Morgunblaðið - 30.09.1999, Blaðsíða 7
6 C FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 C 7
_______________VIÐSKIPTI_________ ______
ÚTLÁNAAUKNING ÓGNAR STÖÐUGLEIKA
FJARMAL A FIMMTUDEGI
Peningamagn og peningalegar eignir
Peningamagn M4 1992-99
25-
11$
Peningalegar eignir
á alþjóðlegum markaði
í trilljónum (þúsund milljörðum) dollara
80---------- ----- 78$
70--------------
60-----------56$
50
40
30
20
10
0
Hlutabréf
— Skuldabréf
Peninga-
magn.
Heimild: Þjóðhagsstofnun
1980 1996 2000 (áætlun)
Heimild: The Race for the World
Sigurður B. Stefánsson
SEÐLABANKI íslands
hækkaði vexti í viðskiptum
við lánastofnanir um miðj-
an júní sl. í því skyni að
hamla á móti verðbólgu en nú er tal-
ið að hún verði 3% á árinu 1999 í
staðinn fyrir 2% samkvæmt fyrri
spá.“ Þannig hljóðuðu inngangsorð
Fjármála á fimmtudegi þann 8. júlí
sl. Hinn 16. september hækkaði svo
Seðlabankinn enn vexti sína til inn-
lánsstofnana og nú um 0,6% í 9%. A
liðlega einu ári hafa viðmiðunarvext-
ir bankans hækkað fjórum sinnum,
ÍSLAND
Á verði vegna meiri
verðbólgu
um 0,3% í september 1998, um 0,4% í
febrúar sl., um 0,5% í júní sl. og núna
um 0,6%.
Mikil útiánaaukning bankakerfis-
ins og meiri verðbólga að undan-
fomu em helstu ástæður hækkunar
viðmiðunarvaxta Seðlabankans úr
7,2% í 9% á einu ári. Síðustu tólf
mánuðina hækkaði verðlag um 4,9%
og það er mesta hækkun síðan í nóv-
ember 1993, þá í kjölfar „síðustu"
gengisfellingarinnar sem var í júní
það ár. Síðustu þrjá mánuðina var
árshraði verðbólgunnar enn meiri
eða 6,5%.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
hefur boðað að í fjárlagafrumvarp-
inu sem lagt verður fram á Alþingi á
morgun sé tekjuafgangur ríkissjóðs
aukinn í aðhaldsskyni. Davíð Odds-
son forsætisráðhema sagði í ræðu
við stofnun Samtaka atvinnulífsins
að óhjákvæmOegt sé að hægja nokk-
uð á efnahagsstarfseminni svo að
verðbólga fari ekki úr böndum.
„Þannig verður ríldssjóður rekinn
með verulegum afgangi á næsta ári,
skuldir ríkisins verða greiddar hratt
niður, ýmsum framkvæmdum ríkis-
ins verður frestað um hríð og al-
mennur spamaður verður örvaður.
T0 að mynda verður dreifð sala rík-
iseigna meðal annars nýtt tO að
binda fé.“
Verðbólgan er peningalegt fyrir-
bæri. Of hröð aukning peninga-
magns leiðir til minnkandi verðgOdis
hverrar krónu þegar tO lengdar læt-
ur og verðrýmunin endurspeglast í
hækkandi verðlagi. Myndin hér á
síðunni sýnir tólf mánaða aukningu
peningamagns M4 (seðlar og mynt í
umferð og innlán með vöxtum að við-
bættri verðbréfaútgáfu) á áranum
1992 tO september 1999. Augljóst er
að aukningin síðustu tvö árin getur
leitt tO hættu á þenslu og minnkandi
verðgOdis krónunnar. Hún er meiri
en samrýmst getur stöðugu verðlagi
ef ekki verða umskipti á næstunni.
Að hluta má rekja hærri verð-
bólgu á Islandi síðustu sex mánuðina
tO þátta sem stjóm peningamála á
íslandi nær ekki tO. Meðal þeirra er
hækkandi olíuverð á heimsmarkaði
(raunar eftir mikla lækkun síðustu
tvö árin) hækkun á iðgjöldum trygg-
ingafélaga sem hægt var að rekja tO
breytinga á lögum frá Alþingi og
verðhækkun á grænmeti þegar tekið
er að selja íslensku uppskerana í
upphafi sumars.
Aðrir þættir ættu að hvetja til
þeim mun meiri aðgátar við hag-
stjóm. A meðal þeirra er verðhækk-
un á fasteignamarkaði og á hluta-
bréfamarkaði. A mælikvarða vísitölu
sem var 100 árið 1990 hækkaði raun-
verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgar-
svæðinu frá janúarmánuði 1998 tO
júní 1999 úr 98 í 114 og þar af úr 106 í
114 á sex mánuðum ársins 1999.
Þessi hækkun á sinn hlut í meiri
verðbólgu á tímabOinu. Hækkun á
fasteignum og hlutabréfum er ná-
tengd almennri þenslu í efnahagslíf-
inu. Hún hlýst m.a. af þenslu í út-
lánakerfinu og ástæða er tO að hafa
verulegar áhyggjur af þeirri þróun.
Súluritið sýnir áætlun um pen-
ingalegar eignir í öOum ríkjum ver-
aldar árin 1980, 1996 og 2000 en
heimOdin er „Race for the World“
eftir LoweO Bryan og félaga, útgef-
andinn er Harvard Business School
Press 1999. Þær hafa aukist úr 11
þúsund miOjörðum BandaríkjadoO-
ara árið 1980 í 56 þúsund miOjarða
árið 1996 og áætlað er að þær muni
aukast í 78 þúsund midjarða dollara
árið 2000. Að meðaltali svarar aukn-
ingin tO 11% árlegrar hækkunar ár-
in 1980 tO 1996 en um 9% árlegrar
hækkunar 1996 til 2000. Aukning
peningamagns í öllum ríkjum ver-
aldar að meðaltah er 6,2% á ári þessi
tuttugu ár sem vafalaust er nærri
því að svara tO árlegrar nafnaukn-
ingar heimsframleiðslunnar að jafn-
aði síðustu tvo áratugi aldarinnar.
Arleg aukning í verðmæti skulda-
bréfa og hlutabréfa er miklu meiri
en hún hefur ríflega tífaldast þessi
tuttugu árin sem svarar til 12,3% ár-
legrar hækkunar að jafnaði.
Islendingar era á skeiði örs vaxtar
á hlutabréfa- og skuldabréfamark-
aði núna eins og margar aðrar þjóðir
veraldar. Hér varð lítO þróun á
þessu sviði á níunda áratugnum (að-
eins byrjunarskrefin stigin) en þeim
mun örari á þeim tíunda. Þannig
nam áætlað verðmæti hlutabréfa og
skuldabréfa á markaði aðeins um
114 ma.kr. árið 1990 (um 33% af
vergri landsframleiðslu það ár) en
e.t.v. um 850 ma.kr. á árinu 2000 eða
um 33% yfir áætlaðri VLF það ár.
Þessi mikli vöxtur á verðbréfa-
markaði aOs staðar í heiminum er
nátengdur þróun peningamála í
hverju landi og getur haft bein áhrif
á þróun verðlags- og efnahagsmála.
Öram vexti fylgir eðli málsins sam-
kvæmt aukin þátttaka fjármálafyrir-
tækja í viðsldptunum en þau fjár-
magna umsvif sín á verðbréfa-
markaði að hluta með lánsfé en að
hluta með eigin fé eins og lög gera
ráð fyrir. Þátttöku atvinnufyrir-
tækja í viðskiptumun fylgir á sama
hátt aukin fjármögnum með lánsfé
sem er ekki óeðlOegt þegar um er að
ræða samruna, yfirtökur eða ein-
faldlega kaup eins fyrirtækis á hlut í
öðra. Þessi þróun veldur óhjá-
kvæmOega þensluskeiði á eigna-
markaði og leiðir til þess að seðla-
bankar verða að halda fast um
taumana. Meira um það hér á eftir.
En hún þýðir ekki að 5% hagvöxtur í
fáein ár í örsmáu hagkerfi á tímum
örra tækniframfara leiði tO of-
keyrslu framleiðslukerfisins.
SPÁIR 4,7% HAGVEXTIÁ ÍSLANDIÁRIÐ 2000
A 7
Hagvöxtur: ísland, Bandaríkin og Evrulönd
Bandaríkin
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
Heimild: IMF, World Economic Outlook 2000
INYRRI spá Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins um hagvöxt
er gert ráð fyrir 4,7% aukn-
ingn á landsframleiðslu á
Islandi á árinu 2000 og áætlun
fyrir árið 1999 er hækkuð í 5,6%.
Samtals er gert ráð fyrir 3,5°/o
aukningu heimsframleiðslunnar
árið 2000 eftir 3% hagvöxt árið
1999. í Bandaríkjunum er gert
ráð fyrir 2,6% hagvexti árið 2000
eftir 3,7% hagvöxt í ár og 3,9%
hagvöxt árið 1998.
I sumar birtist nýtt mat banda-
rískra „nýbúskaparhagfræð-
inga“ sem telja að þjóðarbúið þar
þoli 3% hagvöxt á ári núna án
þess að hitna um of. Á árum áður
var talið að vaxtarþolið væri að-
eins um 2%. Ástæður aukins hag-
vaxtarþols eru m.a. ný upp-
lýsinga- og flutningatæluii,
Netið, bætt sljórnun fyrirtækja
og virkari samkeppni og aukin
milliríkjaviðskipti. Síðustu þrjú
árin hefur vöxturinn verið um
eða yfir 4% (sjá mynd) sem fiestir
telja yfir varanlegu vaxtarþoli.
I nýjasta World Economic Out-
look (september 1999) sem Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn gefur
út tvisvar sinnum á ári er að
finna sérstakan 36 blaðsíðna
kafla um endurmat sjóðsins á
hagvaxtargetu Bandaríkjanna,
Japans og evrulandanna. Hag-
vaxtargeta (e. potential output)
er ekki stærð sem unnt er að
mæla beint eins og landsfram-
leiðsla heldur verður að áætla
hana út frá mældum stærðum
með til þess gerðum reiknilíkön-
um. Vegna þess að raunveruleg
mæld landsframleiðsla er notuð
við útreikninga á hagvaxtargetu,
segir í WEO, leiðir af því að mat
á hagvaxtarþoli getur breyst eft-
ir því sem ný gögn koma til sög-
unnar.
Þannig hefur mat á hagvaxtar-
getu Bandaríkjanna verið hækk-
að í tæp 2,7% á ári (aðeins lægri
tala en höfð er eftir bandarískum
hagfræðingum hér að ofan). í
WEO frá október 1996 var hag-
vaxtargeta Bandaríkjanna talin
2,25% svo að aukningin er næst-
um því 0,5%. Matið fyrir Japan
hefur verið lækkað niður í 1 til
1,5% næstu árin úr liðlega 2%.
Mat fyrir evrulöndin er tæplega
2,4% fyrir 1999 til 2004 og hefur
ekki breyst mikið frá síðasta
mati í WEO í október 1996. í
skýrslunni segir: „Þá aukningu
sem virðist koma fram í hagvaxt-
argetu fyrir Bandaríkin er eink-
um að rekja til nýrrar upp-
lýsingatækni. - Þrátt fyrir að
hagvaxtargeta sé líklega meiri
en áður var talið er enn ómögu-
legt að meta með neinni vissu að
hvaða marki hún hefur hækkað
varanlega vegna nýrrar tækni og
annarra þátta „nýbúskaparins".
Fullrar aðgæslu er því þörf við
að meta áhrif af mikilli fram-
leiðsluaukningu síðustu árin við
mótun stefnu í efnahagsmálum í
framtíðinni.“
Þótt hagvaxtargeta á Islandi
eða í öðrum smáríkjum njóti ekki
umíjöllunar í endurmatskaflan-
um er líklegt að hliðstæð „nýbú-
skaparáhrif" séu ríkjandi hér
eins og í Bandaríkjunum - og þó
gætu jafnvel enn fleiri og sterk-
ari þættir verið í gangi hér en
þar. Kvótakerfið hefur valdið
straumhvörfum og meiri hag-
ræðingu í rekstri sjávarútvegs á
einum og hálfum áratug en dæmi
eru um annars staðar. Umbreyt-
ing á fjármálamarkaði er meiri á
Islandi á þessum tíina en í flest-
um öðrum löndum. Áhrif af
skráningu stórra og smárra fyr-
irtækja á hlutabréfamarkaði og
af aga markaðsins á eigendur og
sljórnendur fyrirtækja í átt til
aukinnar skilvirkni eru e.t.v.
hlutfallslega meiri hér á þessum
áratug en víða annars staðar.
Þessu til viðbótar eru fslending-
ar ekki síður móttækilegir fyrir
kostum nýrrar tækni en aðrar
þjóðir.
Að því mætti leiða rök að ný
upplýsinga-, Qarskipta- og sam-
göngutækni hafi enn meiri áhrif
á hagvöxt og velmegun í eyríki í
miðju Norður-Atlantshafí en
meðal stærri þjóða. Allir þessir
þættir auka framleiðni íslenskra
fyrirtækja og hækka þannig hag-
vaxtarþolið, a.m.k. á meðan já-
kvæðu áhrifin af umræddum
breytingum eru að ganga yfir.
Séu hliðstæð áhrif metin til tæp-
lega 0,5% aukningar á hagvaxt-
argetu í Bandaríkjunum gætu
allir ofantaldir og samverkandi
þættir á íslandi hæglega numið
1,5%. Hagvaxtarþolið hér gæti
því verið nálægt 5% árlega (að
meðtalinni um l%.árlegri aukn-
HAGVÖXTUR
IMF með nýtt mat
á hagvaxtarþoli
iðnríkjanna
ingu í vinnuafli) eða svipaðri
hlutfallstölu og hagvöxtur hefur
í raun og veru numið árin 1996 til
1999 - og á árinu 2000 sam-
kvæmt nýrri spá Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. En hliðarverkanir
geta verið óþægilegar eins og
nefnt var hér að ofan og ég held
áfram með hér fyrir neðan.
HLUTABRÉF KEYPT FYRIR LÁNSFÉ
Dow Jones í Bandaríkjunum og hlutabréf á Islandi
HLUTABREF
Dow Jones í Bandaríkjunum
12.000 -
1997
1998
1999
Hlutabréf á Islandi
2.600
1.400||||i-
1 997
H—HH [ l -l-H- l-l I I •M—I—l—j-
1998 1999
Hvað gerist ef blaðran
springur?
FYRIR rétt rúmlega ári var
yfirvofandi heimskreppa
til umfjöllunar í dagblöð-
um og fjármálaritum.
Núna er það: „Hvað gerist ef
blaðran springur?" Titilleiðari
breska vikuritsins „The Econom-
ist“ í þessari viku (25. september
til 1. október) ber t.d. heitið „Fast-
ur í blöðrunni" (e. Trapped by the
bubble). Á forsíðunni er mynd af
Alan Greenspan seðlabankastjóra
inni í einhvers konar blöðru:
„Blöðrumartröð Alans Greensp-
ans.“ Ritstjórar „The Economist"
telja að Greenspan hafi ekki sinnt
ráðleggingum ritsins í apríl 1998
og hækkað vexti eins og hann hefði
átt að gera. „Lækkun hlutabréfa-
verðs í þessari viku (þ.e. vikunni
20. til 24.9.) í þann mund sem seð-
labankastjórar og fjármálaráð-
herrar eru að tygja sig á ársfund
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Ai-
þjóðabankans var tímabær áminn-
ing um að hrun á Wall Street er
áfram mesta ógnunin í alþjóðleg-
um efnahagsmálum," segir í leið-
ara blaðsins.
AJlt frá því að Alan Greenspan
lýsti framferði fjárfesta á Wall
Street sem „irresponsible exu-
berance" hefur verið til umræðu
að hvaða marki skuli taka tillit til
þróunar á hlutabréfamarkaði við
stjórn peningamála. I World Econ-
omic Outlook sem út kom um miðj-
an þennan mánuð er á það bent að
hefðbundin mæling á verðbólgu
eftir vísitölu neysluvöruverðs nemi
ekki alla þenslu sem kann að vera í
gangi í þjóðarbúskapnum. Fleiri
misvægisvaldar komi til skalanna
svo sem hækkandi eignaverð, mikil
aukning í útlánum, skuldaaukning
heimila og fyrirtækja og viðskipta-
halli. Þensla á eignamarkaði (t.d.
hækkandi fasteignaverð og hækk-
andi hlutabréfaverð) getur rétt-
lætt aukið aðhald í peningamálum
ekki aðeins þegar hún er talin geta
aukið verðbólgu heldur einnig þeg-
ar óttast er að hækkandi eigna-
verð ógni stöðugleika í þjóðar-
búskapnum.
Allt þetta þarf að hafa á bak við
eyrað við mat á efnahagsmálum á
íslandi núna. Mér finnst líklegast
að mikil stækkun á lánakerfinu á
skömmum tíma (sjá línurit um tólf
mánaða aukningu á M4) og sam-
spil peningakerfisins og aukinna
umsvifa á verðbréfamarkaði sé
meginvandinn við stjórn efnahags-
mála núna. Við þessa þróun hefur
Seðlabankinn barist tvö síðustu ár-
in með fjórum hækkunum vaxta á
liðlega tólf mánuðum auk hertra
lausafjárreglna bankanna en án
þess að mikils árangurs gæti enn-
þá.,
I fyrsta sinn í íslenskri hagsögu
stafar nú ógn af vaxandi viðskipt-
um með hlutabréf sem fjármögnuð
eru með lánsfé. Seljendur útveg-
uðu Orca SA lán fyrir um fjórum
fimmtu hlutum af kaupverði hluta-
bréfanna í FBA og naumast hefur
eldhúsbuddan nægt fyrir þeim
20% sem þá voru eftir. Síðustu vik-
urnar hafa verið mikil viðskipti
með hlutabréf í Eimskip og gengið
hækkað um 22% frá júlíbyrjun.
Hugsanlegt er að þar sé á ferðinni
kaup fyrir lánsfé upp á á annan
4+
milljarð króna. Þá munu
brögð að því að einstakl-
ingar telji sinn tíma kom-
inn til að græða á hluta-
bréfum núna þegar verðið
hefur hækkað um 28% frá
áramótum og slái lán í
bankanum til að kaupa hlutabréf.
Á veltubókum banka og sparisjóða
er að finna hlutabréf svo að háum
fjárhæðum skiptir og skuldamegin
stendur lánsfé að miklu leyti. Hér
hafa aðeins fáein dæmi verið
nefnd. Hjá því verður ekki litið að
erlend lán á móti innlendum hluta-
bréfum auka til muna áhættu í
þjóðarbúskapnum.
Sú áhætta getur breyst í mar-
tröð, svo að sótt sé í orðabanka
„The Economist“, ef kemur til
hruns á hlutabréfamarkaði. Upp-
haf Asíukreppunnar fólst í að er-
lendir fjárfestar og erlendir lánar-
drottnar drógu fé sitt til baka sem
leiddi til hruns á gengi gjaldmiðla
og á verði hlutabréfa. Sú áhætta
virðist minni á íslandi núna vegna
þess hve lítið er um erlenda fjár-
festa hér. Miklu máli skiptir einnig
að verð á fyrirtækjum hér er
hvergi yfirsprengt þótt það geti í
mörgum tilvikum kallast hátt eða
allhátt. Ef í harðbakka slær gæti
komið til 20 til 30% lækkunar
hlutabréfa um hríð. Við mundum
lifa það af ekki síður en aðrar þjóð-
ir sem hafa lent í sambærilegi'i
reynslu.
Öðru máli gegnir um ýmis
tæknifyrirtæki á markaði í Banda-
ríkjunum, ekki síst netfyrirtækin.
Sum hver hafa aldrei haft neinar
tekjur (hagnaður jafnan neikvæð-
ur og rekstur fjármagnaður með
hlutafé). Önnur hafa svo litlar
tekjur í samanburði við markað-
sverðmæti þeirra eða veltu að
hefðbundin hlutföll eru ekki not-
hæf. Að þessu marki er netblaðran
í Bandaríkjunum hættuleg og hún
gæti leitt til sársauka ef hún
springur. Að öllum líkindum yrði
þó sársaukinn staðbundinn og til-
tölulega lítill á mælikvarða hag-
vaxtar vegna þess hve netfyrir-
tækin eru sjálf lítill hluti af
umsvifum í þjóðarbúskapnum þar
þegar öllu er á botninn hvolft.
Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB
- Verðbréfamarkaðs fslandsbanka
hf.
VIÐSKIPTI
Kanadíska netverslunarfyrirtækið Bid.com
heldur uppboð á Netinu
Spennan vex uns
varan selst upp
Morgunblaðið/Sverrir Sv.
Christopher Bulger, aðstoðarforsljóri Bid.com: „Megináskorunin
nú er hvernig fyrirtækið getur heimfært viðskiptalausnir sínar
fyrir uppboð á Netinu upp á hinn gífurlega stóra rafræna fyrir-
tækjamarkað.
„KOSTURINN við uppboðsfyrir-
komulag í netviðskiptum er að þá
getur viðskiptavinurinn sjálfur
ákveðið við hvaða verði hann vill
kaupa vöruna," segir Christopher
Bulger, aðstoðarforstjóri þjónustu-
þróunar hjá Bid.com International
Inc. í nágrenni Toronto í Kanada,
sem þróað hefur hugbúnað til að
standa fyrir uppboðum með ýmis-
konar vöra og þjónustu á Netinu.
„Því er spáð að heimsviðskipti í
rafrænum viðskiptum muni ná 1,3
trilljónum dollara, eða um 100.000
milljörðum króna, árið 2003, sam-
kvæmt spá Forrester Research, á
sama tíma og viðskiptahindranir
milli þjóða era að hverfa. Við höfum
hug á að ná hluta þeirra viðskipta
með þjónustu okkar,“ segir Bulger
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins.
Að sögn Bulgers era þrenns kon-
ar granngerðir af viðskiptasam-
böndum til á Netinu. Þetta era við-
skipti milli einstaklinga, en E-Bay
uppboðsfyrirtækið á Netinu er
dæmi um það. í öðra lagi er um að
ræða viðskipti milli fyrirtækja og
einstaklinga, en dæmi um slíkt er
Amazon-bókabúðin á Netinu.
Þriðja granngerðin er viðskipti
milli fyrirtækja, sem nefnist „busi-
ness to business" á ensku. „Því er
spáð að síðastnefndu viðskiptin
muni verða tíu sinnum meiri að um-
fangi en viðskipti þar sem fyrirtæki
selja einstaklingum."
„Til eru þrjár gerðir uppboða.
Eitt fyrirkomulagið er að allir
senda inn tilboð, og þegar tilboðs-
frestur hefur runnið út era tilboð
opnuð og athugað hver hafi boðið
hagstæðast í það sem í boði var.
Önnur gerðin er þegar menn yfir-
bjóða hver annan þar til enginn
fæst til að bjóða hærra, og er þá
varan eða þjónustan slegin hæst-
bjóðanda. Þriðja gerðin er svokall-
að „hollenskt uppboð“,“ segir Bul-
ger og bætir við að Bid.com sé eina
uppboðsfyrirtækið sem bjóði upp á
tvær síðarnefndu gerðimar í raun-
tíma á Netinu, og er America Onl-
ine netþjónustufyrirtækið við-
skiptalegur samstarfsaðili Bid.com.
Hasar í „hollensku uppboði"
Að sögn Bulgers gerast þrír hlut;
ir samtímis í hollensku uppboði. í
boði er ákveðinn fjöldi eininga af
vöru eða þjónustu, og tímalengd
uppboðsins er ákveðin fimm mínút-
ur í tilviki Bid.com. Jafnframt er
upphafsverð ákveðið, og er það að
jafnaði nokkuð hátt.
„Svo gerist þrennt. Eftir því sem
tíminn er talinn niður lækkar verð-
ið sem varan er í boði á, og þeim
einingum sem til eru fækkar eftir
því sem fólk kaupir. Fólk vill bíða
eftir því að varan lækki í verði, en
jafnframt má það ekki bíða of lengi
því þá gætu allar einingarnar hafa
selst! Venjan er sú þegar við stönd-
um fyrir uppboðum af þessari gerð,
að ein og ein eining fari af því sem í
boði er, en þegar verðið lækki niður
fyrir ákveðin mörk seljist það sem
eftir er á örskömmum tíma. Það er
eins og smellt sé fingri og allt er
farið, en fólk getur alltaf séð hve
mikið er eftir af þeim einingum af
vöru eða þjónustu sem í boði er.
Spurningin er því, hvenær ýtirðu á
hnappinn og kaupir vörana?
Hjá okkur skiptir afþreyingar-
gildið miklu máli, þar sem rann-
sóknir hafa sýnt að til að fá fólk að
vefsíðunni aftur og aftur þarf að
bjóða upp á gagnvirka skemmtun í
rauntíma, sem „hoOenskt uppboð"
býður upp á. Fólk er nú farið að líta
á þetta svipuðum augum og sjón-
varpsefni á besta tíma. Við sjáum
fyrir okkur að vefsíðan verði einnig
góður staður fyrir auglýsingar sem
auglýsendur greiða fyrir.“
Aðspurður um hvað sé boðið til
sölu í uppboðum af þessu tagi segir
Christopher Bulger að það geti
verið nánast hvað sem er. „Bflar,
tölvur, hugbúnaður, flugmiðar.
Nefndu það bara.“
Hann segir einnig að það nýjasta
sé svonefndur „Bid buddy“, sem er
hugbúnaður sem viðskiptavinur
getur notað tO að láta tölvuna bjóða
í vöru og þjónustu fyrir sig, og geti
viðskiptavinurinn þá sinnt öðra á
meðan.
„En í ljósi þess að því er spáð að
viðskipti miOi fyrirtækja á Netinu
muni verða tíu sinnum meiri að um-
fangi en viðskipti milli fyrirtækja
og einstaklinga er megin áskoran
fyrirtækisins fólgin í því hvernig
heimfæra má viðskiptalausnir þess
í uppboðum á Netinu fyrir hinn
stóra fyrirtækjamarkað."
Ætla ekki að vaxa eins og
McDonalds í Evrópu
Auglýsingaslagorð Bid.com hef-
ur vakið nokkra athygli í Kanada
en það er „Shop naked“ eða „versl-
aðu nakin/n“.
„Við vildum fá slagorð tO að
auglýsa Bid.com sem væri verulega
grípandi og völdum þetta. Slagorð-
ið „Shop naked“ hefur hjálpað okk-
ur við að byggja upp sterka vöru-
merkjaímynd hér á okkar markaði.
Við hengdum upp plaköt víða og er-
um afar ánægðir með árangurinn,"
segir Bulger.
Bulger segir reyndar að tO að
byggja upp vörumerkjaímynd sé
nauðsynlegt að stofna til viðskipta-
sambanda við önnur fyrirtæki sem
hafi stöðu á markaðnum. „Það er
öruggari leið að velgengni á Netinu
að nota vörumerki sem era þegar
orðin þekkt í huga almennings, en
að byggja upp nýtt. Við stöndum nú
í samningum við samstarfsaðila í
Evrópu, og höfum sett upp höfuð-
stöðvar fyrir Evrópu á írlandi.
Við höfum því ekki hugsað okkur.
að byggja upp Bid.com sem þekkt
vöramerki um aOan heim, heldur að
sjá fyrirtækjum sem eiga þekkt
vörumerki sem þau vilja nýta í við-
skiptum á Netinu fyrir tækni og
hugbúnaði sem þarf til að standa
fyrir uppboði á Netinu. Við ætium
því ekki að vaxa út um alla Evrópu
eins og McDonalds-hamborgara-
keðjan, heldur að sjá fyrir tækninni
og hugbúnaðinum en evrópsku aðil-
arnir sjá fyrir evrópsku innihaldi.“
Verð hlutabréfa í Bid.com fór í
um 19,50 bandaríkjadali í lok apríl,
skömmu eftir skráningu félagsins úr
Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum.
Síðan þá hefur gengið lækkað veru-
lega og var um 5 dodarar þann 27.
september síðastiiðinn, og hafa
hlutabréf Bid.com fylgt svipuðu
ferli og annarra fyrirtækja upp á
síðkastið, sem byggja starfsemi
sína á Netinu.