Morgunblaðið - 23.07.1999, Page 6
í 6 C FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BÖRN OG UNGLINGAR
í sól, sum
aiýl og
fótbolta
OFT hefur Kópavogsdalurinn iðað af lífi en þegar 800
knattspyrnupæjur léku þar knattspyrnulistir sínar í sól
og sumaryl iðaði hann sem aldrei fyrr. Gull- og silfur-
mótið, sem er knattspyrnumót fyrir yngstu flokka
stúlkna, fór þar fram á völlum Breiðabliks í 16. sinn og
var talið að með fylgdarliði hafi rúmlega 1.100 manns
verið í kringum mótið auk rúmlega 200 sjálfboðaliða
úr Breiðabliki.
Það var ekki bara knattspyma
á dagskrá því pæjurnar voru
að upplifa mikið ævintýri, margir
gistu í Smáraskóla,
boðið var upp á heit-
an mat tvisvar á dag,
frítt í sund og kvöld-
vökur öll kvöldin. Þar
á meðal sýndu Pétur pókus og
Magnús Scheving listir sínar og
hljómsveitin Skítamórall fór á
kostum. Tæplega 80 lið spiluðu 237
leiki á 10 völlum frá föstudags-
morgni fram á sunnudag og öll úr-
slit að finna á heimasíðu Breiða-
bliks.
„Við byrjuðum að undirbúa
mótið í vetur og það gekk mjög
vel þó að tiltölulega nýtt fólk hafi
komið til starfa í ár en það voru
rúmlega tvö hundruð manns í
sjálfboðavinnu fyrir utan að
meistaraflokkur karla hjá Breiða-
bliki sá um grillið," sagði Jörund-
ur Áki Sveinsson mótsstjóri er
hann leit yfir svæðið við mótslok á
sunnudeginum þar sem meistara-
flokkur karla Breiðabliks grillaði
pylsur af miklum krafti en sú
veisla var að margra mati rúsínan
í pylsuendanum. „Síðustu dagana
var stressið mikið en nú líður mér
BIRTA Helgadóttir úr Stjörn-
unni brosti sínu blíðasta þeg-
ar hún fékk loks grillaða pylsu
í hendurnar eftir langa bið.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
AKURNESINGAR voru með verðuga fulltrúa á mótinu um helgina. Það voru stelpur úr 6. flokki, sem
röltu um svæðið á sunnudeginum með nammipoka. Aðspurðar sögðust þær ekki hafa mátt vera með
sælgæti fyrr en síðasta dag mótsins og það var greinilegt að þeim fannst tímabært að fá sinn
nammidag.
HRAFNHILDUR Aradóttir úr Breiðabliki sleppti helst ekki bikarn-
um, sem hún vann með vinkonum sfnum, og gerði sitt besta til
að borða pylsuna sína og drekka gosið sitt með annarri hendi.
mjög vel. Krakkarnir hafa verið
til fyrirmyndar og það er mjög
mikill áhugi hjá stelpunum, leik-
gleðin er mikil, sérstaklega hjá
yngstu stelpunum í 6. flokki og
gaman að fylgjast með þeim bera
sig að.“
Jörundur Aki þjálfar meistara-
flokk kvenna hjá Breiðabliki og
telur að framtíð íslenskrar
kvennaknattspyrnu sé björt. „Það
var Mka greinilegt að stelpunum
hefur farið mikið fram, sem sýnir
að kvennaknattspyrna á Islandi er
á uppleið enda hefur þjálfun og að-
staða tekið miklum breytingum til
batnaðar. Hér komu lið frá öllum
landshlutum og það sýnir enn bet-
ur að við erum á réttri leið,“ bætti
Jörundur Aki við.
T
Kjöt-
bollur
vinsæl-
astar
MARGA munna þurfti að
metta á Gull- og silfurmótinu
enda var nokkuð víst að
stelpurnar þyrftu að bæta á
orkubirgðir sínar eftir
hörkuleiki í blíðunni í Kópa-
voginum. Heiðrún Hansdóttir
var einn af sjálfboðaliðunum
sem sáu um að fylla þessa
maga og stóð vaktina alla
daga frá klukkan hálfsjö að
morgni þar til yfir Iauk en
það var oftast um klukkan
níu að kveldi. Boðið var upp
á súpu og brauð og einnig
kjúklinga, en að sögn
Heiðrúnar vöktu kjötbollurn-
ar mesta lukku enda sagðist
hún enga hugmynd hafa um
hve mörgum hefði verið torg-
að - vissi aðeins að hver
bakkinn á fætur öðrum var
fram borinn og jafnóðum
tæmdur. Heiðrún bætti við að
krakkarnir væru mjög þægi-
legir og skemmtilegir, allir
hjálpuðust að og ef einhver
vandræði kæmu upp, væru
málin strax leyst á ljúfan
hátt.
EYJAPÆJUR unnu í 3. flokki á Gull- og silfurmótinu um helgina.
Þúsunda
krakka
kór
ERNA Þorleifsdóttir, einn af
þjálfurum ÍBV, átti afmæli á
sunnudaginn og laumuðu
stelpurnar í liðinu hennar
því að Hjálmari Hjálmars-
syni, sem kynnti sigurveg-
ara. Hann var ekki lengi að
biðja alla f salnum að taka
undir í afmælissöng fyrir
Ernu. Krakkarnir voru held-
ur ekki lengi að taka við sér
og sungu afmælissöng fyrir
Ernu, sem sagði að aldrei
hefði þvílíkur kór sungið fyr-
ir sig fyrr.
Úrslit réðust á hlutkesti
SPENNAN í 3. flokki var mikil,
enda fór svo að úrslitaleikur IBV
og KR var framlengdur. Það
dugði þó ekki til svo að varpað
var hlutkesti um hvort liðið yrði
sigurvegari og ekki væru allir
sáttir við það. Reglurnar lágu
hins vegar fyrir og þeim varð að
framfylgja. „Ég hefði frekar vilj-
að að úrslitin yrðu ráðin með
vítaspyrnum en ekki hlutkesti,
það hlýtur að vera mjög leiðin-
legt að tapa þannig," sagði Berg-
lind Þórðardóttir, fyrirliði ÍBV,
sem vann leikinn. „Hins vegar
held ég að það ætti ekki að vera
vítaspyrnukeppni í yngri flokk-
unum því það gæti orðið of mikið
fyrir margar stelpur þar,“ bætti
Berglind við en fannst samt úr-
slitaleikurinn skemmtilegur.
„Þetta var alveg geggjaður úr-
slitaleikur og ég var orðin nyög
þreytt og þyrst síðustu mínúturn-
ar enda erfíðasti leikur mótsins."
Berglind, sem er 14 ára,
skemmti sér vel á mótinu. „Ég
held að ég hafi komið á öll mótin
hérna og það er mjög gaman,
eins og venjulega, enda höfum
við oft unnið hér. Ég hef líka séð
okkur og aðrar stelpur taka
framförum,“ sagði Berglind áð-
ur en hún fór að undirbúa sig
með landsliðinu sem hún var
valin í.