Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 14
Moldríkir og frægir, keyra þeir hring eftir hring eftir hring. Kappakstursbíllinn flati kostar sjötíu milljónir króna, milljörö- um króna er eytt til aö reyna aö bera sigur úr býtum og þeir keyra hring eftir hring. 150 starfsmenn vinna fyrir hvern og einn, konur fleygja sér að fót- um þeirra og þeir keyra í hringi. SPENNA OG HRAÐI Sjónvarpiö hóf aö sýna beint frá Formúlu 1 áriö 1997 og segir Gunnlaugur Rögnvalds- son, umsjónarmaöur útsend- inganna, aö vinsældir þess hafi vaxiö frá ári til árs. Hvaö er það sem veldur þess- um vinsældum Formúlunnar? „Þaö býr í fólki aö vilja kom- ast hratt og þaö er spennandi að fylgjast meö keppni þar sem hraöi er í fyrirrúmi," segir Gunn- laugur. „Kapparnir í Formúlunni eru miklar hetjur í augum fólks sem fylgist meö og í raun má segja aö þeir séu nokkurs kon- ar riddarar nútímans." BYRJA SEX ÁRA GAMLIR Hvaða færni þarfgóður kaþþakstursmaöur aö þúa yfir? „Allar þessar fremstu akst- urshetjur eiga þaö sameigin- legt aö hafa byrjað mjög ungir og byrjar þjálfunin yfirleitt þeg- ar þeir eru sex til tíu ára gaml- ir. Þeir þurfa aö hafa snerpu, mikla einbeitingu og úthald því þetta tekur mjög á líkamann." En sitja þeir ekki bara og kitla pinnann og stýra? „Nei, þetta er mikil líkamleg áreynsla vegna kraftanna sem verka á bílinn. Þeir bremsa sig stundum niöur um 200 kíló- Riddarar nútímans metra hraöa á klukkustund á hundraö metra kafla og er þessu gjarnan líkt viö aö vera um borö í orr- ustuþotu í fullu átaki. í beygjun- um er sagt aö þaö sé eins og 25 kílógramma lóö togi í höfuöiö og hálsinn sitt hvorum megin og því eru kapparnir oft mjög hálssverir." GÓÐI OG VONDI Samkvæmt könnunum sem hafa veriö gerðar hér á landi halda um 55% áhorfenda meö Þjóðverjanum Michael Schumacher en 40% með nú- verandi heimsmeistaranum, hinum finnska Mika Hákkinen, og þykir Gunn- laugi þaö segja talsvert um þjóðarsálina aö Schumacher, sem er svona haröari týþa, skuli njóta því- líkrar hylli hér á landi. Schumacher er mikil hetja í heimalandi sínu, og þykir mikill haröjaxl. Hann hefur þó stund- um gengið of langt í hörkunni, brotiö reglur meö því að keyra utan í keppinauta sína og veriö refsaö fyrir vikiö. Fjölmiölar hafa stillt þessum aöalkeppinautum, Schumacher og Hákkinen, upp sem hinum góöa og hinum vonda og segir Gunnlaugur að þetta sé bara eins og í Star Wars þar sem hinn góði berst viö hinn vonda, en svo er smekksatriöi hvor fellur betur í kramið hjá fólki. Schumacher slasaöist í sum- ar og er enn slasaöur og hefur misst þaö mikiö úr aö hann á varla möguleika á því aö veröa heimsmeistari í ár. Þaö eru nokkrir sem koma til greina sem sigurvegarar, segir Gunn- laugur, og eru þaö þeir Hákkinen, Eddie Irvine frá ír- landi, Þjóöverjinn Heinz-Harald Frenzen og Skotinn David Coulthard sem munu berjast um titilinn. Hann segir stööuna í stigakeppninni vera mjög jafna og aö keppnin, sem verö- ur haldin í Belgíu 28.-29. ágúst, sé mjög þýöingarmikil fyrir keppnina í heild. Hvaó er svona heillandi viö kappakstur? Birna Anna Björnsdóttir kynnti sér máliö. Kapparnir í Formúlunni eru oft umvafðir kvenfólki og sýnist ítallnn Alex Zanardi nokkuð sáttur við það. Núverandi heimsmeistari, Mika Hákkinen frá Finnlandi, og Skotinn David Coulthard slappa af á ströndinni á Mallorca eftir að hafa leikið blak. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.