Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 8
Mfúm KNATTSPYRNA Gríndvfldngar stigu stríðsdans GRINDVÍKINGAR hafa góða reynslu af því að leika gegn Frömur- um á Laugardalsvelli, hafa raunar ekki tapað gegn þeim á þjóð- arleikvanginum til þessa. Leikur liðanna í gærkvöldi var alveg í samræmi við það, í járnum framan af og eftir markalausan fyrri hálfleik tók sannkölluð markaveisla við í þeim síðari. Heima- menn náðu forystunni með ágætu marki, en það dugði skammt og á undraskömmum tíma hrukku Grindvíkingar í gang, skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér öruggan 3:1-sigur. Sigurinn var Suður- nesjaliðinu afar mikilvægur og stigu Grindvíkingar sannkallaðan stríðsdans í leikslok. Framarar heiöra Guðmund og Guðrúnu HJÓNIN Guðmundur Jóns- son og Guðrún Jóhannes- dóttir voru heiðursgestir Fram í leik liðsins gegn Gr- indavík á Laugardalsvelli í gærkvöld. Guðmundur „Mummi" Jónsson er einn sigursælasti þjálfari Fram og sá einnig ásamt eigin- konu sinni um hússtjórn í félagsheimili félagsins í Skipholti um árabil. Guðmundur lék með meistaraflokki félagsins 1948-54 og þjálfaði hjá lið- inu um árabil. Hann var þjálfari meistaraflokks fé- lagsins 1962 og gerði liðið að Islandsmeisturum sama ár. Guðmundur þjálfaði lið- ið einnig 1970-73 og undir hans sljórn varð Fram ís- landsmeistari 1972. Fyrri leikur liðanna, sem fram fór í fyrstu umferðinni suður með sjó, endaði með jafntefli, og framan BBHMhí aí í gærkvöldi stefndi Björn Ingi allt á sömu lund. Hrafnsson Jafnræði var með lið- skrífar unum, heimamenn voni þó öllu sterkari og réðu að mestu gangi leiksins. Helst var að Grindvíkingar minntu á sig með snörpum skyndisóknum og nutu þar helst til mikillar gestrisni varnarmanna Fram. Þeim tókst þó ekki að færa sér það í nyt, næstur því komst Sveinn Ari Guðjónsson eftir hálftíma leik en skot hans varði Olafur Pétursson með tilþrifum. Skömmu áður hafði Sinisa Kekic, miðjumaður Grindvíkinga, átt hörkuskot beint úr aukaspymu sem small ofan á markslánni. Seinni hálfleikur var enn hressi- legri og þá litu mörkin einnig dags- ins ljós. Sigurvin Ólafsson, sem ný- stiginn er upp úr erfiðum meiðslum, var allt í öllu í leik Framara og komst nærri því að skora fyrsta markið í upphafí seinni hálfleiks, en laus skalli hans reyndist Alberti markverði Sævarssyni ekki mikil þraut. Litlu síðar skaut Ágúst Gylfa- son yfir með sannkölluðu hörkuskoti og í næstu sókn á eftir náði Albert markvörður að verja með næsta æv- intýralegum hætti ágætan skalla Marcels Oerlemans rétt upp við samskeyti markslái- og stangarinnar. Það var því eftir gangi leiksins að Framarar næðu forystunni. Voru heldur engin firn að þar skyldi Sig- urvin vera að verki. Hann fékk send- ingu frá Ásmundi Amarsyni og skallaði knöttinn öragglega í netið af stuttu færi. Heimamenn því komnir verðskuldað með forystuna og útlit fyrir fyrsta heimasigur þeirra gegn Grindvíkingum. Svo fór þó alls ekki og hljóta Framarar eftir á að velta fyrir sér hvers vegna. Á undraskömmum tíma snérist leikurinn nefnilega gjörsam- lega í höndum þeirra og upp í hrein- ustu martröð. Áðurnefnd gestrisni varnarmanna liðsins reið ekki við einteyming og lykilmenn gerðu sig seka um grundvallarmistök. Grind- víkingar gengu fyrir vikið á lagið, þökkuðu kærlega fyrir sig og tryggðu sér sætan sigur með þremur góðum mörkum. Lykilmenn á bak við þau öll voru þeir félagar, Grétar Ólafur Hjartarson og Sinisa Kekic. Hinn fyrrnefndi átti sannkallaðan stjörnuleik í seinni hálfleiknum, skoraði fyrsta markið og lagði svo upp tvö þau síðari. Kekic lagði upp fyrsta mark sinna manna, skoraði svo það síðara og fylgdist svo með Fram 1:3 Grindavík Sigurvin Olafsson (69.) 3-4-3 Ólafur P. Sævar P. Jón Sveinss. Ásgeir H. Freyr K. J8 (Halldór Hilmiss. 72.) Ágúst G. m Steinar G. Anton Bjöm (Ásmundur A. 46.) m Hilmar B. m M. Oerlemans Sigurvin Ó. m (Valdimar S. 88.) Laugardalsvöllur, 22. Júli Aðstæður: Þokkalegar. Blautur völlur, en lítill vindur. Áhorfendur: 451. Gult spjald: Jón Sveinsson, Fram (47.) - f. brot. Sveinn Ari Guðjónsson (30.) - f. brot, Paul McShane (78.) - f. mótmæli, báöir Grindavík. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, Víkingi - 7. Aðstoðard.: Gisli H. Jóhannsson og Haukur Ingi Jónsson. Markskot: 11 - 14. Rangstaða: 3 - 3. Hom: 4 - 4. Grétar Hjartarson (73.) Sinisa Kekic (86.) Scott Ramsay (89.) 3-4-3 Albert S. ® Guðjón Á. S. Vorkapic m Óli Stefán. Sveinn Ari m Hjálmar H. S. Kekic m m P. McShane S. Ramsay m (Vignir Helgas. 89.) Grétar H. m m D. Mijuskovic (Jóhann Aðalgeirss. 81.) 1:0 (69.) Slgurvin Ólafsson skoraði með glæsilegum skalla eftir góða fyrirgjöf Ásmundar Arnarsonar. 1:1 73.) Sinisa Kekic sendi glæsilega stungusendingu inn á Grétar Ó. Hjartarson sem jafnaði metin með laglegri vippu. 1:2 (86.) Sinisa Kekic fékk nú sendingu frá Grétari, stakk sér fram fyrir varnarmann og skallaði í netið. 1:3 (89.) Grétar stakk góðri sendingu inn á Scott Ramsay sem lék á markvörð Fram og setti knöttinn síöan auöveldlega í netið. SIGURVIN Ólafsson er búinn að senda knöttinn í net Grindvíkinga Morgunblaðið/Jim Smart ' það mark dugði ekki Fram. Grétari gefa snilldarsendingu inn fyrir Framvörnina á Scott Ramsay sem tryggði endanlega sigurinn. Svo rosaleg vora kaflaskiptin í leiknum, að Grindvíkingar fengu enn fleiri færi til að skora á þessum fáu mínút- um sem eftir vora. í liði heimamanna stóð Sigurvin upp úr meðalmennsku á flestum sviðum. Liðið sótti sig þó talsvert í seinni hálfleik og Ásmundur Arnar- son, sem skipt var í leikhléi inn á fyrir Anton Björn Markússon, átti ágætar rispur. Hilmar Björnsson var duglegur í framlínunni, en lítið sást hins vegar til Hollendingsins Oerlemans sem virðist nú heillum horfínn upp við mark andstæðing- anna. Aðeins frábær skalli hans stendur eftir í minningunni, en ann- ars vissi hann hvorki í þennan heim né annan. Leiknum töpuðu Framarar hins vegar fyrir hrikalegan klaufagang í vörninni og hljóta þjálfarar liðsins að velta fyrir sér hugsanlegum breyt- ingum á varnarleiknum í kjölfar hransins á lokamínútunum í gær- kvöldi. Þær minntu mjög á leikinn gegn Val á dögunum, er Framarar misstu unninn leik niður í jafntefli á mettíma. Grindvíkingar sýndu enn einu sinni að með baráttu og aftur bar- áttu er allt hægt í knattspyrnunni. Enn sem fyrr vora Grétar og Kekic bestu menn liðsins, sýndu oft frá- bæra takta og varnarmenn Safamýr- arliðsins gátu lítið gert annað en að narta í hælana á þeim. Áfram eru Suðurnesjamennirnir í bullandi fall- baráttu, en með áframhaldandi bar- áttu og útsjónarsemi virðast þeim þó flestir vegir færir. „tJrðum hrein- lega að vinna“ Grétar Ólafur Hjartarson átti sannkallaðan stórleik fyrir Gr- indvíkinga, skoraði eitt mark og lagði önnur tvö upp. Hann var enda afar kátur í leikslok og sagðist kunna mjög vel við sig á Laugar- dalsvelli, þar hefði hann skorað fjögur mörk í þremur leikjum sín- um á vellinum. „Þetta var sannkallaður baráttu- sigur. Við urðum hreinlega að vinna og náðum að tryggja okkur sigurinn með mikilli baráttu undir lokin. Svo virðist sem við getum heldur ekki tapað fyrir Frömuram héma á Laugardalsvellinum,“ sagði hann hlæjandi.Sigurinn fleytir Grindvík- ingum upp í 5. sæti deildarinnar og Grétar segir að það sé algjört lykil- atriði að halda liðinu áfram í hópi þeirra bestu. „Þetta virðist óþægi- lega jafnt á botni og miðju deildar- innar og aðeins á toppnum virðast KR-ingar skera sig úr. Þeir era greinilega með besta lið deildarinn- ar um þessar mundir. Þetta er al- gjör einstefna hjá þéim.“ „Eins og við getum ekki unnið Grindvíkinga“ Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, var hundfúll eftir leikinn, enda misstu leikmenn hans góða 1:0- stöðu niður í l:3-tap á undra- skömmum tíma. „Eg held að ég geti ekki verið annað,“ sagði hann og bætti við: „En svona er knattspym- an og það er eins og við getum ekki unnið Grindvíkinga.“ Ásgeir sagði að slakur varnar- leikur sinna manna undir lokin hefði reynst dýrkeyptur. „Varnarleikur okkai- var alveg þokkalegur í fyrri hálfleik, en reyndar gerðum við nokkur mistök. Við hófum svo seinni hálfleik af krafti, náðum að skora og á þeim tíma virtist sem að- eins eitt lið væri á vellinum. Á skömmum tíma hrandi leikur okkar hins vegar og reyndir menn eru að gera grandvallarmistök og fyrir vikið náðu þeir skyndisóknum og tóku öll stigin.“ Ásgeir segir að keppni í deildinni sé að mestu leyti afar jöfn og spenn- andi og þeir átta leikir sem Framar- ar eigi eftir séu allir sannkallaðir úrslitaleikir. „Við reynum auðvitað að vera sem næst toppbaráttunni, en sem stendur virðist sem KR-ingar séu líklegastir. Þeir era með heitasta liðið í dag, en enn er mikið eftir og margt getur gerst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.