Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 C 7'
BÖRN OG UNGLINGAR
Lands
liðið
vann
pressu
liðið
ÞÓRÐUR Lárusson, landsliðsþjálf-
ari kvenna í knattspyrnu, fylgdist af
athygli með pæjunum á Gull- og silf-
urmótinu um helgina. Hann var
ánægður með það sem hann sá og
taldi að íslensk kvennaknattspyima
ætti sér bjarta framtíð ef stúlkurnar
í Kópavoginum um helgina héldu
áfram. I hlut Þórðar kom að stýra
landsliði, sem valið var af mótstjórn
og atti kappi við pressuliðið, sem
Jörundur Aki Sveinsson, mótstjóri
og þjálfari meistaraflokks_ kvenna
hjá Breiðabliki, stýrði. í sínum
fyrsta landsleik hafði Þórður 1:0 sig-
ur í hörkuleik þar sem bestu stúlk-
urnar sýndu skemmtilega takta.
Landsliðið og pressuliðið
LANDSLIÐIÐ: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, KR, Bryndis Bjarnadóttir, Breiðabliki, Guðný Einarsdóttir, Sindra, Tinna M. Antonsdóttir,
KS, Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, Breiðabliki, Berglind Þórðardóttir, ÍBV, Una M. Árnadóttir, Þrótti, Ragna D. Marinósdóttir, Keflavík,
Elfa Dögg Grímsdóttir, (BV, Anna Berglind Jónsdóttir, KR. Pressuliðið: Mist Rúnarsdóttir, Þrótti, Oddný Kristjánsdóttir, KR, Eydís Ein-
arsdóttir, Sindra, Guðríður Hannesdóttir, Breiðabliki, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, BÍ, Sólveig Þórarinsdóttir, KR, Karítas Þórarins-
dóttir, ÍBV, Erna Dögg, ÍBV, Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, KS, Tinna Hauksdóttir, KR. Þórður Lárusson er með liðunum á myndinni.
ÞRÓTTARSTELPURNAR Elín Sigurðardóttir, Áslaug Júlíusdóttír, Kristín Sveinsdóttir, Solveig María
Eyjólfsdóttir, Ástrós Þórjónsdóttir, Helena Dögg Þórarinsdóttir og Anna María Ingadóttir, sem taldi
að myndatakan tæki of langan tíma.
Mættu til leiks stríðsmálaðar
MEÐ stríðsmálningu mættu
Þróttarstelpur til leiks og voru
vígalegar - eins og 7 og 8 ára
stelpur geta orðið. Þær voru
margar að taka þátt í sínu fyrsta
móti og skemmtu sér prýðilega.
Skemmtilegast þótti þeim að
spila við önnur lið og sögðust
ætla að vera lengi í fótbolta, að
minnsta kosti í nokkur ár eða
svona ijögiir.
Þeirra á meðal var Anna Mar-
ía Ingadóttir sem er ársgömul
og var máluð í framan eins og
hinar stelpurnar. Þjálfarar
stúlknanna sögðu að Þróttur
hygðist gera stóra hluti í fram-
tíðinni og því væru efnilegar
stúlkur, eins og Anna María,
sóttar inn á leikskólana.
LUKKUTRÖLLLID Rakel Bima fannst eðlilegt að hún myndi tróna á toppnum þegar Sindrastelpurnar
stilltu sér upp fyrir myndatöku.
EKKI gekk fótboltahelgin
áfallalaust hjá öllum, því
Snjólaug Jóhannsdóttir úr
Stjömunni handleggsbrotn-
aði í úrslitaleik. Hún bar sig
þó vel og mætti á verð-
launaafhendinguna með
handlegginn í fatla.
RAKEL Hlynsdóttir, kotroskin
í kjól, fyrir miðri mynd með
vinkonum í ÍBV.
Úr leikskólan-
um á fót-
boltavöllinn
m
FIMM ára yngismey úr Eyjum,
Rakel Hlynsdóttir, var með yngstu
keppendum á Gull- og silfurmótinu
um helgina en mikill áhugi er á
knattspyrnu meðal barna og ung-
linga í Eyjum. Rakel hætti á leik-
skólanum Rauðagerði í vpr og byrj-
aði strax að æfa með ÍBV - fór
beint af leikskólanum á fótboltavöll-
inn - enda fótbolti í uppáhaldi hjá
henni. „Mér finnst skemmtilegast
að spila fótbolta og gaman að hitta
svona marga hérna,“ sagði Rakel.
Hún hefur lengi ætlað sér feril í
knattspyrnunni og áður en hún
hætti á leikskólanum lét hún eitt
sinn koma skilaboðum til þjálfar-
ans: að hún kæmist ekki æfingu því
hún slyppi ekki af leikskólanum.
Lukkutröll Sindra
Sindrastelpur í 4. flokki voru með
lukkutröll, ef hægt er að kalla
hina tveggja ára Rakel Birnu tröll.
Þrátt fyrir að litla tröllið sé tveggja
ára hefur hún þrisvar komið á Gull-
og silfurmótið í fylgd með foreldr-
um sínum enda móðir hennar, Védís
Armannsdóttir, þjálfari stúlknanna
og faðir hennar, Bjöm Guðbjörns-
son, formaður Sindra. Að sögn Vé-
dísar þjálfara er mikill áhugi á
knattspyrnu hjá stelpunum á
Hornafirði og nánast tveir þriðju
hlutar stúlkna þar í fótboltanum og
Björn formaður bætti við að þar sé
stelpunum gert jafn hátt undir höfði
og strákunum.
„Ég hef komið hingað fjórum .
sinnum og það er alltaf mjög gam-
an,“ sagði Jóhanna Ingólfsdóttir,
tólf ára knattspyrnukona frá Sindra
á Hornafirði, í stuttu spjalli á
sunnudaginn. „Við komum keyrandi
frá Hornafirði og það var svolítið
erfitt en skemmtum okkur vel á
kvöldvökunni með Skítamóral - við
fórum ekki á hinar kvöldvökurnai-, v
heldur í tívolí.“