Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 28

Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 28
□ fóllc Israelska söngkonan Dana International 7-Eskudraumurinn varð að veruleika „Ég myndi leggja allt í sölurnar fyrlr draumaprinsinn. Ég gæti ekki annað því hjartað er huganum yfirsterkara." Fyrir ári kom ísraelska listakon- an Dana International fram á sjónarsviðið með látum er hún sigraöi í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva með lagi sínu „Diva“. Söngkonan sjálf vakti ekki síður athygli en sigurlagið, ekki síst vegna þess að hún var eitt sinn karlmaður. Evrópubúar tóku henni opnum örmum, kannski vegna þess að þar veröur allt setp eru „öðru- vísi“ áhugavert. í ísrael á hún ekki sama fylgi að fagna. Þar er Dana af mörgum álitin framandi furðuverk frekar en venjuleg söngkona og hefur nafn hennar flækst inn f deilur heittrúaðra. HÆTT AÐ VERÐA SÁR „Ég hef eytt miklum tíma í aö reyna aö sannfæra fólk um að ég eigi rétt á því að vera til,“ segir Dana. „Núna stendur mér á sama. Ég er hætt að verða sár. Tónlist mín er ekki fyrir það fólk sem efast um til- verurétt minn. Það getur veriö reitt og liðið illa fyrir mér," bætir hún ákveðin við. í upphafi skapaði Guð karl- mann, í Dönu tilfelli dökkhærð- an og glaölegan dreng að nafni Yaron Cohen. Faðir hans var einkaritari dómara í Tel Aviv og móðir hans heimavinnandi. Yaron var yngstur þriggja systk- ina og fór ungur að árum að nema söng. Er hann horfði á Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva eitt áriö og sá full- trúa ísraels fiytja þar lag ein- setti hann sér að standa ein- hvern daginn sjálfur á sviði og syngja í keppninni. Þá grunaði hann að það myndi hann gera sem kona. UNGLINGSÁRIN Þegar Wham og Duran Duran æðið gekk yfir heim- inn í byrjun níunda áratug- arins hélt Yaron mest upp á Boy George. „Það var frá- bær tími,“ rifjar Dana upp brosandi. „Karlar og konur gátu gengið í eins fötum. Þá sannfærðist ég endan- lega um að ég ætti að vera það sem ég sjálf vildi vera." Hinn 16 ára Yaron fór að nota farða og honum til mikillar ánægju var komiö fram við hann eins og stelpu. Yaron breytti nafni sínu í Sharon er hann tók þátt í drag-sýningu þar sem hann söng lög þekktra söngkvenna. Þegar hann hafði safnað sér nægum pening flaug hann til London og fór í kynskiptaaö- gerð. „Margir eiga erfitt með að átta sig á þessu," útskýrir Dana varfærnislega. „En líttu svona á málin: Þegar ég var sautján ára var ég sólgin í vanilluís og mér finnst hann ennþá mjög góöur. Þannig aö í bernsku var Dana ungi drengurinn Yaron Choen. þótt þú breytir líkama þínum þá hefur það ekki áhrif á heila- búiöi" SÖNGVAKEPPNIN Áriö 1993 gaf Dana út sína fyrstu plötu í Israel sem varð mjög vinsæl og sömu sögu er að segja um þær sem fylgdu á eftir. Hún náöi til mjög breiös áheyrendahóps og haföi já- kvæð áhrif á umræðu um sam- kynhneigöa í landinu. En í Eg- yptalandi og Jórdaníu var tón- list hennar bönnuð og hún tal- in spilla æsku þjóöanna. Þegar hingað var komið sögu átti Dana enn eftir að uppfylla æskudrauminn um að syngja í Söngvakeppninni. Hún ákvað að reyna að komast í keppnina með lagið „Diva" og það gekk eftir. Þá höfðu ísraelar ekki átt sigurlag í keppninni síðan árið 1979. Þegar sigur Dönu var í höfn dansaöi fólk á götum Tel Aviv og skemmti sér fram undir morgun. Dana átti unnusta á þeim tíma en foreldar hans voru sambandi þeirra andvígir og að lokum lét pilturinn undan þrýst- ingi frá foreldrunum og sleit sambandinu. Dana lét ekki bugast heldur gaf sig alla í vinnuna, ferðaðist um Evrópu og söng sigurlagiö víöa. Þó segist hún ekki ham- ingjusöm í dag og telur að vel- gengni skipti engu máli ef enginn er til að deila gleðinni með. „Ég myndi leggja allt í sölurnar fyrir draumaprinsinn. Ég gæti ekki annaö því hjartaö er huganum yfirsterkara. Þeg- ar ég verð ástfangin vil ég eyða öllum tíma meö kærast- anum," segir hún og brosir en veröur sfðan alvarleg. „Ég hef aldrei vitað hvernig tilfinning það er að vera sannur karl- maöur. Ef ég hefði vitað það hefði ég ekki farið í aðgeröina. Ég mun þó aldrei halda því fram að ég sé 100% kvenmað- ur því ég get ekki alið börn." Hún bendir á lokum á þá stað- reynd að ekki sé hægt að öðl- ast lífshamingju nema að vera sáttur við sjálfan sig. „Hver og einn veröur síðan að gera upp við sig hvaða leiö hann vill fara að því markmiöi." VARIILBOD 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.