Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 7

Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ■t _________________________ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 B 7 FRÉTTIR SKOÐUN Hver og einn í naflaskoðun BÆTA þarf marga hluti í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja til að bregðast við breytingum á umhverflssteftiu stórra kaupenda sjávarafurða í Evr- ópu. Þetta sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, í erindi sem hann hélt á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í síðustu viku. Sífellt harðari umhverfísstefna Einai- rakti í erindi sínu umhverfis- stefnu stærstu kaupenda sjávaraf- urða í Evrópu, svo sem Sainsbury’s, Tesco og Marks & Spencer. Þessi fyr- irtæki eru öll risafyrirtæki á íslensk- an mælikvarða og stórir kaupendur að íslensku sjávarfangi. Einar sagði fyrirtækin flest hafa það að markmiði að stuðla að minni umhverfisáhrifum þeirra bh’gja sem veita þjónustu og framleiða merkjavöru. Sum þeirra hafa þannig einsett sér að vernda um- hverfið og ætla að nota viðskiptaleg- an styrk sinn til að koma umhverfis- stefnu sinni í verk. Verðum að vera á varðbergi Einar sagði ekki hægt að búa til markmið fyrir sjávai’afurðir án þess að taka bæði tillit til fiskveiða og fisk- vinnslu. í pólitísku ljósi hafi of mikið verið horft á þessar greinar sem að- skildar eða lítið tengdar þótt þær væru í raun mjög nátengdar. „Vernd- un auðlinda, svo sem fiskistofna, hef- ur fengið mesta athygli fjölmiðla en mengunarvai’nir og úrgangsmál hafa fengið minni umfjöllun. Þetta er að mörgu leyti skiljanlegt því ef ekki er góð stjórn á veiðunum leiðir það fljótt til ofveiði eins og sjá má í Barentshafi núna og við Kanada og ísland áður. Sjávarútvegsráðuneytið hefur undanfarin ár unnið að upplýs- ingaveitu sem lýsir stöðunni í ís- lenskum sjávarútvegi á vísindalegan hátt. Þar eru til dæmis birtar niður- stöður mengunarmælinga í hafinu kringum landið. Þessar upplýsingar eru sífellt mikilvægari, ekki síst vegna umræðu um aukna mengun hafanna á köldu norðlægu slóðun- um.“ Einar sagði mngengni um auðlind- ina hafa batnað á undanförnum árum og ýmislegt verið gert til þess að fá útgerðir til þess að draga úr þeim umhverfisáhrifum sem óhjákvæmi- lega verða vegna rekstrar útgerðar. Utvegsmenn væru þó mjög stutt á veg komnir í að meta umhverfisáhrif tengd rekstri einstakra útgerðarfyr- irtækja. I umræðunni beindust augu manna að mestu leyti að fiskistofnum og vistkerfum hafsins en oft gleymd- ist að ræða önnur áhrif sem fyrirtæki í útgerð hafa áhrif á umhverfið. Megum ekki þverskallast við Einar minnti á að umhverfismál væru ekki einkamál einnar atvinnu- greinar eins og sjávarútvegsins. „Það er samt ljóst að við þurfum að bæta margt í starfseminni hjá okkur sem stundum viðskipti í sjávarútvegsgeir- anum í dag. Bregðast þarf við breyt- ingum á ytri aðstæðum af skynsemi á réttum tíma, en ekki þverskallast við og lenda jafnvel í vandræðum síðar. Það þýðir ekki að berjast endalaust gegn straumnum og enda síðan sem nátttröll á nýrri öld.“ Einar sagði framtak LIU í mörkun umhverfisstefnu vera lofsvert, enda benti það ekki aðeins á mikilvægi á verndun vistkerfisins og sjálfbæra nýtingu fiskistofna, heldur einnig þá þætti sem tengjast mnhverfisáhrifum einstakra útgerðarfyrirtækja. Það væri síðan í hendi hverrar útgerðar fyrir sig að setja fram eigin steftiu og koma á umhverfisstjómun hjá sér. „Þrátt fyrir að einhver sameiginleg markmið séu sett fram þarf hver og einn að fara í gegnum naflaskoðun á eigin rekstri og ákveða sjálfur hvem- ig staðið skal að þessum málum í fyr- irtækjunum. Við þurfum að hefjast handa í garðinum heima," sagði Ein- ar Svansson. Skuldir sjávarútvegs A NYAFSTOÐNUM aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva vakti for- maður samtakanna at- hygli á skuldastöðu sjávarútvegsins. Sam- kvæmt upplýsingum hagdeildar Seðlabanka Islands era áætlaðar heildarskuldir greinar- innar um þessar mundir um eða yfir 150 milljarð- ar krónur (150.000.000. 000 kr.) og hafa þær aukist um rúmlega helming frá árinu 1995. Aukin skuldabyrði sjáv- arútvegsins hlýtur að Benedikt vera mikið áhyggjuefni, Valsson þar sem slík aukning eykur á vaxtabyrði og getm- þá um leið dregið úr hagnaði greinarinnar. Formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva segir að mikil fjárfesting í fastafjármunum í sjávarútvegi, eink- um vinnsluskipum, fiskmjölsverk- smiðjum, auk mikilla breytinga og endurnýjunar á loðnuflotanum skýri fyllilega þessa aukningu heildar- skulda sjávarútvegsfyrirtækja á undanfömum árum. Þessa staðhæfingu formannsins verður að draga í efa þegar tölur um skuldaaukningu og fjárfestingu í fastafjármunum eru bornar saman eins og fram koma í meðfylgjandi töflu. Samkvæmt töflunni aukast heild- arskuldir í sjávarútvegi um 56 millj- arða króna á tilgreindu tímabili. Hins vegar virðist nettó fjárfesting upp á rúmlega 25 milljarða króna, m.t.t. útflutnings á notuðum fiski- skipum, ekki skýra nema um helm- ing af skuldaaukningunni í atvinnu- gi’eininni. Tekið skal fram að á umræddu tímabili hefur sjávarútvegurinn skil- að umtalsverðum hagnaði sem að öðru óbreyttu hefði átt að leiða tO lækkun skulda greinarinnar. Með hliðsjón af framangreindu verður að leita annarra skýringa til þess að útskýra skuldaaukninguna að fullu. Sú útskýring gæti meðal annars falist í fjárhagslegum „leka“ úr greininni. M.ö.o. hafa eignaraðilar í útgerð selt fiskiskip með veiðiheimildum og einhverjir úr þessum hópi hafa síðan flutt söluandvirðið úr grein- inni. En hinir sem kaupa hafa væntanlega að hluta fjármagnað kaupin með lántöku sem leiðir til þess að heildarskuldir sjávar- útvegsins aukast. I framangreindri skuldaaukningu er ekki reiknað með þeim fjár- festum utan sjávarút- vegsins, eignarhaldsfé- lög o.fl., sem fjárfest hafa í greininni með lántöku, þar sem slíkar lántökur eru bókfærðar í öðram at- vinnugreinum en sjávarútveginum. Þannig má ætla að bæði bein og óbein skuldsetning í sjávarútvegi sé hærri en tölur hagfræðideildar Seðlabanka Islands gefa til kynna. Fjármál Aukin skuldabyrði sjávarútvegsins, segir Benedikt Valsson, hlýtur að vera mikið áhyggjuefni. Að lokum er aftur vakin athygli á því að skuldir sjávarútvegs hafa auk- ist um liðlega 56 milljarða króna á síðustu áram. Þessa skuldaaukningu má útskýra að helming með fjár- munamyndun, en hinn helminginn má segja að sé óútskýrður með full- nægjandi hætti. Hér er þörf á frek- ari könnun. Höfundur er framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Fjárfesting og áætlaðar heiidarskuldir sjávarútvegsins 1995 - 1998 - Allar fjártiæðir í milljónum króna - Fjárfesting Útflutt notuð Nettó Skuldir ÁR Veiðar Vinnsla fiskiskip fjárfesting í árslok (1) (2) (3) (1+2-3) 1995 1.546 3.166 2.105 2.607 93.573 1996 5.174 4.659 155 9.678 116.091 1997 1.764 4.181 1.968 3.977 129.546 1998 4.500 5.200 506 9.194 149.581 Samtals 12.984 17.206 4.734 25.456 Heimildir: Þjóöhagsstofnun, Hagstofa íslands og Seölabanki íslands 4? 4? / 4? 4? SALTFISKUMBUÐIR *>//t O “ mwr_ ' Gott verð <V M Jg. !f?JlO/.# Góðar umbúðir o HS SAMHENTIR-KASSAGERÐ ehf. Melbraut 19 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 6700 ATVINNA Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveginn. Útvegum gott starfsfólk til sjós og lands. Símar 562 3518 og 898 3518 (Friðjón). TIL SOLU KzÁsbj ölnsson ki. • Sigurnaglalína — ábót — beita • Sími 551 1747. Saltfiskvinnsla Saltfiskvinnsla til sölu á einum besta stað á Suðvestur-horninu. Frábært tækifæri fyrir áhugasama aðila. Upplýsingar í símum 564 3749 og 863 2437 alla daga. Fiskiker til sölu 660 lítra nýleg, saltdreifari + hnakkabursti og flökunarvél 189 v, Linder lyftari, árgerð 1998, og Toyota lyftari, árgerð 1998. Upplýsingar gefa Stefán í síma 869 9283 og Guðmundur í símum 861 3620 og 555 1862. 20 brúttótonna eikarbátur, útbúinn á rækju o.fl. Smíðaður á Skagaströnd árið 1972, lengd 13,68 m. Vél 300 hp. Cummins, árg. 1998, innfjarðar- rækjukvóti getur fylgt, 31 tonn. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554, fax 552 6726. KVÓTI KV&TABANKINN Vantar aflahlutdeild í þorski. Þorskaflahámark til sölu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. I mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is I /\LLTA/= €EIT~rH\//\-Ð NÝTT Flatningsvél Til sölu Baader 440 flatningsvél ásamt Odd- geirs hausara með slítara. Lán geta fylgt. Einnig Marel flaka-flokkari. Tækin eru í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 893 6060. PJÓISIUSTA Kafari, Sigurdur Vilhjálmsson, símar 892 2719 og 421 2534. BÁTAR/SKIP Þessi bátur er til sölu 51 brúttótonna eikarbátur, útbúinn á línu, net og troll. Smíðaður í Stykkishólmi árið 1970, lengd 18,4 m. Vél 408 hp. Caterpillar, árg. 1985. Báturinn selst kvótalaus en með veiðiheimild. Skipasaian Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554. Fax 552 6726. Þessi bátur er til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.