Morgunblaðið - 10.08.1999, Side 55

Morgunblaðið - 10.08.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 55jl FRÉTTIR Námskeið í Alexander- tækni fyrir söng'vara „ÞEGAR við hættum að gera hið ranga, kemur hið rétta af sjálfu sér.“ (F.M.A.) F.M.Alexander (1869-1955) var leikari frá Ástralíu, sem átti í vandræðum með rödd sína. Þar sem læknar gátu ekki hjálpað hon- um, fór hann að rannsaka sjálfur hvernig hann beitti röddinni. Með hjálp spegils tók hann eftir því að spenna í hálsi og hnakka hafði mikil áhrif á röddina og á líkams- beitingu yfirleitt. Eftir það þróaði hann aðferðir til að losa þessa spennu og ná betri tökum á lík- amsbeitingunni. Angela Spohr söngkona og kennari í Alexandertækni heldur námskeið í þessari tækni í sal Tón- listarskóla FÍH miðvikudaginn 25. ágúst n.k. kl. 16- 18, og fimmtu- daginn 26. ágúst kl. 10-13 og kl. 15- 18. Skráning og upplýsingar eru hjá Þóru Fríðu Sæmundsdóttur í sima 554 4928. Nemendur á nám- skeiðinu þurfa að hafa með sér teppi. Ángela Spohr kennir söng við tónlistarháskólann í Freiburg im Breisgau í Þýskalandi. Angela hef- ur haldið fjölda einsöngstónleika í Þýskalandi og Sviss. Hún hélt tón- leika hér á landi árið 1992, og held- ur nú aftur tónleika í Safni Sigur- jóns þriðjudaginn 24. ágúst n.k. kl. 20.30 ásamt Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur píanóleikara. ------------------ Nýjar bækur • ÓGNARÖFL 1. hluti - bók 3 og 4 eru komnar út. Bækurnar eru í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. í kynningu segir: Spennandi æv- intýri tvíburasystkinanna Kíu og Röskva heldur áfram. Þau flýðu ásamt stúlkunni Elenu til Túsamí- borgar þar sem þau leituðu á náðir Hokka, vinar föður þeirra. En þau hafa ekki verið lengi hjá Hokka þegar útsendarar Makans þefa þau uppi og reyna að ná þeim. Flótti þeirra heldur því áfram á ókunnum slóðum. Þau sjá margt framandlegt og rekast á undarlega menn og skepnur, en þau geta ekki staldrað við fyrr en þau komast í öruggt skjól á meðal dáðrekka. Á meðan ráða Makan konungur og Árín dótt- ir hans ráðum sínum. Ognaröfl er örlagasaga þar sem góð öfl og slæm heyja miskunnar- lausa baráttu um hvaða gildi skuli ríkja. Útgefandi er Æskan ehf. Bóka- flokkurinn er gefínn út í litlum heft- um sem eru í sama broti og geisla- disksumbúðir eða tölvuleikir. Fyrsti hluti bókaflokksins ergefínn út í níu heftum. Heftið kostar 489 kr. £ ““ eSfyj •’H Framfarir með tækni mnun Hjá mörgum eru fegurð og notagild tvö aðskilin hugtök. ■/ foryslu á tiýrri iilil! TILBOÐSDAGAR 3.-13. ÁGÚST LEIRVÖRUR OG ELDFÖST MÓT: Pioneer VSX407 HEIMABÍÓ MAGNARI SHARR CDC471 HLJÓMTÆKJASTÆÐi AtlasCopeo HANDVERKFÆRI SJÓNVARP 28“ ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, KAFFIVÉLAR, BRAUÐRISTAR, STRAUJÁRN, HRAÐSUÐUKÖNNUR, HLJÓMTÆKI, MYNDBANDSTÆKI, SJÓNVÖRP, LEIKJATÖLVUR, r------------------------------- _______ , LEIKIR, RAFMAGNSVERKFÆRI OG MARGT FLEIRA AEG MutOpco (ZAMEtíW ÖYflMflHfl Jamo (DinoesiT ÞINLUX 0Hus()VBfna ONKYO OIVMÞUB Nikon NCJKIA LŒWE. tðHUNTINM^ fNonmar SHARR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.