Morgunblaðið - 30.09.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 C 11 Benedikt segir notendur PBS, sem hann kýs að kalla GBS hérlend- is (greiðslumiðlun banka og spari- sjóða) munu aðallega skiptast í þrjá hópa, kröfuhafa, skuldara og banka. Til að skýra ferlið nánar senda fýrir- tæki gögn yfir reglulegar greiðslur til GBS á rafrænu formi. Reglulegar greiðslur eru t.d. fasteignagjöld, hiti, rafmagn, sími, áskriftargjöld, leigu- greiðslur, kreditkortareikningar, af- borganir lána, barnameðlög, ýmis fé- lagsgjöld o.fl. Þegar GBS hefur fengið allar kröf- ur sendar tii sín frá kröfuhöfum, þá sendir GBS viðeigandi kröfu á hvem banka, þ.e. gjöld viðskiptamanna hvers banka, þar sem reikningar skuldara eru skuldfærðir. Allt ferlið á sér stað án þess að mannshöndin komi nokkurs staðar nálægt. GBS sér einnig um að senda eitt reikn- ingsyfírlit á hvert heimili, en hvert yfírlit hefur að geyma upplýsingar um alla þá reikninga sem teknir verða út af bankareikningi skuldara í næstkomandi mánuði. I stað þess að öll fyrirtækin séu að senda gíróseðla á hvert heimili, er einungis sent eitt yfirlit með öllum skuldfærslum. Líkt og tilkoma gíróseðla þótti bylting í greiðslumiðlun hér á landi fyrir nokkmm ámm þegar einstak- lingar gátu greitt alla sína reikninga á einum og sama stað, þ.e. í bönkum eða sparisjóðum í stað þess að þurfa að gera sér ferð í öll þau fyrirtæki og stofnanir sem þeir áttu í viðskiptum við, þá gætu menn verið að horfa fram á hliðstæð tímamót með til- komu GBS. Tæknilega engar fyrirstöður til staðar Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri SPRON, sem vakti athygli Benedikts á danska greiðslukerfínu og var honum innan handar með efn- isval og framsetningu skýrslunnar, telur mikilvægt að einhver skriður komist á hagræðingarmál innan ís- lenska greiðslumiðlunarkerfísins. „Menn hafa farið of hægt í þessum efnum fyrst og fremst á kostnað við- skiptavina. Þær hagræðingarleiðir sem forsvarsmenn banka og spari- sjóða hafa verið að grípa til, hver í sínu horni, eru vissulega virðingar- verðar, en þær breyta ekki því að óhagkvæmni greiðslumiðlunarkerfis- ins er óviðunandi í núverandi formi.“ Hann kveðst fullviss um að reynsla Dana, sem Benedikt dregur fram í rannsókn sinni, sé vel til þess fallin að leysa vanda greiðslumiðlun- arkerfisins hér á landi. „Það er ljóst að tæknilega séð eru engar fýrir- stöður til staðar. T.a.m. væri hæg- lega unnt að reka hliðstætt kerfi inn- an Reiknistofu bankanna og ef vilji væri fyrir hendi um að ráðast í slíkar framkvæmdir stöndum við það vel að vígi tæknilega, að það tæki skamman tíma að koma kerfinu í gagnið." Hver bankagjaldkeri kostar 4 m.kr. En hvert yrði raunverulegt hag- ræði af uppsetningu greiðslukerfis banka og sparisjóða? Guðmundur telur að fyrir utan allt það vinnuhag- ræði sem breytingin hefði í för með sér megi gera ráð fyrir að árlega sparist samanlagt um einn milljarð- ur króna. Þar vísar hann í rannsókn Benedikts um fastan kostnað bank- anna. Fram kemur að stærstu ein- stöku kostnaðarliðirnir eru launa- kostnaður og kostnaður vegna hús- næðis, húsbúnaðar og tækja. Launa- kostnaður á hvern starfsmann m.v. launaflokk 122 og 11% aldursálag er áætlaður 168.408 krónur, að með- töldu 60% álagi vegna launatengdra gjalda. Þannig er árlegur kostnaður á hvern gjaldkera um tvær milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kostnaður á gjaldkerastúku vegna húsbúnaðar, tækja og hugbúnaðar sé 1.800 þús.kr. og afskrifist á 5 árum, þ.e. 360 þúsund á ári. Reikna má með að ávöxtunarkrafa á fé bundið í rekstr- arfjármunum sé 15% og meðalfjár- binding í gjaldkerastúku sé helming- ur stofnkostnaðar. Þannig er árlegur kostnaður vegna fjárbindingar 135 þúsund krónur á ári. Árlegt viðhald gjaldkerastúku, þar með talið hug- búnaðar vegna afgreiðslukerfa, er áætlað 130 þúsund. Jafnframt er gert ráð fyrir að sérhverri gjaldker- astúku tilheyri 20 fermetrar hús- næðis. Af því greiðist 1.100 kr. leiga á hvern fermetra auk 250 krónu ræstingarkostnaðar á frn. Árlegur húsnæðis- og tækjakostnaður er því 949 þúsund krónur. Skýrsluhöfundur telur rétt að bæta við 35% álagi vegna stjórnunar- kostnaðar, en samkvæmt norskum mælingum er húsnæðis- og launa- kostnaður um helmingur heildar- kostnaðar við hverja afgreiðslu en stjórnunar-, tölvu- og annar utanað- komandi kostnaður hinn helmingur- inn. Þannig telur Benedikt raunhæft að áætla að hver bankagjaldkeri kosti um 4 milljónir króna á ári. Talið er að af u.þ.b. 625 gjaldkerum sem starfa í bankakerfinu í dag sinni 260 þeirra allri afgreiðslu vegna greiðslu- seðla, gíróseðla, tékka og úttekta með debetkorti. Gjaldkerarnir 260 kosta bankakerfið rúman milljarð króna á ári, eða um 1.042 milljónir. Mikið hagrsði Guðmundur Hauksson bendir á að sparnaðurinn sé ekki einungis mæld- ur í krónum talið fyrir banka og sparisjóði. „Fyrir einstaklinga hefúr þetta þá breytingu í för með sér að þeir þurfa mun sjaldnar að fara í bankann til að ræða við þjónustufull- trúa og fara yfir sín mál. Sú breyting ein og sér hefði jafnframt mikinn þjóðhagslegan sparnað í för með sér því viðskiptavinir þurfa ekki lengur að hlaupa úr vinnu til þess að komast í bankann. í stað gíróseðla komi eitt greiðsluyfirlit fyrir hver mánaðamót með öllum útgjöldum heimilisins. Eins og fram kemur að ofan yrði hagræði bankanna mikið. Húsnæðis- og starfsmannaþörf drægist stórlega saman auk þess sem stórar upphæð- ir kæmu til með að sparast í tækja- búnaði. Annað atriði sem ekki má gleymast er að áætlaður póstkostn- aður bankakerfisins er í kringum 4-500 milljónir króna á hverju ári. Með innleiðslu GBS kæmi sá kostn- aður til með að lækka að minnsta kosti um helming, eða 250 milljónir þar sem ekki þarf lengur senda út rukkanir vegna afborgana af útlán- um bankanna.“ Guðmundur segist ekki í vafa um að GBS fengi góðar viðtökur hér á landi og bendir í því sambandi á að í dag nota um 83% Dana greiðslukerfí PBS. Ein leið til að stýra skuldurum inn í GBS hér á landi að hans mati, væri að taka upp þóknun íyrir að greiða reikninga hjá gjaldkerum, líkt og hef- ur t.a.m. tíðkast erlendis. Þannig yrði fólk fljótara að tileinka sér hagræði GBS, skuldurum, kröfuhöfum, bönk- um og sparisjóðum til góða. Aðspurður hvort kerfið hafi ekki einhverja fyrirsjáanlega annmarka í för með sér, svarar Guðmundur að kostimir séu margfalt fleiri en gall- arnir. Auðvitað komi hagræðingarað- gerðir illa við einhverja en niðurstað- an sé betri og ódýrari þjónusta við neytendur. „Sameiginlegt greiðslu- miðlunarkerfi af því tagi sem hér um ræðir, ætti ekki að hafa nein áhrif á markaðshlutdeild banka og spari- sjóða hér á landi. Eins og nafnið gef- ur til kynna, yrði kerfið í sameigin- legri eigu allra banka og sparisjóða en rekið af Reiknistofu bankanna eða öðm félagi í eigu bankastofnana. AU- ar þær hagræðingaraðgerðir sem ein- stakar fjármálastofnanir hafa ráðist í til að bæta greiðsluþjónustu við við- skiptavini sína em góðra gjalda verð- ar, en standast samt sem áður engan vegin samanburð við hagræði af GBS. Þvert á móti má færa rök fyrir því að sóknarfæri banka og sparisjóða muni aukast til muna með tilliti til þess að þjónustufulltrúum kemur til með að fjölga í kjölfarið á kostnað gjaldkera sem gefur þessum fyrirtækjum færi á að bæta þjónustustigið og þar með styrkja samkeppnisstöðu sína gagn- vart þeim fjölmörgu aðilum sem em að sækja inn á þennan markað. Kostnaður bankanna myndi lækka sem er forsenda minni vaxtamunar og meiri samkeppnishæfni út á við,“ sagði Guðmundur. • • • • • • * FJÖLPÓSTI 99.500 10.500 www.postur.is/fjolpostur. PÓSTURINN www.postur.is/fjolpostur VÖRUSTJÚRNUN Námskeiðið er ætlað: Innkaupa- og lagerstjórum, lagermönnum, framleiðslustjórum, verkstjórum í framleiðslu, sölustjórum, stjórn- endum í dreifingu, framkvæmdastjórum minni fyrirtækja, gæða- stjórum og yfirmönnum tölvumála. Helstu þættir: Vörustjórnun, birgða- og lagerstjórnun, fram- leiðslustjórnun, vörudreifing, upplýsingatækni, strikamerkingar, pappírslaus viðskipti og greining og lausn vandamála. Námskeiðið verður haldið á Iðntæknistofnun 7. og 8. okt. 1999. Upplýsingar og innritun í símum 570 7100 eða á vefsíðu Iðntæknistofnunnar http://www.iti.is Iðntæknistofnun Keldnaholti, 112 Reykjavík Viltu komast í fremstu röð? (slandsbanki - F&M leitar eftir kröftugum og hæfileikaríkum einstaklingum í störf á spennandi vettvangi. Viðskiptastjórn Viðskiptastjórar bera ábyrgð á viðskiptatengslum, leita lausna á fjármálaþörfum viðskiptavina og markhóps F&M, annast kynningu og sölu á þjónustu, afla nýrra viðskipta og sjá um lánamál og áhættumat viðskipta. Fjármögnun Starfið felst í vinnu við lánsfjármögnun fyrirtækja og opinberra aðila, fjárfestingarlán, verkefna- og einkafjármögnun. Umbreyting fyrirtækja Starfið felst í ráðgjöf og aðstoð við mótun stefnu varðandi samruna, yfirtöku o.fl., mati á virði fyrirtækja og stuðningi með fjármögnun eða kaupum á hlutum í félögum. Leitaó er að einstaklingum með háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði, eða með sambærilega menntun. Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptahæfileika, frumkvæði og vera sjálfstæðir (vinnubrögðum. Framhaldsmenntun æskileg. Um krefjandi störf er að ræða og laun verða í samræmi við það. Upplýsingar veitir Steinþór Pálsson hjá F&M i slma 560 8000 eða f tölvupósti; steinthor.palsson@isbank.is. Umsóknir skilist til Guðmundar Eirlkssonar, starfsmannaþjónustu íslandsbanka, Kirkjusandi 155, Reykjavík, eða í tölvupósti; gudmundur.eiriksson@isbank.is, fyrir 8. október 1999. islandsbanki - F&M er eitt fjögurra afkomusviða Islandsbanka. F&M er leiðandi á sviði sérhæfðrar fjármálaþjónustu fyrir stærri fyrirtæki, stofnanir og sjóði. Frekari upplýsingar er að finna á www.isbank.is/fm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.