Morgunblaðið - 30.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.1999, Blaðsíða 12
Viðskiptablað Moreunblaðsins Fimmtudagur 30. SEPTEMBER 1999 Fjölmenni á námsstefnu Gunnars Andra Þórissonar • A ÞRIÐJA hundraö manns komu í Borgarleikhúsiö til aö taka þátt I námstefnu undir yfirskriftinni „Gæðasala á þjónustuöld", mánu- dagskvöldið 27. september. Það var Sölukennsla Gunnars Andra Þóris- sonar sem stóö fyrir námstefnunni. Söluferliö var tekiö fyrir í fimm skrefum, þar sem Gunnar Andri fjall- aöi um fyrstu kynnin við viöskipta- vin, hvernig varan er kynnt, listina aö loka sölu, mikilvægi ánægju við- skiptavinanna og þjónustu frá upp- hafi til enda. Fjöldi erlendra fyrirlesara á notendaráðstefnu Landsteina • ARLEGA halda Land- steinar notendaráð- stefnu fyrir viöskiptavini og samstarfsaðila. Að þessu sinni mun ráö- stefnan verða haldin á íslandi dagana 30. september og 1. októ- ber á Hótel Loftleiöum. Til aö tryggja að ráö- stefnan uppfylli þarfir viðskiptavina sinna hafa Landsteinar fengiö til sín fýrirlesara víöa að. Jörgen Rahbek frá Microsoft mun segja frá SQL Server 7.00. Lars Bo Jörgensen, Frank Fugl og Lars Ström frá Navision Software a/s munu fjalla um stefnu, áherslur og framtíöar- þróun Navision Financi- als. Þeir munu líka sýna ráðstefnugestum vænt- anlegar nýjungar í Na- vision Financials svo sem SQL og Sales Management sem er nýtt tól fyrir stjórnendur til að skoöa lykilupplýs- ingar. Katrín Olga Jó- hannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Navision Software íslands, mun tala um Navision Software á íslandi. Ebba Þóra Hvannberg, lektor viö Háskóla ís- lands, kynnir Thin Cli- ent. Að auki munu sér- fræöingar frá Landstein- um segja frá því helsta sem er að gerast hjá Landsteinum og kynna nýjar lausnir, þar á meöal tímaskráningu í gegnum Netiö. Nánari upplýsingar um ráöstefnuna er aö finna á heimsíðu Land- steina, www.landstein- ar.is. Nýjung hjá Kauphöll Landsbréfa • NYVERIÐ tók Kaup- höll Landsbréfa í notk- un nýjung á Wall Street hluta Kauphallarinnar. Nýjung þessi felur í sér að viöskiptavinum Kauphallarinnar býöst að fylgjast meö „lif- andi“ rauntímagengi fé- laga skráðum á Wall Street. Gengislisti þessi er „lifandi" sem gerir þaö að verkum að allar gengisbreytingar birtast jafnóðum og þær eiga sér stað. Þjónusta þessi er viö- skiptavinum Kauphallar- innar aö kostnaðar- lausu. Slóð Kauphallar Landsbréfa er www.kaupholl.is. Tungumálið er ekkert mál Navisíon Financials Vinnuumhverfi Navision Financials er einfalt og lipurt í notkun, ekki síst fyrir þær sakir að kerfið er íslenskað. Kynntu þér málið hjá fyrirtækinu sem kynnti Navision Financials fyrst á íslandi. FOLK/Bernhard A. Petersen Maður sér alltaf eitthvað nýtt Bemhard A. Peter- sen var ráðinn fr amkvæmdastj óri útgáfu- og miðlunarfyrir- tækisins Vöku-Helgafells hf. í júní síðastliðinn, og hóf störf 17. ágúst. Hvað kom þér helst á óvart varðandi nýja starf- ið? „Það kom mér kannski helst á óvart hvað fyrir- tækið er stórt, starfsemin fjölbreytt og útgáfuefnið margþætt.“ Pú ert orðinn fram- kvæmdastjóri fyrirtækis sem meðal annars gefur út bækur. Hvað ert þú sjálfur með á náttborðinu? „Af því efni sem ég hef gefið mér verulega góðan tíma til að lesa las ég seinast Heimsljós eftir Halldór Laxness. En þar fyrir utan hef ég ekki lesið mikið í sumar. Það hefur þá helst verið efni um stangveiði og stjóm- un íyrirtækja.“ Hver heldurðu að sé framtíð bókarinnar? „Ég held í rauninni að framtíð bókarinnar sé björt. Maður sér t.d. hvernig þróunin hefur orðið við til- komu Netsins. Þó þar séu alls kyns upplýsingar sem fólk getur sótt sér hefur þ_að styrkt prentmiðlana sem slíka. Ég er ekki hræddur við slíka tækni, enda mun þetta íyrir- tæki nýta sér þá miðlunarleið eins og aðrar fyrir efni sitt.“ Þú ert áhugamaður um fótbolta. Spilarðu sjálfur? „Ég spila ekki lengur með meistaraflokki, heldur með „old boys“ hjá Gróttu. Þar er góður hópur manna sem hefur spilað saman í mörg ár.“ En hvað með enska boltann. Heldurðu með sérstöku liði þar? „Já, ég held með Liverpool.“ Þú ert einnig áhugasamur um stangveiði. Er það nýlega tilkom- ið? „Nei, þegar ég var smástrákur byrjaði ég að fara í stangveiði með föður mínum og frænda. Við höfum síðan heimsótt sömu ána nánast hvert einasta sumar. Þetta er Húsaeyjarkvísl í Skagafirði. Þar er mjög falleg sveit og gaman að stunda veiðiskap. Svo hefur það undið upp á sig og í dag nota ég Morgunblaöið/Golli ► Bernhard A. Petersen er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla íslands árið 1984 og varð viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1990. Hann var ráðinn fiármálastjóri Félagsstofnunar stúdenta árið 1990 og framkvæmdastjóri sama fyrirtækis árið 1993. Þeirri stöðu gegndi hann þar til hann var ráð- inn framkvæmdastjóri Vöku- Helgafells. Sambýliskona Bem- hards er Eria Guðmundsdóttir, sem starfar hjá lceland Review, og á hún eina dóttur, Diljá Hebu. stóran hluta af mínu orlofi til að stunda stangveiði og renna fyrir sil- ung og lax.“ Fékkst þú þann stóra? „Ég bætti nú ekki metið í sumar. Sá stærsti var líklega þrettán pund. Þetta var mun rýrara sumar en áður hefur verið. Þó fór að ganga betur þegar leið á veiðitím- ann.“ Þú ert útivistarmuður. Er það íslensk náttúra sem heillar mest eða hefurðu áhuga á að skoða þig um á framandi slóðum? „Ég hef farið nokkuð víða um heiminn, en finnst hvergj skemmti- legra að ferðast en á Islandi. Þó svo að ég hafi komið á staði áður og veðrið geti verið misjafnt hef ég alltaf jafn gaman af því. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem maður sér.“ Hvaö kostar aö hringja til ú tlanda? LAND DAG- TAXTI KVÖLD- OG NffiTUR- TAXTI Bandarikin 40 34 Belgía 38 33 Bretland 33 28,50 Chile 155 135 Danmörk 33 28,50 Frakkland 38 33 Holland 38 33 Ítalía 55 48 Japan 73 63 Noregur 33 28,50 Spánn 38 33 Svíþjóð 33 28,50 Þýskaland 33 28,50 dagtaxtx Krönur á minutu. Gíldir frá cS;oo i tíi iQ:oo ti’ fc'vrópulanda. GLldir irá o8:oo tU 25.00 tii ahiiaxca Janda. • KVÖL0’ og Krónur á minútu.Gildir frá 59:00 ; NÆTURTAXTI tii oS:OCtil Evrópuianria Gilrtirfrá 23:00 tii 08:00 tU armarra landa. OO til útlcmda auðvelt að muna SÍMINN www.simi.is ■ — INNHERJI SKRIFAR. . . STRÍNGíiR ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVIK, SIMI 550 9000, www.strengur.is VEÐURFRÆÐI VIÐSKIPTA- LÍFSINS • Veörabrigöin í viöskiptalífinu þessa dagana eru slíkt aö sjálft veðurfar fs- lenskrar náttúru með öllum sínum ólfkindalátum, bliknar f samanburðin- um. í vikunni hefur mátt lesa um samruna 11 gamalgróinna apóteka í nýja lyfjaverslanakeðju, Lyf og heilsu, sem stefnir á skráningu á Verbréfa- markaði íslands, og nokkur helstu kjötvinnslufyrirtæki landsins noröan- lands og austan ásamt Kjötumboðinu í Reykjavík hafa tilkynnt aö þau muni um áramótin næstu sameinast í nýj- an kjötrisa, sem stefnir sömuleiðist á hlutabréfamarkaði. Síöast en ekki sfst er þaö síðan sameining SÍF og ÍS í stærsta fýrirtæki landsins og eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki heims. Þó að sameiningin sé undir nafni SlF láta gárungarnir ekki sitt eftir liggja og hafa stungiö upp á því aö úr þvf aö hlutur SÍF f félaginu sé 2/3 og hlutur ÍS 1/3, þá sé sanngjarnast aö SÍF haldi tveimur fyrstu stöfunum og Is hinum síöasta. Útkoman yröi því SÍS! En að slepptu öllu gamni er kannski athyglisveröast aö sjá hvern- ig taflið hefur snúist Friöriki Pálssyni í vil. Hallarbyltingunni f stjórn SH fyrir aöeins fáeinum misserum lyktaði á þann veg að Friðrik hvarf úr forstjóra- stólnum. Vegna reynslu sinnar á salt- fiskframleiðslu frá þeim tíma er hann var framkvæmdastjóri Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, var Friðrik litlu síöar kjörinn stjórnarformaður SÍF. Eftir sameiningu SÍF og ÍS er Friörik Pálsson nú oröinn stjórnarformaður þessa stærsta fyrirtækis landsins hvaö veltu varöar, og er nú í forystu fýrir mun öflugra fyrirtæki en því sem hann veitti áður forystu, þ.e. SH, sem hefur aftur á móti tekið þá stefnu aö smækka fremur en stækka. Skjótt skipast veður í lofti. VERÐMAT ÍS OF HÁTT? • Við samruna SÍF og ÍS í SfF verður hlutafé SÍF aukiö um 450 milljónir króna, úr 1.050 milljónum króna í 1.500 milljónir króna, og verður því hlutafé varið til skipta fyrir hlutafé t ÍS að nafnviröi 1.100 milljónir króna. Fá hluthafar í ÍS eingöngu hlutafé í SÍF við samrunann. Ef miðaö er viö lokagengi hluta- bréfa í SÍF á Verðbréfaþingi íslands í gær, 6,23, er markaðsvirði ÍS rúmir 2,8 milljarðar króna sem er heldur meira en það var á mánudag þegar viðskipti voru stöðvuö með hlutabréf félagsins á Veröbréfaþingi þrátt fyrir miklar verðhækkanir á bréfum ÍS t lið- inni viku. Ef litið er á markaðsviröi ÍS um síö- ustu mánaöamót þá var þaö tæpir tveir milljaröar króna. Markaðsviröi félagsins hefur því aukist um rúmar 800 milljónir króna t mánuðinum eða um tæp 42% sem þykir ekki slæmt. Það er hins vegar spurning hvort eðli- legt sé að meta ÍS á 2,8 milljaröa miðað við að eigið fé félagsins er tæpur milljarður og V/H hlutfalliö er 72,09. HLUTHAFALISTI EIMSKIPS • í síðustu viku birtist á viðskipta- síöu Morgunblaösins listi yfir 10 stærstu hlutahafana í Eimskipafélagi fslands hf. hinn 15. september sl. Vakti þaö nokkra undrun aö Kaup- þing skyldi ekki vera á meðal þeirra en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins á Kaupþing um 2,5% hlut f Eimskip og aðilar sem tengjast Kaup- þing um 1,5%. Kaupþing fer því meö atkvæöisrétt fyrir 4% hlut í Eimskip sem skipar þeim í fjórða sæti yfir stærstu hluthafa félagsins. Jafnframt sé hlutur einhverra sem eru meðal tíu efstu samkvæmt upp- lýsingum frá Eimskip mun minni nú en hann er samkvæmt listanum. Það verður því fróðlegt aö sjá hvernig list- inn lítur út næst þegar hægt verður að nálgast hann hjá félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.