Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 1
Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 28. september 1999 Blað c Pípulagnir í 50 ár FYRIR aðeins tæpum fímmtiu árum voru hvorki til höggbor- vélar né heldur borar sem unnu á steypu. í Lagaafréttum fjallar Sigurður Grétar Guð- mundsson um þá þróun sem orðið hefur á lagnaefni, verk- færum og vinnubrögðum síð- ustu áratugi. / 26 ► il .3 | :: f »1 Í'| rSjEtíi ‘1 1 | l m f 1 j Frestur að renna út HALLUR Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Ibúða- lánasjóðs, fjallar í þættinum Markaði um lán til sveitarfélaga og annarra félaga vegna bygg- ingar eða kaupa leiguíbúða en frestur til að sækja um slík lán rennur út um næstkomandi mánaðarmót. / 11 ► Ú T T E K T Símenntun í iðnaði Menntafélag byggingar- iðnaðarins býður upp á símenntunarnámskeið í byggingariðngreinum og rekstrarfræðum. Kristján Karlsson framkvæmdasljóri fé- lagsins segir í samtali við Morg- unblaðið að tilgangur þessa fé- lags sé að vera samstarfsvett- vang fyrirtækja, meistara og starfsmanna í byggingariðnaði, um menntun. I tölulegum upplýsingar sem félagið hefur tekið saman um sí- menntunarnámskeiðin kemur fram að konur eru aðeins 3% þátttakenda á námskeiðunum en 97% eru karlar. Rúm 60% þátttakenda eru á aldrinum 30- 50 ára. Þá eru pípulagninga- menn 37% þeirra sem sækja námskeiðin samanborið við 36% húsasmiða þrátt fyrir að þeir síðarnefndu séu Qölmennastir innan félagsins. Auk símenntunar sinnir Menntafélagið grunnnámi í byggingaiðngreinum að sögn Kristjáns. „Við erum með nokkurs kon- ar verktökusamninga við Menntamálaráðuneytið varð- andi grunnnám í byggingaiðn- aði. Þannig hefur Menntafélag- ið til að mynda umsjón með sveinsprófum og námssamning- um í byggingaiðngreinunum. Allir námssamningar í þessum greinum eru gerðir á vegum Menntafélagsins og það hefur með sveinspróf að gera í sam- starfi við sveinsprófsnefndir viðkomandi iðngreina. Menntafélagið er nokkurs konar bakhjarl fyrir Starfs- greinaráð bygginga- og mann- virlqagreina. Þannig að sú vinna sem er á vegum starfs- greinaráðsins er að Iangmestu unnin af Menntafélaginu", segir Kristján. /20 Markaðsverð húsnæð- is hækkaði um 3,7% Vísitala byggingariðnaðarins hækkaði óverulega í þessum mánuði líkt og flesta mánuði ársins eða allt frá því í janúar þegar áhrif frá launahækkun- um ollu 22% hækkun á byggingavísi- tölu febrúarmánaðar. Vísitalan hefur nánast staðið í stað siðan þá. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu fs- lands er þetta fremur sérstakt í ljósi þess hversu mikið vísitala neysluverðs hefur hækkað á árinu. Byggingavísitala, sem reiknuð hefur verið fyrir október eftir verð- lagi um miðjan september, er 236,7 stig. Fyrir september er hún 236,4 stig. Hækkunin á milli mánaða nem- ur því 0,3 stigum eða 0,1%. Þetta samsvarar um 1,5% hækkun á ári. Samsvarandi vísitala, sem er miðuð við eldri grunn frá árinu 1982, er 757 stig fyrir október. 2,5% hækkun á ári Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 2,1% hækk- un á ári og hækkunin síðasta hálfa ái'ið samsvarar 1,1% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði vísi- talan um 2,5%. Þegar vísitala neysluverðs er skoðuð til samanburðar þá kemur í ljós að mun meiri hækkanir hafa orð- ið á henni heldur en á byggingavísi- tölunni. Vísitalan sem reiknuð var miðað við verðlag í september og sem notuð er til verðtryggingar í október er 191,8 stig. Þannig nam hækkunin í september 1,6 stigi eða 0,8% frá mánuðinum á undan. Þetta samsvarar 10,6% hækkun á ári en hækkun neysluverðsvísitölu síðast- liðna 12 mánuði er 4,9%. Mælikvarði á verðþróun Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hækkaði markaðsverð húsnæðis um 3,7% sem leiddi til 0,34% hækkunar á neysluverðsvísi- tölunni. Byggingavísitalan tekur mið af byggingarkostnaði ákveðinnar stærðar fjölbýlishúss í Reykjavík á hverjum tíma fyrir sig. Hún er sam- sett af kostnaðarþáttum nýbygginga og er því mælikvarði um verðþróun- ina á því sviði. Þess má einnig geta að húsaleiga fyrir atvinnuhúsnæði er oft bundin byggingarvísitölu. Vísitölur byggingarkc og neysluverðs frá 1i 240 Vísitala byggingarkostnaðc 235 Júlí 1987 = 100 >stnaðar 997 ir _—s» 236,7 225 - ádSj _ ^ u 997 1998 1999 J FMAMJ JÁSONDJ FMAMJ JÁSONDJ FMAMJ JÁSOND 195 Vísitala neysluverðs ^191,8 190 Maí 1988 = 100 lOO loU JT8<Í1997 1998 1999 J FMAMJ JÁSONDJ FMAMJ JÁSONDJ FMAMJ JÁSOND BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF — byggir á traustí FRAMSÆKNIALÞJÓÐA HLUTABRÉFASJÓÐUR HLUTABRÉFASJÓÐURINN BÚNAÐARBAN KANS H F 35,5% 32,7% Ilældum sjoiXsins íní stoinun lians 10. descmhcr 19‘AS 1 lækkun sjFAsms írá stolnun hans 1. novembcr 1996 iniöad vid 1. septcmher 1999 miðað við 1. september 1999 OKKAR SÉRFRÆÐINGAR- ÞÍN ÁVÖXTUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.