Morgunblaðið - 30.09.1999, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Stefnt að útflutningi á fatalínu fyrir stelpur á vegum verlsunarinnar Týnda hlekksins
Tískan
stór hluti
af bretta-
lífsstflnum
Brettaíþróttum hvers konar fylgir ákveðinn
lífsstíll og fatatíska. A vegum verslunarinn-
ar Týnda hlekksins er nú stefnt að
markaðssetningu erlendis á nýrri tískulínu
fyrir stelpur. Fatalínan Nikita mun að sögn
forsvarsmanna verslunarinnar, sem
Steingerður Olafsdóttir ræddi við, fylla
upp í ákveðið tómarúm á markaðnum.
AÐALHEIÐUR Birgisdóttir er
einn eigenda Týnda hlekksins, sér-
verslunar á sviði alls sem tengist
brettum af öllu tagi. Heiða hannar
fatalínuna Nikita sem er sportleg
tískulína, hugsuð fyrir stelpur á al-
‘drinum 15-30 ára. „Við höfum selt
Nikita í Týnda hlekknum í tæp tvö
ár og gengið framar vonum,“ segir
Heiða. Línan samanstendur af
aðsniðnum flíspeysum, anorökk-
um, vestum, frekar víðum buxum,
toppum og kjólum í ýmsum litum.
Efnisval tekur mið af tísku og
notagildi, að sögn Heiðu.
Heiða sér um daglegan rekstur
Týnda hlekksins ásamt Rúnari
Omarssyni en auk þeirra eru eig-
endur Þórður Höskuldsson og
Valdimar Kr. Hannesson. Rúnar
og Heiða hafa bæði stundað snjó-
bretti af krafti í mörg ár og hafa
unnið að uppbyggingu íþróttarinn-
ar og öllu sem henni tengist hér á
.landi. „Það að brettasport sé okkar
aðaláhugamál er í sjálfu sér ástæð-
an fyrir að við þekkjum og skiljum
þarfír þessa hóps,“ segir Heiða.
„Við þekkjum mjög vel hvernig ná
á til þess hóps sem tilheyrir bretta-
menningunni, þekkjum mjög vel
markaðinn bæði hér heima og er-
lendis og vitum að okkar fatalína á
fullt erindi í öðrum löndum, bæði í
Evrópu, Skandinavíu, Bandaríkj-
unum og einnig í Japan. Nú ætlum
við að kýla á markaðssetningu er-
lendis."
Týndi hlekkurinn
félagsmiðstöð
Týndi hlekkurinn var stofnaður
árið 1994 sem sérhæfð fjallahjóla-
Verslun en Heiða og Rúnar komu
inn í reksturinn stuttu seinna. Að-
ur hafði Rúnar flutt inn snjóbretti í
þrjú ár ásamt Valdimari, en brettin
voru seld í bflskúr í Skerjafirði.
„Við byrjuðum á þessu þegar
kannski fímm manns stunduðu
snjóbretti á Islandi. Okkur fannst
þetta spennandi og fluttum inn
bretti fyrir okkur og nokkra aðra.
Þegar iðkendum fjölgaði og við
vorum búnir að standa í þessu í
þrjú ár fannst okkur tímabært að
hefja samstarf við einhverja búð og
yöluðum við eigendur Týnda
hlekksins,“ segir Rúnar. Þróunin
varð sú að stofnendur Týnda
hlekksins drógu sig út úr rekstrin-
um utan einn, Þórður Höskulds-
son, og Rúnar og Valdimar tóku
við og stuttu seinna bættist Heiða
við.
Að sögn Rúnars hefur rekstur-
4nn gengið þokkalega. „Velta
Týnda hlekksins tvöfaldaðist frá
ári til árs frá 1994 til 1997. Síðan
hefur hún haldist í jafnvægi þrátt
fyrir að enn sé veltuaukning á milli
ára. Fyrirtækjarekstur er enda-
laust hindrunarhlaup og við höfum
fengið okkar skammt af vaxtar-
verkjum en teljum að árangur erf-
iðisins sé framundan."
Týndi hlekkurinn hefur orðið
eins konar félagsmiðstöð snjó-
brettaiðkenda á íslandi. Fastir við-
skiptavinir eru margir og nú eru
um 1.000 manns á póstlista versl-
unarinnar. „Við notum póstlistann
til að kynna nýjar vörur og upp-
ákomur. Við höfum til dæmis í
nokkur ár staðið fyrir hópferðum
út á land og mótahaldi í kringum
bæði snjóbrettin og hjólabrettin.
Við höfum til dæmis farið nokkrum
sinnum til Dalvíkur í fyrsta snjóinn
á haustin með hundrað manna hóp
af krökkum á aldrinum 14-24 ára.
Þennan hóp vantar stundum eitt-
hvað að gera og krakkarnir segja
þessar ferðir með því fáa sem gert
er fyrir þá og þeim fínnst skemmti-
legt. Enda hafa engin vandamál
komið upp í þessum ferðum, þrátt
fyrir að þetta fólk sé stundum kall-
að brettalið," segja Heiða og Rún-
ar.
Nafn og ímynd skipta
míklu máli
„Það er ekki nóg að fara af stað
með milljón og fara á vörusýn-
ingu,“ segir Rúnar. „Fyrsta árið
sem fatalína kemur á markað eru
kaupendur varkárir, gera litlar
pantanir til að athuga hvort fyrir-
tækið stendur sig til dæmis í fram-
leiðslu og afhendingu vörunnar.
Það tekur því lágmark tvö til þrjú
ár að komast af stað. Því þarf
ákveðið rekstrarfjármagn til að
komast í gegnum það ferli og um
leið þarf að koma vönimerkinu á
framfæri á réttan hátt. Fyrir þenn-
an markhóp skiptir nafn og ímynd
vörumerkisins mjög miklu máli.
Það að vera í sambandi við skoð-
analeiðtoga, til dæmis bestu snjó-
brettastelpur í heimi, er mjög mik-
ilvægt í markaðssetningunni og
einnig að línan sé hönnuð af ein-
hverjum sem er virkur í bretta-
sportinu. Fáir eru jafnvirkir og
Heiða, sem hefur unnið nánast öll
snjóbrettamót sem hún hefur tekið
þátt í, milli þess sem hún hannar
Nikita."
„í gegnum Týnda hlekkinn höf-
um við kynnst nokkrum af fremstu
brettastelpum í heimi, sem eru
„trendsetterar" eða skoðanaleið-
Morgunblaðiö/Kristinn
Rúnar Ómarsson og Heiða Birgisdóttir í verslun sinni, Týnda hlekknum. „Við vitum að Nikita á fullt
erindi til útlanda og hlökkum til að takast á við markaðssetningnna.
Ein af mörgum flíspeysum úr Nikita línunni.
Buxurnar úr Nikita línunni eru í ýmsum útfærslum.
togar fyrir mjög stóran hóp víða
um heim, og nú erum við að gera
samstarfssamninga við nokkrar
þeirra. Þær verða í auglýsingum
og öðru kynningarefni Nikita. Til
að ending vörumerkisins verði
lengri verður að byrja í innsta
kjama markhópsins og ná til skoð-
analeiðtoga á hverjum stað, síðan
vinnur maður út frá því. Þessi að-
ferð virkar þó aðeins að henni sé
beitt af þekkingu," segir Rúnar.
Þekking og reynsla fyrir hendi
hjá Týnda hlekknum
„Segja má að innflutningur og
markaðssetning okkar á eriendum
vörumerkjum á Islandi fyrir þenn-
an sama markhóp hafi verið mjög
góðar æfingabúðir. Við teljum okk-
ur þekkja þær aðferðir sem virka
best í markaðssetningu í þessum
geira, það hefur sýnt sig á góðri
markaðshlutdeild Týnda hlekks-
ins. Við höfum tekið mjög virkan
þátt í vöruþróun þeirra fyrirtækja
sem við flytjum inn vörur frá og
það er dýrmæt reynsla," segir
Heiða sem jafnframt hefur verið
beðin um að hanna fatalínu fyrir
stelpur af sumum þessara fyrir-
tækja.
„Það er nú bara þannig að þegar
maður er búinn að þróa einhvern
hlut á löngum tíma og fjárfesta í
honum, vill maður gjarnan fylgja
honum alla leið og geta ráðið ferð-
inni áfram. Við höfum það mikla
trú á okkar vöru og teljum okkar
vera það dómbær á markaðinn að
við viljum heldur fá fjárfesta með
okkur í að hrinda þessu í fram-
kvæmd heldur en að verða partur
af vörulínu annars fyrirtækis og
láta framtíð merkisins í þeirra
hendur,“ segir Rúnar. Áætlað er
að stofna sérstakt hlutafélag með
utanaðkomandi fjárfestum í kring-
um markaðssetningu Nikita er-
lendis.
Skortur á fatalínu
fyrir stelpur
Heiða og Rúnar hafa farið víða á
vörusýningar þar sem sýnd eru
bretti og ýmis útbúnaður þeim
tengdur, ásamt fjölmörgum fata-
merkjum sem tengjast lífsstflnum.
„Við getum valið úr ótalmörgum
fatalínum fyrir stráka, en í gegnum
árin hefur reynst mjög erfítt að
finna brettatískufatnað fyrir stelp-
ur. Sama segja kollegar okkar er-
lendis. Þetta er merkilegt því
kvenfólk á aldrinum 15-30 ára
kaupir mun meira af fatnaði en
karlar og eftirspurn í bretta- og
brettafataverslunum sýnir að
stelpur á þessum aldri eru stórlega
vanræktur markhópur. Við höfum
náð að sinna þessari eftirspurn
með Nikita í Týnda hlekknum og af
þeim viðtökum sem við höfum
fengið erlendis frá hingað til má
ætla að það sama verði uppi á ten-
ingnum í öðrum löndum," segir
Heiða. Nú er langur biðlisti eftir
Nikita fatnaði í Týnda hlekknum
og á síðasta ári seldust um 900 flík-
ur í versluninni úr þeim línu. Smá-
söluverð á dæmigerðri flík úr Nik-
ita línunni erlendis verður um 100
dollarar og hefur verið svipað hér á
landi.
Sameiginleg menníng
um alian heim
Brettaiðkun hvers konar fylgir
ákveðinn lífsstfll og fatatíska, hvort
sem um er að ræða snjóbretti,
hjólabretti eða brimbretti. „Mark-
hópurinn er mjög einsleitur á milli
landa,“ segir Rúnar. „Þessi hópur
er að gera sömu hluti og kaupa
sömu vörur í Osló, Vancouver og
Tókýó. Fólkið verður fyrir sama
áreiti í gegnum sömu miðla;
bretta- og tískublöð, Eurosport og
MTV og að sjálfsögðu Netið.“
Myndbandamenning innan hópsins
er mikil og mörg ný brettamynd-
bönd koma út árlega. Þeir sem
hafa lífsstfl brettaáhugamannsins
þekkja alla atvinnumennina í gegn-
um myndböndin en þar er skoð-
analeiðtogana einmitt að finna.
Týndi hlekkurinn hefur staðið fyrir
sýningu brettamynda í kvikmynda-
húsi í Reykjavík á haustin.
„Það er samt talið að um 10%
þeirra sem kaupa fötin sín í bretta-
verslunum séu virkir iðkendur,
aðrir kaupi þau út á stílinn,“ segir
Rúnar. „I brettaverslun er ekki
óalgengt að 25% af vöruúrvalinu
séu bretti en annað fatnaður.
Framlegðin er meiri í fatnaðinum
og veltan hraðari. Týndi hlekkur-
inn tilheyrir þeim verslunum sem
setja brettin sjálf og þjónustuna í
kringum þau í öndvegi en u.þ.b.
helmingur veltunnar kemur samt í
gegnum fatnað. í Evrópu eru seld
mörg hundruð þúsund snjóbretti á
ári en markaðurinn fyrir skyldan
fatnað er mun stærri."
Framleidslan verður erlendis
en vöruþróun á ísiandi
Saumastofan Prýði á Húsavík
hefur saumað fötin í Nikita-línunni
fyrir Týnda hlekkinn að undan-
förnu og segja Heiða og Rúnar
mjög gott samstarf þar á milli. „Við
munum vinna áfram að þróun lín-
unnar hér á landi og framleiða t.d.
sýnishorn og prufur hér en þegar
að sölu erlendis kemur, duga af-
köst og verð íslenskrar saumastofu
ekki þó gæðin séu vissulega til
staðar,“ segir Rúnar. „Við erum í
sambandi við erlendar verksmiðjur
bæði í Asíu og Evrópu. Ef samstarf
með fjárfestum næst, stílum við
inn á að hefja markaðssókn í byrj-
un ársins 2000 og afhenda fyrstu
fatalínuna fyrir haustið 2000, þ.e.
eftir ár. Við höfum unnið heima-
vinnuna okkar af krafti í nokkur ár
og hlökkum til að takast á við
markaðssetningu á Nikita erlend-
is,“ segja Heiða og Rúnar í Týnda
hlekknum.