Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Eyjamenn taka á móti MTK á Hásteinsvelli FOLK ■ GUÐNI Bergsson, leikmaður Bolton Wanderers, á enn við meiðsl að stríða. Hann er einn fjölmargra leikmanna Bolton sem eru frá keppni vegna meiðsla en alls eru sex varnarmenn liðsins frá. ■ TONY Adams, fyrirliði Arsenal, verður frá keppni fyrstu sex vikurn- ar í deildinni sem hefst 7. ágúst nk. Adams gekkst nýlega undir upp- skurð vegna kviðslits og missir einnig af tveimur næstu landsleikj- um Englendinga, gegn Lúxemborg 4. september og gegn Póllandi fjór- um dögum síðar. ■ ERIC Cantona mun leika með og stjórna heimsúrvali leikmanna í há- tíðarleik þess gegn Man. Utd sem áætlaður er 11. október nk. Þetta var tilkynnt í gær en um er að ræða ágóðaleik fyrir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra United. Búist er við að uppselt verði á leikinn en það þýðir um 56.000 áhorfendur á Old Trafford. Agóðinn af leiknum mun renna til ýmissa líknarfélaga. ■ HIBERNIAN, lið Ólafs Gott- skálkssonar í skosku úrvalsdeildinni hefur samið við þýska varnarmann- inn Matthias Jack frá Fortuna Diis- seldorf. ■ GUSTAVO Poyet mun líklega skrifa undir nýjan samning við Chel- sea innan skamms. Poyet, sem er landsliðsmaður Úrúgvæ , var á dög- unum orðaður við Roma á Ítalíú en forráðamenn Chelsea vilja ekki missa þennan sterka leikmann. ■ DIETMAR Hamann, þýski lands- liðsmaðurinn, gekk í gær endanlega frá skiptum yfír í Liverpool frá Newcastle. Kaupverð hans er tæp- lega 900 milljónir króna og þar með hefur Liverpool pungað út 24,45 milljónum punda fyrir nýja leikmenn að undanförnu. Það er aðeins 500.000 pundum frá því að jafha mestu leikmannakaup félagsins fyrir eina leiktíð en 1995 keypti Liverpool firnin öll af leikmönnum, þeirra á meðal Stan Collimore frá Notting- ham Forest fyrir metfé. ■ FORRÁÐAMENN Middlesbrough segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að Brasilíumaðurinn Leonardo sé á leið til liðsins og muni fá í vikukaup um 60.000 pund, eða sem nemur um sjö milljónum króna. Leonardo hefur leikið undanfarin ár með AC Milan á Ítalíu en er líklega á fórum þaðan. Annar leikmaður ítalska liðsins, Þjóð- verjinn Christian Ziege, verður hins vegar leikmaður Middlesbrough. ■ WATFORD á í markmannsvand- ræðum en aðalmarkvörður liðsins, Alec Chamberlain, meiddist á fingri á æfingu og er úr leik í bili. Chris Day, varamarkvörður liðsins, tekur stöðu hans en óvíst er hvort Cham- berlain verður klár í slaginn fyrir fyrsta leik nýliðanna í úrvalsdeild- inni - gegn Wimbledon 7. ágúst nk. Þeir Chamberlain og Day léku sinn háifleikinn hvor í afínælisleik á dög- unum gegn KR á Laugardalsvelli. EYJAMENN ieika heimaleik sinn gegn ungverska meist- araliðinu MTK Búdapest á Hásteinvelli í Vestmannaeyj- um nk. miðvikudag kl. 19. Hásteinsvöllur er á undan- þágu frá Knattspyrnusam- bandi Evrópu (UEFA), en Jó- hannes Ólafsson, formaður ÍBV, sagði við Morgunblaðið í gær að sú undanþága ætti einnig við um leikinn gegn MTK í 2. umferð forkeppn- innar að Meistaradeild Evr- ópu. Engin skipuleg áhorfendastæði eru við Hásteinsvöll og hann er af þeim sökum á undanþágu í keppni, bæði á vegum KSI og UEFA, eins og fram kom í Morg- unblaðinu á dögunum. I fyrra fengu Eyjamenn undanþágu frá reglunum til að taka á móti júgóslavneska liðinu Obilic úti í Eyjum í fyrstu umferð forkeppn- innar og hið sama gerðist í ár er IBV tók á móti albanska meistara- liðinu SK Tirana. Fari Eyjamenn lengra í keppninni er hins vegar líklegra að Laugardalsvöllurinn verði vettvangur heimaleiks þeirra í næstu umferð. „Við höfðum strax samband við Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóra KSÍ, og hann vill að við höldum okkar striki. Þess vegna er undirbúningur fyrir heimaleikinn á miðvikudag nú kominn á fullt,“ seg- ir Jóhannes. Hann sagði Eyjamenn af- ar káta með góðan árangur IBV í Evr- ópukeppninni, sig- urinn ytra væri mikil hvatning og skipti knattspyrnu- deildina að auki miklu máli í fjár- hagslegu tilliti. Eftirlitsmaður UEFA á heimaleik ÍBV gegn SK Tirana á dögunum var frá Belgíu. Hann lauk lofsorði á heimavöll Eyjamanna, sagði að- stæður allar hinar ákjósanlegustu, að sögn Jóhannesar. „Hann benti auðvitað á skort á aðstöðu fyrir áhorfendur, en að öðru leyti var hann mjög hrifinn. Ekki síst af hinu magnaða landslagi sem um- lykur völlinn." Morgunblaðið/Golli GORAN Aleksic, sem hér sést í baráttu við Skagamennina Jóhannes Harðarson og Ragnar Hauks- son, leikur ekki með ÍBV næstu tvær til þrjár vikurnar. Rúmenskur miðherji til MTK MÓTHERJAR Eyjamanna, ungverska liðið MTK frá Búdapest, hafa verið iðnir við kolann við kaup á nýjum leikmönnum að undanförnu. Eins og sagt var frá í gær keypti Iiðið hollenska leikmanninn Glenn Helder. Hann mun hitta fyrir hollenska þjálfarann Henk ten Cate, sem tók við þjálfun MTK fyrir rúmum mánuði. Helder er ekki fyrsti leikmaðurinn sem Cate hef- ur keypt, því í sl. viku keypti hann rúm- enska miðheijann Nicolae Ilea frá ung- verska liðinu Debrecen. Ilea er 30 ára og var annar markahæsti leikmaður 1. deild- ar keppninnar á sl. keppnistímabili - skor- aði 17 mörk. Kilmamock í Þýskalandi Skoska úrvalsdeildarliðið Kilm- arnock, andstæðingur KR í Evrópukeppni félagsliða, hefur dvalið í æfmgabúðum í Þýskalandi til þjálfunar áður en liðið mætir ís- lenska liðinu í Evrópukeppni fé- lagsliða. Kilmarnock, sem mætir KR hér á landi 12. ágúst og ytra 26. sama mánaðar, hefur æft í Bitburg og leikið æfingalek gegn Mainz, liði Helga Kolviðssonar, og tapaði 3:0. Bobby Wiliamson, knattspyrnu- stjóri Kilmarnoek, segir að þýsk Opin híóna- 02 parakeppni á Hólmsvelli Leiru laugardaginn 24. júlí Ræs! út frá kl. 10:00 — 13:00 . SKEMMTILEGT LEIKFYRIRKOMULAG: VÍXLBOLTI Skráning er í síma 421 4100 Verðlaun verða veitt fyrir besta skor og fyrir 5 efstu sætin með forgjöf. Nándarverðlaun á 3. og 16. braut. Mótsgjald er kr. 2.000,- fyrir parið. Mótanefnd Jóhannes Ólafsson, formaður ÍBV Ætlum okkur enn lengra lið séu komin lengra í æfingaáætl- uninni heldur en skosk og því gefi úrshtin ekki rétta mynd af frammistöðu síns liðs. „Við hefðum getað farið auð- veldari leið og leikið gegn slakari liðum í Skotlandi en það hefði ekki komið hðinu til góða þegar kemur að leikjum í úrvalsdeildinni," sagði Williamson. Ekki fer sögum af úr- slitum leikja Kilmamock í Þýska- landi. Ber KR vel söguna Williamson var á Islandi fyrir skömmu og fylgdist með KR gegn Víkingi í efstu deild. Knattspyrnu- stjórinn bar KR vel söguna og sagði að liðið væri í betri leikæf- ingu heldur en sitt lið. Hann líkti KR við írska liðið Shelboume, sem hann sagði að hefði gert Kilmarnock skráveifu. Ally McCoist hefur framlengt samning sinn við Kilmarnock til eins árs. Leikmaðurinn, sem er 36 ára, hyggst enda feril sinn hjá fé- laginu. Hann lék um hríð með Glasgow Rangers. DREGIÐ verður í þriðju umferð Meistaradeildar- innar í dag og þá kemur í Ijós hver verður mótherji sigurliðsins úr viðureignum IBV og MTK frá Búdapest. Jóhannes Ólafsson, formaður ÍBV, segir að það verði fróðlegt að sjá hveijir hugsanlegir mótheij- ar verði. „Við ætlum okkur enn lengra í keppn- inni - metnaður allra stendur til þess. Þó er Ijóst að mótherjarnir eru sterkir, MTK er besta lið Ungveija um þessar mundir og að því stendur mjög ríkur eigandi, sem lét sig ekki muna um að fljúga einkaþotu sinni til lands á dögunum til að fylgjast með heimaleik IBV gegn SK Tirana,“ seg- ir hann. Jóhannes segist annars lítið þekkja til mótheij- anna. „Við eigum eftir að afla okkur frekari upp- lýsinga og Bjarni [Jóhannsson þjálfari] á eflaust eftir að kynna sér þá vel. Eg las í Morgunblaðinu [í gær[ að þeir væru að kaupa nýja Ieikmenn og af því að dæma eru þeir sterkir og ætla að styrkja sig enn frekar." Liðin sem mætast LIÐIN sem mætast í annari umferð forkeppni Meist- aradeildar Evrópu eru: Rapid Vín (Austurríki) - Valletta (Mölltu) A Famagusta (Kýpur) - Slovan Bratislava (Slovakíu) Partizan Belgrade (Júgóslavíu) - Rijeka (Króatíu) CSKA Moskva (Rússlandi) - Molde (Noregi) Litex Lovech (Búlgaríu) - Widzew Lodz (Póllandi) Haka (Finnlandi) - Rangers (Skotlandi) Dynamo Tbilisi (Georgíu) - Zimbru (Moldavíu) Dnepr Transmash-Mogilev (H-Rússlandi) - AIK Stokkhólmur (Svíþjóð) Sloga (Makedóníu) - Brondby (Danmörku) Rapid Búkarest (Rúmeníu) - Skonto Ríga (Lettlandi) Besiktas (Tyrklandi) - Hapoel Haifa (ísrael) Dynamo Kiev (Úkraínu) - Zalgiris Vilníus (Litháen) ÍBV - MTK Búdapest (Ungveijal.) Maribor Teatanic (Slóveníu) - Genk (Belgíu) • Fyrri leíkir eru 28. júlí, seinni leikir 4. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.