Morgunblaðið - 23.07.1999, Síða 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
1999
IMtögtstiMJiMfr
■ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ
BLAD
Saric þjálfar
Skallagrím
KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Skallagríms
hefur ráðið Dragisa Saric næsta þjálfara
karlaliðs félagsins. Samningur Saric er til
eins árs en hann verður einnig leikmaður
með liðinu.
Saric er 37 ára og 2,03 m á hæð. Hann hef-
ur leikið lengi með júgóslavneskum félagslið-
um og varð meðal annars Evrópumeistari
meistaraliða með Partizan Belgrad árið 1993.
Óvíst er hvort Skallagrímsmenn fá til sín
fleiri erlenda leikmenn fyrir tímabilið í úr-
valsdeildinni, en slík mál eru til skoðunar.
Gengið hefur verið frá nýjum samningum við
flesta af leikmönnum liðsins sem léku með því
á síðasta tímabili.
KNATTSPYRNA
Þórey með brjósklos?
„SUMARIÐ hefur verið mjög erfitt fyrir flesta af okkar fremstu
frjálsíþróttamönnum. Þeir eru meiddir og hafa verið það og jafn-
vel er óvíst með framhaldið hjá sumum," segir Vésteinn Haf-
steinsson, verkefnisstjóri Frjálsíþróttasambands íslands. „Jón
Arnar Magnússon hefur verið meiddur um nokurra mánaða
skeið, Guðrún Arnardóttir hefur átt í meiðslum undanfarnar vik-
ur og sömu sögu er að segja af Þóreyju Eddu Elísdóttur, Magn-
úsi Aroni Hallgrímssyni og Einari Karli Hjartarsyni. Einar er að
vísu að ná sér á strik, en tímabilið gæti verið á enda hjá Magn-
úsi og útlitið er ekkert alltof bjart hjá Þóreyju miðað við þá
greiningu sem hún hefur fengið á sínum meiðslum," segir Vé-
steinn ennfremur.
Jón Amar hefur verið meiddur á
hné frá því síðla vetrar en að
sögn Vésteins eru meiðslin úr sög-
unni en hins vegar er tíminn sem
hann hefur til þess að komast í æf-
ingu fyrir HM ekki mikiil, en mótið
fer fram í Sevilla eftir einn mánuð.
„Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns, er
bjartsýnn á að tíminn sem þeir hafa
til þess að komast í þokkalega góða
æfingu muni nægja til þess að Jón
geti keppt með sóma á heimsmeist-
aramótinu.
Þórey Edda stangarstökkvari
hefur lítið keppt í sumar og ekkert
frá því hún stökk 4,22 metra í lok
júní. Hún hefur verið slæm í mjó-
baki frá því í vor og m.a. þurft að af-
þakka boð um þátttöku á fimm al-
þjóðlegum mótum, að sögn Vé-
steins. „Þórey hefur ekkert getað
æft um tíma og ákvað að fara heim
til íslands og slaka aðeins á þar með
fjölskyldu sinni. Heima hefur hún
verið skoðuð af læknum sem telja
vel hugsanlegt að hún sé með
brjósklos. Ef það er staðreynd gæti
keppnistímabÚið verið á enda hjá
henni og ósennilegt að hún keppi á
HM. Hún hefur hins vegar tekið
ákvörðun um að reyna að vera með
á Norðurlandamóti 22 ára og yngri í
Svíþjóð um aðra helgi og þá ætti að
skýrast hvað verður hjá henni.“
Guðrún Amardóttir hefur verið
meidd í lærvöðva síðan fyrri hluta
júní. Fyrir rúmum hálfum mánuði
tók hún ákvörðun um að fara tO Ge-
orgíu í Bandaríkjunum og æfa þar í
hita og fá leiðsöng hjá þjálfara sín-
um þar og því hjúkrunarfólki sem
hún hefur þar aðgang að.
Magnús Aron Hallgrímsson
kringlukastari er meiddur á hægra
hné og hefur lítið getað einbeitt sér
að æfingum og keppni síðustu vik-
ur. „Hægra hnéð má ekki við neinu
álagi. Magnús hefur verið í skoðun
hjá læknum í Svíþjóð þar sem hann
býr og greinilegt er að þetta eru
sömu meiðsli og hann var skorinn
upp við síðastliðinn vetur. Nú hefur
hann verið í sprautumeðferð í hálf-
an mánuð og verður áfram. Hann
mun því ekkert æfa eða keppa
næstu vikumar. Þess vegna er úti-
lokað að hann nái HM-lágmarki,“
sagði Vésteinn, sem einnig er þjálf-
ari Magnúsar.
Einar Karl hástökkvari hefur sl.
vikur átt í meiðslum í hægri ökkla
en segist vera að ná sér á strik.
„Þetta hefur verið erfiður tími en ég
vonast til þess að nú sé ég kominn
inn á beinu brautina og geti farið
nærri HM-lágmarkinu á Meistara-
mótinu um helgina," sagði Einar
Kai-1 í gær. Einar hefur stokkið 2,22
metra í ár, en það er 3 sentímetrum
frá lágmarki til þátttöku á HM í
Sevilla.
„Martha Ernstsdóttir hlaupa-
kona er sú eina af HM þátttakend-
unum sem gengur heil til skógar.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Tvö rauð
spjöld á
lofti á
Akranesi
ÓLAFUR Ragnarsson,
dómari, sýndi tveimur
leikmönnum rauða
spjaldið á Akranesi í
gærkvöldi - Stefáni
Þórðarsyni, ÍA og David
Winnie, KR. Stefán var
rekinn af leikvelli eftir
aðeins þrettán mín. fyrir
að slæma hendi til
Kristjáns Finnbogason-
ar, markvarðar KR, sem
heldur hér utan um
Stefán. Þormóður Egils-
son og Ólafur eru einnig
á myndinni. Brottvísun
Stefáns var vendipunkt-
ur leiksins, en fram að
henni höfðu Skagamenn
verið hættulegri. KR-
ingar nýttu sér liðsmun-
inn og fögnuðu sigri,
2:0.
Keflvíkingar lögðu Vík-
inga í Keflavík, 3:2, og
Grindvíkingar skelltu
Fram á Laugardaisvell-
inum, 3:1. Allt um leik-
ina á C4, C5, C8.
Vésteinn
Hafsteinsson
„Hef
áhyggj-
uraf
Völu“
„VALA Flosadóttlr hefur
æft vel frá því innanhús-
skeppnistímabilinu lauk
auk þess að hafa verið al-
veg laus við meiðsli. Einnig
er hún heldur léttari en
verið hefur þannig að það
er ekkert sem mælir gegn
því að hún stökkvi hærra
en hún hefur gert til þessa
í sumar. Hver skýringin er
veit ég ekki,“ segir Vé-
steinn Hafsteinsson, verk-
efnisstjóri Fijálsiþrótta-
sambandsins, um slakan ár-
angur Völu Flosadóttur
stangarstökkvara í sumar.
Vala hefur hæst stokkið
4,15 metra sem er 21 sentí-
metra frá Islandsmetinu
utanhúss. Á sama tíma og
þessu hefur farið fram hafa
flestir keppinautar Völu
verið að stökkva frá 4,30 til
4,55 metrum og því ljóst að
Vala stendur ekki eins vel
að vígi og undanfarin ár sé
litið til stöðu á afrekslista
Alþjóða frjálsíþróttasam-
bandsins.
„Vala hefur tekið þátt í
einum tíu mótum í sumar
og stokkið frá 3,80 til 4,15
en ekki komist yfir 4,25 og
4,30. Mín skoðun er sú að
hún þarf að minnsta kosti
að fara að stökkva yfír
þessar hæðir til þess að
vera með í keppninni á
HM. Hins vegar er Vala
nokkuð hress andlega og
hefur fulla trú á sjálfri sér
og að hún taki framförum.
Það er jú aðalatriðið að
íþróttamenn hafi trú á
sjálfum sér. Því má ekki
gleyma að Vala átti í erfið-
leikum fyrir HM í vetur, en
hristi það allt af sér þegar
á mótið var komið, stökk
4,45 metra og vann silfur-
verðlaun. Hún er keppnis-
manncskja en eigi að síður
verð ég að játa að ég hef
nokkrar áhyggjur af henni
eins og staðan er nú,“
sagði Vésteinn.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA: RÚNAR KRISTINSSON ÁTTI STÓRLEIK MEÐ LILLESTRÖM / C5