plötu Lees, Grandpaw Would, aö hún sendi símbréf til útgáfunnar þar sem hún stakk upp á því aö þau Lee hittust. Þau búa nú saman í stórri þakíbúð á Manhattan í New York. Ben segir aö frægðin hafi sína fylgifiska eins og berlega kom í Ijós þegar hann fór með kærustuna til Ástralíu. „Þegar við Claire vorum í Sydn- ey vorum við hundelt af Ijósmyndurum og þurftum aö fela okkur í gamalli kirkju. Eftir dálitla stund fórum við út úr kirkjunni og þar náði Ijósmyndari mynd af okkur. Myndin var birt og sögusagnir fóru á kreik um að við værum nýgift! “ Ekki eru þau Lee og Danes þó búin að ganga upp að altarinu ennþá, þótt ekki væri annað hafa þau engan tíma til þess. Danes er upptekin við leikinn en nýjasta mynd hennar er Mod Squad þar sem hún leikur heldur villtari stúlku en venjulega. Ben Lee er einnig að fylgja eftir nýju plötunni sinni. „Ástralar hafa svo mikla minnimáttarkennd að ég ákvað að segja öllum að nýja platan mín væri hreint út sagt frábær og líklega besta ástralska platan sem gefin hefur veriö út!" segir Lee. Kotroskin kynning drengsins á tónlistinni vakti að vonum athygli, en Lee segist ekki vera jafn yfirlýsingaglaður á öllum sviðum og vill halda einkalífi sínu og Claire Danes frá fjölmiðlum. Stjörnur leika sér •Tveir af aðal- leikurum Strand- varðaþðttanna, þau Angelica Bridges og Jose Solano, fengu að spreyta sig í Grand Tourismo í veislu Sony-fyrirtækisins á dögunum. Leikararnir skemmtu sér vel en sögðu að þá vantaói frekari æfingu í leiknum og að „leikjatækn- inni" væri örlítið ábótavant. —— Shaun Cassidy hefur komið víða við •Táningastjarn- an Shaun Cass- idy hefur skrifað undir þriggja ára samning viö Barry Diller kvik- myndaverið sem metinn er á 35 milljónir króna. Leikarinn hefur skuldbundið sig til að gera 13 þætti í kapal- sjónvarpi Diller fyrirtækisins og vonast er til að það efni verði tilbúið í byrjun næsta árs. Shaun bjó til sjónvarpsþættina „American Gothic" og einnig á hann heiðurinn af þáttunum „Roar" sem Fox sjónvarpsstöð- in framleiddi. Bóndinn í Ballykissangel látinn Leikarinn Birdie Sweeney er fór með hlutverk bóndans Eamon Byrne í þáttunum „Ballykissang- el“ lést á sjúkrahúsi í Dublin 11. maí síðastliðinn. Leikarinn sem er átta barna faöir var í Dublin í nokkra daga til að slaka á áður en tökur hæfust á þáttunum á nýjan leik en veikt- ist þá skyndilega. Pat Loughrey hjá BBC sjónvarpsstöðinni lýsir Birdie sem einstökum hæfi- leikamanni. Hann var ekki menntaður leikari en hóf feril sinn sem gamanleikari og tók síðar að leika alvarlegri hlut- verk. Hann lék til að mynda í myndinni „Divorcing Jack" sem sýnd var hérlendis nýverið og bráðum veróur sýndur t bresku sjónvarpi einn þáttur sem hann lék í þáttaröðinni „Give My Head Peace". Chris Clough, framleiðandi Ballykissangel þáttanna sagði að allir í leikarahópnum hefðu elskað Birdie. „Það er sorglegt að hann skildi falla frá á toppi ferils síns." Ný þáttaröð er hafin af Ballykissangel í Sjónvarpinu en margir eiga sjálfsagt eftir að sakna bóndans sem var ávallt svo skemmtilega utan við sig. r| i Ife/ i Birdie (lengst til hægri í efri röð) ásamt félögum sínum í Ballykissangel. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.