Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 46
myndari (Clint Brýrnar í Madison- sýslu - The Bridges Of Madison County í'95) ^ Roskinn Ijós- Eastwood) og að öllu jöfnu dagfar- spníð bóndakona (Meryl Streep), kynnast af tilviljun og verða ástfangin. Njótast nokkra heita sumardaga á meðan bóndinn er á landbúnaðarsýn- ingu en Ijósmyndarinn heillast af brúm og öðrum mjúkum formum heima í héraði. Ástin er ekki ein- göngu ætluð unglingunum! Sæt og fín. Bíórásin, 19. ágúst. Helreiðin - Paths of Glory ('57) ii. Ómissandi stónnynd öllum Ku- W brick aðdáendum, og þar með öllum unnendum sígildra mynda. Kirk Douglas magnþrunginn sem franskur herforingi á tímum fyrri heimsstyrjald- arinnar. Friðelskandi og fullur samúð- ar með mönnum sínum - sem hann verður að reka út á blóðvöllinn og verja síðar þrjá þeirra í málaferlum vegna hugleysis. Ein óvægnasta og áhrifankasta stríðsádeila kvikmynda- sögunnar. Ómissandi. Bíórásin, 28. ágúst. JFK ('91) jj Oliver Stone fer offari í miklum W langhundi þar sem hann reynir að afsanna að Lee Harvey Oswald hafi einn ráðið Kennedy bana á þeim öriagaríka degi, 22. nóvember ’62. Sagnfræðin að hætti hússins. For- vitnilegust fyrir pottþéttan leikhóp þar sem Kevin Costner fer mikinn í hlut- verki saksóknarans Jims Garrison og Tommy Lee Jones ámóta góður sem sá grunaði. Joe Pesci, Gary Oldman. Sissy Spacek, Kevin Bacon, Jack Lemmon, o.fl. RÚV, 20. ágúst. Málið gegn Larry Flynt - The People vs Larry Flynt ('96) ii Bandaríski draumurinn á röng- & unni. Milos Forman á firna- sterka endurkomu með áleitinni þjóð- félagsádeilu byggðri á lífshlaupi klámkóngsins sem vann sig upp úr óuppdregnum dreifbýlisvarg í við- skiptajöfur með því að skáka Play- boy-veldi Hefners með Hustler. Úti- stöðum hans við predikara og stjóm- völd em gerð góð skil. Við erum þó engu vísari hvort deilt var um prent- Frumsýningar í sjónuarpi frelsið eða hvort þau voru helber skripaleikur. Hvað um það. Frábær mynd með Woody Harrelson, Courtn- ey Love og Forman í banastuði. Bíórásin, 26. ágúst. Neðanjarðar - Underground ii. Margslungin ádeila á stríðsbrölt fp mannskepnunnar, hvarsem er í heiminum þó hún gerist í fyrrverandi Júgóslavíu. Hið margklofna föðurland leikstjórans, Emirs Kusturica, og póli- tískar væringar trúarhópa og þjóðar- brota er kveikjan að þessari kald- hæðnislegu satíru. Fylgst með vináttu tveggja Belgrad-búa frá tímum síðari heimsstyrjaldar fram á tíunda áratug- inn. Kusturica beinir spjótum sínum bæði að Sovétkrumlunni, valdaskeiði kommúnista á eftirstrfðsárunum og þeim blóðugu átökum sem fylgdu í kjölfar sjálfstæðisins. Þar sem engin lausn virðist í sjónmáli og framkoma allra aðila er til skammar. Þrátt fyrir allt skyggir líkingasagan hvorki á dramatíkina né satíruna, gálgahúmor- inn er hömlulaus í þeirri neðanjarðar- veröld sem stendur fyrir föðuriandið og kraftmikil og seiðandi tónlistin dunar dátt þó allt sé uppnámi. Stöð 2, 29. ágúst. Strætið - La Strada ('55) ii. Hvað er minnisstæðast; gáfna- fp sljóa stúlkan (Giulietta Masini), aflraunamaðurinn sem kaupir hana (Anthony Quinn), tónlistin hans Nino Rota, syfjaðir, ftalskir sveitabæimir, eða gatan, meginathvarf og bak- grunnur meistara Fellinis f ofur Ijóð- rænni mynd um grá og guggin öriög fjölleikahússfólks í örbirgðinni eftir seinna heimsstrfð? Masina er átakan- lega brothætt í smæð sinni og óend- urgoldinni ást á rustanum sem Quinn gerir trúverðug skil. Óskarsverðlauna- mynd sem kom Feilini á kortið. Mikil- fengleg, þó ekki hans besta. Bíórásin, 25. ágúst. Villuljós - St. Elmo's Fire ('85) / Hvar eru þau núna, Ally 0 Sheedy, Andrew McCarthy, Rob Lowe, Judd Nelson, Mare Winning- ham; rjómi unglingalandsliðs Hollywood á öndverðum níunda árra- tugnum? Hér skarta þau öllu sínu skársta í snotru léttmeti um vanda- mál vinahóps sem haldið hefursam- an. Bíórásin, 28. ágúst. Young Cassidy ('65) Næstsíðasta mynd Johns Ford minnir lítið á frægari verk meist- arans. l'rska skáldið Sean O'Casey (Rod Taylor), á yngri ámm í Dyflinni er ekki sériega eftirminnilegur í með- fömm Taylors, frekar nokkrir þunga- viktarmenn í aukahlutverkum; Mich- ael Redgrave, Julie Christie, Maggie Smith, Flora Robson og Jack McGowran. TNT, 27. ágúst. IQAMANMYNDIR Brostu - Smile (75) ii Rósin í hnappa- W gati Michaels Ritchie, snjalls en mistæks leikstjóra, er meinfýndin nærskoðun á fegurðarsamkeppni ungpía í Kalifomíu. Nánast óaðfinn- anleg blanda gamans, drama og heimildarmyndar þar sem satíran er efst á baugi og smáborgarar allra landa fá óþægilega á baukinn. Bmce Dern, Geoffrey Lewis og Michael Kidd, allir óborganlegir. Bíórásin, 18. ágúst. Fló á skinni - Flea in Her Ear ('68) Franskættaður, frægur leiksviðs- farsi um afbrýði og ótryggð fær svona og svona meðhöndlun. Geor- ges Feydeau týnist á leiðinni á tjald- ið. Þrátt fyrir nærvem Rex Harrison, Rachel Roberts og Louis Jordan. Sýn, 19. ágúst. Grái fiðringurinn - Seven Year Hch {'57) Hver kannast ekki við atriðið er pilsfaldur kynbombunnar Mari- lyn Monroe lyftist í dásamlegar hæð- ir? Billy Wilder leikstýrir og skrifar handrit bestu myndar gyðjunnar, sem skartar ekki aðeins fögmm fótleggjum heldur ósviknu skopskyni. Fer með hlutverk munúðarfulls nágranna grasekkilsins Toms Ewell, sem reynir að hagnýta sér aðstæður þegar kona hans bregður sér af bæ. Faldafeykir grasekkilsins lætur ekki glepjast svo glatt. Besta mynd hinnar ógæfusömu leikkonu. Sýn, 22. ágúst. Hann var stríðsbrúður - I Was a Male War Bride ('49) Ósvikinn, víðfrægur farsi þar sem Cary Grant fer á kostum sem fransmaður sem giftist Banda- rfkjakonu (Ann Sheridan) í herþjón- ustunni í Þýskalandi eftir strfðið. Þeg- ar hún er send heim beitir Grant öll- um brögðum til að fylgja henni eftir í drepfyndnum kafla. Leikstjóri Howard Hawks. Sýn, 20. ágúst. Jarðarber og súkkulaði- Fresa y chocolate ('93) Forvitnileg og fyndin mynd sem segir frá samskiptum ung- komma (Jorge Pemgorria) og homma (Viadimir Cmz), á Kúbu Castrðs. Sá fyrmefndi mikil kariremba, hinn frið- elskandi Ijúfur sveinn. Milli þeirra skapast óvænt vinátta. Kennslustund í mannlegum samskiptum, umburðar- lyndi og tillitssemi. Mætti vera skylduáhorf í íslenskum ökuskólum. Stöð 2, 22. ágúst. Lestin brunar - Silver Streak (76) Blásaklaus farþegi (Gene Wild- er) flækist inní slæma atburða- rás þegar morð er framið í lest á leið til Chicago. Gamansamur útúrsnún- ingur á The Lady Vanlshes og inni- heldur óborganlegan kafla með Wild- er og Richard Pryor. Frammistaða þess síðarnefnda skaut honum upp á stjömuhimininn á Ijóshraða. Er í raun- inni það besta sem sást til þessa óiánsama afburðaleikara. Afþreying sem óhætt er að mæla með fyrir alla aldurshópa. Sýn, 23. ágúst. Margfaldur - MuHiplicity ('96) Lengst af hefur maður átt í vandræðum með að meta raun- verulega hæfileika Michaels Keaton, sem hefur verið upp og ofan eins og myndirnar hans. Nú tekur hann af all- an vafa og sannar, í margföldu hlut- verki margklónaðs einstaklings, að hann getur haldið mynd gangandi og ennfremur að hann er óvefengjanlegur I é í 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.