Morgunblaðið - 30.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1999, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Verslunar- og framleiðslufyrirtæki til söíu Til sölu er gamalgróið og traust fyrirtæki í fram- leiðslu og sölu á keramikvörum. Fyrirtækið er vel staðsett og markaðsleiðandi á sínu sviði. Hentar vel sem fjölskyldufyrirtæki. 4—5 ársverk í vinnu. Góð afkoma. Verðhugmynd 15 millj. Allar nánari upplýsingar aðeins gefnar á skrifst. Brynjólfur Jónsson, fasteignasala, sími 511 1555. VIÐSKIPTI Símenntunarnám stjórnenda Landsslma íslands hjá Stjórnunarskóla Landssimans Metið til eininga í háskólanámi PÓSTURINN www.postur.is/fjotpostur UM 120 stjórnendur hjá Lands- síma Islands hf. stunda nú nám hjá Stjórnunarskóla Landssímans á námskeiðum sem nefnast „Sterkt samband“. Umsjón með námskeið- unum hefur starfsþróunarfyrir- tækið Skref fyrir skref ehf., sem einnig skilgreinir sína starfsemi sem stjórnendaþjálfun. „Námskeiðin eru haldin í tveim- ur hlutum sem nefnast „Sterkt samband" I og II, og standa þau yf- ir á 18 mánaða tímabili,“ segir Ket- ill Berg Magnússon, starfsmaður Skrefs fyrir skref og verkefnis- stjóri Stjórnunarskóla Landssím- ans. Mestöll kennsla fer fram í Við- ey í formi fyrirlestra, verkefna og umræðna og fer hún fram í vinnu- tíma stjórnenda á virkum dögum, en námskeiðin standa í heild yfir í um 200 klukkustundir. „Námsefni er útbúið sérstaklega fyrir Stjórnunarskóla Landssímans og eru leiðbeinendur sérfræðingar Skref fyrir ski-ef ehf., auk utanað- komandi ráðgjafa, meðal annars frá Gallup," segir Ketill og bætir við að setan á námskeiðunum muni ekki verða metin til launahækkana hjá stjórnendum Landssímans. Hins vegar muni nemendur geta fengið námið metið til eininga í háskóla- námi, en prófað er í námsefninu á tímabilinu. Það verður þó ekki met- ið fyrr en eftir á til hve margra ein- inga námið teljist gilt. Vísir að fyrirtækis- háskóla Ketill segir að þetta sé í fyrsta sinn sem svo viðamikið stjómunar- námskeið sé haldið á vegum Lands- síma íslands, og taldi að þetta hefði ekki verið gert fyrr á Islandi. Hann segir að líta megi á þetta sem vísi að fyrirtækisháskóla, eða það sem á ensku nefnist „corporate univers- ity“. „Við fórum af stað með tilrauna- námskeið í lok janúar á þessu ári og prófuðum námsefnið á hluta stjórn- enda fyrirtækisins. Árangurinn var það góður að í sumar var ákveðið að allir stjómendur Landssímans verði á þessum námskeiðum," segir Ketill. Aðspurður segist hann telja að ávinningur Landssímans af þessum námskeiðum sé sá að styrkja fyrir- tækið í nýjum rekstraraðstæðum. „Landssíminn er að fara í gegnum geysilega miklar breytingai-, hugs- anlega mestu breytingar sem nokk- urt íslenskt fyrirtæki hefur farið í gegn um. Með þessu nær fyrirtæk- ið að þjappa stjórnendahópnum saman og kenna ný vinnubrögð sem nauðsynlegt er að beita í sam- keppnisumhverfi," segir Ketill. © Áreiöanleg og skilvirk skjalageymsla er ekki einungis tímasparandi heldur nýtir þú hús- næðiö mun betur en ella. Skjöl og ýmis gögn getur verið hentugt að nálgast fljótt og örugglega og umfram allt á ódýran hátt því leitin að einu skjali í óreiðunni getur verið ærið kostnaðarsöm. Með FLEXImobile® hjólaskápum geturðu útvíkkað hið minnsta pláss margfaldlega og komið skipulagi á skjala- og gagna- geymsluna. Hringdu, sendu fax eða tölvupóst og fáðu bæklinginn sendan til þín. Hvað viltu iá út úr hillukeriinu þínu? • Flesta mögulega hillumetra á sem fæsta fermetra. • Aö geta stækkaö kerfiö í lengd og breidd. • Aö geta fengiö mismunandi dýpt, hæö og breidd. • Aö hillukerfiö só öruggt og sé meö innbyggöu öryggiskerfi. • Aö hillurnar sóu fallegar og passi ínní umhverfiö 6 þínum vinnustaö. • Aö kerfiö só notendavænt. • Aö hægt só aö setja kerfiö saman og flytja hillurnar án þess aö gólfiö veröi fyrir skemmdum • Allt þetta getur þú fengiö í FLEXImobile hjólaskápunum. ®?Ofnasmiöjan Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík • Síml 5 il 511 1100 Fax 511 1110 •ofnasmidjan@ofn.is* www.ofn.ls Að sögn Ketils er námsefnið tek- ið fyrir í 13 skrefum. Þau eru stjórnendaþjálfun I, þjónustu- stjórnun I, starfsmannastjórnun I, starfsmannasamtöl og frammi- stöðumat, en sá hluti fer fram þessa dagana, breytingastjórnun, stjórn- endaþjálfun II, verkefnastjórnun, starfsmannastjórnun II og gæða- stjórnun. Auk þessara 10 skrefa eru haldin þrjú málþing, sem eru að sögn Ket- ils mikilvægur hluti Stjómunar- skólans. „Þangað er boðið innlendum og erlendum sérfræðingum sem halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum. Nemendur Stjórnunarskólans munu einnig taka þátt í málþingum með því að hafa framsögu um efni sem tengist náminu og starfi þeirra sem stjómenda,“ segir Ketill. „Gott samband" hjá f ramlínufólki Endurmenntun fyrir starfsmenn Landssímans í heild er skipulögð í þremur hlutum. Námskeið fyrir stjómendur Landssímans nefnast „Sterkt samband" eins og áður sagði, og eru allir stjórnendur fyr- irtækisins þátttakendur í því nám- skeiði að forstjóra Landssímans undanskildum. Hann er þó þátttak- andi í námskeiðunum með þeim hætti að hann tekur þátt í umræð- um sem spinnast kring um náms- efni hvers hluta. „Traust samband" er nafnið á námskeiðum sem haldin em íyrir verk- og flokkstjóra Landssímans, og em um 50 nemendur í þeim hluta. Námskeiðin em haldin á 10 mánaða tímabili og eru 150 kennslustundir í þeim. Loks eru haldin námskeið fyrir starfsfólk sem á bein samskipti við viðskiptavini Landssímans, og nefnast þau „Gott samband". Þátt- takendur á þeim sitja milli 4 og 12 tíma á þeim námskeiðum, og eru þátttakendur á þeim að sögn Ketils um 300 talsins. Annar hluti þessa námskeiðs hófst nýlega og em þátt- takendur um 100 af þessum 300 manna hópi, og mun sá hluti standa yfir í um þrjá mánuði. -------— Vinnslu- stöðin með 46% eftir sameiningu SKIPTING eignarhluta í nýju fé- lagi, sem til verður við samruna Is- félags Vestmannaeyja hf., Vinnslu- stöðvarinnar hf., Krossaness hf. og Oslands ehf., liggur ekki enn fyrir. Skiptingin verður byggð á endur- skoðuðum efnahagsreikningum fé- laganna hinn 31. ágúst sl. sem gert er ráð fyrir að liggi íýrir um miðjan október nk., að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings ís- lands. Miðað við forsendur viljayfirlýs- ingar um samruna félaganna fjög- urra frá 22. ágúst sl. verður skipt- ing eignarhlutanna sem hér segir: Vinnslustöðin um það bil 46%, ísfé- lag Vestmannaeyja um það bil 40%, Krossanes um það bil 8% og Ósland um það bil 5%. Þegar tekið hefur verið tillit til hlutafjáreignar Isfélags Vest- mannaeyja í Krossanesi hf. fá nú- verandi hluthafar ísfélagsins í sinn hiut um það bil 44% í hinu nýja fé- lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.