Morgunblaðið - 23.07.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 C 3
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
KELLY Shimmins, einn af sóknarleikmönnum Eyjaliðsins, á fullri
ferð með knöttinn t leik gegn ÍA.
Eyjastúlkur
eiga harma
að hefna
LEIKIÐ verður í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í kvöld. ís-
landsmeistarar KR fara þá til Vestmannaeyja, öðru sinni á fjór-
um dögum, og leika við ÍBV, liðið sem vesturbæjarliðið sigraði,
5:1, í deildarkeppninni á þriðjudagskvöld. í hinum undanúrslita-
leiknum taka Grindvíkingar á móti Blikastúlkum, sem hafa orðið
bikarmeistarar þrjú ár í röð.
AndyColeá
von á lögsókn
ANDY Cole, miðherji Manchester United og enska landsliðsins í
í knattspyrnu, á von á lögsókn frá áströlskum starfsbróður sinum,
* varnarmanninum Simon Colosimo. Þeim félögum lenti saman í
leik Man. Utd. og ástralska landsliðsins á dögunum með þeim af-
leiðingum að Ástralinn meiddist illa og verður frá keppni í hálft
| ár hið minnsta.
Colosimo verður að fara í hnéaðgerð, en Cole braut illa á hon-
um í leiknum sl. sunnudag - var þá með löppina fuilhátt á lofti og
rak hana illa í andstæðing sinn. Þar með eru vonir varnarmanns-
Iins um hagstæðan samning hjá evrópsku stórliði settar í sait um
stundarsakir, en hann var undir smásjá nokkurra stórliða í Evr-
ópu.
Carlton, félagslið Colosimos í Ástralíu, fundaði í gær með lög-
fræðingum sínum og ræddi næstu skref í málinu. Fulltrúar fé-
lagsins hafa gagnrýnt Cole mjög eftir atvikið, sagt það algjör-
lega óviðeigandi í vináttuleik. Hefur Cole snúist sjálfur til varn-
ar, sagt að aðeins hafi verið um óviljaverk að ræða og undir það
hefur Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., tekið.
Reuters
JOHN Toshack, þjálfari Real Madrid, og leikmenn hans komu
saman í gær eftir sumarfrí.
Real Madrid
safnar liði
órður Lárusson, landsliðsþjálf-
ari kvenna, sejgir að óvænta við-
burði þurfti til að Islandsmeistaram-
ir og núverandi bikarmeistarar mæt-
ist í úrslitaleik á Laugardalsvelli
hinn 12. september. „Það er náttúru-
lega mjög líklegt að Breiðablik og
KR leiki til úrslita ujn bikarinn,"
segir Þórður. KR og IBV mættust
síðast á þriðjudagskvöld í Vest-
mannaeyjum og fóru KR-ingar með
sigur af hólmi, 5:1. Þórður, sem var á
meðal áhorfenda í Eyjum, á von á að
leikurinn í kvöld verði með öðru
sniði. „Ég hef trú á að leikurinn þró-
ist á allt annan hátt í fyrra skiptið.
KR-stúlkur gætu orðið eilítið væru-
kærar eftir fremur auðveldan sigur
síðast, sem var raunar ekki svo auð-
veldur því leikurinn var þeim erfiður
allt þar til staðan var orðin 3:1, þeim
í hag. Heimavöllur IBV er einnig
sterkur og Eyjastúlkú'r hafa svo sem
engu að tapa. Það kæmi mér því ekki
á óvart ef ÍBV ynni sigur í leiknum,
en KR-sigur er öllu líklegri,“ segir
þjálfarinn.
En hvað þurfa Eyjastúlkur að gera
til að eiga möguleika á sigri? Því
svarar Þórður: „Þær þurfa fyrst og
fremst að trúa því að þær geti unnið
KR. Ef þær koma til leiks með já-
kvæðu hugarfari, fullar sjálfstrausts,
gætu úrslitin orðið óvænt.
Ég hef trú á að Vanda [Sigurgeirs-
dóttir, þjálfari KR] hvetji lið sitt til
dáða með því að benda á að liðinu
hefur ekki gengið sem skyldi þegar
liðið mætir sama andstæðingnum í
tveimur leikjum í röð í deildar- og
bikarkeppni - hafa ekki náð að knýja
fram sigur í báðum leikjum. KR-
stúlkur hafa hug á að losa sig undan
þeim álögum.“
Til marks um reynsluskort
Grindvíkinga í bikarkeppni hefur lið-
ið unnið tvo leiki í henni frá upphafi,
en báðir þeirra hafa náðst í ár. Liðið
leikur nú í fyrsta sinn í efstu deild
og er í undanúrslitum bikarkeppn-
innar í fyrsta sinn í sögu félagsins,
eins og IBV. „Grindavíkurstúlkur
eru á heimavelli, en ég reikna með
að Breiðablik fari með sigur af
hólmi. Þó geta leikmenn Grindavík-
ur bitið frá sér þegar þær ná upp
helsta vopni sínu, baráttu og aftur
baráttu. Þessi lið mættust ekki alls
fyrir löngu í Kópavoginum og þá
lauk urðu lokatölur 3:1 fyrir Breiða-
blik, en þessi leikur á að reynast
Kópavogsliðinu auðveldur," segir
Þórður.
Grindvíkingar styrkjast
með hverjum leiknum
„Grindvíkingar styrkjast með
hverjum leiknum. Þeir komu upp í
efstu deild sem nýliðar í vor og eru
að venjast því að leika á þeim vett-
vangi. Blikaliðið hefur misst mikið,
en unglingastarfið í Kópavoginum er
virkilega öflugt og þar er engu líkara
en sterkar knattspyrnukonur komi á
færibandi. Ég held að lið Breiðabliks
styrkist líka eftir því sem líður á - er
að stilla saman strengina. Margrét
Ólafsdóttir er þar fremst í flokki, ein
besta knattspyrnukona landsins, en
liðið er skipað ellefu góðum leik-
mönnum. Blikastúlkur mega ekki
falla í þá gryfju að vanmeta Grind-
víkinga og ég hef trú á að Jörundur
[Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks]
reyni að koma í veg fyrir það. Ég
held að hann hafi mun meiri áhyggj-
ur af því en nokkru öðru,“ segir
landsliðsþjálfarinn.
Real Madrid ætlar sér stóra hluti
á komandi keppnistímabili. Má
með sanni segja að forráðamenn
liðsins hafi safnað liði að undan-
fömu. Þeir festu kaup á sjöunda
leikmanninum á stuttum tíma í gær,
er Real Madrid fékk til liðs við sig
brasilíska varnarmanninn Julio
Cesar, sem er 20 ára miðvörður og
hefur leikið með Valladolid sl. þrjú
ár. Hann skrifaði undir fimm ára
samning og bætist í hóp nýliðanna
Steve McManaman, Élvir Balic,
Edwin Congo, Geremi Njitap,
Michel Salgado og Ivan Helguera.
í KVÖLD
Knattspyma
Bikarkeppni kvenna, undanúrslit:
Vestmannaeyjar: ÍBV - KR...............20
Grindavík: Grindavík - Breiðablik......20
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur - Stjarnan.....20
Dalvík: Dalvík - KVA...................20
ÍR-völlur: ÍR - Þróttur R..............20
Kaplakriki: FH - Fylkir................20
2. deild karla:
Ármannsvöllur: Léttir - Ægir...........20
3. dcild karla:
Ásvellir: Haukar - Augnablik ..........20
Hvolsvöllur: KFR - Fjölnir.............20
Ólafsvík: Víkingur Ó. - Njarðvík.......20
Sandgerði: Reynir - KFS................20
Vogar: Þróttur V. - GG ................20
Blönduós: Hvöt - Nökkvi................20
Grenivík: Magni - HSÞB.................20
Hofsós: Neisti H. - Kormákur...........20
Skeiðsvöllur: KÍB - Hamar..............20
1. deild kvenna:
Keflavík: RKV - Selfoss................20
Real Madrid fær erfitt hlutverk á
fyrsta keppnisdegi - 22. ágúst, er
liðið heldur til Mallorca og leikur í
Parma, þar sem liðið tapaði sl.
keppnistímabil, 2:1. Barcelona tek-
ur á móti Real Zaragoza á Nou
Camp. Nýliðar Numanica, sem leik-
ur í fyrsta skipti í 1. deild, fær
heimaleik við Valladolid. Rayo Val-
lecano, sem kom upp sl. keppnis-
tímabil, fékk ósk sína uppfyllta með
því að fá nágrannaslag við Atletico
Madrid.
Nýliðar Malaga, sem leika í 1.
deild á ný eftir langt hlé, leika við
Espanyol heima og Sevilla tekur á
móti Real Sociedad.
ÍÞRÓmR
FOLK
■ EMIL Kostadinov, fyrrverandi
landsliðsmiðherji Búlgaríú, sem
hefur leikið í Mexíkó, er á leið til
þýska 2. deildarliðsins Mainz, sem
Helgi Kolviðsson leikur með.
Kostadinov, sem er 31 árs, lék á
sínum tíma með Bayern Miinchen.
■ EDUARD Berizzo hefur verið
seldur fyrir um 250 milljónir króna
frá River Plate í Argentínu til
Marseille í Frakklandi. Berizzo er
ætlað að taka stöðu Laurents Blanc
sem nýlega gekk Internazionale á
hönd. Argentínumaðurinn undirrit-
aði þriggja ára samning við franska
félagið.
■ MÓNAKÓ hefur gert samning
við landsliðsmann Chile, Pablo
Contreras frá Colo Colo. Leikmað-
ur sem tvítugur að aldri er vamar-
maður og lék mjög vel með landslið-
inu í S-Ameríkukeppninni sem lauk
um sl. helgi.
■ ASTON Villa hefur gengið frá
kaupum á ísraelska varnarmannin-
um Najuan Garayeb og holienska
miðvallarleikmanninum George
Boateng. Boateng, sem kom frá
Coventry, skrifaði undir fimm ára
samning. Garayeb kom frá Hapoel
Haifa og skrifaði hann undir fjög-
urra ára samning. Þess má geta að
fyrir stuttu keypti Aston Villa írska
miðherjann Robbie Keane frá Úlf-
unum.
■ BRYAN Robson, knattspymu-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins
Middlesbrough, hefur verið tjáð af
vinnuveitendum sínum að hann fái
að eyða fimmtán milljónum sterl-
ingspunda til að styrkja liðið svo
það eigi möguleika á sæti í Evrópu-
keppni.
■ ROBSON er nú önnum kafinn við
að fá þýska bakvörðinn Christian
Ziege, sem tók þátt í heimsmeist-
arakeppninni í Frakklandi síðasta
sumar, og Paul Ince frá Liverpool í
lið sitt.
■ MIDDLESBROUGH greiðir um
fimm milljónir sterlingspunda ef af
leikmannakaupunum verður, en
Ince er sagður kosta aðeins um eina
mOljón. Ástæða þess ku vera mikið
ósætti Ince og samherja hans Phil
Thompson. Gerard Houllier,
franskur knattspymustjóri liðsins,
hefur einnig sagt að Ince hafi slæm
áhrif á yngri leikmenn liðsins.
■ STEPHANE Chapuisat, sviss-
neski sóknarmaðurinn snjalli, hefur
snúið aftur til heimalands síns og
mun leika með Grasshoppers eftir
að hafa leikið með þýska liðinu Bor-
ussia Dortmund í átta ár. Nýir eig-
endur halda nú um stjórnar-
taumana hjá svissneska liðinu, sem
greiddi tæpar 50 mUljónir króna
fyrir Chapuisat.
Golfklúbbur Sandgerðis
Vallarhúsavöllur ^
Opið styrktarmót - sunnudaginn 25. jiilí
Ræst út frá kl. 8.00 - Skráning í síma 423 7802
Þátttökugjaid 2.500 kr. (innifalið í gjaldi: mót og matur)
Spilað verður stabclford 7/8 forgjöf
Forgjöf: karlar 24 - konur 28
Verðlaun fyrir fyrstu sex sætin. Fyrstu verðlaun að verðmæti 30 þús.
Myndlistarkona mótsins er Ásta Páls, stórgolfari.
Þrenn nándarverðlaun. Teiggjöf frá Karl K. Karison heildverslun.
Allur ágóði af mótinu rennur óskiptur tii líknarmála barna.
Styrktaraðilar mótsins cru:
TOYOTA-salurinn Fitjum - ÍÁV
Karl K. Karlsson heildverslun
Hitaveita Suðurnesja - Keflavíkurverktakar
___________________ Mótshaldarar
Veldu besta leikmanninn
www.simi.is