Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 27
okkur. Lagið er svo hresst og
skemmtilegt, og textinn er um
að brosa framan í heiminn þó
að allt gangi ekki upp.“
EKKI AÐ SÆKJAST EFTIR
HEIMSFRÆGÐ
- Ef þú lendir ofarlega, þá
hlýtur þessi kynning að hjálpa
þér. Er það ekki?
„Ég veit það ekki hvernig
það getur hjálpað mér. Það
eru t.d. engir útsendarar út-
gáfutyrirtækja á staðnum. Það
er engum boðinn plötusamn-
ingur út á það aö taka þátt í
Eurovision. En þaö gæti
kannski einhvern tímann
reynst vel að geta flaggað því
Selma er upptekin við æfing-
ar allan daginn bæði fyrir
söngvakeppnina og fyrir Litlu
Hryllingsbúðina sem sýnd
verður í Borgarleikhúsinu.
aó hafa gengið vel í þessari
keppni."
- Hvað viltu fá út úr keppn-
inni? Einn ógleymanlegan dag
í Iffi þínu eða heimsfrægð og
frama?
„Ég held ég öölist nú ekki
heimsfrægð út á keppnina. Ég
er að leitast eftir að fá reynslu
út úr þessu og ég veit aó þetta
veröur mjög góð reynsla og
skemmtileg. Mér finnst rosa-
lega gaman að fá að kynna
það sem er að gerast í tónlist
á íslandi, fyrir öllum þessum
ólíku þjóðum Evrópu. Mér
finnst við alltaf hafa sent mjög
vönduð lög, jafnvel þegar við
höfum lent neðarlega. Nei, ég
er ekki að sækjast eftir heims-
frægð, enda er það ekki raunin
í þessari keppni nema í ein-
staka tilvikum," segir Selma
Björnsdóttir sem bæði hlakkar
til og kvfðir fyrir, en á örugg-
lega eftir að standa sig mjög
vel í Eurovison-söngvakeppn-
inni hinn 29. maf.
27