Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
BREAK
IDWATER TRAWLlN^
Self-Sp
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hjörleifur Jakobsson, forsljóri Hampiðjunnar, Guðmundur Gunnarsson, markaðs- og sölusljóri Hampiðjunnar, Arn-
grímur Brynjólfsson, skipstjóri á Þorsteini EA, og Kristján Vilhelmsson, frá Samherja hf., við undirritun samnings um
kaup á þantrolli til kolmunnaveiða.
Þantroll hefur reynst
vel á kolmunnanum
■■^^^■■■■■■■■■■■■■■■■■ii HIN svokölluðu þantroll frá
Hampiðjan framleiðir SfSn vf'f'sieSí
troll með nvrri aðferð sjávarútvegssýningunni.
^ Trollin eiu framleidd með
*- sérstakri aðferð sem meðal annars hefur gefíð góða raun á kolmunnaveiðunum.
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunnar, á von á að innan skamms muni
útgerðarmenn nýta þessa tækni í flestum togveiðum. Gengið var frá söiu á einu
þantrolli til Samherja hf. á sýningunni.
Hjörleifur segist mjög ánægður með
hvemig til tókst með sjávarútvegssýn-
inguna í ár. „Mér fannst sýningin mjög
góð. Eg hef nú búið í Kópavoginum
mestan hluta ævi minnar þannig að ég
er mjög stoltur yfir því að sýningin
skuli hafa verið haldin hér og tekist
svona vel. Sýnendur lögðu greinilega
mikinn metnað í básana og aðsóknin
var góð. Þetta var mín fyrsta sýning í
þessu hlutverki og mér fannst gaman
að sjá hversu starfsmenn Hampiðjunn-
' ar stóðu fagmannlega að öllum undir-
búningi og framkomu á sýningunni."
Straumkljúfar í köðlunum
Hampiðjan lagði einkum áherslu á
fjóra vöruflokka á íslensku sjávarút-
vegssýningunni. „I fyrsta lagi sýndum
við nýja Magnetið okkar sem við sett-
um á markaðinn nú fyrr í sumar. Þetta
net er hannað sérstaklega með það í
huga að hámarka hnútastyrkinn og
einnig er netið mun sterkara miðað við
sama þvermál annarra neta. Eg held
að það sé óhætt að segja að þessi þró-
un hefur heppnast mjög vel og heyrum
"við ekkert annað en ánægjuraddir
vegna þessa.
I öðru lagi vorum við þarna að
kynna Dynex ofurtógið sem er að
hasla sér æ breiðari notkunarsvið í
sjávarútveginum sem og í sértækum
verkefnum utan sjávarútvegs. I þriðja
lagi vorum við svo að sjálfsögðu með
Gloriu flottrollin sem í dag er aðalsölu-
vara Hampiðjunnar, og síðast en ekki
síst vorum við að kynna nýtt þantroll
til veiða á uppsjávarfiski.“
Þantroll eða „self-spreading“ troll
eru flottroll sem framleidd eru með
sérstakri aðferð sem þróuð hefur verið
sameiginlega af bandarískum og rúss-
neskum vísindamönnum. Hampiðjan
hefur nýlega keypt einkaleyfi á þessari
framleiðsluaðferð. „Þantæknin byggir
á því að kaðlar og net í trollinu eru út-
búin þannig og raðað þannig saman að
litlir straumkljúfai- myndast í köðlun-
um sem þenja netið út. Þessi eiginleiki
hefur síðan áhrif á alla virkni trollsins,
trollið þenst mun meira út, það helst
betur opið þegar togað er í hliðar-
straumi eða verið er að snúa með troll-
ið, trollið opnar sig mun fljótar en
venjuleg troll þegar því er rennt út, og
minni mótstaða er í trollinu þannig að
sami bátur getur verið með stærri troll
með meiri opnun. Það sem er síðan sér-
staklega athyglisvert er að mun minni
titringur er í trollinu sem virðLst gera
það verkum að fiskurinn styggist síður
og streymir jafnt og þétt aftur í pokann."
Þróað í samvinnu við sjómenn
„Við ákváðum að byrja með þetta
troll hérlendis í uppsjávarfiski og
hönnuðum sérstakt troll fyrir
kolmunnann. Við fengum síðan áhöfn-
ina á Þorsteini EA frá Samherja í lið
með okkur og þeir hafa verið að prófa
og þróa með okkur trollið í sumar. Við
höfum gert ýmsar breytingar í þróun-
arferlinu en teljum að við séum nú
komnir með yfirburðatroll fyrir
kolmunnann. Með tilkomu veiða ís-
lensku skipanna höfum við fengið tæki-
færi til að þróa þessi troll í samvinnu
við íslenska útgerðarmenn og sjómenn
og árangurinn er nú að koma í ljós.
Þessi nálægð og góða samvinna við
markaðinn er okkur ómetanleg.
A Islensku sjávarútvegssýningunni
gekk Hampiðjan frá samningi við Sam-
herja hf. um sölu á einu þantrolli. „Það
var okkur mjög ánægjulegt og mikil-
vægt að þeir skuli kaupa svona troll.
Þeir hafa jú reynsluna og vita nákvæm-
lega hvað þeir hafa í höndunum og
þetta sýnir trú þeirra á þessa tækni.
Við erum síðan í viðræðum við nokkra
aðila sem við vonumst til að ljúka með
sölu á næstu dögum. Eg geri mér vonir
um að þessi tækni muni þróast yfir í
flottroll til annarra veiða. Hinir já-
kvæðu eiginleikar tækninnar eiga alls
staðar við og það er sérstaklega mikil-
vægt að geta stækkað trollinn áfram án
þess að þurfa að auka vclarafl skipsins.
Við ætlum til dæmis að prófa eitt svona
troll á næstu Alaskaufsavertíð. Það er
stöðug þróun og það kom mér
skemmtilega á óvart, þegar ég réð mig
til starfa í Hampiðjunni nú í vor,
hversu mikið vöruþróunarstarf er unn-
ið í fyrirtækinu. Sjávarútvegurinn er
mjög kröfuharður markaður þannig að
menn þurfa stöðugt að vera á tánum.“
Á réttri leið
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á
Þorsteini EA, segir þantrollið frá
Hampiðjunni hafa gefið mjög góða
raun á kolmunnaveiðunum. „Þetta hef-
ur komið vel út og Hampiðjan er
greinilega á réttri leið í hönnun á troll-
um. Netið í trollinu veldur því að opn-
unin verður meiri og okkur sýnist það
leiða fiskinn betur aftur í pokann. Það
er einnig léttara að draga trollið og
auðveldara að eiga við það á allan
hátt,“ segir Arngrímur skipstjóri.
fij UMBÚOAMIOSTÖOINHF.
central packaqino corp.
Héðlnsgata 2 • Sfml563 0000 •Fax563 0001
Til sjós í tæpa
hálfa öld
• FJÓRIR starfsmanna Sfld-
arvinnslunnar í Neskaupstað
eru kynntir í nýjasta frétta-
bráfi fyrirtækisins. Einn
þeirra er Sverrir Guðlaugur
Ásgeirsson, Gulli á Þórhól,
sem byrjaði 14 ára gamall á
sjó á Goðaborginni. Sjó-
mennskan var hans aðalstarf í
á fimmta áratug. Hann var á
bátum og
síðutogurun-
um Agli
Rauða, ísólfi
og Röðli, en
árið 1962
gerðist hann
starfsmaður
Sfldarvinnsl-
unnar hf.
Hann starf-
aði fyrst í bræðslunni en frá
1965 til 1991 sem vélstjóri og
stundum stýrimaður á skipum
fyrirtækisins. Gulli lauk prófi
frá Stýrimannaskólanum
1955 og vélstjórnarréttindi
fékk hann 1957.1 dag starfar
Gulli við að þjónusta skipin
þegar þau eru í landi.
SOÐNINGIN
Hrár túnfiskur með
ólífum og tómötum
TIÍNFISKUR er alls ekki algengur á
borðum okkar Islendinga, nema salat úr
niðursoðnum túnfiski. Þap er eðlilegt,
enda túnfiskveiðar okkar Islendinga rétt
að hefjast. Tiínfiskinn er hægt að fá inn-
fluttan frystan í helztu matvöruverzlun-
um og matreiða á ýmsan hátt. Það er
Auðunn Sólberg Valsson, matreiðslu-
meistari á Einari Ben, sem kynnir lesendum Versins hvern-
ig eigi að matreiða túnfiskinn, en þetta er forréttur fyrir
Qóra. Auðunn er félagi í Freistingu, félagi matreiðslu-
manna og bakara. Félagið hefur komið sér upp heimasíðu
á Netinu á slóðinni: http//www.treknet.is/freisting.
UPPSKRIFTIN
200 g túnfiskur, þykk 2 g steinselja
stykki 2 dl sérríedik
2 stk. tómatar 3 dl ólífuolía
4 stk. laukar 80 g stökkt icebergsalat
20 g ólífur örlítill svartur pipar úr
20 g græn paprika kvörn
AÐFERÐIN
1. Frystið túnfiskinn og skerið í þunnar sneiðar.
2. Leggið icebergsalatið á fat og setjið túnfisksnciðarnar
ofan á.
3. Setjið muldan pipar yfir og saxið laukinn fínt.
4. Stráið lauknum yfir og skerið paprikuna smátt og stráið
einnig yfir.
5. Skerið ólífurnar í tvennt og stráið yfir.
6. Blandið saman edikinu og oliunni og hellið jafnt yfir.
7. Maukið tómatana í matvinnsluvél og heliið yfir.
8. Að lokum er saxaðri steinselju stráð yfir.
Einstakur
W,
Hfíla öfeon
Sœvorhöfoa 2
Sími 525 8000
wumth.is