Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson iann skoraði annað mark KR. i Bjarka. laðra inná en þegar þeir missa sinn mann útaf ákvað ég að halda áfram með sama lið. Það var við ramman reip að draga einum færri en ég ákvað að skipta ekki inná eft- ir að það voru jafn margir í hvoru liði og tuttugu mínútur eftir til að gefa þeim möguleika. Auðvitað má deila endalaust um hvort skiptingar hefðu átt að koma fyrr eða síðar. í sjálfu sér breyttist ekk- ert við skiptinguna hjá okkur en það var rétt að breyta einhverju og freista þess að skora þegar við vorum komnir tveim- ur mörkum undir.“ Fer Skagaliðið ekki að rétta úr kútn- um bráðlega? „Við höfum leikið þrjá af átta leikjum okkar að mestu einum leik- manni færri. Einnig hafa menn gert mik- ið úr þessu markaleysi hjá okkur en ég held að við höfum unnið bug á því. Við höfum skorað fullt af mörkum og þó að þau séu fá í deildinni, alltof fá, tel ég að með tilkomu nýrra manna eins og Kenn- eth og Stefáns eigum við meiri mögu- leika á að koma boltanum í netið,“ bætti Logi við og aðspurður um hvort ein- hverjai’ breytingar í þjálfaramálum væru á döfinni sagði hann: „Ég er ráðinn hing- að sem þjálfari og það hefur ekkert verið rætt við mig um annað.“ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 C 5 KNATTSPYRNA Sigurður skor- aði gegn Newcastle SIGURÐUR Jónsson, fyrir- liði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Dundee United, skoraði þriðja mark liðsins er það vann Newcastle í hátíðarleik í tilefni 90 ára afmælis skoska félagsins í gærkvöldi, 3:1. Dodds skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins sex mín., síðan bætti Patterson (20. mín.) og Sigurður (62. min.) áður en Robinson skor- aði fyrir gestina á 85. mín. Sigurður Elí í Víking SIGURÐUR Elí Haraldsson, varnarmaður ungmenna- landsliðsins, hefur ákveðið að skipta yfir í herbúðir Vík- ings en hann hefúr verið á mála hjá FH að undanförnu. Sigurður EIí er alinn upp í Fram en skipti úr Safamýr- arliðinu á siðustu leiktíð yfir í FH og lék sextán leiki með liðinu í 1. deild í fyrra. Hann á að baki leiki með öilum yngri landsliðum Islands og að auki tíu leiki í efstu deild með Fram. Enn óvíst með Rút STJÓRN knattspyrnudeildar ÍBV hefur enn ekki tekið af- stöðu til máls miðjumannsins Rúts Snorrasonar, sem seg- ist hættur að leika með lið- inu. Nokkur lið munu hafa lýst yfir áhuga sínum á Rúti, en ekkert mun afráðið í þeim efnum. Telja má þó fullvíst að Eyjamenn vilji fá talsverða upphæð fyrir Rút, enda er hann samningsbund- inn félaginu og enn ungur að árum. Rútur hyggst ræða við forráðamenn nokkurra félaga á höfiiðborgarsvæð- inu um helgina og í fram- haldi ræðst með hvaða liði hann mun leika það sem eft- ir lifír Islandsmóts. . Reimt í Vfldnni ÞAÐ er reimt í Víkinni, bækistöðvum knattspyrnuliðs Víkings. Margumtalaður falldraugurinn hefur þegar gert vart við sig á þeim bænum, nú þegar keppni í úrvalsdeild á íslandsmótinu er rétt hálfnuð. Draugaganginn mátti vel merkja á algeru lánleysi liðsins í baráttu sinni á botni úrvalsdeildar í gærkvöld, þegar lið- ið tapaði 3:2 fyrir Keflvíkingum suður með sjó. skrifar Leikmenn Víkingsliðsins náðu með mikilli einurð að jafna metin í dæmigerðum botnslagnum eftir að hafa lent tveimur Edwin mörkum undir, en Rögnvaldsson þegar öllu var á botninn hvolft reynd- ist allt erfiðið vera til einskis því örfáum andartökum síðar fengu þeir á sig mark - og það beint úr hornspyrnu - sígilt feigðarmerki. Lið Keflavíkur, sem má vissulega muna sinn fífil fegurri, leit á leikinn sem kjörið tækifæri til að spyrna sér af botni deildarinnar og var því stillt upp með öðrum hætti en oft áður í sumar. í þetta sinn tefldu Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson, þjálfarar Keflvíkinga, fram ögn sókndjarfara liði með leikaðferðina 3-5-2 að leiðarljósi, í stað 4-5-1 skipu- lagsins sem liðið hefur stuðst við að undanförnu. Þá var „bjargvættur- inn“ svonefndur, Þórarinn Kristjáns- son, í fremstu víglínu ásamt manni leiksins, Kristjáni Brooks, en sá fyrmefndi hefur oftast nær verið varamaður. Breytingin bar augljósan árangur fyrir leikhlé, en þá höfðu heimamenn mikla yfirburði og gerðu tvö mörk án þess að Víkingar næðu að svara. „Bjargvætturinn“ var réttur maður á réttum stað er hann gerði fyrra markið og Ragnar Steinarsson gerði það síðara með því að reka lærið í knöttinn eftir hornspyrnu. Þar sem Keflvíkingar voru komnir tveimur mörkum yfir, gátu þeir varp- að öndinni ögn léttar og leikgleði þeirra virtist aukast. Þá stóð Víking- um enn meiri ógn af heimaliðinu og svo virtist sem Keflvíkingar ætluðu að kaffæra Reykjavíkurliðið á blaut- um vellinum, sem var svo blautur að Keflavík 3:2 Víkingur Þórarinn K. (28.) Ragnar S. (35.) Eysteinn H. (66.) 3-5-2 BjarkiG. Snorri Már J. Krístinn G. Garðar N. Róbert S. Gunnar 0. Ragnar S. Eysteinn H. Gestur G. (Jóhann B. 42.) Þórarínn K. J» Krístján B. J» J» Keflavíkurvöllur, 22. júlí Aöstæður: S-A stinnings- kaldi og blautur völlur. Áhorfendur: 350. Gult spjald: Ragnar Stein- arsson, Keflavlk (14. - brot), Garðar Newman, Keflavík (36. - brot); ðg- mundur Rúnarsson, Víking- ur (68. - óviðeigandi fram- koma), Valur Úlfarsson, Víkingur (78. - brot). Rautt spjald: Enginn. Dómarl: Gylfi Orrason, Fram - 7. Aðstoöard.: Garöar ðrn Hinriksson og Eyjólfur M. Kristinsson. Markskot: 18 - 9. Rangstaða: 0 - 0. Horn: 12 -1. Sváfnir G. (57.) Þrándur S. (64.) 5-3-2 Ógmundur R. Tryggvi B. (Amar Hrafn J. 81.) Þorri Ó. G. Hunter Þrándur S. Amar H. Láras H. Bjarai H. (Valur Ú. 69.) Hólmsteinn J. Sumariiði Á. Sváfnir G. (C. McKee 81.) 1:0 (28.) Róbert Ó. Sigurösson gaf fyrir frá hægri viö endamörk. Skotinn Gordon Hunter reyndi aö bægja hættunni frá, en af honum fór boltinn yfir félaga hans í vörninni og til Þórarins Kristjánssonar, sem skaut viöstööulaust í mark Víkinga af stuttu færi. 2:0 (35.) Eysteinn Hauksson tók hornspyrnu frá hægri og barst boltinn úr henni að nærstöng. Þar var Ragnar Steinarsson, sem rak læriö í boltann svo hann sveif í boga yfir marklínuna. 2:1 (57.) Bjarki Guömundsson, markvöröur Keflvíkur, varöi skot Þránds Sigurössonar og í kjölfariö var skot Arnars Hallssonar stöövaö á marklínu af Róbert Ó. Sigurössyni, en í þriðja sinn fór boltinn loks í marknetið - eftir skot Sváfnis Gíslasonar. 2:2 (64.) Arnar Hallsson gaf fyrir frá vinstri og rataöi boltinn á höfuö Þránds Sigurðssonar, sem var einn og óvaldaður á vítateig heimamanna og skallaði hann boltann örugglega í vinstra hornið. 3:2 (66.) Keflvíkingar fengu hornspyrnu frá vinstri í fyrstu sókn sinni eftir mark Víkinga. Eysteinn Hauksson skoraöi beint úr spyrnunni, þegar varnarmenn og markvöröur Víkinga, Ögmundur Rúnarsson, gerðu sig seka um slæm mistök. leikmenn mynduðu stundum mynd- arlegar vatnsgusur á brölti sínu. Snemma í síðari hálfleik urðu þó ótrúleg umskipti, en þá var engu líkara en að leikmenn beggja liða hefðu einfaldlega skipst á búning- um. Gestirnir bættu manni í sókn- ina á kostnað varnarinnar og kom það í hlut Þrándar Sigurðssonar fyrirliða. Víkingsliðið var mun at- kvæðameira gegn sljóum Keflvík- ingum og var eldfljótt að jafna met- in, en það gerði Þrándur sjálfur með fallegu skallamarki þegar rúm- ar tuttugu og fimm mínútur lifðu leiks. Sjö mínútum áður hafði Sváfnir Gíslason minnkað muninn eftir þunga sókn og mikinn darrað- ardans í vítateig Keflavíkur. En þá dundi ógæfan yfir, einmitt er leikurinn virtist loks í þann mund að snúast lánlitlum Víkingum í hag. Rétt eftir að hafa hafið leik að nýju á miðju vallarins eftir jöfnunarmark Fossvogsliðsins, vai'ði Ögmundur Rúnarsson, mistækur markvörður Víkinga, skot Gunnars Oddssonar með stakri prýði og úr varð horn- spyrna - hornspyrnan sem svipti Víkinga stigi - og stig vaxa ekki á trjám í Fossvoginum í sumar. Komum brjálaðir í næsta leik Kristján Brooks, framherji Kefl- v kvíkinga, sagði að þrátt fyrir 3:2- sigur gegn Víkingum væri sitt lið enn að glíma við Qlsli sömu vandamálin og Þorsteinsson það hefði gert í allt skrifar sumar. „Við eigum það til að missa ein- beitinguna þegar síst skyldi og það sást vel gegn Víkingum. Við vorum komnir í þægilega stöðu en fengum tvö mörk á okkur með skömmu milli- bili. Sem betur fer náðum við að skora strax aftur og vorum betri eft- ir það. Það er erfitt að segja hvað veldur þessum vandræðagangi hjá okkur, en ef við náum að fækka mis- tökunum og einbeita okkur betur að leiknum er ég bjartsýnn á framhald- ið í deildinni." Kristján sagði gríðarlega mikil- vægt að vinna Víkinga og komast skör ofar í deldinni. „Við höfðum möguleika á að nýta færin betur og setja fleiri mörk á þá, en það gekk ekki eftir. Það sem skiptir máli er að sigur vannst og hann gefur okkur aukið sjálfstraust í baráttunni í deildinni og við komum brjálaðir í næsta leik, sem er gegn Fram. Við erum enn við botninn en þurfum að vinna næsta leik til þess að koma okkur ofar í deildinni.“ Getur endað með ósköpum með sama áframhaldi Þrándur Sigurðsson, fyrirliði Vík- inga, vildi ekki segja að falldraugur- inn væri kominn á kreik í herbúðum síns liðs þrátt fyrir fjóra tapleiki í efstu deild í röð, en sagði að með sama áframhaldi gæti sumarið endað með ósköpum. „Við viljum nú geyma umræðuna um falldrauginn um sinn, enda töluvert eftir af mótinu. En því er ekki að neita að með sama áfram- haldi getur sumarið endað með ósköpum." Þrándur sagði að Víkingar hefðu ekki leikið sem ein heild í fyrri hálf- leik og það hefði komið niður á lið- inu. „Við lékum ekki sem liðsheild og hjálpuðum ekki hver öðrum nægi- lega vel í erfiðum aðstæðum, þar sem við vorum gegn vindi í fyrri hálfleik. Þeir ná síðan að skora tvö mörk þar sem við fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir. En við vorum staðráðnir í að selja okkur dýrt í seinni hálfleik og uppskárum sam- kvæmt því. Það var yndislegt að ná að jafna leikinn en því miður fengum við á okkur slysalegt mark strax á eftir og upp frá því datt botninn úr leik okkar.“ Þrándur sagði að Víkingsliðið væri búið að fá á sig of mörg mörk í und- anförnum leikjum og að gera þyrfti bragarbót á varnarleik liðsins. „Við þurfum að koma í veg fyrir þennan markaleka og ná í þau stig sem eru eftir í pottinum enda seinni umferð rétt að byrja. Þetta verður erfitt en við verðum einfaldlega að sýna styrk í næstu leikjum og berjast fyrir fé- lagið.“ Rúnar með stórleik Rúnar Kiistinsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar Lilleström lagði Brann að velli í norsku 1. deildarkeppninni. Rúnar, sem stjórnaði leik liðsins á miðjunni - var besti leikmaður vallarins, skor- aði annað markið með þrumuskoti á 73. mín., en hann lagði upp fyrra markið, sem Arild Sundgot gerði á 22. mín. Kjell Olsen, markvörður Br- ann, bjai'gaði liðinu frá stærra tapi á Árásen-leikvellinum „Kristinsson er er mjög góður leikmaður og leikur lykilhlutverk hjá okkur,“ sagði Arne Erlandsen, þjálfari Lilleström. Klaus Agenthaler, þjálfari austur- ríska liðsins Graz AK hefur mikinn hug á að fá Rúnar til sín og hefur boðið Lilleström um 50 millj. ísl. kr. fyrir Rúnar. Hann segist vera tilbú- inn að bæta við þá upphæð. „Þetta var góður sigur fyrir okk- * ur. Við lékum vel sem liðsheild. Við * verðum með í meistarabaráttunni," sagði Rúnar, sem vildi sem minnst gera úr umræðum um áhuga annara liða á sér. „Ég hef það gott hér í Lil- leström.11 Þess má geta að Coventry er til- búið að borga um 110 millj. ísl. kr. fyrir Runar Normann, félaga Rún- ars hjá Lilleström. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.