Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 B 5
Minni afli á helstu
nytjastofnum heims
■■■■■^■^^^^■■■^^■■■(■■■■■IH AFLI þremur
Afli gæti verið meiri í Ind- BS^SJSS
landshafí og Kyrrahafl al!»*auí“ og bryn-
0 ■' stirtlu for mmnkandi
á árunum 1995 til 1997. En á sama tíma jókst afli á síld, spænskum makríl,
japanskri ansjósu og loðnu og eru þessir stofnar í fjórða til sjöunda sæti
yfir mest nýttu fisktegundir í heimi. Þorskur er í níunda sæti yfir mest
nýttu tegundirnar og jókst aflinn hægt og bítandi á þessu tímabili.
Athuga verður að þessar tölur
eru um afla áður en E1 Ni~no
herjaði á Kyrrahafið og vegna hans
hefur afli Suður-Ameríkuþjóða á
ansjósum og brynstirtlu minnkað
enn frekar.
Samkvæmt skýrslu Matvæla- og
þróunarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (FAO) fer afli á helstu haf-
svæðum heims minnkandi og telja
sérfræðingar stofnunarinnar að
vaxtarmöguleikar í fiskveiðum séu
takmarkaðir. Þó benda þeir á
nokkur svæði þar sem afli gæti
verið meiri. Horfa menn sérstak-
lega til Indlandshafs í því sam-
hengi en stofnar þar hafa verið
vannýttir, sérstaklega vegna van-
þróaðra veiðiaðferða sjómanna á
þeim slóðum. Einnig er bent á að
hægt væri að veiða meira á sumum
svæðum á Kyrrahafinu.
20 mest veiddu tegundirnar 1997
og samanburður við 1996 og 1995
Tegund
1 Ansjósa
2 Aiaskaufsi
3 Makríll (Chilean Jack)
4 Atlantshafssíld
5 Makríll (Chub)
6 Japönsk ansjósa
7 Loðna
8 Túnfiskur (Skipjack)
9 Atlantshafsþorskur
10 Silfuráll
11 Túnfiskur (Yellowfin)
12 Evrópsk sardína
13 Smokkfiskur
14 S-Amerísk sardína
15 Brislingur
16 Lýsa
17 Sardinella níí*®
18 Lýsingur
19 Smokkfiskur (Japanese flying squid)
20 Meinhaddur
,x^>
1997 1996 1995
7.685 8.864 8.645
4.368 4.549 4.809
3.597 4.379 4.955
2.533 2.332 2.354
2.423 2.171 1.581
1.667 1.254 972
1.605 1.527 749
1.426 1.497 1.573
1.362 1.333 1.270
1.201 1.281 1.244
1.128 994 1.055
1.031 1.001 1.220
959 641 521
722 1.494 1.503
701 672 602
698 627 542
647 669 427
634 661 636
603 716 513
598 492 472
5( l mestu fiskveiði- 1 þjóðir heims
Sæti ’97 ('96) Afli í þúsundum tonna RÍKI 1997 1996
1 (1) Kína 15.722 14.222
2 (2) Perú 7.870 9.515
3 (4) Japan 5.882 5.964
4 (3) Chile 5.812 6.693
5 (5) Bandaríkin 5.010 5.001
6 (6) Rússland 4.662 4.676
7 (7) Indónesía 3.649 3.730
8(8) Indland 3.602 3.492
9 (9) Tæland 2.912 3.138
10(10) Noregur 2.857 2.638
11 (12) ísland 2.206 2.060
12(11) S-Kórea 2.204 2.414
13(15) Danmörk 1.827 1.682
14(13) Filippseyjar 1.806 1.790
15(16) Mexíkó 1.489 1.423
16(17) Argentína 1.351 1.238
17(18) Malasía 1.173 1.131
18(19) Spánn 1.102 1.055
19(24) Víetnam 1.066 811
20(20) Tævan 1.038 967
21 (21) Kanada 945 901
22 (23) Bretland 887 868
23 (25) Myanmar 830 805
24(22) Bangladesh 830 874
25(28) Marokkó 784 638
26(26) Brasilía 750 799
27 (36) NýjaSjáland 596 421
28 (30) Pakistan 575 537
29(27) Ekvador 553 685
30(29) Frakkland 542 542
31 (34) Suður-Afríka 509 436
32 (35) Senegal 507 436
33(32) Venesúela 494 485
34(31) Tyrkland 454 522
35(39) Holland 452 363
36(33) Ghana 446 477
37 (37) Úkraína 373 417
38(49) Nígería 366 238
39(43) Pólland 362 342
40(38) Svíþjóð 357 371
41 (41) Jansanía 357 357
42 (42) íran 350 352
43 (40) Ítalía 350 359
44(47) Egyptaland 345 265
45 (45) Færeyjar 330 304
46 (44) írland 293 333
47 (46) Namibía 291 267
48 (50) Þýskaland 259 237
49(51) SriLanka 240 225
50 N-Kóera 236
Herferð
gegn
fískveiðum
UMHVERFISSAMTÖKIN PETA
í Bandaríkunum hafa hleypt af
stokkunum herferð gegn fiskveið-
um. Markmiðið er að sannfæra
neytendur um að fiskveiðar séu í
raun morð á fiskum. „Við viljum
hvetja fólk til að láta flska í friði í
hafinu því þar eiga þeir heima,“
sagði Dawn Carr, talsmaður her-
ferðarinnar. „Fæstir hafa velt því
fyrir sér að fískar finna líka til.“
Herferðin hófst í júní sl. með sjón-
varpsauglýsingum sem sýndar
voru víðs vegar um Bandaríkin þar
sem meðal annarra kom fram
Linda heitin McCartney en hún
var félagi í PETA. í herferðinni er
lögð áhersla á að upplýsa almenn-
ing um að þegar fiskur er „myrtur"
verði hann „hræddur, kvalinn og
kafni smám saman um leið og hann
er hífður upp úr vatninu."
Heimsaflinn er 122 milljónir
tonna og mikil aukning frá 1996
SAMKVÆMT töl-
Kína er mesta fiskveiðiþjóð s°í
heims Off Island í 11. sæti meinuðu þjóðanna
° (FAO) sló heimsafli
á fiski árið 1997 öll fyrri met. Aflinn var hátt í 94 milljónir tonna og jókst
um 150 þúsund tonn frá árinu áður. Ef eldisfiski er bætt við töluna nær
hún 122 milljónum tonna, en það er aukning um eina milljón frá 1996.
Samkvæmt skýrslu FAO fór
stærstur hluti aflans til manneldis
eða um 92,5 milljónir tonna. 29,5
milljónir tonna fóru í dýrafóður og
til annarrar framleiðslu.
Kína er mesta fiskveiðiþjóð
heims ef teknar eru inn tölur um
úthafsveiði og fiskeldi. Afli þeirra
árið 1997 var tæplega 16 milljónir
tonna, sem er helmingi meira en
afli Perúmanna, sem eru næstafla-
hæstir. Afli Perúmanna minnkaði
um tæpar tvær milljónir milli ára
vegna E1 Ni~no-straumsins sem
hefur neikvæð áhrif á helstu nytja-
stofna þeirra. Tölur fyrir síðasta ár
benda til að veiðar þeirra hafi ekki
enn náð að rétta úr kútnum. Chile
var þriðja mesta fiskveiðiþjóð
heims, sé miðað við tölur frá 1996
en fellur niður um eitt sæti milli
ára. Astæðumar eru þær sömu og
eru á bakvið minnkandi afla Per-
úmanna. Japanir færa sig upp um
eitt sæti, úr því fjórða í þriðja þrátt
fyrir að afli þeirra hafi minnkað lít-
ið eitt milli ára.
Bandaríkjamenn og Rússar
skipa fimmta og sjötta sæti yfir
mestu fiskveiðiþjóðir heims. Afli
þeirra hélst stöðugur milli ára og
eiga Rússar gi’einilega langt í land
að ná þeim aflatölum sem Sovétrík-
in sálugu veiddu á sínum tíma.
Helsta ástæðan fyrir auknum
afla er metnaður Kínverja til að
nútímavæða útveginn í landinu. En
Kínverjar hafa ávallt verið mikil
fiskveiðiþjóð og eru einnig mjög
stórtækir í fiskeldi. Stjórnvöld í
landinu beina augum sínum í sí-
auknum mæli til fiskveiða og spá
sérfræðingar því að innan fárra ára
muni fiskveiðar Kínverja verða af
áður óþekktri stærðargráðu. En
þrátt fyrir þessar spár eru uppi
ýmsar áhyggjuraddir sem benda á
að framleiðni í kínverskum sjávar-
útvegi, sérstaklega í eldinu, sé
frekar lág og sú staðreynd kunni
að standa þeim íyrir þrifum í ná-
inni framtíð.
Islendingar eru í ellefta sæti yfir
mestu fiskveiðiþjóðirnar og færa
sig upp um eitt sæti frá 1996. Afli
íslendinga árið 1997 var 2.205.944
milljónir tonna og jókst um rúm
200 þúsund tonn milli ára. Ástæðan
fyrir aukningunni var góð loðnu-
vertíð það árið. í tölum yfir fisk-
veiðar Islendinga vegur uppsjávar-
fiskur þyngst.
ÖLL MÁL LEYST FYRIR KLUKKAN TÍU
CkHÍ upp
i bátiwt
Morgunblaðið/Golli
• OPT er margt um manninn á
morgnana í viktarskúrnum við
höfnina í Grundarfirði. Skip-
stjórar, trillukarlar og gamlir
sjómenn líta inn í kaffí til
Rósants Egilssonar hafnarvarð-
ar og ræða málin. Rósant segir
að margt beri á góma en öll
málin séu leyst fyrir klukkan
tíu. Þegar blaðamenn litu þar
inn á dögunum var klukkan far-
in að ganga ellefu og fararsnið
á mönnum. Að lokum voru að-
eins tveir eftir, Jón Elbergsson
og Sigurður Lárusson. Báðir
eru þeir fyrrverandi sjómenn
þótt Jón hafí hætt sneinma á
sjónum og lengst af verið
fangavörður á Kvíabryggju.
Sigurður var lengi í verkalýðs-
málunum. Þeir segjast oft líta
inn í viktarskúrinn til að fá sér
kaffisopa og fylgjast með hjá
þeim sem enn stunda sjóinn.
Þeir sögðu að kvótinn væri enn
ekki kominn á dagskrá í um-
ræðunum á viktinni þótt búið
væri að birta kvótann í Verinu.
Það væri kannski af þvf að
trillukarlarnir hefðu lítið sést
að undanförnu. Umhverfið í
viktarskúrnum er viðeigandi.
Rósant hefur sett upp myndir
af sjómönnum og úrklippur sem
tengjast útgerð og sjómennsku
í Grundarfirði.
Rússar
á Rockall
SJÓMENN frá Murmansk hafa í
auknum mæli leitað að fískimiðum út
fyrir Barentshaf og æ fleiri hafa far-
ið á Rockallsvæðið vestan við
Skotland. Fregnir hafa borist af
góðri ýsuveiði þar í sumar og hafa
rússneskir togarar fengið um 15 til
20 tonn að meðaltali á dag, sam-
kvæmt írétt í Worldfísh Report.
Veiði hefur dregist saman í
Barentshafi og því hafa Rússar leitað
annað. Að minnsta kosti tvö einkafyr-
irtæki sendu togara sína á Rockall-
svæðið í júlí og ágúst og létu vel af
nema hvað ýsan þótti helst til smá.
s
Islenskur sjávarútvegur
www.mar.is
Selvörehf., sími 511 2121. mar@mar.is