Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 29
Þórey Edda Elísdóttir keppir einnig fyrsta mótsdaginn. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Arnardóttir verður í sviðsljósinu á öðrum keppnlsdegi. hún fyrst frjálsíþróttamanna til þess. Landi Jones, Maurice Greene, heimsmethafi í 100 metra hlaupi, hefur titil að verja í sinni grein og ætlar eflaust ekki að gefa hann eftir átakalaust, enda fótfrá- astur manna í heimi á þessu ári og spurning hvort hann nær aö slá eigið heimsmet, 9,79 sekúndur, sem hann setti í vor. Bruny Surin og Frankie Fredericks svo fáein- ir séu nefndir munu eflaust halda Kansasbúanum fótfráa við efniö. BUBKA ER EINSTAKUR Einn er sá íþróttamaður sem hefur unnið einstakt af- rek á heimsmeistaramótum sem seint veröur ieikið eftir, það er Úkraínumaöurinn Sergei Bubka. Hann hefur staöiö uþpi sem sigurvegari í stangarstökki karla á öllum sex heimsmeistaramótunum sem haldin hafa verið. Sigur hans í Aþenu fyrir tveimur ár- um var ævintýralegur. Þá hafði Bubka, sem einnig er heimsmethafi f greininni, ekki náó sér almennilega á flug allt sumarið, en kom, sá og sigraöi á HM. Sama er uppi á teningnum þetta sumarið, Bubka er fjarri sínu besta og fáir reikna með að hinn 37 ára gamli meistari stangar- stökksins láti mikið að sér kveða í Sevilla. Engan bilbug er hins vegar að finna á Bu- bka og það kemur í Ijós síð- degis fimmtudaginn 26. ágúst hvort hann fagnar sjö- unda heimsmeistaratitlinum. Heimsmeistaramótið í Sevilla verður átta daga veisla fyrir alla unnendur frjálsíþrótta. Nöfn þeirra Maurice Green, Marion Jo- nes, Michael Johnson, Cathy Freeman, Wilson Kipketer, Svetlönu Masterkova, Hicham El Guerroj, Gabrielu Szabó, Haile Gebrselassie, Astrid Kumbernuss, Trinu Hattestad, Hanne Hauglund, Stacy Dragilu, Emmy George, Jans Zelesny, Heike Drechslers, Johns Gotina og Tomas Dvoráks eiga eftir að hljóma kunnuglega mótsdag- ana. Þetta eru aðeins örfáir þeirra íþróttamanna sem eru kallaðir til leiks í frjáisíþrótta- veislu ársins. Keppnin hefst hjá Jóni Arnari Magnússyni á þriðjudeginum, fjórða degi keppninnar. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.