Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 28
Morgunblaðiö/Sverrir Iþróttaveisla í Sevilla í Sjónvarpinu veróur mikil íþrótta- veisla þegar Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hefst 21. ágúst og veróur umfjöllun um mótió og beinar útsendingar áberandi í dagskránni. Vala Flosadóttlr verður í eldlínunnl strax fyrsta mótsdaginn. Sjöunda heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum utanhúss hefst í Sevilla á Spáni meó setningu föstudagskvöldið 20. ágúst og daginn eftir hefst keppnin og stendur linnulaust yfir þar til aö kvöldi sunnudagsins 29. ágúst er síöustu flugeldunum veröur skotið á loft. Mótiö fer fram á nýjum leik- vangi Sevilla-borgar, sem kenndur er við Ólympíu, enda var hann byggöur til þess aö veróa helsta tromp borgarinn- ar í umsókn hennar um Ólympfuleikana áriö 2008. Völlurinn var vígður meó pomp og prakt 5. maí sl. aö viöstöddum konungshjónum Spánar, helstu fyrirmennum Alþjóöa Ólympíunefndarinnar og fleiri frammámönnum í fþróttahreyfingu heimsins. Völlurinn tekur 60.000 manns í sæti og reiknaö er meö aö uppselt veröi á völl- inn síödegis alla keppnisdaga þegar keppt veróur til úrslita. Alls er reiknaö meö um 2.500 keppendum auk um 1.000 þjálfara og annarra aö- stoöarmanna frá um 200 ríkj- um. Aldrei hafa keppendur veriö fleiri á heimsmeistara- móti. Þá er reiknaö með aö um 1.500 starfsmenn fjöl- miöla veröi vió fréttaöflun á meöan mótiö fer fram. Fyrsta heimsmeistaramótiö fór fram í Helsinki 1983 og í fyrstu voru mótin haldin á fjögurra ára fresti, 1983, 1987 og 1991, en frá því aö þaö fór fram í Stuttgart í Þýskalandi hafa tvö ár lióiö milli móta. Þetta er sannköll- uó veisla fyrir áhugamenn um frjálsíþróttir, enda mæta til leiks fremstu íþróttamenn frjálsíþrótta hverju sinni. Fimm íslenskir íþróttamenn náöu lágmarki til þátttöku á mótinu aö þessu sinni; þeir eru Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaöur úr Tinda- stóli, Guörún Arnardóttir, grindahlaupari úr Ármanni, stangarstökkvararnir Vala Flosadóttir úr ÍR og FH-ingur- inn Þórey Edda Elísdóttir, og Martha Ernstsdóttir, mara- þonhlaupari úr ÍR. Martha dró þátttöku sína til baka á dög- unum og því veröa keppendur íslands aöeins fjórir. STANGARSTÖKK í FYRSTA SINN Vala og Þórey veröa í eldlín- unni strax fyrsta keppnisdag- inn, laugardaginn 21., þegar keppt er til úrslita í stangar- stökki kvenna síðdegis. Mikil spenna ríkir í kringum keppn- ina því þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í stangarstökki kvenna á heimsmeistaramóti og eftirtektarvert hver hreppir fýrstu heimsmeistaratignina í þessari tignarlegu keppnis- grein. Auk stangarstökks kvenna reyna konur einnig meó sér í sleggjukasti í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti. Á öörum keppnisdegi verð- ur Guörún í sviösljósinu þegar undanrásir í 400 metra grindahlaupi kvenna fara fram snemma morguns. Gera má ráö fýrir aö Guðrún komist áfram í undanúrslit sem fram fara síödegis á mánudag. Snemma á þriójudags- morgni hefst keppni í tug- þraut karla þar sem Jón Arnar veróur í eldlínunni. Aó venju tekur tugþrautarkeppnin tvo daga og henni lýkur um átta- leytið aö kvöldi miövikudags. Komist Guórún í úrslit í 400 metra grindahlaupi, í fýrsta sinn á ferli sínum, stígur hún fram á sviðiö ásamt sjö and- stæöingum sínum skömmu áöur en síðasta keppnisgrein tugþrautarinnar fer fram á miövikudagskvöldinu. JONES ÆTLAR SÉR MIKIÐ Eins og ævinlega á heims- meistaramóti veróur hart barist í ölium greinum en víst er aö meiri spenna ríkir í kringum keppni í sumum greinum en öörum og kepp- endur fá mismikla athygli. Marion Jones, spretthlaupari frá Bandaríkjunum, veröur ef- laust á margra vörum móts- dagana, enda hefur hún í hyggju aö vinna til fjögurra gullverölauna, í 100 og 200 metra hlaupi, langstökki og í 4x400 metra boöhlaupi. Jo- nes hefur haft talsveröa sér- stöðu í spretthlaupum kvenna síðustu tvö ár en eins hefur hún náó framúrskarandi ár- angri í langstökki. Frakkinn Christie Arron, Zantha Pin- tuschevic, Úkraínu, og ekki sfst hin gamalreynda Merlene Ottey gera einnig kröfu til verölauna í spretthlaupum auk löndu Jones, Ingu Miller. Takist Jones ætlunarverk sitt, aö vinna fjórar greinar, veröur 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.