Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 47
Hinsvegar er myndin gott dæmi um
hversu illa kvenstjörnur eldast í
Hollywood miðað við karlana. Nú er
Turner svo gott sem týnd og tröllum
gefin en frægðarsól Nicolas Cage
skín í hádegisstað. Leikstjóri Francis
Ford Coppola. RÚV, 4. júní.
Uglan og kisulóran -
The Owl and the Pussycat (70)
jj Barbra Streisand leikur ítur-
W vaxna en illa lesna gleðikonu
og George Segal snobbaðan menn-
ingarvita og roðhænsn, í mynd sem
skemmti manni í den, en ég lofa
hana með fyrirvara um hugsanlega
slæma ellidaga. Stöð 2, 30. maí.
\SPENNUMYNDIR
Einn á móti öllum -
Against All Odds
('84)
áEndurgerð Out
of the Past,
film noir-myndar frá '47, um ástir
morð og svik - undirstöðukryddum
slíkra mynda. Jeff Bridges leikur
ruðningsleikara sem er búinn að vera
og verður að taka að sér hæpið verk-
efni hjá James Woods - að finna
stúlkuna hans (Rachel Ward), niður í
Mexíkó. Ekki er allt sem sýnist og
Amor leggur ör á bogann. Heldur
skemmtileg en ófullnægjandi afþrey-
ing, áhorfandinn gjaman mataður
einsog einfeldningur. Ward er kyn-
þokkinn uppmálaður og ástarsenur
þeirra Bridges svo magnaðar að
þóndi hennar (Bryan Brown) sat
svitastorkinn yfir þeim á tökustað.
Stöð 2, 28. maí.
í skuggasundum -
Mean Streets (71)
Myndin sem vakti athygli á ein-
um besta leikstjóra samtíðar-
innar, Martin Scorsese. Það má líta á
hana sem æfingu fyrir þær gæða-
myndir sera fylgdu í kjölfarið og ber
flest einkenni meistarans. Harvey
Keitel og Robert De Niro leika vini í
Litlu Ítalíu-hverfinu á Manhattan. De
Niro er í klandri og Keitel reynir að
hjálpa honum úr klóm okurlánara.
Keitel er magnaður. Góð en ofmetin.
Sýn, 3. júní.
Litbrigði næturinnar -
Color Of Night ('94)
, Frá því tímaþili er flestir álitu
T að ferill Bruce Willis væri allur,
*
þessi mynd einn helstur nokkurra lík-
kistunagla. Dæmalaust ómerkileg og
auðgleymd della um sálfræðing sem
flækist í undarleg glæpamál. Bíórás-
in, 4. júní.
Lífið að veði -
Donaldo and Daughter ('93)
/ Feðgin í lögreglu Los Angeles-
W borgar (Charles Bronson, Dana
Delaney), vinna saman að rannsókn
fjöldamorða og líf dótturinnar kemst í
hættu. Ekkert merkileg þras- og
átakamynd, minnisstæð fyrir óvænt-
an, kraftmikinn leik Delaney, sem
virtist alltof góð fyrir þetta efni. Frami
hennar hefur þó látið standa á sér.
Sýn, 3. júní.
Miðnætti í Pétursborg -
Midnight in St. Petersburg ('94)
Síðasta (fjórða) myndin í
r bálknum um leyniþjónustu-
manninn Harry Palmer (Michael
Caine). Endar að mati Apollo Guide,
jafn hroðalega og hann hófst vel -
með The Ipcress File, þrem áratugum
áðurl Aðeins fyrir forhertustu aðdá-
endur Caine og Palmers. Bíórásin, 7.
júní.
Myrðum Zoe - Killing Zoe ('94)
/ Franskir bankaræningjar sjá
W rautt er þeir gn'pa í tómt. Inni-
haldsrýr og stefnulaus ofbeldismynd,
franskættaðar Tarantinoæfingar. Til-
þrifin valda yfirieitt vonþrigðum. Eric
Stoltz, Julie Delpy. Sýn, 29. maí.
Námur Salómons konungs -
King Solomon's Mines ('50)
t? Sú eina samma, með Stewart
Granger og Deþoruh Kerr. Leik-
stjóranum, J. Lee Thompson, og hans
ágæta fólki, tekst undur vel að fanga
ævintýri H. Riders Haggard, um Ijós-
hærða og bláeyga ofurhuga and-
spænis svörtustu Afnku, týndum
demantanámum, óargadýum, norn-
um og villimönnum. TNT, 8. júní.
BARNA-OQ
FJÖLSKYLDUMYNDIR
| Angus ('95)
/ Box Office er
W. velviljað þessari
sjónvarpsmynd um
margvíslegan vanda
fituklumpsins Angus. Illa liðinn í
skóla, afinn að giftast stúlku sem
gæti verið barnabarn hans og
mamman ekur trukk. Tímaritið er
hrifnast af skemmtilegum samleik
Charlies Talberts hins unga, og
gamla refsins George C. Scott, sem
afinn. Kathy Bates er mamman undir
stýri. Bíórásin, 5. júní.
Benji (74)
/ Undrahundurinn Benji, eina
9 stjarna þessarar myndar, þjarg-
ar tveimur krökkum úr höndum
mannræningja. Sæmileg afþreying
fyrir böm og unglinga en varla mikið
meira. RÚV, 28. maíþ
Blaðadeilur -
The Paper Brigade ('96)
/ Stórborgardrengur (Kyle
9 Howard), kemst að því er hann
flytur í úthverfi, að þau eru ekki jafn
friðsæl og af er látið. Lærir sína lexíu
í blaðaþurðinum. V.M.G., gefur
sæmiiega einkunn sem afþreying fyrir
alla fjölskylduna. Robert Englund.
RÚV, 30. maí.
Krókur - Hook ('91)
/ Peter Banning (Robin Williams)
9:. á allt sem hugurinn girnist en
er búinn að gleyma baminu í sér.
Þegar börnunum hans tveimur er
rænt heldur hann á eftir þeim inn í
ævintýraland krökkt af álfum, haf-
meyjum og blóðþyrstum sjóræningj-
um í von um að finna þau og þarnið
í sjálfum sér. Líflítið þeningabruðl,
hálfgerð misþyrming á ævintýrinu um
Peter Pan, þrátt fyrir leikstjórn Spiel-
bergs og væna aukaleikara (Dustin
Hoffman, Bob Hoskins, Maggie
Smith). Fyrir yngstu börnin á bænum.
RÚV, 29. Maí.
Körfuboltaliðið - Annie 0 ('95)
/ Efnileg íþróttastúlka kemst ekki
9 í körfuboltaliðið svo hún snýr
sér að strákaliðinu. Video Movie
Guide segir myndina í rösku meðal-
lagi og Coco Yares standa sig vel í
aðalhlutverkinu. RÚV, 6. júní.
The Three Musketeers ('48)
j/ Af mörgum talin ein besta kvik-
w myndagerð (af sex, sjö), hinnar
frægu sögu Alexanders Dumas.
Söguhetjurnar musterisriddaramir og
skylmingarhetjurnar þrjár, í Frakk-
landi á tímum Loðvíks 13. Lana
Turner er talin sýna sinn þesta leik á
mishæðóttum ferii sem hin illvíga
Lafði DeWinter, Gene Kelly, June
Allyson, Van Heflin, Vincent Price.
Halliwell gefur myndinni næstbestu
einkunn. TNT, 5. júní.
DANS- 0Q SÖNQVRMYNDIR
On the Town ('49)
u. Þn'r sjóliðar í
W sólarhringsleyfi
mála New Yorkborg
rauða með söng og
dansi, enda heita þeir Frank Sinatra,
Gene Kelly og Jules Munshin, og
stúlkurnar þeirra eru ekki síðri; Vera-
Ellen, Betty Garrett og Ann Miller.
Kvikmyndahandbækur fara um
myndina lofsamlegum orðum, Maltin
segir hana meistaraverk. Þar sem
söngur og dans sé í fyrirrúmi en
söguþráðurinn í aukahlutverki. MGM
dans- og söngvamynd einsog þær
gerðust bestar, hér geta menn t,d.
heyrt frumflutning þess ódauðlega
lags New York, New York, sem síðar
varð vörumerki Sinatra. Halliwell seg-
ir myndina þá bestu í sínum flokki
sem gerð var í Hoilywood, hún veröur
ekki látin dansa afskipt framhjá mínu
sjónvarpstæki. TNT, 3. júní.
VESTRAR
Síðasti vagninn -
The Last Wagon
('56)
n Afbragðsmann-
ÉB skapur stendur
að baki þessa hálffimmtuga vestra;
leikstjórinn/ handritshöfundurinn
Delmer Daves, tónskáldið Lionel
Newman og hörkutólið Richard Wid-
mark, sem leikur kynblending, einu
von landnema í vagnalest sem liggur
undir árásum indíána. Maltin segir
myndina góða og forvitnileg er hún
vestraunnendum. Sýn, 1. júní.
Sæbjörn Valdlmarsson
Hf
i
á
Meistaraverk
Góð
Sæmileg
9 Léles
47